Þjóðviljinn - 22.04.1989, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 22.04.1989, Blaðsíða 25
Tvöföld landkynning Hrátt og eldaö frá mannætunum „Hrátt og eldað", önnur og pýj- asta plata Fine Yong Cannibals, byrjar kröftulega á lagi sem heitir „She Drives Me Cracy", eða „Hún keyrir mig brjálaðan", eins og það myndi vafalaust heita hjá Umferðarráði. Því hvað er ekki gert í árróðursskyni nú til dags, - Kristján heiti ég Ólafsson. Annað lag plötunnar, „Good Thing“, er lag í ekta FYC- stíl, þeim stíl sem gefur hljóm- sveitinni karakter. Þetta Iag er eitt það albesta sem FYC hefur gert. Þrumugott píanó, slagverk, orgel og sitthvað fleira, og ein- stök rödd Rolands Gift; planta þessu lagi í pott með bestu grösum rokksins. Gift e'r sagður undir áhrifum ýmissa söngvara þó hann játi aðeins einn. Gift ját- ar hann ekki sem áhrifavald held- ur sem þann sem opnaði augu hans fyrir söng og vakti með hon- um löngun til að syngja og það var Otis gamli Redding. Eins gott að það var ekki Kenny Rogers segi ég nú bara. FYC voru nýir af nálinni þegar þeir léku á Listahátíð hér um árið. Það var heldur ekki að sökum að spyrja. Um leið og út- lenskir fregnuðu að FYC hefði leikið á Listahátíð í þessu stór- kostlega landi, létu þeir drengina hafa nóg að gera. Gift hefur getið sér gott orð sem kvikmynda- leikari og ber þar hæst frammi- stöðu hans í „Sammy and Rosie Get Laid“. Síðast lék kappinn í mjög umdeildri mynd í Bretlandi sem heitir „Scandal“ og fjallar um hvernig kynhvötin kom þing- manni nokkrum í net njósna. Sönn saga og átakanleg úr þing- heimum. Félagar Gifts hafa hins vegar verið uppteknir við „production" hjá öðrum tónlistarmönnum og við tónsmíðar fyrir kvikmyndir. Þeir sömdu til dæmis og léku tónlistina við kvikmyndina „Tin men“ og var Gift raunar með í það skipti. Einnig sömdu þeir Andy Cox og David Steele tónlist við myndirnar „Something Wild“ og „Trains, Planes and Autom- obiles". FY C voru ekkert að flýta sér að gefa út aðra plötu þó þeirra fyrstu plöta hefði verið bærilega tekið. En sú plata bar einfaldlega nafn hljómsveitarinnar. Nú eru Iiðlega þrjú ár síðan fyrsta platan kom út en Gift segir ekkert hafa legið á. Þeir hefðu vafalaust orðið ríkari á því að fylgja plötunni strax eftir með nýrri en það skipti meira máli að þeir hefðu allir verið að gera hluti í millitíðinni sem væru þeim mikils virði. Þeir ætla ekki á tónleikaferðalag fyrr en þriðja platan er komin út og gefa engin loforð varðandi útgáfutíma henn- ar. „Það fer ekkert á milli mála þegar sú plata kemur að þar erum við á ferð,“ segir Gift. Hvert lagið öðru betra er á „hráu og elduðu“ og má þar nefna „Tell Me What“ og gamalt lag, „Ever Fallen In Love“, sem þeir félagar gerðu vinsælt fyrir tveimur árum. Nafn plötunnar er að nokkru réttnefni, þ.e. „hrátt og eldað“. En þó er ekki grundvallar munur á hrárri lögunum og hinum. Það er mjög sterkur tónn gegnum- gangandi út alla plötuna, tónn sem er aðalsmerki FYC en hann hefur þróast og fágast og Fine Yong Cannibals er tvímælalaust betri hljómsveit nú en fyrir þrem- ur árum. Roland Gift söngvari FYC. Mér skilst að finnska hljóm- sveitin, Honey B. & T-Bones, hafi flengriðið hér um sveitir á síðasta ári og haldið tónleika. Þetta fór hins vegar alveg fram hjá undirrituðum, sem er frekar leiðinlegt vegna þess að plata þeirra „Ninety-Nine“, bendir til þess að hér sé á ferð hljómsveit sem gaman væri að heyra í lifandi eða „live“ (Mig hefur lengi langað að þýða þetta svona yfir á íslensku). Það litla sem frá ferð- um hljómsveitarinnar var sagt fannst mér alltaf vera lesendabréf um allt aðra hluti. Tónlist Honey B. er íturvaxið rokk, þétt og vel við hæfi þegar menn sprikla í snjónum eftir gott saunabað, svona í Chaplin-takti með alla skanka á fleygi ferð. Opnunarlag „Ninety-Nine“, „Howlin At The Moon“, er til að mynda lag í svipuðum takti og „Kontinentalinn“ hjá Langa Sela og skuggunum. Þessir finnsku frændur okkar kunna líka að bregða fyrir sig blús en þá sér maður þá frekar fyrir sér í saunabaðinu en utan þess. En að öllum útúrsnúningum um þjóðlega siði Finna slepptum, er hér hin fínasta rokk-, blús- og djassplata á ferð. „Ninety-Nine“ er dálítið ballleg plata, hress en mjög blönduð hvað takta áhrær- ir, eins og gerist á betri böllum. Þrír menn eru skráðir fyrir öllum lögum Honey B., Kuloni- emi, Kaartamo og Puurtinen (kannski eru þetta allt konur, það er ómögulegt að sjá á nöfnunum DÆGURMAL hvort kynið er). Það er ekki að sjá á plötuumslagi að þessir þremenningar komi nálægt flutn- ingi laganna. Honey B. virðist hafa aðgang að þremur ágætis lagahöfundum og ólíkum. Og kannski eru þetta heimsfrægir Finnar sem ég er svo fáfróður að þekkja ekki. Ég þyrfti eiginlega að hafa samband við Vernharð Linnet og Jón Múla og spyrja þá út í þetta. Hvað sem Jón og Vernharður kynnu að segja mér, er þessi plata, ásamt finnska vodkanum, besta landkynning sem ég hef kynnst frá Finnlandi. Hún slær þó ekki landkynningarnar okkar út, þau Lindu Pétursdóttur og Steingrím Hermannssson. Ég hef heyrt að Honey B. hafi líkað vel að flakka um byggð og óbyggð ból á íslandi. Sem sl{k er hljómsveitin því góð landkynning fyrir okkur. Þá er bara að vona að Honey B. & T-Bones, láti sjá sig aftur í sumar, svo þeir sem misstu af þeim síðast megi berja þá eyrum og til að efla landkynnin. -hmp Hinn dáöi skemmtikraftur Hafi Elvis Costello verið í lægð frá því 1986 eins og margir halda fram, rís hann aðeins upp úr henni með nýjustu plötunni sinni „Spike“. Undirtitill plötunnar er „Hinn dáði skemmtikraftur“ og eftilvill ætlaður til að gefa bölsýn- ismönnum langt nef. Það er með Costello eins og flesta textans menn í rokkheimum, að leggja verður vel við hlustir til að fá sem mest út úr tónlistinni. Háðfuglinn Costello fjallar oft um menn og málefni í sínum text- um sem eiga rætur í raunveruleik- anum. Þannig verður stundum að þekkja eitthvað til sögunnar, til að skilja hvertþessi nafni rokk - kóngsins er að fara. Hann fj allar til dæmis um umdeilda aftöku sem fór fram á sjötta áratugnum í Bretlandi. En þá var 19 ára ung- lingur hengdur fyrir að hafa skotið lögregluþjón þegar lög- reglan stóð hann og félaga hans að innbroti. Félaginn var sá sem hleypti af en hann var sextán ára og gálginn var bannaður innan 18 ára í landi Betu á þeim árum. Textar Elvis Costello eru, að virðist, léttilega saman settir. HEIMIR PÉTURSSON Hann er háðskur en oftast með einhverjar meiningar og aldrei með fíflalæti. Ætli Costello verði ekki að teljast nokkuð gott skáld í félagsskap rokkara. Ekki er hægt að kvarta undan hljóðfæraleiknum á „Spike“, enda engir aukvisar á ferð. Roger McGuinn, T Bone Burnett, Jerry Marotta, Jim Keltner og The Dirty Dozen Band, eru meðal þeirra sem koma við sögu, að ó- gleymdum Paul McCartney. McCartney gerir það á „Spike" sem honum fer best en það er að spila á bassa og gerir það vel. Hann á stóran þátt í útsetningum tveggja laga á plötunni; „Veron- ica“ og „This Town“. Handbragð McCartneys leynir sér ekki og er í ætt við það besta sem hann hefur gert fyrir sjálfan sig. En honum hafa verið mislagnar hendur á stundum á sínum sólóferli. „Veronica“ er það lag sem mest hefur heyrst af „Spike“. Það er langt í frá dæmigert lag fyrir plötuna. Á henni ern mörg lög í rólegri kantinum sem eru býsna smekkleg. í „God‘s Comic“ er til að mynda ljúfur stríðsáratónn með revíublöndu, - mjög skemmtilega unnið lag. Raunar úir og grúir af stflbrigð- um á „Spike“. The Dirty Dozen Band er vel notað og á ýmsa vegu. En annars ráðast útsetning- ar laganna mest af innihaldi textanna sem er fjölbreytt. „Spike“ á meira en eina hlust- un skilda. Hún er fyllilega þess virði að góðum tíma sé fórnað í að þræða sig í gegnum hana. -hnip Laugardagur 22. apríl 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 25

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.