Þjóðviljinn - 22.04.1989, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 22.04.1989, Blaðsíða 8
FOSTl JD AGSFRETTTR BSRB ! Samstaða um samningana Um 84prósent með samningunum íatkvœðagreiðslu BSRB- félaganna. Ögmundur Jónasson: Lýsir félagslegumþroska og styrk samtakanna. Einar Ólafsson: Burtmeð „eittpar fram fyrir ekkjumanrí‘ Félagslegur þroski ogsamstaða innan BSRB, sagði Ógmundur Jónasson í gær vera það sem eink- um lægi að baki afdráttarlausum niðurstöðum í atkvæðagreiðslu félaga sinna um nýgerða samn- inga, þarsem 84 prósent sögðu já. Aðrir forystumenn BSRB bættu svo við þriðju ástæðunni: ein- dreginni traustsyfirlýsingu við formanninn Ögmund Jónasson. Úrslit voru kynnt um miðjan dag í gær í tíu af eilefu BSRB- félögum sem sömdu fyrr í mánuð- inum. Fóstrur, meinatæknar og lögreglumenn eiga eftir að ganga frá samningum sínum, og önnur bæjarfélög en Reykjavík eiga at- kvæðagreiðslu eftir. Þá verða úr- slit hjá starfsmönnum flugmála- stjórnar ekki kunn fyrr en eftir helgi. BSRB-niðurstöðurnar Stuðningur við launastefnuna Ólafur Ragnar Grímsson: BSRB- félagar hafa svarað afdráttarlaust atlögum að samningsgerðinni Ánægjuleg tíðindi, sagði Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra um úrslitin í BSRB-félögunum. - Þetta eru óvenjulega ótvíræð og skýr úrslit og mikill stuðningur við þá launastefnu sem mótaði gerð þessara kjarasamninga. -í þeim er gengið útfrá tveimur höfuðatriðum, annarsvegar að launahækkanir komi fyrst og fremst í hag þeim sem Iægri hafa launin og hinsvegar að svokallað- ar kvennastéttir hafi forgang í launabótum og réttindamálum. Þessar áherslur eru meðal þeirra sem sett hafa svip á launastefnu Alþýðubandalagsins á undan- förnum árum, og mótuðu það stjórmálalega viðmið sem ég reyndi að hafa í heiðri við þessa vinnu. Það eru ánægjuleg tíðindi, líka vegna framtíðarinnar, að slíkur samningur skuli hljóta jafn einstæðan stuðning. -Að sjálfsögðu hafa menn einsog alltaf ólíkt mat á upphæð- unum sjálfum, en engu að síður sýna niðurstöðurnar ótvíræðari stuðning við launastefnuna og sjálfan samninginn en nokkur spáði þegar hann var gerður. Hin ólíklegustu öfl gerðu atlögu að þessum kjarasamningi, og má þar sérstaklega minnast hins sér- kennilega bandalags Vinnuveit- endasambandsins og Kvennalist- ans. Félagsmenn BSRB hafa svarað þessum atlögum á lýðræð- islegan hátt í skýru máli. -Þessi úrslit hljóta einnig að verða þeim félögum sem nú standa í kjarasamningum tilefni til að hugleiða að nýju áherslur í viðræðunum. -Næsta skref í samskiptum ríkisstjórnarinnar og BSRB er að hefja þær viðræður um lífskjör og félagsleg réttindi sem við sömdum um. Þessi úrslit verða mjög góður stuðningur í þessum viðræðum og gefa þeim lýðræðis- iegan styrk. Eg á von á að þær hefjist mjög fljótlega, sagði Ólafur Ragnar að lokum. Á kjör- Kusu % Já % Nei % Auðir % skrá /óg. Starfsmf. ríkisstofnana 4844 3782 78 3118 82,5 583 15,4 81 2,1 Starfsmfél. Reykjavíkurb. 2614 889 34 760 85,5 121 13,6 8 0,9 Póstmannafélag Islands 1001 797 80 705 88,4 85 10,6 7 0,8 Fólag ísl. símamanna 895 697 78 603 86,5 82 11,8 12 1,8 Fél. starfsm. stjráðsins 267 240 90 171 71,2 53 22,1 16 6,7 Ljósmæðrafélag Islands 123 80 65 67 83,8 12 15,0 1 1,3 Tollvarðafél. Islands 112 76 68 70 92,1 5 6,6 1 1,3 Starfsmf. ríkisútvarpsins 98 84 86 70 83,3 13 15,5 1 1,2 Starfsmf. Sjónvarpsins 84 67 80 62 92,5 5 7,5 0 0,0 Starfsmf. Sjúkrasaml. Rvk 28 28 100 24 85,7 1 3,6 3 10,7 Alls 10066 6740 67,0 5650 83,8 960 14,2 130 1,9 Niðurstöður eru mjög á sama veg í félögunum, almennt segja yfir 80% já, og yfir 90% meðal tollvarða og sjónvarpsmanna. Síst er jákvæðið í stjórnarráðinu, um 70%. Ekjci nema þriðjungur kaus í Reykjavíkurfélaginu, en í hinum var kjörsókn góð, að með- altali rétt um 80%. Aðeins um tvö prósent skiluðu auðu eða gerðu ógilt, og sagði reyndur samningamaður við Þjóðviljann að hann hefði búist við að mun fleiri greiddu þannig atkvæði. Atkvæðagreiðslan mun vera hin ótvíræðasta í sögu BSRB. Síðustu samningsafgreiðslur voru 1987, þegar um 75% samþykktu, og 1986 þegar um 67% sam- þykktu. Einar Ólafsson formaður SFR, stærsta BSRB-félagsins, sagðist á blaðamannafundi í gær fagna niðurstöðunum og minnti á að verklagshugmyndirnar hefðu fæðst hjá starfsmönnum ríkis- stofnana. Hér hefði verið tekið á félagslega og í samstöðu, sem væri af hinu góða. Kjarabót væri ekki mikil í samningunum, en þeim mun meiri ábyrgð. At- kvæðagreiðslan væri í raun skoð- anakönnun um kjarastefnuna og fæli í sér mikla viðhorfs- breytingu. „Hjálpi þeim sem ætl- ar sér eftir þetta að næra þá sem lifa á verðbólgu" sagði Einar. „Það verður erfitt að tala við okk- ur þegar líður undir áramót ef leikurinn hefst einu sinni enn með „eitt par fyrir ekkjumann" í samningunum.“ -Það er oft sagt í hátíðaræðum að það verði að jafna launamun- inn og hækka lægstu launin, sagði Ögmundur Jónasson formaður BSRB, „félagar í BSRB hafa sýnt með þessari atkvæðagreiðslu að þar er samræmi milli orða og at- hafna. Nú verða stjórnvöld að sýna að þeim sé alvara í verð- lagsmálum og öðrum loforðum sínum, við ætlumst til að þessi heit séu haldin og tíminn notaður til að undirbúa næstu skref í sókn til bættra lífskjara." Ragnhildur Guðmundsdóttir varaformaður BSRB og leiðtogi símamanna þakkaði Ógmundi hans framgöngu, í fyrstu samn- ingunum sem hann leiðir hafi hann verið „ósérhlífinn, duglegur og fundvís á réttu augnablikin“ og sé ástæða til mikillar bjartsýni með framtíðina. Indriði H. Þorláksson formað- ur samninganefndar ríkisins sagðist telja samninginn sann- gjarnan og hefði „kannski ekki mátt vera mikið öðruvísi á hvor- ugan veginn“. Samningurinn og atkvæðagreiðslan um hann bæru vott um ábyrgð, félagslegan styrk, og hugrekki þeirra sem að hefðu staðið. -m Jón Ragnar Höskuldsson framkvæmdastjóri tölvumiðstööva sparisjóðanna kynnti fréttamönnum notkun símabankans á blaðamannafundi í gær. Mynd Jim Smart. Símabanki Símabanki sparisjóðanna nefn- ist ný þjónusta sem sex sparisjóð- ir hleypa af stokkunum í lok þessa mánaðar. Er hér um að ræða þjónustu sem gerir viðskiptavin- um sparisjóðanna kleift að hringja hvar og hvenær sem er og fá upplýsingar um viðskipti sín, auk ýmissa annarra upplýsinga. Það er gert ráð fyrir því að síma- bankinn geti sparað mönnum mikla fyrirhöfn. Þær upplýsingar sem boðið er upp á eru m.a. staða reiknings, upplýsingar um síðustu hreyfing- ar reiknings, sparisjóðsfréttir og svo er jafnframt hægt að leggja inn beiðni um millifærslu. Gert er ráð fyrir að þjónusta þessi létti svo á starfsfólki að hægt verði að fækka um eitt stöðugildi hjá SPRON. Þeir sparisjóðir sem standa að símabankanum eru Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, Spari- sjóður vélstjóra, Sparisjóður Kópavogs, Sparisjóður Hafnar- fjarðar, Sparisjóðurinn í Kefla- vík og Sparisjóður Mýrasýslu.eb KÍ - ríkið Viðræður á BSRB-nótum SigríðurJóhannesdóttir KÍ: Erum sjálfstœtt stéttarfélag. Ekki nógu stór skref énn hjá ríkinu Við vorum ekki nógu ánægð með síðasta fund, en það slitnaði ekki upp úr viðræðum heldur munum við hittast aftur á miðvikudag, sagði Sigríður Jó- hannesdóttir í kjararáði KÍ um samningafundinn með ríkinu á sumardaginn fyrsta. - í stórum dráttum er gengið út frá BSRB- samkomulaginu í okkar við- ræðum og Ijóst að veruleg hækk- un grunnlauna eins og í upphaf- legum kröfum er ekki lengur á borðinu í viðræðunum núna, sagði Sigríður. - Við lögðum fram tillögur um endurbætur á skólastarfi en samninganefnd ríkisins taldi þá að kostnaður þeirra vegna ætti að greiðast af því hálfa prósenti sem talað er um að eigi að fara í launaflokkatilfærslur. Ég veit ekki hvort þetta var einhver mis- skilningur hjá samninganefnd- inni, en okkur finnst ekki að við eigum að borga af okkar launum fyrir bætt skólastarf í landinu, sagði Sigríður. Aðspurð um hvort KÍ teldi sér fært að semja á undan HÍK, sagði Sigríður að það yrði að skoða í ljósi þeirra tilboða sem Iægju á borðinu. „Við erum sjálfstætt stéttarfélag, þrisvar sinnum fjöl- mennara en HÍK og eigum um margt annarra hagsmuna að gæta en þeir. Það er ekki hægt að gefa út neina yfirlýsingu um það fyrir- fram, það kemur að því einhvern tíma að við viljum semja. Það skilur á milli að þeir eru í BHMR, en þar fyrir viljum við veita þeim góðan stuðning í þeirra baráttu. En annað hvort er maður í samn- ingaviðræðum til að ná samning- um eða maður lýsir því yfir að maður ætli að láta það vera og bara bíða þangað til einhvern tímann,“ sagði Sigríður. Wincie Jóhannsdóttir, formað- ur HÍK sagðist ekki líta þannig á að það væri inn í myndinni að Kí semdi á undan HÍK. „Samninga- nefnd ríkisins og ýmis blöð eru að reyna að gera mikið mál úr því að KI er í viðræðum en við erum alls óhrædd við það. Ég hef enga ástæðu til að halda að Kí muni semja á undan okkur og vil ekki taka afstöðu til hvaða áhrif það gæti haft á samskipti félaganna fyrr en og ef að því kemur. Fé- lögin stefna að sameiningu og sú vinna er enn í gangi,“ sagði Winc- ie Jóhannsdóttir. phh -m 8 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Laugardagur 22. apríl 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.