Þjóðviljinn - 16.06.1989, Blaðsíða 6
HERSTÖDIN ÍSLAND
Tilgangurinn að tryggja yfirráð Bandaríkjamanna á Norður-Atlantshafi
Aðalhlutverk herstöðvarinnar
í Keflavík hefur alla tíð verið að
tryggja Bandaríkjunum yfirráð
siglinga- og flugleiða yfir Norður-
Atlantshaf. Mestallur búnaður
stöðvarinnar hefur tengst þessu
hlutverki með einum eða öðrum
hætti.
Skipta má starfsemi herstöðv-
arinnar í þrennt:
f fyrsta lagi er um að ræða
stjórn-, eftirlits- og fjarskipta-
stöðvar sem þjóna bæði þeim víg-
búnaði á norðanverðu Atlants-
hafi, sem ætlað er að tryggja yfir-
ráð á hafssvæðinu, og einnig
langdrægum kjarnorkuvígbúnaði
Bandaríkjanna sem áður greinir.
í öðru lagi er um að ræða
gagnkafbátahernað sem haldið er
uppi frá Keflavík með rekstri
SOSUS-hlustunarkeðjunnar og
Óríon kafbátaleitarvélum sem
ætlað er að beita kjarnavopnum.
í þriðja lagi er um að ræða hið
íslenska loftvamarkerfi sem nú er
farið að kalla en beinar hernaðar-
aðgerðir þess byggjast á F-15 orr-
ustuþotum.
Atómstööin
Aðalþátturinn í starfsemi
stöðvarinnar tengist rekstri
stjórn-, eftirlits-, fjarskipta og
njósnastöðva og svo gagnkaf-
bátahernaði sem byggður er á
samhæfðum aðgerðum Óríon
kafbátaleitarflugvéla, árásarkaf-
báta og SOSUS hlustunarkerfis-
ins sem liggur á hafsbotni frá
Grænlandi um fsland til Skot-
lands. Höfuðstöðvar þessa kerfis
eru hér í Keflavíkurstöðinni.
í upphafi var stöðin mikilvæg
fyrir langdrægar sprengiflugvélar
með kjarnavopn sem gera mátti
ráð fyrir að yrðu að millilenda á
íslandi á leið til skotmarka í Sov-
étríkjunum. Með tilkomu B-52
sprengiþota og síðar eldflauga
Íiurfti ekki lengur að millilenda á
slandi en eftir sem áður er í
Grindavík fjarskiptabúnaður,
svokallað Green Pine kerfi, til að
senda sprengiþotum lokaskipun
um að gera kjarnorkuárás á So-
vétríkin eða að hætta við.
Með tilkomu kjamorkuknú-
inna eldflaugakafbáta var sett
upp í Grindavík lágtíðnisendi-
stöð til að þjóna þessum bátum
og senda þeim skipanir um að
skjóta kjarnorkueldflaugunum á
borgir í Sovétríkjunum. Einnig
var sett upp hér á landi Lóran C
staðsetningarkerfi til að gera kaf-
bátunum kleift að staðsetja sig af
þeirri nákvæmni sem nauðsynleg
er til að hitta nokkurn veginn.
áætluð skotmörk.
Þótt Lóran kerfið sé hið
gagnlegasta fyrir íslensk skip,
flugvélar og jafnvel fjallabfla þá
var því í fyrstu eingöngu ætlað að
þjóna kjarnorkukafbátum. Fyrir
utan Lóranstöðina á Snæfellsnesi
sem flestir þekkja rekur Póstur
og sími, samkvæmt samningi við
bandarísku strandgæsluna, stöð í
Keflavíkurherstöðinni sem ætlað
er að samhæfa allar Lóranstöðvar
á Norður-Atlantshafssvæðinu, í
Grænlandi, Færeyjum, Noregi,
Bretlandseyjum, Þýskalandi og
fslandi.
Njósnastöðin
í Rockville í Sandgerði starfar
sérstök sveit sem kölluð er Naval
Security Group. Þessi sveit teng-
ist leynilegustu njósnastofnun
Bandaríkjanna, National Secur-
ity Agency, og hún stundar fjar-
skiptanjósnir héðan. Hlutverk
hennar er að fylgjast með
merkjasendingum sovéska flot-
ans í Norðurhöfum og miða hann
út.
Fjarskipti milli Keflavíkur og
stjórnstöðva Bandaríkjahers í
Bandaríkjunum og Evrópu fara
Grindavík: Þareru Green Pine
sendistöðvartil að senda lang-
drægum sprengiþotum skipun
um að gera kjarnorkuárás. Þar
eru einnig lágtíðnisendartil að
senda kjarnorkueldflaugabátum
skipun um að gera tortímingarár-
ásáSovétríkin.
Mynd: Jim Smart. •
annars vegar fram í gegnum
gervihnattastöð og endurvarps-
stöðina DYE 5 sem menn þekkja
af gríðarstórum loftnetum sem
bæði eru á Stokksnesi og Staf-
nesi. Um þessa endurvarpsstöð
fóru í eina tíð einnig upplýsingar
frá eldflaugaratsjárstöðvunum í
Bretlandi og í Thule á Græn-
landi. Um þessa stöð fara einnig
upplýsingar frá fjarskiptanjósna-
stöðvum til höfuðstöðva Natio-
nal Security Agency í Fort Meade
í Virginíu.
DEW-line
Þegar Sovétmenn eignuðust á
miðjum 6. áratugnum sprengiflu-
gvélar, Bjöminn svokallaða, sem
voru nógu langdrægar til að geta
gert kjamorkuárás á Bandaríkin
bmgðust Bandarfkjamenn við
með því að draga vamarlínu, sem
byggðist á loftvamarratsjár-
stöðvum, sem náði alla leið frá
Alaska, um Norður-Kanada og
Grænland til íslands og Færeyja
þar sem þessi varnarlína tengdist
sams konar ratsjárkerfi Nató sem
náði frá Norður-Noregi til Tyrk-
lands.
Þessi varnarkeðja, DEW-line
(Distant Early Waming System),
tryggði Bandaríkjunum yfir-
burðastöðu gagnvart langdræg-
um sprengiflugvélum Sovét-
manna þannig að þeir gáfu frek-
ari þróun þessara flugvéla upp á
bátinn og tóku að einbeita sér að
langdrægum eldflaugum sem
drógu heimsálfa á milli.
Með tilkomu langdrægra eld-
flauga á 7. áratugnum var fljót-
lega talið að DEW-ratsjárkerfið
væri orðið úrelt. Hér á íslandi
vom t.d. lagðar niður tvær rat-
sjárstöðvar, í Straumsnesi á
Ströndum og á Heiðarfjalli á
Langanesi, og árið 1967 íhuguðu
Bandaríkjamenn í alvöm að fjar-
lægja orrustuflugsveitina héðan
frá Keflavík en henni var ætlað að
ráðast gegn sprengi- og njósna-
flugvélum Sovétmanna. Einu
áhyggjur Bandaríkjamanna í
þessu máli vom þær, hvemig þeir
Nýja ratsjárstöðin í byggingu á Gunnólfsvíkurfjalli. Sams konar ratsjá
er verið að byggja á Bolafjalli á Vestfjörðum.
Ratsjárstöðin í Rockville í Sandgerði. Þar er einnig rekin fjarskiptanj-
ósnastöð á vegum Naval Security Group sem er „undirverktaki" NSA,
leynilegustu njósnastofnunar Bandaríkjanna. Mynd: Jim Smart.
ættu að réttlæta það fyrir íslensk-
um stjómvöldum að einu sýni-
legu „vamir“ landsins væm fjar-
lægðar.
Varnir Bandaríkjanna
Það kom því mörgum á óvart í
lok 8. áratugarins þegar greinar
tóku að birtast í virtum hernað-
artímaritum þess efnis að til stæði
að endumýja þetta ratsjárkerfi.
Skýringin var sú að bæði risaveld-
in vom að þróa nýja tegund
kjarnavopna, stýriflaugar sem
gátu flogið í lítilli hæð eftir tölvu-
stýrðu forriti og vom mjög fyrir-
ferðarlitlar. Fyrstu fréttir um
endumýjun og fjölgun ratsjár-
stöðvannna hér á landi hét
reyndar á máli Sjálfstæðismanna
„íslenskt fmmkvæði í vamarmál-
um“!
Flest þau mannvirki hér á landi
og vígbúnaður em bandarísk en
ekki á vegum Nató og bandarísk-
ir herforingjar skilgreina viðbún-
aðinn hér fyrst og fremst sem
hluta af vömum meginlands
Bandaríkjanna. Á síðari ámm
hefur það hins vegar færst í vöxt
að önnur Natóríki tækju þátt í
kostnaði við ýmsar hemaðar-
framkvæmdir hér á landi. Her-
stöðin hér er engu að síður alfarið
bandarísk herstöð þótt hún komi
til með að falla undir sameigin-
lega herstjóm Nató á stríðstím-
um.
9. áratugurinn
Á 9. áratugnum hafa miklar
framkvæmdir og mikil endumýj-
un búnaðar átt sér stað í Kefla-
víkurstöðinni. Að mestu leyti
hefur þetta falist í endurnýjun
loftvarnarkerfisins. AWACS-
ratsjárflugvélar tóku að starfa
héðan strax árið 1978. Einnig
vom staðsettar hér á landi sér-
stakar eldsneytisvélar þannig að
hægt var að fylla orrmstuþotur
stöðvarinnar af eldsneyti í lofti og
auka þannig hernaðargetu
þeirra.
íslensk stjómvöld veittu heim-
ild til þess að reistar yrðu tvær
nýjar ratsjárstöðvar á Norðvest-
ur- og Norðausturlandi, jafn-
framt sem stöðvarnar í Sandgerði
og á Stokksnesi yrðu endurnýjað-
ar.
Hafnar voru framkvæmdir við
olíuhöfn og birgðastöð í Helgu-
vík en stefnt er að því að þar verði
hægt að geyma alls 186 þúsund
rúmmetra af þotueldsneyti,
birgðir sem taldar em nægja til 45
daga stríðsreksturs.
Ormstuþotumar vom endur-
nýjaðar, 20 F-15 þotur tóku við af
12 eldri Phantomþotum en talið
er að hver F-15 þota sé ígildi 11/2
Phantom þotu. Reist voru sér-
staklega styrkt flugskýli yfir þess-
ar orrustuþotur og er í bígerð að
reisa fleiri.
Ákveðið er að reist verði sér-
stök stjómstöð í Keflavíkurstöð-
inni fyrir loftvarnakerfið, svo-
kölluð ratsjármiðstöð. Þar er
einnig verið að reisa sérstaklega
styrkta stjómstöð þar sem á að
vera hægt að stjóma öllum hern-
aðaraðgerðum frá Keflavík.
Stöðin er sérstaklega varin gegn
eiturhemaði og geislavirkni og á
að þola kjamorkusprengingu svo
fremi að bomban lenti ekki beint
á henni. Þá er áætlað að reisa
sams konar varastjómstöð á
svæði hersins nærri Grindavík
(kynnt sem hugbúnaðarmiðstöð í
6 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 16. Júní 1969