Þjóðviljinn - 24.11.1989, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 24.11.1989, Blaðsíða 13
TÍÐARHYGGJA Nýtt helgarblað ræðir við Svanfríði Jónasdóttur fyrrverandi varafor- mann Alþýðubandalagsins um nið- urstöður landsfundarins og fram- tíðarhlutverk flokksins í mótun ís- lensks þjóðfélags Þar liggur framtíðarvon flokks- ins. Fortíðarhyggja og nýsköpun Þú talar mikið um fortíðar- hyggju annars vegar og nýsköpun hins vegar. Hvað átt þú við með fortíðarhyggju? Hún birtist í því viðhorfi að nota allar nýjar tillögur og ný- breytni í því skyni að hræða fólk með því, að þarna sé verið að svíkjast aftan að einhverju sem sé hinn hreini sósíalismi, hin löngu viðurkenndu sannindi, sem ekki megi hrófla við. Þrátt fyrir þær stórtæku breytingar sem átt hafa sér stað bæði innanlands og er- lendis, þá voru skilaboð þessa fólks þau, að Alþýðubandalagið væri best sett með að halda í gömlu leiðirnar. Ég verð að viðurkenna að þau sjónarmið voru mér og ýmsum fleiri póli- tískt áfall. Steingrímur J. Sigfús- son gerði sig talsmann þessara sjónarmiða, en að baki kjöri hans var ekki bara fortíðarhyggja, heldur líka einangrunarstefna, þar sem spilað var á ótta fólks við þær miklu hræringar sem eiga sér stað í alþjóðamálum í dag. Flokksforystan hefur þrengst Lítur þú á varaformannskjörið sem persónulegan ósigur? Nei, ég lít alls ekki svo á að þessi kosning hafi beinst gegn mér persónulega. Hún var liður í þeim átökum, sem áttu sér stað á fundinum, og niðurstaðan gefur ekki einu sinni rétta mynd af þeim straumum, sem þarna voru, því ráðherrastaða Steingríms hafði auðvitað sitt að segja. Ég hlýt hins vegar að meta það sérstaklega, hver það var sem bauð sig fram gegn mér. Að það skyldi vera minn eigin þingmað- ur. Það segir mér auðvitað ákveðna sögu, að hann skyldi láta hafa sig í þetta. Sú röksemd að þetta hafi átt að breikka forystu flokksins er að mínu mati hlægi- leg. Forysta flokksins er meira en formaður og varaformaður. Hún er líka þingflokkur og ráðherrar, þegar flokkurinn er í ríkisstjóm. Með því að ýta mér út hefur for- ysta flokksins þrengst. Stefnu- mótun flokksins ræðst heldur ekki af þessari kosningu. Hún fer fram á landsfundi og í miðstjóm, þar sem pólitískar línur eru lagðar. Framkvæmdin er síðan í höndum ráðherra og þingflokks. Ef menn hafa haft áhyggjur af meðferð stefnumála floicksins hefði átt að skoða þann hóp. Veikari flokkur — sterkari ríkisstjórn Nú lýsti Ólafur Ragnarþvíyfir, eftir að kosningin var afstaðin, að hún gœti orðið til þess að styrkja flokksforystuna? Ég lít svo á að þessi kosning hafi ekki styrkt flokkinn. Ég met það hins vegar svo, að það sem Ólafur Ragnar hafi átt við væri að héðan í frá þyrfti hann ekki að vera einn um það að verja gerðir ríkisstjórnarinnar, heldur verði varaformaðurinn þar kallaður til ábyrgðar í ríkari mæli, en sem kunnugt er var Ólafur Ragnar einn ráðherra um það að verja gerðir ríkisstjórnarinnar á lands- fundinum. Steingrímur J. hefur hins vegar komist upp með það ínnan flokksins að haga máli sínu sem talsmaður þeirra afla, er voru núverandi stjórnarsamstarfi andvíg, þótt hann eigi sjálfur sæti í þessari ríkisstjórn. Það sýndi sig líka, að þegar að því kom að taka afstöðu til ályktana fundarins, þá greiddi hann atkvæði með stjórnmálaályktuninni, þar sem opnað var fyrir erlenda stóriðju, og stóð að breytingum ákjara- málaályktuninni ,sem var einnig í andstöðu við sjónarmið þeirra aðila, er litu á hann sem sinn full- trúa. Niðurstaða þessa alls hlýtur að verða sú, að þess verði krafist í framtíðinni að menn séu sam- kvæmari sjálfum sér í orðum og gerðum. Jafnaðarstefna og ,.kratismi“ Eittþeirra atriða sem gerð voru að deilumáli á fundinum var spurningin um það, hvort Al- þýðubandalagið œtti að hafa sam- vinnu við aðra jafnaðarmanna- flokka í heiminum. Stóðu vatna- skilin á milli fylkinga á landsfund- inum um þessa spurningu? Það er nú einu sinni þannig, að þótt orðið sósíalisti þýði jafnað- armaður á íslensku, þá er blæ- brigðamunur hafður á merkingu þessara orða innan Alþýðu- bandalagsins. Ein aðferðin sem notuð var á fundinum til þess að bægja frá nýjum hugmyndum var að afgreiða þær sem „kratisma“ sem væri Alþýðubandalaginu óviðkomandi. Tillagan um að Al- þýðubandalagið skyldi taka upp samstarf við Alþjóðasamband jafnaðarmanna átti að mati margra að sýna, hvert væri verið að fara með þennan ágæta flokk. Niðurstaða fundarins varð hins vegar sú, - eftir þessa sérkenni- legu umræðu - að framkvæmda- stjórn var falið að kanna með hvaða hætti Alþýðubandalagið gæti tekið upp samstarf við er- lenda stjórnmálaflokka, og eng- um dyrum lokað í þeim efnum. Þessi niðurstaða opnar fyrir nauðsynlega umræðu um þessi mál, þannig að í þessu máli er flokkurinn nú kominn skrefi lengra en var fyrir landsfund. Margar af þeim tillögum sem settar voru fram á landsfundinum höfðu frekar þann tilgang að vekja umræðu og koma málum á formlega dagskrá. Þannig er þessi tillaga og margar fleiri nú komin í formlega vinnu innan flokksins. Nýsköpun til framtíöar í hvaða Ijósi sérð þú framtíð flokksins eftir þennan landsfund? Framtíð stjórnmálaflokks er undir því komin að hann hafi kjark til að takast á við nýjar hug- myndir. Slík umræða er flokkn- um lífsnauðsyn. En að nota landsfund eða aðrar samkomur á vegum flokksins til þess að stað- festa fyrri hugmyndir og láta sem ekki þurfi að ræða málin, það ber feigðina í sér. Eg hef alltaf viljað sjá Alþýðu- bandalagið sem fjöldahreyfingu. Það er hins vegar staðreynd að ákveðinn kjarni innan flokksins vill líta á sig sem minnihlutahóp í þjóðfélaginu, hefur alltaf upp- lifað sig þannig, og kann ekki að hugsa öðruvísi. Ég hef hins vegar aldrei litið þannig á málin. Fyrir mér er stjórnmálaflokkur tæki til þess að breyta þjóðfélaginu. Því fleiri sem við erum, því öflugra er tækið. Framtíð Alþýðubanda- lagsins er ekki síst fólgin í því, að það nái að vinna úr ýmsum þeim straumum sem léku um þennan fund með jákvæðum hætti. Ég bind vonir við að svo muni verða. Tvíbent afstaöa Annað atriði sem mér finnst skipta máli er að flokkurinn hafi kjark til þess að setja fram rót- tækar hugmyndir um endur- skipulagningu íslensks atvinnu- lífs, með það markmið að bæta lífskjörin hér til frambúðar. Flokkurinn hefur hingað til haft tvíbennta afstöðu til þessara mála. Annars vegar telur hann sig vera verkalýðsflokk og jafn- aðarflokk, hins vegar hefur hann verið á kafi í því að „halda at- vinnuvegunum gangandi“ eins og það er kallað, með öllu því sem til þarf að kosta, sem á endanum eru lakari lífskjör í landinu. í allri umræðu um þessi mál innan flokksins gætir mjög þeirra sjón- armiða að ekki megi hrófla við neinu. Það bendir aftur til þess, að menn séu ánægðir með ást- andið eins og það er, eða að þeir hafi ekki kjark til að fara fram með nýjar hugmyndir, eða í þriðja lagi að þeir hafi engar nýj- ar hugmyndir. Ef við ætlum okk- ur að bæta lífskjörin í landinu, og þar gerum við ekki litlar kröfur, þá verðum við að ráðast gegn því velferðarkerfi fyrirtækjanna, sem ríkir í þessu landi. Óljós framtíöarsýn Þú átt við að flokkinn vanti framtíðarsýn fyrir íslenskt at- vinnulíf og íslenskt þjóðfélag? Já, það vantar mikið þar á. Og þar skiptir sköpum að flokkurinn þori að æfa nýjar hugsanir og ræða nýjar leiðir, ef hann á ekki að daga uppi í allri umræðu og þróun. Ýmsir bentu á það á landsfundinum, að ég og fleiri ættum að ganga í Alþýðuflokk- inn, þar ættum við heima. Slíkar ábendingar benda til þess að innan flokksins séu hópar, sem vilji gera flokkinn að minjasafni. Við sem höfum starfað lengi í Al- þýðubandalaginu værum ugg- laust löngu farin ef til væri annar fýsilegri vettvangur. Sá vettvang- ur er hins vegar ekki til ennþá. Lög Alþýðubandalagsins eru hins vegar mjög framsýn og skapa grundvöll til skipulegrar starfsemi innan flokksins, þar sem hægt er að þróa hugmyndir sem horfa til framfara. Lög flokksins bjóða þannig upp á lýðræðislegri uppbyggingu, en við finnum í öðrum flokkum. Afstaöan til Evrópu Eitt þeirra mála sem nú eru efst á dagskrá í allri stjórnmálaum- ræðu, er þróunin í Evrópu - í au- stri jafnt og vestri. Þessi breytta heimsmynd hlýtur að hafa áhrifá framtíðarstöðu Aþýðubandalags- ins, áherslur og stefnumótun í framtíðinni. Hvernig sérð þú Al- þýðubandalagið bregðast við þessari þróun á nœstu misserum? Sú umræða sem fram fór um þessi mál á sjálfum landsfundin- um endurspeglar áreiðanlega ekki það sem kjósendur Alþýðu- bandalagsins eru að velta fyrir sér þessa dagana. En innan lands- fundarins var einnig haldin eins konar ráðstefna um þessi mál, þar sem réttari mynd kom fram. Ef flokkurinn væri öflugri og Föstudagur 24. nóvember 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 13. frjórri í starfi og hugsun, þá vær- um við með standandi málþing um þessi mál. Það hlýtur að hafa áhrif á okkur, með hvaða hætti fólk í öðrum löndum er að reyna að leysa sín mál - og hugsa upp á nýtt. Því miður er það ennþá svo, að innan Alþýðubandalagsins er allt of stór hópur sem leitar sér skjóls í gömlum slagorðum og áður fengnum niðurstöðum. Við hljótum hins vegar að þurfa að hugsa út yfir slagorðin og velta fyrir okkur hvaða leiðir og hvaða áherslur séu vænlegar til árang- urs. Slagorðið um ísland úr NATO, herinn burt, dugar ekki eitt sér lengur. Tregðan felst hins vegar í því að menn finna svo mikið öryggi í því sem þeir þekkja og tengja við þessi vígorð eða önnur - að þeir þora ekki að leggja af stað í endurmat. Á bak við þetta hvílir þó fyrst og fremst öryggisleysi og ótti við framtíð- ina. Þess vegna erum við, sem viljum véfengja það sem er, og brydda upp á nýju, úthrópuð sem svikarar við sósíalismann, sem jafngildir því að segja að ekkert sé sósíalismi nema fortíðin. í þessum hugsunarhætti er ein- angrunarstefnan fólgin, en um leið og við einangrum okkur í gömlum klisjum og þröngum sjónarmiðum erum við að útiloka okkur frá allri umræðu. Ég vil hins vegar að flokkurinn hafi áhrif á það hvernig þessir hlutir gerast. Éf við segjum bara nei og reynum að byggja múra utan um flokkinn, þá verðum við ekki með í umræðunni, og ef við vilj- um byggja múr í kringum landið gagnvart þeirri þróun sem á sér stað í Evrópu, þá óttast ég að það muni ekki leiða til annars en að við verðum ennþá háðari banda- rískri forsjá í framtíðinni. Ert þú bitur eftir þá reynslu, sem þú varðstfyrir á landsfundin- um? Nei, alls ekki. Ég er búin að vera svo lengi í pólitík, að mér dettur ekki í hug að taka hlutun- um þannig. Ég upplifi sjálfa mig ekki sem tapara í þessum leik. Miklu fremur sem sigurvegara. Einfaldlega vegna þess að það sem ég og samherjar mínir stönd- um fyrir í flokknum vísar til fram- tíðarinnar. Bakslag eins og það, sem þarna átti sér stað, er fullkomlega eðlilegt í allri þróun. Það þarf ekki að þýða annað en örlítið hik, og ég og mínir félagar munum halda áfram að vinna okkar hugmyndum brautargengi innan flokksins. Og ég er hand- viss um að flokkurinn mun þiggja það, því menn munu sjá að það er ekkert líf í stjórnmálaflokki án ögrandi nýsköpunar. Reynsla mín af þátttöku í bæjarstjórnarpólitík með öllu því návígi, sem því fylgir, kennir mér að viljir þú öðlast traust, þá verð- ur þú að segja satt, jafnvel þótt sannleikurinn sé óþægilegur, og þú verður líka að kalla hlutina sínum réttu nöfnum. Ég er til- tölulega ærleg manneskja, og ég ætlast jafnframt til þess sama af öðrum. Menn eiga að standa og falla með því, sem þeir treysta sér til að segja og gera. Mín staða í flokknum er nú breytt. Á meðan ég var varafor- maður reyndi ég eins og ég gat að vera sáttasemjari og stuðpúði og leit á það sem skyldu mína að verja miklu fleira en ég hafði sannfæringu fyrir. Nú hef ég hins vegar öðlast fullt málfrelsi að nýju, og það mun ég nýta mér til framgangs þeim hugmyndum sem ég trúi á. úr urnúúöunum^ Si KAUPSTAÐUR ÍMJÓDDOG EDDUFELLI /MIKLIG4RÐUR MARKADUR VtD SUND ■ VEStURÍBÆ ENGIHJALLA ■ MIÐVANGI .

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.