Þjóðviljinn - 24.11.1989, Side 15
sagði í áliti sínu að íslenskar kon-
ur þekktu ekki muninn á skœkju
og óspilltri konu. Og ekki er þátt-
ur Jóhönnu Knudsen síður at-
hyglisverður.
- Jóhanna er einmitt dæmi um
lítið framlag stjórnvalda til að
leysa málið. Það er ráðin ein
kona til að leysa vanda sem allir
voru sammála um að væri gífur-
legur. Hún virðist hinsvegar hafa
Iitið á þetta sem eins konar
'cöllun, hún var Rambó þessa
tíma, - tók að sér að redda þessu
öllu ein. Hún stundaði til að
mynda að standa í skuggasundum
við kvikmyndahúsin og fylgjast
með þeim sem fóru inn, stormaði
svo inná sýninguna með lögregl-
ufylgd og blússaði á liðið. Hennar
lausnir voru fangelsun, einangr-
un og hælisvist fyrir þá brotlegu
og það þarf ekki að taka fram að
allt sem hún gerði, gerði hún með
fullu samþykki lögreglustjóra.
Sú skoðun að það þyrfti að ein-
angra þessar stúlkur kom til af því
að margir hneigðust til að líta á
þetta sem sjúkdóm. Hriflu-
Jónas, sem var iðinn kenninga-
smiður, talaði um ástandið sem
þjóðfélagslegt kvef, sem þyrfti að
lækna. Hann kom reyndar með
aðra kenningu, sem var að konur
væru bæjarmyndandi, kenning
sem skipulagsfræðingar hafa af
einhverjum ástæðum aldrei tekið
nótís af. En Jóhanna aðhylltist
sjúkdómskenninguna, sagði
meðal annars að á þessar stúlkur
yrði að líta sem sjúklinga með
hættulegan sjúkdóm og þær yrði
að loka inni svo þær smituðu ekki
út frá sér.
Hvað varðar Ástandsnefndina
þá tengist hennar viðhorf líka því
að um sjúkdóm væri að ræða. Það
var mjög útbreidd skoðun hér á
landi að konur væru í eðli sínu
mjög veikar fyrir útlendingum og
viðnámsþróttur þeirra færi nán-
ast niður í ekki neitt ef útlending-
urinn væri í einkennisbúningi.
Með þessari yfirlýsingu um að
þær þekktu ekki muninn á
skækju og óspilltri konu eru þeir í
rauninni að halda fram að konur
hafi ekkert siðferðismat, séu
óvitar sem þurfi að hafa vit fyrir.
Það sem er grátbroslegast við
þetta er að með skýrslunni koma
þeir upp um eigið siðferðismat,
því þeir gera sjálfir engan
greinarmun á því að þekkja her-
mann eða stunda vændi. Það lágu
fyrir hinar og þessar skýrslur um
konur sem sést höfðu með her-
mönnum, til að mynda ein um „of
náin kynni“ 500 stúlkna af her-
mönnum og út frá því er rokið í
það að búa til kenningar og blöð-
in gera sér mat úr þessu með yfir-
lýsingum eins og að í Reykjavík
væru 2.500 portkonur.
í afstöðu manna til kynna ís-
lenskra stúlkna af erlendum her-
mönnum má heldur ekki gleyma
hlutverki kynþáttafordómanna.
Þeir grasseruðu þá eins og sjálf-
sagt núna. Menn töluðu mikið
um það að svíkja ekki blóð sitt og
fósturmold og spurðu í sömu and-
rá hvort fólk vildi eiga á hættu að
rekast á litaða íslendinga. Sem
dæmi um þessa afstöðu má taka
úrvalsliðið sem íslendingar
kröfðust af Bandaríkjamönnum.
Þá kom í ljós mismunandi skiln-
ingur þjóðanna á hvað væri úr-
valslið, því skilningur íslendinga
var sá að það væru hvítir menn.
Bandaríkjamenn þóttust hins-
vegar heldur góðir. Þeir sendu
hingað úrvals herdeild,
þrautþjálfað lið atvinnuher-
manna sem meira að segja var
búið að ráðstafa annað en var
snúið við á síðustu stundu til að
geðjast íslendingum. Hér varð
svo bara almenn fýla yfir liðinu
því í því voru nokkrir svertingjar.
Að styggja ekki
Hvað með annars konar
hneykslismál, sem upp komu en
þagað var þunnu hljóði yfir?
Kunnið þið til að mynda ein-
hverja skýringu á þögn
stjórnvalda og almennings í
Arctic-málinu?
- Menn vildu væntanlega ekk-
ert vera að styggja herinn af
hræðslu við að gullnámunni yrði
þá lokað. Sú skoðun óx hér og
dafnaði á þessum árum að her og
stríð væri eitthvað sem maður
græddi á og það ætti að nota sér
herinn til hins ýtrasta í því augna-
miði. Sá undirlægjuháttur
stjórnvalda, sem fram kom í
Arctic-málinu bendir til þess að
menn hafi lagt áherslu á vernd
þjóðernisins í orði en ekki á
borði. Það voru ótrúlegustu
hlutir sem menn voru tilbúnir til
að stinga undir stól til að styggja
ekki hænuna sem verpti gulleggj-
unum.
Hver hafa verið viðbrögð við-
mælenda ykkar við því að þið
vilduð rifja upp þessi ár?
- Það var hvorutveggja til að
menn væru mjög opinskáir og
síðan hitt að oft mætti satt kyrrt
liggja. Hinir og aðrir hafa haft
samband við okkur eftir að þeir
fréttu af bókinni til að minna
okkur á þessi einkunnarorð, sem
enn virðist í fullu gildi. Þeir eru
margir sem ekki vilja að skrifað
sé um hluti, sem kannski eru
óþægilegir. Svo rákum við okkur
á þann ágæta hæfileika minnisins
að geta valið úr. Þá eru óþægi-
legir hlutir grafnir og búin til ný
mynd af atburðunum sem við-
komandi síðan trúir á. Við lent-
um í því að frásögn fólks gat verið
í hróplegu ósamræmi við það sem
við vissum að hafði gerst.
Það er til opinber lýsing á þess-
um árum sem margir aðhyllast og
hún er að á stríðsárunum hafi ver-
ið uppgangstímar í íslensku
þjóðfélagi, lslendingar hafi verið
drifnir úr öskustónni. Það sé að
vísu svolítið leiðinlegt að það hafi
verið nokkrar konur, sem gerðu
sitt ýtrasta til að eyðileggja
menningararfinn og þjóðernið,
en þegar á heildina sé litið hafi
þetta verið fínir tímar.
íslendingar hafa alltaf verið
ákaflega stressaðir gagnvart því
sem sett er á prent, sem sést best á
þeim viðbrögðum sem við höfum
fengið. Okkur hefur verið sagt að
við ættum ekki að vera að kasta
Ijósi á svona óþægileg mál, sem
sagt, þessum stúlkum hefur
hverjum sem vildi verið frjálst að
úthúða í bak og fyrir í 50 ár, - en
að skrifa um þær er bannað.
-LG
20/12 - 4/1
FERÐASKRIFSTOFA HALLVEIGARSTÍG 1 SlMAR 28388 - 28580
Nú er tilvalið að flytja jólin til Mallorka.
Jólastemningin er ekki síðri þar en heima.
Vöruúrvalið er meira en þú átt að venjast,
svo ekki sé minnst á lágt vöruverð.
Hvernig væri að gefa konunni frí frá jól-
aundirbúningnum ??? Sláðu til og njóttu
jólanna í góðu veðri og fallegú umhverfi.
Islensk fararstjórn.
FARKQRT FÍF
Einfaldlega betra greiðslukort
i