Þjóðviljinn - 16.06.1989, Qupperneq 23

Þjóðviljinn - 16.06.1989, Qupperneq 23
Fimm af stofnendum Kammersveitarinnar saman komnir í Seltjarnarneskirkju: Einar, Hróðmar Ingi, Sigrún Valgerður, Örn og Sigursveinn. Hlíf mátti ekki vera að því að stilla sér upp fyrir Ijósmyndarann. Mynd - Jim Smart. Ný kammersveit Kammersveit Seltjarnarness heldur sína fyrstu tónleika á mánu- dagskvöldið Nýstofnuð kammersveit, sem hlotið hefur nafnið Kammersveit Seitjarnarness, heldur sína fyrstu tónleika í Seltjarnarneskirkju á mánu- dagskvöldið kemur. Á tónleik- unum verður meðal annars frumflutt nýtt íslenskt tónverk eftir Hróðmar Inga Sigur- björnsson. Kammersveitin var stofnuð nú í vor, til að lífga upp á tónlistarlíf- ið á Nesinu, en þar skapaðist loksins aðstaða til tónleikahalds þegar Seltjarnarneskirkja var tekin í gagnið í vetur. Seltjarn- arnesbær og menntamálaráðu- neytið styðja þessa fyrstu tón- leika sveitarinnar, en að henni standa þau Einar Jóhannesson klarinettuleikari, Hlíf Sigurjóns- dóttir fiðluleikari, Sigrún Val- gerður Gestsdóttir söngkona, Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson tónskáld, Sigursveinn Magnús- son skóiastjóri og Örn Magnús- son píanóleikari. Er ætlunin að halda um 2 tónleika á ári. Fjörutíu tónlistarmenn taka þátt í þessum fyrstu tónleikum Kammersveitarinnar, sem hefj- ast með Sumarkvöldi, sinfónísku verki eftir Zoltán Kodály. Verkið er samið árið 1906 og tileinkað hljómsveitarstjóranum Arturo Toseanini. Á eftir sumarstemmningunni flytur Sigrún Valgerður Gests- dóttir Söng skógardúfunnar, úr Gurreljóðum, eftir danska skáld- ið Jens Peter Jacobsen, við tónlist eftir Schönberg. Gurreljóð segja ástarsögu Valdemars Átterdags Danakonungs og Tove ástkonu hans, en sögnin sem ljóðið byggir á mun hafa fjallað um Valdemar fyrsta, sem uppi var á 11. öld. Sagan er til í íslenskum ritum og heitir þar Kvæði af Tófu og Suff- aralín. Tónlistina við þennan mikla ljóðabálk samdi Schönberg upp- haflega fyrir 140 manna hljóm- sveit, þrjá karlakóra, átta radda blandaðan kór, fjóra einsöngvara og sögumann, en gerði seinna úr- drátt úr nokkrum laganna fyrir kammersveit. Tilbrigði fyrir píanó eru næst á efnisskránni, og er það nýtt verk eftir Hróðmar Inga Sigurbjörns- son, samið árið 1988. Einleikari er Örn Magnússon. Lokaverk tónleikanna er eftir franska tónskáldið Darius Mil- haud, heitir Nautið á þakinu og er balletttónlist samin upp úr brasilískum þjóðlögum og dönsum. Milhaud var um tíma ritari skáldsins Claudels þegar hann var sendiherra Frakka í Brasilíu. Nautið samdi Milhaud þegar hann kom aftur til Parísar og hugsaði sem skemmtitónlist við þögla kvikmynd. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30 á mánudagskvöldið, og stjórnandi er Sigursveinn Magn- ússon. LG Albee hefur m.a. verið legið á hálsi, að hann sinnti lítt um hinn stóra hóp undirmálsfólks í Bandaríkjunum, einsog raunar fleiri merkir leikhöfundar vestra. Hann er sagður skorta hina ástr- íðuþrungnu árásargirni úr undir- djúpunum sem m.a. gæti víða hjá Miller. Þetta má til sanns vegar færa. Albee er enda allt öðru vísi leikskáld. Hann skrifar óhemju- næm samtöl, hlaðin tilfinningu fyrir hverri taug í persónum sín- um. Og mikilli tónlist. En þar er meginviðfangsefnið gjarnan hin ameríska ófrjósemi tilfinning- anna, kenndin að heyra hvergi til, og stundum taugaveiklun firr- ingarinnar. Svo sem í A Delicate Balance, sem hér var sýnt fyrir nokkrum árum, þar sem dóttirin fær móðursýkiskast þegar hún kemur í föðurhús eftir enn eitt uppflosnað hjónabandið og þá eru gestir sestir upp í herbergi hennar. (Raunar væri verðugt rannsóknarefni eitt og sér, að íhuga áhrif ýmsra verka Albees á fínlegri stofuleiki Jökuls heitins Jakobssonar, svo sem Sumarið ’37 og Dómínó). Það er betra Á þriðjudagskvöldum í sumar eru tónleikar í Listasafni Sigur- jóns Ólafssonar á Laugarnes- tanga. Ljóðasöngurinn núna á þriðjudaginn var í fallegu sam- ræmi við bjartan salinn og hlýtt sumarregnið úti fyrir: Sigríður Gröndal söng lög eftir Hugo Wolf, Schubert, Debussy og Henri Duparc við undirleik Önnu Guðnýjar Guðmundsdótt- ur. Svo merkilegt er þetta fram- tak að í efnisskránni voru líka birtar þýðingar á ljóðunum sem sungin voru eftir Jón Helgason, Kristján Árnason, Þorstein Gylfason og Reyni Axelsson. Sigríður Gröndal söng sér stað í hjarta þjóðarinnar þegar hún sigraði í einsöngvarakeppni sjón- varpsins vorið 1983 með sinni skæru sópranrödd og rauðum hrokkinkollinum. Hún er skemmtilega kankvís á svipinn þegar hún syngur, jafnvel skelmisleg - einkum þegar hún söng lag Wolfs um stúlkuna sem á einn kærasta á Penna, annan í Maremmaflóa, þann þriðja í Ancona, fjórða í La Pratta og tíu í Castiglione! Ástarljóð Marianne von Wil- lemer til Goethes sem Jón Helga- son þýddi svo elskulega og Schu- bert samdi við tónlist vöktu kann- ski meiri væntingar en þau stóðu undir, þó var endirinn á Til austanvindsins fullur af þrá og mjög sannfærandi - „... allt það megnar andardráttur, orð og nánd hans mér að gefa.“ Eins og menn muna þóttist skáldjöfurinn hafa ort þetta sjálfur og lét á engu bera þegar fólki fannst þessi ástr- íðufullu ljóð í orðastað konu bera af öðru í kvæðabálki hans. Debussy var ungæðislegur og fyndinn, en það var eins og Sig- ríður yxi þegar hún fór að syngja lög Henris Duparc í lokin. Þau hæfðu rödd hennar ákaflega vel og hún lagði enn meira af mörk- um af sjálfri sér þar en áður. Fyrst var Boðið til ferðar, soldið sið- spillt og geggjað ljóð eftir Baude- laire undir gersamlega heillandi lagi sem gaf Önnu Guðnýju kærkomið tækifæri til að fram- kalla gjálfrandi öldur á píanóið og taka undir við öldurnar sem gjálfruðu við kléttana fyrir utan. Óg áfram héldu þær með And- varp og Dapran söng og ekki þurrt auga í salnum: „Ó að geta ekki annað en breitt út faðminn og að tærast upp í gráti en gráta þó stöðugt, elska hana stöðugt." Það er eins og Birgitta Spur, hin óþreytandi húsfreyja safnsins sagði í spjalli við þetta blað: Þetta er miklu betra en bíó! Og næst verða fiðlutónleikar, þarnæst koma djassgeggjarar. Ekki tapa af þessu. SA Föstudagur 16. júní 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 23 ÞÓRUNN SIGURÐARDÓTT1R Frjálsar islenskar Þegar maður fer í Útgáfustjórn getur maður lent í ýmsum hremmingum. Þetta er sú fyrsta. Eitt stykki pistill fyrir helgarblað- ið. Get ekki verið þekkt fyrir að neita því. Mér var nær. Þessi pistill er um landbúnað, enda Þjóðviljinn ævinlega og alltaf málgagn hinna dreifðu byggða. Ég skrifa hér um reynslu mína af hænsnarækt og öðru fið- urfé. Ég byrja á hröfnum. Morguninn sem samið er í verkfallinu sit ég klofvega upp á háum kletti norður í Þingeyjar- sýslu og er að skoða hrafns- hreiður í kíki. Ekki eitt, ekki tvö, nei þrjú nákvæmlega eins heim- ili, snyrtileg og fallega byggð, hangandi utaní brattri hlíðinni. Mér er óskiljanlegt hvernig þetta er hægt. Skyldi nokkuð vera til sem er meiri vandi en að byggja hrafnshreiður (nema kannski að semja við háskólamenntaða ríkisstarfsmenn?) Langt fyrir neðan mig situr straumandarpar á lítilli eyju í ánni, en straumöndin verpir hvergi í Evrópu nema hér. Stegg- urinn er í skrautlegu sparifötun- um sínum, sólin skín og kollan gefur honum hýrt auga þar sem hann reigir sig á móti straumnum. Skyldi vera egg í hrafns- hreiðrinu? Ég klifra framá klettinn, leggst á magann og reyni að kíkja niður í hreiðrin. Þegar steinarnir byrja að hrynja undan mér niður á andarparið gefst ég upp og rölti heim. Maður getur víst ekki feng- ið allt í þessu lífi. Það er búið að semja, segir útvarpið. Hinn sam- eiginlegi óánægjupunktur er fundinn. Allir aðilar nákvæmlega jafn ánægðir með hvað hinir eru óánægðir og þannig á það að vera í samningum. Útá túni situr Mary með trön- urnar sínar. Hún er bjargvættur íslensks landbúnaðar (fyrir utan hænurnar sem ég kem seinna að). Breskur túristi sem hefur málað enskar heiðar árum saman til til að safna sér fyrir íslandsdvöl. Draumurinn hefur loksins ræst. Hún kom með rútunni í gær og ætlar að vera hér í þrjár vikur og mála skaflana, sem eru ýmist að koma eða fara fyrir utan glugg- ann hennar. Mary er fulltrúi þeirra geggj- uðu útlendinga, sem eiga þá ósk heitasta að fá að dveljast nokkrar vikur á íslensku sveitaheimili og deyja síðan. Þetta er ekki bara dágóð búbót fyrir íslenska bænd- ur, heldur er þetta léttgeggjaða fólk líka rjómi mannkynsins. Bráðum koma ítalskir frétta- menn sem ganga með þessa sömu grillu. Og ég ætla að elda oní þau á meðan mamma fer suður í próf í nútímabókmenntum í Háskólan- um. Hún situr inni og skrifar rit- gerð um Ólaf Jóhann og er ekki viðmælandi. Áður en ég fer að sofa les ég nokkrar matargerðarbækur, en það eru mest spennandi reyfarar sem ég kemst í. Matreiðslubækur eiga aldrei að fara af náttborðinu. Allra síst í eldhúsið. Ég er að lesa um eggjaraétti. Daginn eftir hef- ur Mary orð á því hvað eggin á íslandi séu skrýtin. Hún borðar auðvitað bara „náttúrleg“ egg í Bretlandi, eftir að ráðherrann breski var rekinn fyrir að segja Ijótt um breska eggjabændur og framleiðslu þeirra. Það er ákveðið að kaupa hæn- ur fyrir heimilið. Glæný egg beint í pottinn. Mamma er búin með ritgerðina og það er lagt af stað til að kaupa hænur. Á leiðinni er ég dregnn inn í nokkrar kirkjur, en það er ættgeng árátta í móðu- rættinni sem erfist sem betur fer aðeins í annan hvern lið. Þegar gengið er inn í þessar gömlu sveitakirkjur, fyllast vitin af lykt af þögn og efa. Skyldu menn nokkurs staðar efast eins mikið og í kirkjum? Ég er því fegnust þegar komið er á hæsnabúið. Ég ákveð að kaupa mér ein hænu og fæ líka að velja hanann. Þær eru blandaðar íslenskar og hvítir ítalir og haninn grásprengdur herra með dumb- rauðan kamb. Ég skíri hann Fuhrmann. Hann tekur nafngift- ina mjög bókstaflega og reynir allt til að geðjast mér. Hallar undir flatt og er gáfulegur og kamburinn dettur ofan í augun eins og á norskum amtmanni sem er að setja á sig embættismanna- kolluna í fyrsta sinn. Við búum um hænurnar tíu og Fuhrmann í fjárhúsunum. Hey á gólfinu, varpkassar í jötunni og stórt svæði utandyra til að spóka sig á. Ég drekra þær eins unga- börn. Einkahænuna mína skíri ég mína Appoloníu. Mér finnst hún faliegust af þeim öllum, háfætt með allskonar skrýtna svipi á þessu pínulitla andliti. Það er skelfilegt að fylgjast með þeim fyrstu dagana. Þær þekkja ekki mun á degi og nóttu, húka alltaf á sama blettinum, þora ekki út á kvöldin og haninn galar hásri röddu uppúr hádegi. Eg fyllist heilagri reiði yfir með- ferðinni á þessum ræflum, sem eru búnar að missa alla tilfinn- ingu fyrir tilverunni lokaðar inni í risastóru hænsnabúi. Eggin eru slepjuleg með ljósgulri bragð- lausri rauðu og skurnin hálfgagn- sæ og brothætt. En náttúran lætur ekki að sér hæða. Eftir nokkurra daga vist í fjárhúsinu með heilnæmum af- göngum úr eldhúsinu mínu í gogginn eru þær farnar að verpa þessum líka gullfallegu eggjum. Og nú spígspora þær um allt, sofa á nóttunni, verpa á morgn- ana og Fuhrmann galar hátt og skýrt klukkan sex. Mary segir að eggin séu bragð- betri en þau bestu í Bretlandi. Af hverju flytjið þið þau ekki út? Svona alvöruegg með hænu- bragði eru helmingi dýrari er- lendis en þessara fjöldafram- leiddu klessur, sem menn selja sem egg hér í búðum. (Já, það er allt í lagi að stefna mér fyrir að segja þetta. Ég ætla ekki að verða landbúnaðarráðherra. Reyndar hef ég sagt Steingrími J. að hann eigi að opna öll hænsnabú á landinu og frelsa fiðurféð út úr þessum nóttlausu þröngu kössum og verða frægur fyrir hinn heimsfræga þingeyska hænsna- stofn, „frjálsar íslenskar", sem verpir bestu eggjum í heimi). Ég kveð hænurnar mínar og segi þeim aðhaga sér almennilega og verpa vel í sumar. Fuhrmann vappar um fjárhúsið þegar ég fer í rútuna og þykist ekki sjá að ég er að fara. Þega rútan ekur framhjá tignarlegasta fjalli á landinu, Kaldbaki, sem ég er bókstaflega ástfangin af, hugsa ég um hvað það er nú heppilegt að hænur skuli ekki geta lesið. Þessvegna get ég óhrædd sagt hér á prenti að ég er þegar farin að hlakka til að éta hana Appólíníu mína í haust.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.