Þjóðviljinn - 22.04.1989, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 22.04.1989, Blaðsíða 14
Það skiptir ekki höfuðmáli þóttbam hrökklist út úr bíó... Á. B. ræðir við Dóru Bj arnason, móður vangefins drengs Það gerðist í fyrri viku, að móðir fór með son sinn ungan á bíó, nánar tiltekið í Bióborg. Drengurinn, sem er vangef- inn, lét eitthvað til sín heyra við byrjun myndarinnar, móðir hans reynai að róa hann: hann er vanur bíóferðum segir hún, og venjulega tekur það skamma stund að róa hann. En til þess gafst ekki tóm, dyravörður kom og lýsti á þau og skipaði þeim út og síð- ar bíóeigandinn, það var sótt lögregla og móðirin var fyrst að því spurð, hvort hún væri drukkin og svo skömmuð fyrir að trufla almannafrið og taka ekki tillit til annarra og þar fram eftir götu. Ég hefi verið að því spurð, segir móðir drengsins í viðtali við Pjóðviljann, hvort ég ætli í mál út af þessu. Það geri ég ekki, þótt ég hafi vitanlega reiðst og þótt mér finnist að það hafi freklega verið brotinn réttur okkar til að vera á opinberum stað. Mér þótti vont að heyra einhvern halda því fram í útvarpinu, aðég hefði verið með drenginn öskrandi í hálftíma í bí- óinu. Það er rangt. Slíkt gerir maður ekki. Ég er ekki vön að leggja of mikið á fólk ef ég kem með drenginn á einhverja mann- fundi. Ef hann truflar og ekki tekst að stilla hann fljótt, þá för- um við. Svo einfalt er það. En þarna í bíóinu var mér ekki gef- inn möguleiki á að hugga barnið, það fóru svo margir að skipta sér af okkur strax og svo klaufalega. Þetta er alltaf aö gerast Það var sagt frá þessu máli í sjónvarpsfréttum - eigandi kvik- myndahússins hélt við sinn keip og sinna manna og kvaðst svo að lokum ætla að sýna þessa mynd (Regnmanninn, sem segir frá ein- hverfum manni) á sérsýningu fyrir vangefna. Ég ákvað að segja frá þessu, sagði móðirin, Dóra Bjarnason lektor, ekki endilega vegna okk- ar Benna heldur vegna þess að hér er um atvik að ræða sem sí- fellt endurtaka sig með einum eða öðrum hætti, eins og ég fæ oft að heyra, og það gefur nokkra hugmynd um það hvar við erum á vegi stödd í umgengni okkar við þá sem eru „öðruvísi“. Út úr einangrun? Hér er spurt um einangrun vissra hópa og leiðir út úr henni. Það hefur vissulega ýmislegt ver- ið að breytast í þjóðfélaginu. Geðveikir geta t.d. verið úti í samfélaginu með sín lyf, eldri þroskaheftir líka. Og þessi þró- un, sem byggir á þeirri forsendu sem stjórnarskráin jafnt sem kristið siðgæði styðja: að við höf- um öll jafnan rétt til að taka þátt í þjóðféíaginu - hún kallar á ný viðbrögð. Bæði af hálfu opin- berra aðila og þeirra sem fara með ýmiskonar rekstur og svo einstaklinga. Aðstæður hafa breyst og því er nú með skýrari hætti spurt um tillitssemi við þessa hópa svo að þeir hafi meira svigrúm. Og hér er, vel á minnst, ekki um þrönga hópa að ræða - börn og gamalt fólk mæta með einum eða öðrum hætti þeim til- hneigingum sem brenna mest á fötluðum og þroskaheftum. Samfélagið verður að laga sig að þeim, og þeir að samfélaginu, það verður að ríkja gagnkvæm tillitssemi, sem er ekki nema að nokkru leyti fyrir hendi. Hvað ert þú að flækjast hér? Þroskaheftir til dæmis, þeir eru á Ieið út úr einangrun, en samfé- lagið er ekki við því búið. Það stendur t.d. hvergi að þroska- heftir skuli ekki vera „á almanna- færi“. En í raun vilja menn helst grípa til einhverra sérráðstafana fyrir jrá, einhverra lausna í anda aðskilnaðarstefnu. Eins og bíó- eigandinn sem boðaði sérsýningu á kvikmyndinni Regnmaðurinn - hann sýnir enn og aftur þann al- genga hugsunarhátt að þroska- heftir skuli ekki vera innan um annað fólk. Þú spyrð hvað hafi gerst og hvaðekki íþessum málum. Menn eru aðáttasigáþví(a.m.k. íorði) að í þessu þjóðfélagi höfum við jafnan rétt til ýmissa hluta. En þegar einstaklingur sem er frá- brugðinn öðrum og aðstandend- ur hans leita út og nota sér þenn- an rétt, þá reka menn sig á tvennt. Menn reka sig á fordóma og vissan ótta. Sem Magnús Kjartansson lýsti vel í grein í bók- inni „Elds er þörf“ - þar kom á daginn að Danir vildu ekki fá mann inn í Tívolí í hjólastól, vegna þess að þar væru menn að skemmta sér. Menn vilja ekki láta minna sig á það hve brotthætt mannlífið er. Og þegar þeir mæta einhverjum sem ekki er „í lagi“ og vill neyta síns réttar, þá rísa fordómarnir skjótt úr sínum skúmaskotum. Svo er hitt: ef menn eru ekki vanir því að um- Dóra Bjarnason: ég er mótfallin því að fjölskyldum sé sundrað, því við þurfum hvert á öðru að halda. Mynd Jim Smart. gangast þá sem ekki eru eins og fólk er flest, þá hættir mönnum til að vera klaufalegir, þeim fallast hendur, þeir vita ekki hvað skal til bragðs taka. Þetta er löng og ströng ganga Samfélagið sjálft hefur ekki hugsað sitt ráð. Það gerir sjaldn- ast ráð fyrir fólki sem ekki lagar sig að þeim kröfum sem umhverf- ið gerir. Embættismenn þess (t.d. lögregluþjónar) vita ekki hvað á að gera við fólk, sem brýtur ein- hverjar reglur ósjálfrátt. Samfé- lagið er sífellt að lenda í vand- ræðum með fatlað fólk og fjöl- skyldur þess og hættir þá til að grípa fyrst og fremst til einhverra sérúrræða sem viðhalda einangr- uninni. Séum við jöfn fyrir guðs og manna lögum má ekki hrekja fólk fram og aftur - nema það hafi af ásetningi brotið einhverjar reglur. Ef við ætlum ekki að drepa þetta fólk, þá verðum við að gera ráð fyrir því. Þetta er það sem skiptir máli en ekki það hvort barn hrökklast út úr bíó. Það eru leiðindi sem von- andi gleymast fljótt. - Hvernig vinnast sigrar á þess- ari löngu göngu? - Maður breytir ekki viðhorf- um heils samfélags eða lausnum þess í einu vetfangi. Maður gerir það heldur ekki með hörkulegum átökum. Lög vísa veginn, en þau breyta ekki samfélagi. Ég held að sigrarnir vinnist í mannlegum samskiptum: sérhvert barn sem við er tekið með sjálfsögðum hætti er sigur, sérhver fjölskylda sem fær stuðning til að hafa fatlað barn á heimili sínu er sigur. - Hvernig hefur þér sjálfri vegnað'? - Það sem brennur á mér er ekki síst þessi tilhneiging samfé- lagsins til að leysa upp fjöl- skyldur, taka börn frá foreldrum, gamalt fólk frá þeim sem yngri eru og koma fyrir á stofnunum. Þetta finnst mér grimmd, því við þurfum hvert á öðru að halda. En þegar þú ert með gamalt fólk, sjúkt fólk, þá þarftu öðruvísi og meiri stuðning til að lifa eðlilegu lífi. Og sumt er til af þeim stuðn- ingi, en annað vantar í keðjuna. Mín persónulega reynsla hefur ýmsar hliðar. Hún hefur tengt mig sterkum böndum við fólk sem ég met meir og öðruvísi en ella, allskonar fólk sem ég hefi kynnst og lært mikið af, ekki síst foreldra fatlaðra barna og svo fatlaði, sem hafa gefið mér hluta af lífi sínu á mjög dýrmætan hátt. Hitt er svo víst að það er mjög sár reynsla að eignast fatlað barn. Reynsla sem kristallar fyrir manni, hvað skiptir máli (sem er ótrúlega fátt) og hvað skiptir ekki máli. Svo venst þetta eins og allt, þegar þú hefur náð tökum á þess- ari nýju tilveru þá verður hún hversdagsleg. Ég vakna ekki á hverjum morgni og segi: Benni er enn þroskaheftur. Það er hluti af okkar sameiginlega lífi. Vinnunnimá deila Persónulegar og félagslegar af- leiðingar alls þessa eru svo mis- munandi. í okkar dæmi koma þær fram í einangrun og óskap- lega mikilli vinnu, Iíkamlegri vinnu. Maður er alltaf á vakt. Maður má alltaf búast við ein- hverjum óþægilegum uppákom- um - en hjá þeim verður ekki komist, maður lærir að horfa framhjá þeim. En vinnan er það sem hægt er að deila með öðrum, þar vakna upp spurningarnar um stuðning samfélagsins. Ég skal játa að ég er svolítið erfið. Ég sætti mig ekki við þær félagslegu lausnir sem helst er boðið upp á. Ég er eins og flestir foreldrar - ég vil hafa drenginn hjá mér. En að hafa hann hjá mér, það er blátt áfram afskap- lega dýrt. Þú þarft að kaupa ýmis- konar þjónustu, þú getur ekki unnið yfirvinnu. Og úrræðin sem til eru (skammtímavistun, skóla- vera ofl.), þessi úrræði eru yfir- leitt fá og nánast öll sérúrræði fyrir fatlaða. Kunnátta og mistök Við breytum því ekki að þroskaheft barn er þroskaheft og heyrnarlaust er heyrnarlaust. En á síðustu árum hefur fleygt fram kunnáttu manna og þekkingu á því hvernig hægt er að byggja brýr milli okkar og þeirra. Við íslendingar erum því miður skammt á veg komnir með að nýta okkur þessa þekkingu. Svo er annað: mistökin sem menn gera í bestu meiningu m.a. vegna þess að kunnáttu brestur, þær gefa vondar niðurstöður. Þá er hætt við að menn hlaupi í hnút og kalli: þetta er þeim fötluðu að kenna, þeir geta ekki verið úti í samfélaginu. Við hér á fslandi höfum sett lög sem setja það markmið að fatlaðir lifi í samfé- laginu við hlið ófatlaðra. En í reynd höfum við aldrei búið til eins mikið af sérlausnum og sér- stofnunum á og einmitt þeim tíma sem liðinn er síðan lögin um málefni fatlaðra lóku gildi. Árni Bergmann 14 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Laugardagur 22. apríl 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.