Þjóðviljinn - 16.03.1990, Page 16

Þjóðviljinn - 16.03.1990, Page 16
r Listin að segja sannleikann Ágætur sagnfræðingur sagði í viðtali hér í blaðinu á dögunum, að hann hefði fátt séð lágkúru- Iegra en umræðuna um samskipti íslenskra sósíalista við Rúmeníu í blöðum. Það voru orð að sönnu: allt í einu var farið að gera úr þeirri staðreynd höfuðglæp að Alþýðubandalagið skiptist á sendinefndum við rúmenska kommúnista, einkum í viður- kenningarskyni fyrir að þeir voru á móti innrás Rússa í Tékkó- slóvakíu. Maður gæti haldið, að Ceaucescu hefði blátt áfram hangið við völd út á þessháttar samskipti við íslenska eða vest- ræna vinstrimenn sem áttu sér stað fyrir nær tuttugu árum. Góði kommúnist- inn hans Bush Svo fann dálkahöfundur Þjóð- viljans afar lofsamlega grein í Morgunblaðinu frá þessum tíma um hinn víðsýna og frjálslynda þjóðarleiðtoga Ceausescu, og þá brá svo við að umræðan þagnaði og hefur ekki spurst til hennar síðan. Alþýðubandalgið, Sósíalíski alþýðuflokkurinn í Danmörku og fleiri vinstrimenn gerðu vafalaust mistök í mati sínu á stjórnarfari Ceaucescus, sem var reyndar mun skárra fyrir tuttugu árum en það síðar varð. En afstaða þeirra og annarra vinstriflokka eru smá- munir í samanburði við þann stuðning sem Ceaucescu fékk hjá leiðtogum vestrænna ríkja, ekki síst forsetum Bandaríkjanna - allt út á það líka, að hann væri á móti Rússum og Brézhnef-kenn- ingunni. Þáverandi varaforseti, George nokkur Bush, kallaði Ce- aucescu svo seint sem 1983 „einn af góðu kommúnistunum í Evr- ópu“. Bandaríkjamenn settu Rúmeníu í sérmeðferð í við- skiptum og pólitík, sem var miklu hagstæðari en önnur Austur- Evrópuríki fengu. Bandaríska utanríkisráðuneytið var svo upp- tekið af því að Ceaucescu væri „góður kommi“ (þeas. á móti Rússum) að það lét öll tíðindi um mannréttindabrot og kúgun á þjóðernisminnihlutum sem vind um eyrun þjóta. Bandarískur sendiherra í Búkarest á árunum 1981-1985, David Funderburk, var svo hneykslaður á þessu at- hæfi sinna yfirmanna að hann sagði af sér embætti. Er þaö háð eða lof? Frá þeim málum segir í nýlegu tbl. Times Literary Supplement, þar sem einkum er fjallað um Rúmeníu og rit um það land. f einni greininni er með athygli- sverðum hætti komið inn á þá erf- iðu list að „segja sannleikann" um þjóðfélög sem sverja sig í al- ræðisætt. Þar er fjallað um bók eftir bandarískan stjórnmála- fræðing, prófessor Mary Ellen Fisher, sem nefnist „Ceaucescu. A study in political leadership“. Gagnrýnandi fer miklum lofsorð- um um þetta rit, frú Fisher hafi safnað miklu efni og greitt vel úr því. En hann getur samt ekki stillt sig um að undrast það hve mildar eða velviljaðar formúlur fræði- konunnar eru - miðað við það að Ceaucescu var reyndar ekki „góður kommi" eins og Bush sagði, heldur verstur harðstjóra í álfunni. Til dæmis hefur Mary Ellen Fisher á einum stað rætt um það, að þvf miður hafi Ceaucescu “ekki tekist að skilja hvata sem mönnum stjórna, eða réttara sagt, ekki viljað samþykkja eftir- sókn einstaklinga eftir betri lífs- kjörum, eða tryggara einkalífi og láta pólitík sína njóta góðs af þessum markmiðum". Óneitanlega hljómar þetta ankannalega. Var prófessorinn að taka tillit til kollega sinna í Rúmeníu sem hún hafði samband við? Eða til opinberrar vin- semdar bandarískra stórnvalda í garð Ceaucescus? Eða var það blátt áfram ofraun fræðimanni úr kurteisu háskólaumhverfi að skilja það „brjálæði valdsins" sem einkenndi stjórnarfar Ce- aucescus í vaxandi mæli? Jón Baldvin um SÍA-menn Þessi Rúmeníumál komu upp í hugann á dögunum þegar ég var að lesa viðtal í Þjóðlífi við Jón Baldvin Hannibalsson. Þar er hann að saka jafnaldra sína í Al- þýðubandalaginu um að þeir hafi ekki haft hugrekki til að gera upp sovétmál sinnar hreyfingar. Hann áfellist sérstaklega SIA- menn svonefnda, þá sem fyrir og um 1960 voru við nám austan- tjalds. Jón Baldvin segir: „Meira að segja hópurinn sem kenndur er við SÍA... menn sem fengið höfðu einstakt tækifæri til að nema í þessum löndum og kynnast sannleikanum af eigin raun, tæptu á sannleikanum í sendibréfum eða hvísluðust á um hann í skúmaskotum, en þorðu ekki að bera sannleikanum vitni í almannaheyrn eða undir vitni. Þetta er hin glataða kynslóð í ís- lenskri pólitík.“ Þetta er röng túlkun hjá Jóni Baldvin í veigamiklum atriðum. Sannleiks- gangan Þegar við SÍA-menn vorum á sínum tíma að skrifast á um ástand og horfur í námslöndum okkar, vorum við ekki að „tæpa á sannleikanum í sendibréfum“. Öllu heldur voru SÍA-menn að bera saman bækur sínar um hvað reynsla þeirra þýddi, þeir voru að leita sannleikans ef maður leyfir sér að vera mjög hátíðlegur. Vegna þess að sannleikur um þjóðfélög er aldrei gleyptur í ein- um bita. Hann kemur í áföngum, mishratt í alræðislöndum eftir því hvað menn eru heppnir með trúnaðarmenn. Nokkrar lygar eru áberandi og fjúka fyrst - ekki síst þær sem tengjast sjálfshóli Flokksins, kosningaskrípa- leiknum og fleiri slíkum þáttum. En þar með var mat á þjóðfé- lögum austantjalds rétt að byrja. Sá „sannleikur" sem erfiðastur var, var ekki tengdur ástandi dagsins í dag í neyslu eða menn- ingu, heldur spurningunni um það á hvaða leið þessi þjóðfélög væru. Ef marka mátti áætlanir þeirra og hagskýrslur, þá gat ver- ið þó nokkur ástæða til vissrar bjartsýni um betri tíð í þessum löndum (bjartsýni sem var ekki síst tengd ósköp „ópólitískri“ von um að vinir og kunningjar hefðu rétt fyrir sér í þeirri vongleði sem upp kom á tímum Khrúsjofs, sem var einnig tími SÍA-manna). Hagvaxtar- villan Ég held reyndar, að það sé sameiginleg synd SÍA-manna og furðumargra svokallaðra vest- rænna Kremlarfræðinga, að þeir ofmátu jafnvel allt fram á seinni daga Brézhnefs efnahagsgetu Sovétríkjanna og þess kerfis sem þaðan var ættað. Menn voru miklu klárari á mannréttindabro- tum, spillingu og valdníðslu, sem var óhjákvæmilegur fylgifiskur einsflokkskerfis og skrifuðu miklu heldur um þá hluti. Þessi yfirsjón stafar sumpart af ósk- hyggju vafalaust, en einnig af því að menn eru of vanir því að taka mark á hagskýrslum. Auk þess sem það kemur ekki í ljós fyrr en á allra síðustu árum að sá hag- vöxtur sem Sovétmenn færðu til bókar, hann var að ískyggilega miklu leyti fenginn með skammsýnisránskap á auð- lindum, ránskap sem hlaut að hefna sín fljótlega. Það sem gert var En það er rangt að SÍA-menn séu „glötuð kynslóð". Þeir hafa náttúrlega haft sig mismikið í frammi í þjóðmálum eins og ger- ist um aðra námsmannahópa og er ekkert athugavert við það. En það eru SÍ A-menn sem hafa unn- ið að því með skrifum og öðrum hætti að koma íslenskum vinstri- mönnum sem allra flestum niður á jörðina að því er varðar austur- evrópskan veruleika. Þeir hafa öðrum fremur útrýmt þeim „sendinefnasósíalisma“ sem rugl- aði marga góða menn í ríminu - og þurftu reyndar ekki að vera vinstrimenn. Þeir hafa átt mikinn þátt í því að kynna málstað sov- éskra, tékkneskra og annarra andófsmanna - og þá með þeim „vinstrimannahætti“ sem nauð- synlegur var til að meðhalds- menn austurevróspkra valdhafa kæmust enn síður upp með að gera andófsmenn að „banda- mönnum heimsvaldastefnu". (Rétt sagði Árni Björnsson í grein að gefnu tilefni sem hann birti í Morgunblaðinu á dögun- um: „Síbyljan um að íslenskir sósíalistar hafi þagað þunnu hljóði um harðræðið í Tékkósló- vakíu þar til Havel kom hingað, er ýmist sprottin af vanþekkingu, fordómum eða fúlmennsku"). Að því er varðar afskipti af Al- þýðubandalaginu þá hafa SÍA- menn komið vel við sögu í því að móta flokknum lagaramma sem gengur þvert á lenínskar hug- myndir um flokk. Þessi skrá mætti sjálfsagt vera lengri og glæsilegri, en hún er það sem hún er. Vilji menn spyrja um hina stærri hluti, eins og það hvers vegna SÍA-menn hafi ekki drifið í því að bræða upp flokka- kerfið og steypa saman vinstri- mönnum, þá er því til að svara, að það stendur ekkert frekar upp á þá en aðra. Auk þess sem þeir sem einstaklingar hafa vafalaust mismunandi afstöðu til þeirra mála eins og vonlegt er - SIA var aldrei pólitísk frímúrararegla sem gæti fjarstýrt hegðun manna. Hugprýðin Og svo var það hugrekkið. Síst af öllu geta menn gerst dómarar í eigin sök þegar spurt er: hefur þú eða þínir vinir sýnt hugrekki? Til dæmis til að „láta allt flakka strax“ um ástand í námslöndum SÍA-manna. Helgi Haraldsson lektor hefur fjallað um merka hlið þess máls, sem fáir hugsa út í: margnefndir námsmenn tengdust vináttu- og fjölskylduböndum í námslöndum sínum, og ef þeir vildu rækta þau, þá hlutu þeir að taka visst tillit til þess, hvað vinir og vandamenn vildu að þeir gerðu á hverjum tíma. Hér má því við bæta að aðstoð við ein- staklinga, sem voru í tvísýnni stöðu, reyndi einatt meira á mannvit og kjark en hægt er að útskýra í stuttu máli. Gleymi menn heldur ekki öðru þegar spurt er um hugrekki. Þeg- ar öllu er á botninn hvolft hefur ekki þurft neitt sérstakt hug- rekki, ekkert sívilkúrasj, til að sveia Rússum og kommúnísku valdi á fslandi. Það hefur verið vel þegið á flestum stöðum. Má kannski segja sem svo, að það hafi verið álíka auðvelt og að sveia bandarískum kapítalisma, búandi í Moskvu eða Prag. HELGARPISTILL? 16 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 16. mars 1990 ÁRNI BERGMANN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.