Þjóðviljinn - 22.04.1989, Blaðsíða 30

Þjóðviljinn - 22.04.1989, Blaðsíða 30
Hvað á að gera um helgina? Pétur Bjarnason í Ásmundarsal, hefstld.dagl. 14-20, Iýkur4.5. Halldór Árni Sveinsson (málverk) í Listasafni ASÍ Grensásv., virka 16-20, helgar 14-20, lýkur 1.5. Samsýning í Art-Hún, Stangarhyl 7, Elínborg Guðmundsdóttir(leir- list), Erla B. Axelsdóttir (málun), HelgaÁrmanns (grafík), Margrét Salome Gunnarsdóttir (leirlist), Sig- rún Gunnarsdóttir (leirlist), virka 14-18, helgar 13-18, lýkur 1.5. Matthea Jónsdóttir (olía og vatns- litir) í FÍM-salnum Garðastræti, virka 13-18, helgar 14-18, lýkur 25.4. Listasafn Einars Jónssonar, ld„ sd. 13.30-16. Höggmyndagarður- inndagl. 11-17. Listasafn íslands. Salur 1: Jón Stefánsson, Jóhannes Kjarval, Gunnlaugur Scheving. Salur 2: Átta listamenn: Björg Þorsteinsdóttir, Bragi Ásgeirsson, EinarHákonar- son, Erró, Guðbergur Auðunsson, Gunnar Örn Gunnarsson, T ryggvi Ólafsson, Vilhjálmur Bergsson. Salur 3 og 4: Hilma af Klint, far- andsýning frá Svíþjóð. Mynd mán- aðarins: Mosi við Vífilsfell e. Kjar- val, kynntfid. 13.30. Dagl. 11-17 nema mád. Ragna Ingimundardóttir (keram- ik) áKjarvalsstöðum, dagl. 11-18, Iýkur30.4. Einar Hákonarson (emaléruð myndverk) á Kjarvalsstöðum, dagl. 11-18. Sigurlaugur Elíasson (grafík) Undirpilsfaldinum, Hlaðvarpanum Vesturg., virka 14-19, helgar 14- 22, lýkur 1.5. Jón Gunnarsson (málverk) í Hafn- arborg Hfirði, dagl. 14-19 nema þd„ Iýkur7.5. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi, helgar 14-17. Eiríkur Smith, vatnslitamyndir í Gallerí Borg Pósthússtr., opið virka 10-18, helgar 14-18, lýkur 2.5. „Frá Hornströndum til Havana“. Eiríkur Guðjónsson (Ijósmyndir) á Mokka Skólavörðustíg. Gallerí Gangskör, virka 12-18 nema mád„ gangskörungar sýna. Gallerí Grjót, Skólavst., virka 12- 18. Sigríður Ásgeirsdóttir (glermynd- ir) í Norræna h„ dagl. 11-18, lýkur I. 5. Ljósmyndir af bandarískum veg- gmálverkum úr kreppunni, Mennst. Bríkjanna Neshaga, virka II. 30-17, Iýkur27.4. Sjötíu verk fimmtán málara úr Listmálarafélaginu á Kjarvals- stöðum.dagl. 11-18. Samsýning í Nýlistasafninu Vatnsstíg: Ásta Ólafsdóttir, Finn- bogi Pétursson, Hannes Lárusson, Jón Sigurpálsson, Kees Visser, ÓlafurSveinn Gíslason, Pétur Magnússon, Ráðhildurlngadóttir, Svava Björnsdóttir, ÞórVigfússon, virka 16-20, helgar 14-20, lýkur 30.4. Síðasta sýning á Vatnsstígn- um. Safn Ásgríms Jónssonar Bergs- taðastr., vatnslitamyndir Ásgríms til maíloka, dagl. 13.30-16 nema mád„ mid. Tumi Magnússon í Slúnkaríki Ísa- firði, dagl. 16-18, lýkur 29.4. TÓNLIST Selma Guðmundsdóttir í Ópe- runni á tónleikum píanókennara, verk e. Jón Leifs, Pál ísólfsson, Kat- sjatúrían, Janaöek, Liszt, Chopin. Burtfarartónleikar hjá Tónskóla Sigursveins Hraunbergi 2, Hinrik Daníel Bjarnason (gítar), verk e. Sor, Speight, Bach, Albéniz, De Visée, Id. 17.00. LEIKLIST SPRON, Álfabakka 14, Breiðholti, verk eftir Benedikt Gunnarsson, virka 9.15-16 nema föd. 9.15-18, Iýkur26.5. Ingibjörg Jónsdóttir (lágmyndir) í Nýhöfn Hafnarstræti, virka 10-18, helgar 14-18, lýkur 26.4. OfviðriðíÞjlh.sd. 17.00. I morfars hus (Heima hjá afa) e. PerOlov Enquist, gestal. frá Borg- arlh. ÍÁIaborgíÞjlh., litlasv., Id. 20.30. Hvað gerðist í gær? Alþýðuleik- húsið í Hlaðvarpanum Vesturg. 3 Id. 20.30. MÍR-bíó Vatnsstíg 10 Id. 16.00. „Beitiskipið Pótémkín", snilldar- verk Eisensteins frá ‘25. Ókeypis. Ath. breyttan sýnt. Félagsvist Húnvetningafélagsins Id. 14.00 í Húnabúð Skeifunni 17. Sumarfagnaður Id. í Félh. Seltjarn- arnessfrá21.00. Laugardagskaffi Kvennalistans 11.00, Helga Sigurjónsdóttir og Helga Thorberg tala um nýjar bækursínar. Dans op de Deel - Hlöðuball að hætti Holtseta og á vegum Þýsk-ísl. vinafélagsins á Suðurlandi á Hótel Selfossi. ListamennfráNorður- Þýskalandi skemmta. Kynningardagur Nemendafélags Stýrimannaskólans Id. 13.30-17. íslenskt mál og menning á öld gervitungla. Málþing (slenskrar málnefndar Id. 13-17 Ársal Hótel Sögu, tíu frummælendur. VorfagnaðurGrikklandsvina Id. 20.30 Risinu, Hverfisg. 105, borð- hald, Thor spjallar, leikur, tónlist, dans. SFR- lífeyrisþegadeild, sumar- fagnaðurld. 14.00Grettisg.89. Skákmót æskunnar hjá Skák- klúbbi Kópavogs og Kiwaniskl. Eldey í Kiwanishúsinu Smiðjuvegi 13A Kóp. Id. 14.00 fyrir alla grunn- skólanema í Kóp. Vísindasagan í heimi fræðanna, Þorsteinn Vilhjálmsson talar hjá fél. áhugamanna um heimspeki sd. 14.30st. 101 Lögbergi. Sr. Gunnar Bjömsson fyrrum fríkirkjuprestur Á laugardaginn verð ég með langan undirbúningsfund fermingar- barna sem eiga að fermast 30. aprfl. Eftir það fer ég á viðræðufund með mínum nánustu stuðningsmönnum. Eg býst við notalegu kvöldi heimavið og ætla svo sannarlega að horfa á Spaugstofuna, en henni missi ég aldrei af. Á sunnudaginn ætla ég að fara snemma á fætur og æfa langa tóna á lausum strengjum, þ.e. þegar maður notar ekki vinstri höndina, held- ur strýkur strenginn lausan og hefur klukku við höndina til þess að taka tímann á lengd hverrar umferðar með boganum. Ég fer svo vitaskuld að nota vinstri höndina þegar líður á daginn og reyna að ná skalanum í heild sinni. Síðdegis bruna ég svo í tvær heimahúsaskírnir. Haustbrúður í Þjlh. Id. 20.00. ÓvitaríÞjlh.ld.sd. 14.00. Brúðkaup Fígarós ld„ sd. 20.00 í Óperunni. Sveitasinfónían í Iðnóföd., sd. 20.00. Sjang og Eng í Iðnó Id. 20.00. Ferðin á heimsenda í Iðnó Id. sd. 14.00. Sál mín er hirðfífl í kvöld, Egg- leikhúsið Hlaðvarpanum Vesturg, sd. 20.00. ÍÞRÓTTIR ' Harlem Globetrotters í Laugar- dalshöllinni 15.00 Id. og sd og á Akureyri Id. 20.30. Islandsmót í pútti á Broadway sd. 18-21. Landsliðsþjálfarinn John Garnerssýniráeftir. Reykjavíkurmót í fótbolta gervi- grasi. ÍR-KR ld. 17.00 Þróttur-Valur sd. 20.30 Ármann-Fylkir mád. 20.30. Litla bikarkeppnin. FH-Selfoss, IBK-Víðirog Haukar-Breiðablik Id. 13.30. íslandsmót í júdó í Kennarahá- skóla. Einst. keppni frá 10.00 Id. en sveitakeppni frá 14.00 sd. Andrésarandarleikar á skíðum á Akureyri. Minningarmót um Harald Pálsson í Bláfjöllum frá 14.00 Id. Breiðholtshlaup (Rsd. 14.00v/ sundlaug í Breiðholti. HITT OG ÞETTA Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi 10.00 frá Digranesv. 12. Samvera, súrefni, hreyfing. Útlvist. Sd. 13.00 Eldvörp- útilegumannakofar, verð 1000 kr. Brottför vestan Umfmst, börn m.f. frítt. Ferðafélagið. Sd. 10.30 Stapafelt- Sandfellshæð-Staðarhverfi, verð 1000 kr. 13.00 Reykjanesviti- Háleyjarbunga, léttganga, verð 1000 kr. Brottför austan Umfmst, börn m.f. frítt Félag eldri borgara. Göngu- Hrólfur leggur af stað frá Nóatúni Id. 10.00. Opið hús í Tónabæ Id. frá 13.30. Opið hús sd. í Goðheimum, Sigtúni 3, spjall, spil og tafl frá 14, dansað 20-23.30. Opið hús Tóna- bæ md. frá 13.30, félagsvist frá 14.00. rninin *r j^HARALDSSON Málfrelsi - upp að vissu marki Við vesturlandabúar gumum gjarnan af því hversu vel við búum að mannréttindum og frelsi okkar. Það er nú eitthvað annað en bölvaður rússinn, var lengi sagt. Þar mátti enginn segja neitt sem yfirvöldum líkaði ekki. Menn voru hvergi óhultir með óvinsælar skoðanir, jafnvel ekki uppi í rúmi hjá elskunni sinni - hún gat verið á launaskrá hjá KGB! Upp á síðkastið hefur losnað um málbeinið hjá þeim gersku og KGB farið að sýsla annað en hlera samtöl elskenda og hnýsast í bréf. En þá tekur ekki betra við rétt sunnan sovésku landamær- anna: íranskir klerkar skrúfa tím- ann til baka aftur á miðaldir og hóta að senda dauðasveitir á rit- höfund sem er með eitthvert flím um sjálfan Allah, eða var það spámaður hans, Múharneð? Ég er á því að fæstir íslendingar viti hvað klerkarnir saka Rushdie um en vandlæting vor er jafnheilöe fyrir því. Ritskoðun má aldrei í lög leiða, segir stjórnarskráin og þar með basta. Eða hvað? Er ekki verið að höfða opinbert mál á hendur blaðamanni sem lét reiði sína út í dómkirkjuklerkinn flæða óhindr- aða um síður Tímans? Og talar ekki vararíkissaksóknari um að það sé löngu orðið tímabært að lækka rostann í ritsóðum sem veitast að ærukærum opinberum embættismönnurn? Ef grannt er skoðað er víða pottur brotinn á vesturlöndum þegar frelsi manna til að tjá hug sinn er annars vegar. Það er í það minnsta skoðun Alþjóðasam- bands blaðamanna sem telur 150.000 blaðamenn, einkum á vesturlöndum. í nýlegri skýrslu frá þessum samtökum eru bresk stjórnvöld sökuð um „kerfis- bundin og víðtæk" brot gegn t j áningarfrelsinu. Það sem samtökin eiga við er einkum tvennt. Annars vegar er það bann sem stjórnvöld f Lund- únum hafa sett við því að útvarps- og sjónvarpsstöðvar birti viðtöl við fulltrúa pólitískra flokka sem tengdir eru hryðjuverkasam- tökum. Hér er að sjálfsögðu átt við flokkinn Sinn Fein á Norður- írlandi sem er pólitískur armur írskra lýðveldissinna. í skýrsl- unni er bent á það fordæmi sem einræðisstjórnir af ýmsu tagi geti sótt til þessarar ákvörðunar breska þingsins sem oft er kallað „vagga Iýðræðisins“ og ámóta fögrum nöfnum. Einnig er því haldið fram að þetta bann hafi grafið undan tiltrú manna til al- þjóðlegra fréttaútsendinga BBC. Hitt atriðið sem nefnt er í skýrslunni er fastheldni breskra stjórnvalda í þrengstu túlkun á lögum frá 1911 sem nefnast upp á ensku „Official Secrets Acts“. Þessi lög banna birtingu allra upplýsinga sem komnar eru frá stjórnvöldum en hafa ekki hlotið blessun stjórnvalda. Lögin eru — svo almennt orðuð að þau má nota til að banna tilvitnun í mat- seðil úr mötuneyti varnarmála- ráðuneytisins. í lögunum er að finna ákvæði sem ná yfir allar upplýsingar um málefni hersins, alþjóðleg samskipti þjóðarinnar, öryggismál og starfsemi leyni- þjónustunnar. Einmitt þessar vikurnar er ver- ið að rétta í máli stjórnvalda gegn nokkrum ritstjórum sem birtu á sínum tíma kafla úr endurminn- ingum breska leyniþjónustu- mannsins Peter Wright. Hann gaf út í Ástralíu bók sem nefnist í íslenskri þýðingu Njósnaveiðar- inn og bresk stjórnvöld eltu hann um allan heim með málssóknum í því skyni að stöðva útgáfu henn- ar. Stjórnvöld í Lundúnum hafa þó látið undan þrýstingi um að endurskoða þessi lög. Frumvarp að endurskoðun laganna er kom- ið fram og breytir litlu sem engu. Að sögn dagblaðsins Guardian er enn hægt að sækja breska rit- stjóra til saka fyrir að birta upp- lýsingar um mál sem falla undir lögin þótt þær hafi áður verið birtar í erlendum blöðum. Og á sviði öryggis- og varnarmála má segja að blaðamenn verði að ein- skorða sig við opinberar fréttatil- kynningar. Þessar hömlur á tjáningarfrels- inu stinga mjög í stúf við þá þróun sem orðið hefur á vesturlöndum, ekki síst í Bandaríkjunum, þar sem blaðamenn geta í skjóli laga- verndar stundað eðlilega umfjöll- un um öryggismál án þess að eiga yfir höfði sér málshöfðun. Víðast nvar hefur stjórnkerfið verið opnað og blaðamönnum leyft að stunda sín störf í friði. Það á þó ekki við um íslenska utanríkisráðuneytið. Þaðan koma yfirlýsingar um að sumar upplýsingar verði aldrei gerðar opinberar. Erum við á bresku lín- unni í þessum málum? Viljum við vera það um alla framtíð? X 30 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Laugardagur 22. april 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.