Þjóðviljinn - 16.03.1990, Qupperneq 19
Valdimar örn Flygenring, næturvörður og leikskáld, og Sigríður Haga-
lín, kona, sem komin er frá Ameríku með fortíðina í farangrinum.
Dóttir hótelstýrunnar fer á fjörumar við jarðfræöinginn jafnvægislausa flnga Hiiaur Haraiasaomr og
Sigurður Skúlason). Myndir - Jim Smart
Haustlita-
sinfónía
Sigurður Pálsson: Númer eitt, tvö og þrjú leikrit um persónur, sögu
þeirra og örlög þótt ísland sé allsstaðar í bakgrunni
- Þetta er svona haustlitasin-
fónía, segir Sigurður Pálsson,
höfundur Hótels Þingvalla, nýs
leikrits, sem verður frumsýnt í
Borgarleikhúsinu annað kvöld.
- Leikurinn gerist í nútímanum á
Þingvöllum, segir hann, - um
haust á Hótel Þingvöllum og er
mjög haustlegt verk. Það liggja
einhver tímamót í loftinu, það er
að Ijúka þarna skeiði, sem tengist
á einhvern sérkennilegan hátt
öllum þessum tímabilum sem nú
er að Ijúka í veröldinni.
- Ég skrifaði fyrstu drög að
þessu leikriti fyrir einum fjórum
árum og þá virkaði þessi
hausttilfinning, eða þessi þrá-
hyggja um vertíðarlok, sem kem-
ur fram í verkinu, mjög einkenni-
lega á mig. En eftir því sem á leið
varð þetta ljósara, og það er
óhætt að segja að árið 1989 hafi
verið ótrúlega viðburðaríkt hvað
þetta snertir, - mikið tímamóta-
ár. Þau tímamót sem þá urðu
voru þess eðlis að mann óraði
ekki fyrir því mánuðinum áður að
nokkuð slíkt gæti gerst.
Ef við tökum bara ísland sem
dæmi liggja hér einhver tímamót í
loftinu. Það er eitthvert ójafn-
vægi í íslensku þjóðfélagi, þetta
er tímabil mikilla breytinga og
það fer fram dauðaleit að nýju
jafnvægi, án þess að við vitum
nákvæmlega hvað er að breytast
eða hvernig. Þessi tilfinning um
vegamót kemur fram í verkinu en
þar er ekki um að ræða eitthvert
skipulegt uppgjör við fortíðina og
ekki heldur bent á neinar lausnir,
heldur er þetta bara þessi tilfinn-
ing að ekkert verði aftur eins og
það var.
Þessi tilfinning um tímamót
tengist svo auðvitað Þingvöllum,
spumingunni um íslenskt þjóð-
erni og þeirri nauðsyn að við
missum ekki minnið sem einstak-
lingar og sem þjóð. í þessum
fyrstu drögum sem ég minntist á
áðan var ég ekki með neinn á-
kveðinn stað í huga. Ég var kom-
inn með glefsur af persónunum
og svo var ég alltaf með eitthvert
endalaust raus um Þingvelli inn á
milli án þess að mér fyndist nokk-
ur sérstök ástæða til að vera
eitthvað að minnast á þá. En
smám saman fór þetta að renna
saman í heild og þá var eðlileg
þróun að staðsetja hótelið þar.
En ég vil taka skýrt fram svo
menn gleymi því ekki, að þetta
leikrit er að sjálfsögðu númer eitt
tvö og þrjú um persónur, sögu
þeirra og örlög, en ekki um
Konan frá Ameríku hughreystir son hótelstýrunnar (Kristján Franklín
Magnús og Sigríður Hagalín).
þjóðfélag, þó svo að ísland sé
allsstaðar í bakgrunninum.
Leikurinn gerist á einum degi á
Hótel Þingvöllum árið 1988 eða
89. Persónumar eru starfsmenn
eða gestir hótelsins, það er þama
hótelstýra og tvö uppkomin böm
hennar, næturvörðurinn, kona
frá Ameríku, jarðfræðingur og
fólk í haustlitaferð. Hótelstýran
er dugnaðarforkur, - með fortíð,
og ekki er fortíð konunnar frá
Ameríku ómerkari, hún er kom-
in aftur til að rifja upp ljúfsára
reynslu frá Lýðveldishátíðinni
1944, er sem sagt með fortíðina í
farangrinum og í gegnum hana
tengjast fleiri persónur en við
hugðum því fj ölskyldudrama sem
þegar er í gangi á staðnum.
Það em þama persónur sem
lenda í kröggum vegna þess hvað
þær era einhæfar eða öllu heldur
jafnvægislausar. Þar má nefna
jarðfræðinginn, sem er
jafnvægislaus af því að vera ein-
göngu efnishyggjumaður, og son
hótelstýrannar, sem er í tætlum
vegna þess að hann er jarðsam-
bandslaus hughyggjumaður, sem
sagt jafnvægislaus á hinn veginn.
Sú staðreynd að þessar persónur
eru jafnvægislausar veldur svo
beinlínis misskilningi og átökum.
Hlutverk haustlitahópsins er að-
allega að létta eitthvað andrúms-
loftið í fjölskyldudramanu, en
þau dragast þó inn í lausn
leiksins.
í bakgrunni er svo alltaf vit-
undin um sögu Þingvalla, alla
þessa dapurlegu og gleðilegu
hluti sem þar hafa gerst. Þessir
atburðir era að hluta til rifjaðir
upp í gegnum næturvörðinn, sem
er leikskáld og sofnar gjaman á
vaktinni. Á meðan hann sefur
birtast ýmsar persónur f gegnum
drauma hans, svo kannski er
hann að skrifa þetta verk.
Hallmar Sigurðsson leikstýrir
Hótel Þingvöllum, Hlín Gunn-
arsdóttir gerir leikmynd og bún-
inga og tónlistin er eftir Láras H.
Grímsson. Guðrún Ásmunds-
dóttir leikur hótelstýrana, Krist-
ján Franklín Magnús og Inga
Hildur Haraldsdóttir börn henn-
ar og Valdimar Örn Flygenring
næturvörðinn.
Sigríður Hagalín leikur kon-
una sem kemur frá Ameríku með
fortíðina í farangrinum, Sigurður
Skúlason jarðfræðinginn jafn-
vægislausa og haustlitahópurinn
eru þau Gísli Halldórsson, Karl
Guðmundsson, Soffía Jakobs-
dóttir og Valgerður Dan.
LG
HELGARM ENNINC, IN
Föstudagur 16. mars 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 19