Þjóðviljinn - 16.03.1990, Side 21

Þjóðviljinn - 16.03.1990, Side 21
Á rauðum dregli Uppþotog árekstrar. Norrænmyndlistfrá7. áratugnumí Listasafni íslands Kristján Guömundsson: Landslag eöa straubretti með neonljósi frá 1969. Eigandi Listasafn (slands. I sýningu þeirri sem Norræna listamiðstöðin hefur sett saman og nú stendur yfir í Listasafni ís- lands er gerð tilraun til að svara þessari spurningu. Og svarið sem sýningin gefur kemur á óvart. Ekki vegna þess að sýn- ingin sé betri eða verri en búist var við, heldur fyrir þá sök að þessi verk skuli þegar heyra sög- unni til og eiga nú fyrst og fremst erindi við okkur sem sögulegar minjar. Þó ekki séu liðin nema 20 ár. Sjöunda áratugarins verður minnst í sögunni sem umbrotat- ímabils þar sem martraðarkennd reynsla og ósvikinn dýrðarljómi æskulýðsuppreisnar blandast saman í uppgjöri er þá átti sér stað við gamalt gildismat og sið- venjur, sem ekki dugðu lengur til síns brúks. Það voru ekki síst þverstæður sívaxandi velmegun- ar og hernaðaruppbyggingar í Evrópu og N-Ameríku og vax- andi hungurs og þjóðfrelsisstyrj- alda í þriðj a heiminum, sem settu svip sinn á þennan áratug. Heimurinn allur gekk í gegn um sársaukafulla reynslu sem leiddi til óhjákvæmilegs uppgjörs er lagði grundvöllinn að þeim jarð- vegi sem við stöndum á í dag. Það er hollt og vel við hæfi, nú þegar menn þurfa aftur að fara að endurmeta ónýtar hugmyndir og hugtök, að rifja upp þessa „gömlu“ reynslu. Við sjáum það aldrei betur en á sýningu sem þessari, að myndlist- in er fyrst og fremst eins konar spegill þess andrúmslofts og þeirra hugmynda sem eru á kreiki í þjóðfélaginu á hverjum tíma. Þess vegna er kunnátta og þjálfun í því að lesa myndir einhver nær- tækasti og áreiðanlegasti lykillinn sem við höfum að sögu okkar og fortíð. Hvað getum við þá lært af þeim spegli 7. áratugarins sem þarna er brugðið upp? Hvað getum við lært af þessari nálægu fortíð, sem þó virðist nú svo fjarlæg? í fyrsta lagi, eins og á var minnst, þá vekur það athygli, að sýningin er eins og safnsýning hluta, sem virðast tilheyra löngu liðinni tíð. Svo hröð hefur at- burðarás síðustu áratuga 20. ald- arinnar verið og svo afstætt er tímaskyn okkar orðið, að það má vel skoða þessa sýningu með sama hugarfari og við skoðum 4000 ára gamla egypska myndlist í British Museum. Það er ekki síst umgerðin sem gefur þessa tilfinningu: marmara- gólfin og arkitektúrinn í Lista- safni íslands bera með sér yfir- þyrmandi andrúmsloft fom- mynjasafnsins sem gefur verkun- um aukna fjarlægð og setur þau í nýtt sögulegt samhengi. Þessi myndlist sem átti að vera vitund- arvakning og uppreisn gagnvart gömlum hefðum og borgaralegu gildismati, hefur fengið rauða dregilinn og áunnið sér sess í sölum hámenningarinnar sem minnisvarði um forna frægðar- tíma sem enginn þarf lengur að óttast. Það er kannski ekki nema eðli- legt að þetta gerist. Manneskjan virðist oft þannig gerð, að hún nái fyrst að skilja hlutina þegar þeir eru orðnir að meinlítilli sögu. Ná- lægð í tíma og rúmi veldur ótta og ógleði sem ruglar skilningarvitin. Og leðursófarnir í Listasafni ís- lands veita mun meira öryggi fyrir áhorfandann en það um- hverfi sem var í Gallerí SÚM þeg- ar þessir hlutir voru að gerast hér á landi fyrir meira en 20 árum. Eitt af því sem einkenndi fram- sýna list 7. áratugarins var ein- mitt viðleitnin til að rjúfa þetta leðursófasamband á milli lista- verks og áhorfanda: listaverkið átti ekki að vera sú spegilmynd veruleikans, sem hægt væri að njóta úr hæfilegri fjarlægð með pírð og værðarleg augu, vindil í annarri hendi og koníaksglas í hinni: aha! sjáið fjólubláa litinn í hægra hominu! I stað þess að listaverkið gefi sig út fyrir að endurspegla veruleika sem ekki lét lengur fanga sig í heildstæðri mynd, þá átti verkið að vera hættuleg nærvera, sem gerði ekki tilkall til að spegla annað en sjálft sig og kannski áhorfandann með, á því augnabliki sem hann var í sambandi við verkið. Andúðin sem ríkti á milli hefðbundinna fagurkera listarinnar og framsæk- inna listamanna á þessum árum var vissulega gagnkvæm, en ný- bygging Listasafnsins virðist hafa náð nokkuð langt í að brúa þetta bil með því að gefa þessum verk- um þann fjarlægðarramma sem gerir jafnvel straubretti Kristjáns Guðmundssonar með hænsna- skítnum stofuhæft. Það uppgjör sem átti sér stað í myndlistinni á þessum tíma var ekki fyrst og fremst uppgjör við þá sjálfsmorðspólitík hernaðar- hyggjunnar sem eftirstríðskyn- slóðin hafði hafið til vegs beggja vegna járntjaldsins. Hún var heldur ekki nema öðrum þræði uppgjör við það forheimskandi sjálfumglaða neysluæði sem gekk yfir Vesturlönd á þessum tíma og stendur raunar enn. í myndlist- inni tók þetta uppgjör á sig rót- tækast form í uppreisninni gegn þeim fagurfræðilegu forsendum sem listasagan hafði fært okkur í arf: niðurrifshlutverk kynslóðar 7. áratugarins fólst í því að af- hjúpa þá blekkingu og það falska forræði sem listasagan, fagur- fræðin og stofnanirnar, höfðu byggt upp í kringum myndlistina og listamanninn sem miðil end- anlegs sannleika og sannrar speg- ilmyndar af veruleikanum. Sú heildarsýn, sem listaverkið hafði ÓLAFUR GÍSLASON eitt sinn gefið, var horfin. Stofn- anirnar og skjólstæðingar þeirra reyndu að halda því að fólki að stofupuntið væri orðin sú andlega fæða sem dygði samtímanum best, og langar og leiðinlegar ræður voru fluttar um ævarandi gildi listarinnar og yfirmannlega stöðu listamannsins sem sjáanda er fangaði veröldina í mynd sína með nokkrum pensilstrokum ab- straktexpressíónismans eða í myndinni af fjallinu eina. Það sýndi sig á þessum tíma, að það kom jafnvel verr við varð- menn forræðishyggjunnar á menningarsviðinu þegar ráðist var beint og milliliðalaust að formforsendum hinnar klassísku listhefðar heldur en þegar mynd- listin var tekin úr sínu altæka hlutverki og nýtt í anda frásagn- arlistar til þess að ráðast gegn neysluæðinu og hernaðarbrjál- æðinu. Þess vegna vakti heysáta Sigurðar Guðmundssonar meira hneyksli hér á landi en matar- landslag Errós, og þess vegna fékk Kristján Guðmundsson að- eins fjóra meðmælendur meðal félagsmanna þegar hann sótti um inngöngu í Félag íslenskra mynd- listarmanna árið 1969. Hver varð svo árangur þessa menningarlega uppþots, sem þarna átti sér stað? Hann varð trúlega meiri en þeir sem í slagnum stóðu gátu nokkru sinni ímyndað sér. Hann lagði grundvöll að nýrri og lýðr- æðislegri sýn, bæði á manninn og listina, og batt endahnút á sjálfa listasöguna sem fræðigrein er gengi út frá ákveðinni rökrænni framþróun. Með formleysumál- verkinu hafði myndlistin náð ákveðnum endapunkti sem var rökrétt framhald þess sem á undan var gengið. Málarinn mál- aði ekki fyrirbæri, heldur hreinar tilfinningar. Nýdadaistarnir, popplistamennirnir og hreyfi- listarmennirnir sem komu fram á fyrri hluta 7. áratugarins skildu þetta og tóku afleiðingum þess. Þeir bentu meðal annars á að ekki var lengur um neitt rökrétt framhald að ræða: myndlistin átti sér ekki lengur þá altæku og klassísku viðmiðun sem við höfðum alist upp við allt frá endurreisnartímanum. Fyrirbæri eins og persónulegur stíll og algilt myndmál voru ekki lengur til, því veröldin var flóknari en svo að hún yrði sett undir mælistiku stfls eða stefnu. í stað hins altæka og persónulega tók hið brotakennda við, þar sem viss fjarlægð mynd- aðist á milli listamannsins og verksins. Um leið varð myndlist- in íhugul um sjálfa sig og stöðu sína gagnvart listamanni og áhorfanda. Listamenn 7. áratug- arins lögðu grundvöll þess ást- ands, sem síðan var kallað póstmódernismi. Sem ekki má rugla saman við stefnur fyrri tíma, því póstmódernisminn er ástand en ekki stefna. Þetta ástand býður upp á takmarkalítið frelsi en um leið lúrir tilgangs- leysið og efahyggjan á bak við næsta stein: hefur myndlistin nokkum tilgang þegar hún er búin að afsala sér sínu algilda við- miði? Svarið við þessari spurningu er trúlega einfalt: hér áður fyrr veitti „stefnan" málverkinu á- kveðinn tilgang, því hún gaf for- mlega og algilda viðmiðun. Þegar „stefnan" er ekki lengur fyrir hendi verður listaverkið að sækja sér tilgang í eigin forsendur án annarrar viðmiðunar. Myndlistin þjónar þá hvorki guðfræðinni og sambandi Guðs og manns né heldur Manninum sem tegund og sambandi hans við náttúru og sögu út frá algildum viðmiðum í anda húmanismans, heldur eru það innri forsendur formsins sem slíks sem mynda gildi myndlistar- innar og einstaklingsbundin tengsl okkar við þau. Þetta eru róttækustu tímamót sem mynd- listin hefur gengið í gegnum allt frá endurreisnartímanum og þau endurspegla þá miklu breytingu sem orðið hefur í tækni, vísind- um, hugsunarhætti og samskipta- háttum Vesturlandabúa á síðustu áratugum 20. aldarinnar. Með sama hætti og heimsmynd vísind- anna hefur leyst upp í frumparta sína og heimspekin hefur afsalað sér því hlutverki að draga niður- stöður vísindanna saman í eina heildstæða heimsmynd, á sama tíma og hætt er að leita til hug- myndafræðinnar um algildar samskiptareglur í mannlegu samfélagi, þá hefur myndlistin afsalað sér sínu hlutverki sem hin sanna spegilmynd veruleikans eða algilds sannleika. Að lokum væri kannski við hæfi að fjalla um hvernig til hafi tekist með val verka á þessa sýn- ingu. Ég sé enga ástæðu til þess að fetta fingur út í það. Það var rétt stefna að velja fyrst og fremst „formbyltingarverk" á sýning- una, jafnvel þótt ekki sé um að ræða verk, sem mest voru áber- andi í norrænu listalífi á þessum tíma. Ég hef ekki forsendur til að dæma um hvort eitthvað hafi gleymst, sem kannski hefði átt er- indi frekar en annað. En íslenska deildin getur vel við unað og þá ekki síst með verk Jóns Gunnars Ámasonar, sem sýna okkur að hann er stórt nafn í norrænni myndlist á þessum tíma, og jafnvel þótt lengra sé leitað. Myndir hans, Ego og Hjartað, ná jafnvel að brjóta af sér ramma safnsins og tala til okkar beint og milliliðalaust. Það er meira en sagt verður um flest önnur verk sýningarinnar. Norræna listamiðstöðin og Listasafn íslands eiga þakkir skildar fyrir að bjóða okkur upp á þessa upprifjun, sem ætti ekki síst að vera fróðleg fyrir yngstu kyn- slóðina. Þegar neðanjarðarlistin hefur ratað upp í stásssalina er kominn tími til að nýjar grafir. -ólg. Föstudagur 16. mars 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.