Þjóðviljinn - 22.04.1989, Blaðsíða 27

Þjóðviljinn - 22.04.1989, Blaðsíða 27
FJOLSKYLDAN SIGTRYGGUR JÓNSSON Neikvæðar samskiptareglur í öllum samböndum og fjöl- skyldum er eitthvað um nei- kvæðar samskiptareglur, eða reglur, sem leiða til vanlíðunar eða erfiðleika í samskiptum ein- staklinganna. Það sem hins vegar skiptir máli, er hvort slíkar reglur eru ræddar, þegar þær koma upp, eða hvort reglan er sú að ræða ekki um slíka hluti. Af þessum sökum er reglan um það hvort má eða ekki má ræða um vanlíðan, neikvæðar tilfinningar og erfið- leika, ein sú mikilvægasta upp á farsælt samband. í þessu sambandi er ég að ræða um það hvort við finnum fyrir því að málið er raunverulega útrætt, en ekki einungis nefnt og síðan reynt að vísa því á bug. Þegar reglan er sú að ræða ekki nei- kvæðar tilfinningar og erfiða hluti, erum við stöðugt í því að reyna án orða að koma til móts við hinn aðilann, erum stöðugt að verða fyrir því að finnast við mis- skilin, eða finnst hinn aðilinn „aldrei" koma til móts við okkur, verðum oft „sár“ en sjaldan reið og ef við verðum reið, verður það oft með hávaða og látum, því „nú er sko kominn tími til að tekið sé tillit til okkar". Þá er það einnig mjög sterkt einkenni í slíkum samböndum, að stöðugt er verið að biðjast fyrirgefningar og fyrirgefa vegna sömu eða svipaðra hluta. Við erum alltaf að „vonast" til að hlutirnir breytist og gefum alltaf frest og fyrirgefningu í „von“ um slíkt, en forðumst að ræða hvað raunverulega er að, og gera kröf- ur um að það breytist. Venjulega ganga hlutirnir vel í ákveðinn tíma, en svo koma tímabil oft með reglulegu millibili, þar sem sambandið er allt á öðrum endan- um, þá einnig með stuttum „góð- um“ tímabilum inn á milli. Vanlíðan er ekki rædd Því miður er þetta mjög al- gengt í fjölskyldum almennt, en mig langar að taka dæmi út frá því, sem ég hef rætt í undanförn- um greinum. Þetta er nefnilega mjög algengt í samböndum, þar sem annar eða báðir aðilar hafa litla sjálfsvirðingu. Einstakling- ur, sem fer í samband við annan einstakling á þeirri forsendu að hann geti „gert“ eitthvað fyrir hann, hjálpað honum að verða sterkur, hætta að drekka, eða vegna þess að hann hefur átt svo bágt lengi og gerir það vegna þess að hann gerir ekki miklar kröfur til að fá eitthvað til baka, hefur ekki mikla sjálfsvirðingu. Hann gerir þetta til þess að öðlast ást í staðinn. f fyrstunni gengur allt vel í slíku sambandi. Þessi einstaklingur er upptekinn af því að komast að þörfum hins og koma til móts við þær án þess að þær séu sagðar, og hinn upplifir allt í einu að hann hafi nú kynnst einhverjum, sem „skilur mig“. Reglan verður smátt og smátt sú að hér á allt að leika í lyndi og öllum að líða vel. Þegar þetta hefur gengið í ákveð- inn tíma upplifir þessi einstak- lingur allt í einu að það er bara hinn, sem fær að lifa eftir regl- unni um að öllum eigi að líða vel. í fyrstu segir hann ekkert, en verður „þungur" og lokaður. Hinn aðilinn finnur þetta og fer að spyrja hvort eitthvað sé að. Samkvæmt reglunum um að öllum eigi að líða vel og allt eigi að leika í lyndi myndast nú ný regla um að ekki eigi að ræða vanlíðan. Auk þess, væri það að viðurkenna vanlíðan, það sama og að viðurkenna veikleika og það er jú þessi einstaklingur hræddur við eins og ég hef rætt áður. Hann svarar því spurning- Þeir sem hafa áhuga á ad fræðast um eitthvert ákveðið efni varðandi fjölskylduna geta skrifað. Merkið umslagið: Fjölskyldan; Nýtt Helgarblað, Þjóðviljanum, Síðumúla 6, Reykjavík. unni neitandi, brosir og málið er grafið í bili. Hann heldur áfram að vera „þungur". Hinn aðilinn spyr aft- ur hvort eitthvað sé að. Aftur er brosað og svarað neitandi. Það sem síðan gerist er að okkar mað- ur verður pirraður á spurningun- um. „Það á jú öllum að líða vel, svo hvers konar spurningar eru þetta stöðugt." En hinn aðilinn fer að velta fyrir sér, án þess að ræða það (vanlíðan er ekki rædd) hvað það geti verið, sem veldur hinum áhyggjum og vanlíðan. Venjulega kemst hann að ein- hverri skynsamlegri niðurstöðu, sem hann getur verið sjálfur sátt- ur við. Eftir það tekur hann „þyngslum“ hins þegjandi og hættir að spyrja. Afleiðingin verður sú að okkar manni finnst nú, þrátt fyrir að hann hafi áður verið pirraður yfir spurningun- um, að hinum aðilanum sé orðið alveg sama um hann og verður ennþá „þyngri". Þar sem sú upp- lifun er tengd ást og væntum- þykju, fer hann einnig að efast um að hinn aðilinn elski hann. í þessari stöðu getur tvennt gerst. Annað hvort hellir hann sér út í það að reyna enn meir að koma til móts við hinn aðilann í stuttan tíma og springur svo, eða hann byrjar að ásaka hinn aðil- ann um að elska sig ekki. Fyrst í alvöruleysi, en síðan með meiri alvöruþur.ga. Að lokum springur hann líka. Með þessu á ég við heiftarlegt rifrildi, sem byggist upp á ásökunum á báða bóga, en raunverulegar óskir og væntingar til hins aðilans eru ekki nefndar á nafn. Reglan um að ræða ekki vanlíðan segir einnig að maður verði að vera sterkur og það er maður þegar maður getur ásakað hinn og bent honum á veikleika hans. Rifrildin enda svo venju- lega með því að okkar maður rýk- ur út. Síðan kemur hann iðrandi til baka og allt er fyrirgefið án þess að ræða það sem raunveru- lega er að og leikurinn gefur haf- ist á ný. Oft er langt í næstu sprengingu, en hún kemur. Svo líður skemmra á milli. Að lokum geta komið margar sprengingar á stuttum tíma með skömmum hléum á milli og síðan löngum hléum og þá förum við að tengja þetta árstíðum eða öðrum utan- aðkomandi ástæðum. Þó dæmisaga þessi sé skáld- skapur hér, er hún það því miður ekki í allt of mörgum tilvikum úti í daglega lífinu, eða hvað segir þú lesandi góður? Evrópukeppni taflfélaga TR í 2. umferð eftir sigur á Anderlecht Sveit Taflfélags Reykjavíkur komst áfram í 2. umferð Evrópu- keppni taflfélaga með því að vinna skákdeild hins víðfræga fé- lags Anderlecht í Brússel um síð- ustu helgi. Lokaniðurstaðan, 71/2: 41/2, TR í vil, gæti gefið til að kynna að um auðveldan sigur hefði verið að ræða, en svo var ekki. Er fyrri umferð lauk með sigri Anderlecht, 'hVi\2'/i veltu menn því fyrir sér hvort endur- tekning yrði á fremur snautlegri Rúmeníuferð, þegar TR tók þátt í þessari keppni í fyrsta sinn. Því var borið við, að menn hefðu orð- ið fyrir einhverskonar kúltúr- sjokki, en Rúmenía undir stjórn Ceauseschu forseta er einhver nöturlegasti staður á jarðkring- lunni. Þar við bættist ferðaþreyta og slakur aðbúnaður og hin harð- snúna sveit TR féll úr keppni. Til farariiinar völdust flestir þeir sömu og síðast: Jón L. Árna- son, Margeir Pétursson, Helgi Ólafsson, Hannes Hlífar Stefáns- son, Karl Þorsteins, Þröstur Þór- hallsson og Elvar Guðmundsson. Raðað var á borð samkvæmt al- þjóðlegu Elo-stigunum. Jóhann Hjartarson gat ekki verið með vegna mótsins í Barcelona og Guðmundur Sigurjónsson er hættur. í þeirra stað komu Hann- es Hlífar og Elvar sem var vara- maður. Fararstjóri var Jón Briem formaður TR. Sveitin lagði upp 14. apríl en 1. umferð fór fram daginn eftir. Belgarnir stilltu upp með Hollendingana Jan Timman og Gennadi Sosonko, en sam- kvæmt reglum keppninnar mega Ljubojevic og Kasparov efstir á heimsbikarmótinu í Barcelona tveir útlendingar tefla í hverri sveit. Það er forstjóri SWIFT, Bessel Kok sem fjármagnar skák- klúbb Anderlecht en hann er einnig potturinn og pannan í starfsemi stórmeistarasambands- ins, GMA. SWIFT-fyrirtækið annast millifærslur á gjaldeyri fyrir alla stærstu banka heims og er á örskömmum tíma orðið risi í fjármálaheiminum en Kok stofn- aði það við þriðja mann árið 1973. Hollenska „íhlutunin“ virt- ist ætla að verða okkur dýr því allt gekk á afturfótunum í fyrri um- ferðinni: TR - Anderlecht Jón L. - Timman 0:0 Margeir - Sosonko Vi:Vi Helgi - Jadoul 1:0 Hannes - Meulders Vr.Vi • Karl - Roofdhooft Vi:Vi Þröstur - Tonoli 0:1 Úrslit í fyrri umferð: 2Vi:3Vi Timman tefldi af miklu hug- myndaflugi gegn Jóni, fórnaði hrók sem átti þó ekki að duga nema til jafnteflis, en Jón valdi ranga varnaráætlun og tapaði. Undirritaður vann jafnteflislega stöðu nokkuð örugglega, en Þröstur teygði sig of langt og tap- aði eftir mikinn darraðardans. Hannes og Karl komust ekkert áleiðis gegn Belgunum sem tefldu yfirleitt mjög traust. Þessi úrslit voru vitaskuld mikið áfall en það var gerbreytt lið sem mætti daginn eftir: SKÁK TR-Anderlecht 11. d5-Rb8 14. Rd2-c6 Jón L. - Timman Vr.Vi 12. h3-Rbd7 16. dxc6-bxc6 Margeir - Sosonko 1:0 13. g4-Rc5 17. f4! Helgi - Jadoul 1:0 (Öflugur leikur sem hefur það að Hannes - Meulders ‘/2 markmiði að opna skálínuna al- Karl - Roofdhooft 1:0 h8.) Þröstur - Tonoli 1:0 17. ..-exf4 Úrslit í seinni umferð: 5:1. 18. exf4-Rfe4 19. Hel-d5? HELGI ÓLAFSSON Samanlagt: TR 7'/2 - Anderlecht 4V2. Sveit TR vann öruggan og sannfærandi sigur. Jón tefldi af öryggi með svörtu gegn langhætt- ulegasta andstæðingnum og jafn- tefli lofaði strax góðu. Síðan fylgdi hver sigurinn af öðrum í kjölfarið. Margeir sem verið hef- ur í góðu formi undanfarið vann hinn trausta stórmeistara Sos- onko auðveldlega. Þar kemur til sögunnar afbrigði sem reynst hef- ur svörtum erfitt uppá síðkastið: Margeir Pétursson - Sosonko Nimzoindversk vörn 1. d4-Rf6 3. Rc3-Bb4 2. c4-e6 4. Dc2-Rc6 (Sjaldséður leikur. Aljékín beitti honum í einvíginu við Euwe 1935.) 5. Rf3-d6 6. Bg5-h6 7. Bd2 (Ein af hugmyndunum er að lokka fram h-peðið svo skapist átakspunktar. Euwe lék 6. Bd2 strax. Mér býður í grun að Mar- geir hafi fengið hugmyndina hjá Sovétmanninum Gurevic sem tefldi svona gegn Benjamin á opna New York-mótinu á dögun- um. Athugið að 7. Bh4 má svara með 7. ,.-g5 (8. Bg3-g4 o.s.frv.) 7. ..-De7 8. e3-0-0 (Ótímabær uppskipti.) 10. Bxc3-e5 (Þetta er tvímælalaust tapleikur- inn. Sosonko gat veitt meira við- nám með 19. ..-f5 en hefur ekki litist á þá veikingu sem skapast vegna opnunar g-línunnar.) 9. 0-0-0 Bxc3?! (Það er ekkert hægt að gera. Hvítur hótaði einfaldlega 22. cxd5 og 23. Rxe4). 22. cxd5-cxd5 23. Rxe4-Rxe4 24• Bxf8 (Svartur á enga von eftir að hafa tapað skiptamun. Margeir bindur endi á allan mótþróa með markvissri taflmennsku.) 24. ..-Kxf8 29. a3-Df6 25. Kbl-Hb8 30. Hhdl-Dxf4 26. Bd3-Ba6 31. Hxd5-De3 27. Bxa6-Dxa6 32. Dd3-Db6 28. Hcl-a4 33. Dd4 - og Sosonko gafst upp. Það er víst óhætt að segja að nokkur munur hafi verið á því atlæti sem við fengum í Brússel eða í Búkarest. Slökkviliðsstjór- inn í Brússel, Hugo van Gobbel er prímus mótor hjá skákklúbbi Anderlecht, reyndist sannur höfuðsnillingur og skipulagði glæsilega dagskrá fyrir okkur. Hann er með eftirminnilegri persónum sem ég hef kynnst á skákferðum erlendis. Ljubojevic og Kasparov efstir í Barcelona Eftir harða keppni í Barcelona á Spáni urðu þeir efstir og jafnir Lubomir Ljubojeic og Garrí Kasparov. Ljubojevic leiddi mótið á enda en heimsmeistaran- um tókst að ná honum með því að vinna tvær síðustu skákir sínar þ.á m. Boris Spasskí í fyrsta sinn í sjö tilraunum. Hvað varðar heimsbikarstigin þá telst Ljubo- jevic þó sigurvegari þvf hann gerði jafntefli við heimamanninn Illescas sem Kasparov vann. í síðustu umferð gerði Ljubojevic stutt jafntefli við Short með svörtu og sá Kasparov ástæðu til að mótmæla þeim úrslitum á þeim forsendum að Short hefði borið skylda til að tefla til sigurs með hvítu. Jafntefli varð í öllum skákum nema Kasparovs og Spasskís, og lokaniðurstaðan þessi: 1.-2. Ljubojevic og Kasparov 11 v. 3. Salov 10 v. 4. Kortsnoj 9Vi v. 5.-6. Short og Húbner 9Vi v. 7. Nikolic 8 v. 8.-12. Be(javskí, Spasskí, Jusupov, Vaganian og Ribli 7'/2 v. 13. Speelman 7 v. 14.- 15. Jóhann Hjartarson og Seiraw- an 6V2 v. 17.-17. Illescas og Nogu- eiras 5Vi v. Kasparov og Karpov berjast um heimsbikarinn en landi þeirra Valeri Salov er í þriðja sæti en hann varð annar á fyrsta heimsbikarmótinu í Brússel í fyrra. Alvarleg veikindi komu í veg fyrir þátttöku Mikhael Tal fyrrum heimsmeistara. Laugardagur 22. apríl 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 27

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.