Þjóðviljinn - 22.04.1989, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 22.04.1989, Blaðsíða 21
HFJ .CARMENNINC.IN Leikrit um dreng og kött Og kötturinn er guð. Rætt við Per Olof Enquist, rithöfund og gest á málþingi um list og gagnrýni í Norræna húsinu Per Olof Enquist er mjög hávaxinn maöur, grannur án þess að vera horaður og hæ- versklega lotinn. Hann er stilltur, jafnvel feiminn, í bláum gallabuxum og skyrtu í stíl - Svarthöfði hefði kallað hann lónlí blú boj. Þó er þetta víðkunnur maður fyrir skáld- sögur sínar og leikrit, til dæm- is eru tuttugu leikhús í Þýska- landi búin að kaupa réttinn á nýjasta leikritinu hans, því sem Borgarleikhúsið í Ála- borg sýndi Reykvíkingum í gær undir nafninu I morfars hus - Heima hjá afa. íslenskir leikhúsgestir hafa fengið að sjá tvö verk Per Olof Enquists á íslensku. Á Litla sviði Þjóðleikhússins léku Helga Bachmann, Erlingur Gíslason og Edda Þórarinsdóttir Nótt ástmeyjanna sem fjallar um August Strindberg og tvær rúm- frekar konur í lífi hans. Og Leikfélag Reykjavíkur sýndi okkur nokkru seinna Úr lífi án- amaðkanna sem einkum sýnir samskipti hinnar frægu dönsku leikonu Jóhönnu Lovísu Heiberg og ævintýraskáldsins H. C. Andersens, sem Guðrún Ás- mundsdóttir og Þorsteinn Gunn- arsson léku. Per Olof Enquist er hingað kominn til að taka þátt í málþingi um list og gagnrýni í Norræna húsinu - og til að sjá í fyrsta sinn rómaða uppsetningu Stefáns Baldurssonar á leikritinu Heima hjá afa sem reyndar heitir á sænsku I lodjurets timma eða Stund gaupunnar. Við spurðum ekki strax um nýja leikritið held- ur hvers vegna hann hefði svona mikinn áhuga á löngu látnum listamönnum eins og Strindberg og H. C. Andersen. Hver er geðveikur? „Mér dettur eiginlega ekki í hug nein ástæða,“ svarar Enqu- ist, „þetta var alger tilviljun. Ég bjó í Bandaríkjunum um skeið og hélt þá fyrirlestra í háskóla um Strindberg, og eitt af því sem ég tók fyrir var einþáttungurinn „Hin sterkari". Þegar ég fór að skoða hann fannst mér hann ein- kennilegur, mér fannst Strind- berg vera að skjóta einhverju undan. Og ég skrifaði Nótt ástmeyjanna mjög hratt sem eins konar viðbrögð. Það var fyrsta leikritið mitt, en þá var ég búinn að skrifa skáldsögur í á annan áratug.“ Fyrsta skáldsaga Enquists, Kristalsaugað, kom út 1961 en Nótt ástmeyjanna skrifaði hann 1975. Svo bjó hann til handrít að þáttaröð í sjónvarpi um ævi Strindbergs og vann seinna bók upp úr því. Það var sem sagt Strindberg sem kom þér afstað við að skrifa leikrit? „Já, það er óhætt að segja það. Eitthvað svipað gerðist þegar ég skrifaði Úr lífi ánamaðkanna. En H.C. Andersen er ekki aðal- persóna þess verks heldur frú Heiberg. Ég las mikið um þessa listrænu gullöld Dana, nítjándu öldina, meðal annars frægar endurminningar frú Heiberg, og allt í einu var leikritið komið. Það sem kom mér af stað var ekki einungis áhugi á þessum látnu listamönnum heldur hitt að það er þægilegt að nota þekkt fólk til að koma hugmyndum á framfæri. Leikhúsgestir þekkja persónurnar, hafa hugmyndir um þær fyrirfram og áhuga á þeim. í gamla daga skrifuðu menn „kon- ungaleikrit" til að segja kafla úr þjóðarsögunni. Ég nota þekkt nöfn til að ræða sammannlegan vanda. En görnlu leikritin fóru ekki eins nærri einkalífi þessa fræga fólks og mín verk gera. Það hefði til dæmis enginn þorað hér áður fyrr að láta konunginn missa fölsku tennurnar á sviði.“ Upprisinn köttur Segðu mér ofurlítið frá nýja leikritinu þínu, sem við fáum á sjá á dönsku núna. „Þetta er trúarlegt verk, frum- spekilegt. Það fjallar um dreng sem er lokaður inni fyrir lífstíð á geðsjúkrahúsi. Hann er geð- veikur - eða er hann kannski ekki geðveikur? Aðalefnið er sam- band hans við rauðan kött sem hann fær að hafa hjá sér í klefan- um. Leikritið er sem sagt um dreng og kött. Og kötturinn er guð.“ Þessi drengur kemur líka fyrir í skáldsögunni Fallinn engiíl frá 1985. „Já, þar er hann aukapersóna en í leikritinu er hann aðalper- sóna.“ Mér hafði skilist að þú vœrir að velta fyrir þér tilgangslausum of- beldisverkum, bæði í kaflanum um drenginn í skáldsögunni og í leikritinu? „Drengurinn situr inni fyrir að hafa myrt tvær manneskjur, en það er bara ytra atvik í sögu hans. Þetta leikrit er um innri atvik, fyrst og fremst um samband drengsins og kattarins." Þú átt sjálfur kött. „Það eiga rnargir kött.“ Er leikritið fremur trúarlegt en til dæmis heimspekilegt? „Ég get ekki skilið þar á milli, en það er auðvitað um tilvistar- vanda mannsins... Eins og ég segi er leikritið um dreng og kött, en kötturinn sést ekki á sviðinu. Hann er dauður og upprisinn, kannski er hann á himnum, það er erfitt að fullyrða nokkuð um það.“ Drengurinn í leikritinu er mikill einstœðingur. Hvernig œskuár áttirhú sjálfur? „Ég er fæddur og alinn upp í litlu þorpi í Norður-Svíþjóð, síð- an er liðinn langur tími og nú bý ég í Kaupmannahöfn. Faðir minn dó þegar ég var pínulítill og móð- ir mín ól mig upp. Hann var skógarhöggsmaður, hún var kennari. Það er ekki gott að segja hvernig æsku ég átti, en ýmislegt á ég sameiginlegt með drengnum í leikritinu. Til dæmis er húsið sem hann talar um húsið sem pabbi byggði og ég fæddist í.“ Á erindi við íslendinga Hvað ertu að fást við núna? „Ég er að skrifa skáldsögu og vinna að kvikmyndahandriti með Jan Troell, kvikmyndaleikstjór- anum sem gerði Vesturfarana. Það er um þroskaár í lífi finnsks drengs..." Fortíðin ennþá einu sinni? „Nei, drengurinn er að alast upp núna, á okkar dögum.“ Viltu segja lesendum eitthvað að lokum? „Já, mig langar að segja að ég held að nýja leikritið mitt eigi er- indi við fslendinga og mér þætti gott að fá það á svið á íslensku. Það ber að ýmsu leyti keim af íslenskum hugsunarhætti, ef ég þekki hann rétt, og krafturinn í drengnum í leikritinu minnir á persónur í íslendingasögunum." SA Per Olof Enquist. Mynd: Jim Smart. Þrjár viðurkenningar íslenskt barnaefni haslar sér völl erlendis Barnabókaráöið, íslands- deild alþjóðasamtakanna IBBY, héldu sérstæða barn- askemmtun í Norræna húsinu á sumardaginn fyrsta þar sem börn skemmtu með lestri, söng og dansi. Húsfyllirvarog góður rómur gerður að ungu listamönnunum. Á skemmtuninni voru veittar árlegar viðurkenningar til lista- manna fyrir framlög til barna- menningar; í ár voru þær þrjár: Brian Pilkington fékk viðurkenn- ingu fyrir myndabókina Örkin hans Nonna, Guðlaug Richter fyrir unglingabókina Jóra og ég og Herdís Egilsdóttir fyrir hand- ritið að Pappírs-Pésa sem sjón- varpið sýndi í vetur. Herdís lét uppi við gesti að Pappírs-Pésa yrði lengra lífs auðið því hún væri að skrifa fleiri þætti. „Það er hálf- gert leyndarmál en það getur jafnvel verið að hann fari út í lönd,“ sagði hún, og allir lofuðu að steinþegja. Brian Pilkington sagði að Örk- in hans Nonna væri seld til sjö landa, en ný bók sem hann samdi á ensku undir heitinu Grandfat- her Christmas (Afi jólasveinn) hefur þegar verið seld til ellefu þjóðlanda. Hún kemur samtímis út þar og hér heima árið 1990. „Þetta er gömul hugmynd sem hefur verið lengi að þróast,“ sagði Brian, „um gamlan mann með sítt hvítt skegg sem hefur at- vinnu af að leika jólasvein um jólaleytið. Þá leikur lífið við hann, en hvað gérir hann allt árið milli jóla? Skeggið er honum til eilífs trafala, en ekki má hann raka það af, þá eru jólin í hættu! Þetta er sagan af því hvernig hann þraukar, atvinnulaus, alla þessa löngu mánuði. Fyrst átti þetta að verða brandarabók handa full- orðnum, nú er hún orðin barna- bók, en hún er ennþá mjög fynd- in.“ SA Laugardagur 22. apríl 1989 NYTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.