Þjóðviljinn - 22.04.1989, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 22.04.1989, Blaðsíða 10
KLIPPT OG SKORIÐ Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Síðumúla 6, 108 Reykjavík Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans , Ritstjórar: Árni Bergmann, Mörður Arnason, Silja Aöalsteinsdóttir Umsjónarmaður Nýs Helgarblaðs: Sigurður Á. Friðþjófsson Fréttastjóri: Lúðvik Geirsson Útlit: Þröstur Haraldsson Auglýsingastjóri: Olga Clausen Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson Verð: 125 krónur Atkvæöagreiöslan í BSRB-félögunum Forystusveit BSRB hlýtur aö vera nokkuö hress í bragði eftir aö Ijóst varð um úrslit í atkvæðagreiðslu tíu aðildarfélaga um nýgerða samninga. í almennum kosn- ingum þarsem meira en tveir þriðju félagsmanna tóku þátt lýstu nær 84 af hundraði yfir samþykki sínu, og hafa niðurstöður úr samsvarandi atkvæðagreiðslu innan bandalagsins aldrei verið jafn ótvíræðar. Það er þess virði að velta því fyrir sér hvað veldur þarsem ekki var samið um miklar launahækkanir, og raunar óverulegar hjá þeim BSRB-mönnum sem höfðu hæst laun fyrir. Hér kemur margt til. Til dæmis er augljóst að innan BSRB hafa orðið þáttaskil. Menn hafa ákveðið að leggja til hliðar fornar væringar, sem á tímabili var talið að hefðu gengið af samtökunum dauðum, og lagt mikla áherslu á að félögin stæðu saman þrátt fyrir að hvert þeirra njóti fulls sjálfstæðis. Einnig er augljóst að reynt hefur verið að viðhafa eins lýðræðisleg vinnubrögð í samningagerðinni og unnt er. Persónugervingur þessara áherslna er hinn nýkjörni formaðursamtakanna, Ögmundur Jónasson, og það handaband sjálfstæðis og samvinnu sem tekist hefur í BSRB kemur best fram í því að Ögmundur undirritaði samningana fyrir hönd BSRB, þótt hann hefði ekki til þess formlegt umboð. Þessi eindregna niðurstaða atkvæða- greiðslunnar er öðrum þræði traustsyfirlýsing til Ög- mundar. Það er auðvitað ekki síðri ástæða að þótt ekki séu raunkrónurnar margar er samningurinn það á borði sem svo oft hefur verið hyllt í orði: kjarabætur sem fyrst og fremst koma láglaunahópunum vel. Og það er líka tím- anna tákn að hér er-í fyrsta sinn með skipulegum hætti - gerð sameiginleg tilraun til að lyfta fjölmennum hópum kvenna í launum og bæta félagsréttindi þeirra. Og hefði þurft að ganga miklu lengra. Einnig er auðvelt að túlka niðurstöðunnar sem skilaboð til ríkisstjórnarinnar, sem vitnisburð um skilyrtan stuðn- ing. Ljóst er að kauptryggingar í samningnum eru vægast sagt ótraustar, og því ráða störf ríkisstjórnarinnar að með- al annars verðlagsmálum og vaxtalækkun úrslitum um það hvort samningarnir ganga upp. Vinstristjórnin hefur á móti heitið að ganga strax til viðræðna við BSRB um næstu skref bæði í launamálum og hvað varðar almenn lífskjör. Þessar viðræður þarf að byrja að undirbúa strax. Þá hljóta úrslitin að vera ánægjuefni fyrir Alþýðubanda- lagsmenn, sem fyrir skömmu héldu sérstakan miðstjórn- arfund í nokkurri skyndingu um kjaramálin og kjarastefnu ríkisstjórnarinnar. BSRB-samningarnir eru gerðir af fjár- málaráðherra flokksins, og þótt aðstæður hafi ekki boðið til neinnar kjarabyltingar er ótvírætt að samningurinn mót- ast af þeirri launastefnu sem Alþýðubandalagið hefur mótað sér, og ítrekaði síðast á áðurnefndum miðstjórnar- fundi. Þá er ótalið að mikil þátttaka - tæp 80 prósent ef undan er skildir starfsmenn Reykjavíkurborgar - og hinar ein- dregnu niðurstöður eru á sinn hátt bending BSRB-fólks til félaga annarstaðar á vígstöðvum kjarabaráttunnar. Einar Ólafsson formaður SFR orðaði það á sinn hátt í gær og sagði að nú yrði að linna leiknum „eitt par fram fyrir ekkjumann“ í samningamálunum. Vonandi að hin glæsilega samstaða innan BSRB um kjarasamningana boði enn breiðara bræðralag launa- fólks um raunhæfar kjarabætur og jafnrétti til lífsgæða. -m é Vorkomaf í skugga verkfalla Morgunblaðið og verkfallið Ýmisleg fjölmiðlaviðbrögð við verkfalli BHMR eru giska fróðleg. Ekki síst það hvernig tekið er á málum hjá Morgun- blaðinu. Blaðið á sér léttan leik, það telur sig ekki þurfa að segja margt. Þaö er fyrst og síðast í stjórnarandstöðu og það þýðir, að ef BHMR nær fram einhverju af kröfum sínum umfram það sem hefur gerst í samningi BSRB, mun blaðið reka upp gól og tala um fullkomið ábyrgðar- leysi stjórnvalda. Ef BHMR nær litlu sem engu fram, þá mun blað- ið reka upp annað gól um svik vinstristjórnar við launafólk. Það þarf aldrei að segja eitt orð um það, hvernig Sjálfstæðismenn í ráðherrastólum hefðu brugðist við kjaradeilunni, enda sýna skoðanakannanir að það er best fyrir Sjálfstæðisflokkinn að segja og gera sem allra minnst, þá sóp- ast að honum fylgið. Ó hve þungbært Það er mjög í þessum anda að leiðari Morgunblaðsins um „Vor- komu í skugga verkfalls" var mjög hulduhrútslegur. En þar segir m.a.: „í raun er það þung- bært að við skulum ekki bera gæfu til að ná betri sáttum í okkar fámenna þjóðfélagi en raun ber vitni, að okkur skuli ekki hafa tekist að skipta þjóðartekjunum með friðsamlegri hætti og finna það meðalhóf sem allir geta við unað“. Það kostar svosem ekki neitt að reka upp siðferðilegt andvarp af þessu tagi. Hver hefur á móti því að menn sýni sáttfýsi og gætu betur unað við sinn hag? En mað- ur vill samt ekki leyfa einmitt Morgunblaðinu að hjala svo í friði, því. í þess munni er sátta- andvarpið hræsni. Málflutningur blaðsins hefur um ár og daga ein- mitt tekið mið af því, að það ætti að ríkja sem mest frjálsræði á vinnumarkaði eins og það heitir, að markaðslögmálin ættu að ráða sem mestu um þau frægu kaup á eyrinni. Og það er þetta sama frjálsræði sem veldur því öðru fremur að kjaramunur hefur vax- ið í landinu - sem gerir svo öll tilmæli um að allir skuli nú una giaðir við sitt enn tómlegri og fár- ánlegri. Leggjum niður ríkið Morgunblaðið sér svo þann kost grænstan að láta að því liggja, að niðurstaðan af verkfalli BHMR eigi að vera sú að helst skuli ríkið ekki hafa fólk í sinni þjónustu. Blaðið segir: „Enn einu sinni fáum við að kynnast því, að hið opinbera er sem vinnuveitandi ekki fært um að halda þannig á málum starfs- manna sinna að ekki komi til verkfalla". Dauðans vitleysa er þetta! Hver er sá vinnuveitandi að hann geti „haldið þannig á málum starfsmanna sinna“? Svo ekki sé nú á það minnst að hér er um vinnuveitanda að ræða sem hefur geypilegan fjölda starfsmanna úr öllum mögulegum starfsgreinum í sinni þjónustu. Vinnuveitandi kemst ekki hjá verkföllum nema hann taki verkfallsréttinn úr sam- bandi - eða starfi á afmörkuðu sviði þar sem hagnaður er meiri en annarsstaðar í þjóðfélaginu og laun hærri en gengur og gerist. (Dugir það síðastnefnda þó oft ekki til.) Og síðan kemur hin snjalla og uppbyggilega ráðlegging Morg- unblaðsins til opinberra starfs- manna: „Yrðu þeir opinberir starfsmenn sem vilja sömu laun og hinir sem vinna hjá einkaaðilum ekki best settir með því, að losa um þessi störf hjá ríkinu og færa húsbónd- avaldið í hendur einhverra ann- arra?“ Með öðrum orðum: seljum bókasöfnin, Háskólann, Land- spítalann og Veðurstofuna einka- aðilum, og þið, kæru háskóla- gengnir, munuð fá öll ykkar kjaramál leyst. (Eins og þeir hjá Siglósfld kannski?) Er þetta ekki yndislega einfaldur heimur? Er ekki gott að eiga góða að? Ekki hálaunafrekja Fleira um verkfall BHMR. Hólmgeir Björnsson skrifaði hér í blaðið skynsamlega grein um það „fjölmiðlaálit“, að það séu. „hálaunamenn" sem séu í verk- falli og heimti með frekju meira í sinn hlut en aðrir. Aðrir úr röðum BHMR hafa kveðið sterk- ar að orði í reiði sinni yfir því að þeir séu kallaðir hálaunamenn og kröfur þeirra „vitfirringslegar". Það er rétt og satt: hvað sem öllum prósentureikningi líður er ekki verið að ræða um lúxus og bílífi þegar spurt er um 70 þúsund króna lágmarkslaun. Og þegar t.d. Bjarney Kristjánsdóttir vek- ur máls á því í grein í Morgun- blaðinu, að sförf að kennslu og hjúkrun séu þjóðfélaginu verð- mæt og eigi að meta til launa eftir því, þá er maður fljótur til sam- þykkis. Nei, það er engum blöðum um það að fletta að vissulega hafa BHRM menn mikið til síns máls. Og það er satt best að segja ekki sérlega heiðarlegt að núa þeim því um nasir, að til séu hópar fólks sem hafa allmiklu lægri laun - að minnsta kosti finnst mannni að það sé lítill sannfæringarkraft- ur í þeim samanburðarfræðum í munni þeirra, sem sjálfir standa nokkuð hátt í tekjustiganum. Samanburðar- fræðin En engu að síður er það þessi samanburður sem leikur BHMR menn grátt. Ekki vegna þess að hann sé ranglátur eða réttlátur, heldur vegna þess að hann er til og hann er raunverulegt afl í framvindu þess launakerfis sem Ragnar Stefánsson kallar í DV- grein „allsherjarsambland af ó- réttlæti, fölsunum og vitleysu“. Það er því miður ekki hægt að líta framhjá því, að hvaða samning- ar, sem gerðir eru nú um stundir, eru látnir virka sem fordæmi „yfir alla línuna" eins og menn komast gjarna að orði. „Það segir sig sjálft að við verðum að fá það sama og þeir“ - er sagt á degi hverjum í viðtölum. Er þetta kannski „samstaða launafólks um að sækja fram“ eins og Ragn- ar vill í fyrrnefndri DV-grein sinni? Því miður ekki í reynd - við þær samdráttaraðstæður, sem nú eru, er ekki nokkur leið að koma auga á það afl sem gæti tryggt að verulegar launahækkanir sem um væri samið nú fengju gildi (eða kaupmætti haldið stundinni lengur). Við vildum gjarna þekkja og eiga slíkt afl, slík úrr- æði, en ef við getum ekki höndlað þau og virkjað í því samfél- agsgangvirki sem við búum við, þá sitjum við uppi með ósk- hyggjuna eina. 10 SfÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Laugardagur 22. apríl 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.