Þjóðviljinn - 16.06.1989, Page 12
Umsjón:
KRISTÍN VALSDÓTTIR
ANPRÉS GUÐMUNDSSON
BARNAKOMPAN
Að verða fyrir barðinu
Þegar maöur lætur ann-
an finna fyrir kröftum sínurn
eöa reiði er sagt aö sá hinn
sami veröi fyrir baröinu.
Barðið sem hægt er aö
veróa fyrir merkir skips-
stafn. í gamla daga var þaö
ekki óalgengt aö skip sigl-
du hvert á annaö og einnig
er hægt aö minnast átaka í
landhelgisdeilum íslend-
inga þar sem skip uröu fyrir
barðinu hvert á öðru.
Sjúkrahúsdvöl
Einu sinni var ég með
æxli í heilanum og ég var á
sjúkrahúsi í 14 daga. Ég
var nýlega orðin 7 ára. Það
komu stelpa og strákur.
Stelpan heitir Edda Rún
og strákurinn Hreinn. Ég
var að leika mér í hjólastól,
en ég átti ekki aö vera í
hjólastólnum. Og þegar ég
var búin aö vera á sjúkra-
húsinu þá kom mamma og
ég vildi ekki fara heim.
Helga S. Flosadóttir
10 ára
Lilja fer í bæinn
Lilja var aö fara í bæinn
meö mömmu sinni. Þær
ætluðu aö kaupa föt á Lilju.
Hún keypti buxur og
peysu. Síðan fóru þær aö
versla í matinn. Svo fengu
þær sér ís. Lilja fékk ís meö
jaröarberjabragöi en mam-
ma meö vanillubragði. Svo
fóru þær í leikfangabúð og
þar keypti Lilja afmælisgjöf
handa frænku sinni. Síöan
fóru þær heim meö strætó
og síðan fór Lilja í afmæli til
frænku sinnar. Svo fór hún
heim til sín og fór aö sofa.
Mikið var þetta skemmti-
legur dagur, hugsaöi hún
um leið og hún sofnaði.
Steinunn Benediktsdóttir
10 ára
Krónan heldur jafnvægi
Hér er erfið æfing fyrir þá
sem 'vilja leika sér meö
sjónhverfingar. Þú leggur
pappírsræmu á glasbarm
og lætur síöan pening
halda jafnvægi ofan á
pappírsræmunni og glas-
röndinni eins og sýnt er á
myndinni. Síöan heldur þú
því fram aö þú getir tekið
pappírinn án þess að pen-
ingurinn raskist. Þetta virð-
ist ómögulegt. Þú heldur í
pappírinn eins og sýnt er á
miðmyndinni og slærð síö-
an snöggt á hann meö
handarjaðrinum. Pening-
urinn veröur eftir á glas-
barminum en papp-
írsræman rennur undan.
Það er líklegt að þú þurfir
aö reyna nokkrum sinnum
áöur en þetta tekst.
\
Dragðu línu milli punktanna í réttri talnaröð
I 35 • •34
•33
36* •32 €>
1 •*- ^•42 37* . «31
2* 41 • 38»
.40 2*5 30 • . 28 *29
•3 39» 26 2*7
• 24
•23
4*
5* •22
•11 ft »20 •21
6« •10 13* •19
7* „ «14 9* • 15 •18 •17
• 8 •16
12 SÍÐA - NÝTT HELGAR8LAO Föstudagur 16. júnf 1989
Elva á afmæli
Þegar Elva vaknaði einn
morguninn sagöi mamma
hennar:
„Ég er aö fara í bæinn.
Viltu koma með?“
Þá hrópaöi Elva: „Já, ég
vil koma með.“
Svo fóru þær í bæinn. Þá
sá Elva svo fallega brúöu
og sagöi við mömmu sína:
„Viltu gefa mér þessa
brúðu í afmælisgjöf?"
Þá sagði mamma henn-
ar: „Kannski ef þú verður
mjög góð.“
Elva reyndi að vera eins
góö og hún gat. Svo kom
afmælið og Elva fékk af-
mælisgjöfina frá mömmu
sinni. Þaö var peysa. Elva
spuröi mömmu sína hvort
hún hefði ekki verið nógu
góö.
Þá sagöi mamma henn-
ar: „Ekki alveg.“
En þegar afmælisveisl-
an var búin sagði mamma
hennar Elvu aö hún hefði
verið alveg nógu góö til að
fá brúðuna og gaf henni
aðra afmælisgjöf, og það
var brúðan.
Esther Ýr Steinarsdóttir
11 ára