Þjóðviljinn - 16.03.1990, Qupperneq 23

Þjóðviljinn - 16.03.1990, Qupperneq 23
Spilum ekki meö Röltandi beinum The Stone Roses er spáð jafn miklum vinsældum og U2 og kæmi það dægurmálasíðunni ekki á óvart að sá spádómur rættist. Breskatónlistarpressan hefur nær einróma kallað árið 1989 ár The Stone Roses og sumir ganga svo langt að segja kom- andi áratug verða áratug Stone Roses. Þeimerspáöjafn miklum frama og U2 og fyrstu 12“ plötu- rnar þeirra seljast á 2.000-7.000 krónur. Síðast liðinn þriðjudag var opnað fyrir miðasölu á tón- leika með þeim skammt fyrir utan Manchester og seldust 9.000 miðar upp á 4 klukkutímum. Þeg- ar hljómsveitin hélt tónleika í Jap- an á síðasta ári voru móttökurnar á Tokyo flugvelli í bítlastílnum þar sem tugir þúsunda aðdáenda tóku á móti þeim. Fyrir um það bil ári voru vin- sældir Stone Roses vart mælan- legar, þó nafn hljómsveitarinnar væri vörum þúsunda aðdáenda í Manchester, borginni sem með sanni má kalla borg rokksins í Bretlandi um þessar mundir. Hljómsveitin sló í gegn á lands- vísu á sama tíma og Happy Mondays sem spila í Hamrahlíð- inni annað kvöld og meðlimir Stone Roses segja reyndar Happy Mondays einu hljóm- sveitina sem hægt sé að detta í það með. Þessar tvær hljóm- sveitir stjórna raunar allri tónlistar- og fatatísku í Manc- hester og styrkja ákveðnar versl- anir beint með fjármunum. Stone Roses hóf feril sinn með klúbbaspiliríi í heimaborginni og voru ma. tíðir gestir í hinum vin- sæla Hacienda-klúbbi. Hljóm- sveitin spilaði líka oft í ólöglegum vöruhúsapartýum sem fóru fram þegar hefðbundnir klúbbar höfðu lokað. En bresk stjórnvöld hafa slíkar áhyggjur af þessum partýum, sem sum eru sótt af allt að 20 þúsund manns, að ríkis- stjórnin hyggur á lagabreytingar sem margir segja að muni skerða mannréttindi í landinu, þar sem hægt verði að beita lögunum gegn pólitískum samkomum. Fyrsta breiðskífa hljómsveitar- innar, „Stone Roses“, kom út í fyrra og var kosin ein af 20 bestu breiðskífum áratugarins af les- endum Melody Maker. Áður hafði hljómsveitin sent frá sér fjórar 12“: „So Young“, „Sally Cinnamon", „Elephant Stone“ og „Made Of Stone“ sem kom út í febrúar 1989. Það var ekki fyrr en með útkomu þessarar síðustu 12“ að athygli tónlistarpressunnar var vakin og síðan þá hafa hlut- irnir gerst hratt hjá Stone Roses. Rolling Stones bauð hljóm- sveitinni að hita upp á tónleikum sínum í Kanada en því var hafnað með þeim orðum að Stone Roses hefði ekki áhuga á að spila með „Strolling Bones“, eða Röltandi beinum, sem verður að teljast frumlegt uppnefni á gömlu mennina. Þeir fjórmenningar í Stone Roses höfnuðu líka tilboði Pixies og New Order um að vera um borð hjá þeim í Ameríkutúr þeirra og þáðu heldur ekki að koma fram sér að kostnaðarlausu í Central Park sl. haust. Þess í stað bókuðu þeir 4.000 manna sal í Blackpool og troðfylltu hann. Þeir í Stone Roses haga sér eins og þeir þurfi ekki á neinni aðstoð frægra fiska að halda og það veitir þeim athygi sem er mun betri en engin. Það hefur líka sýnt sig að þeir þurfa ekki á hjálp annarra að halda til að fylla tónleikasali. Þrátt fyrir nýfengna frægð hafnaði hljómsveitin tilboðum stórra útgáfufyrirtækja og stóra platan var gefin út á sjálfstæðu merki, Silverstone Records, og fer hljómsveitin þar svipaðar slóðir og Manchestergrúppan The Smiths fór á sínum tíma. Áður hafði hljómsveitin verið á mála hjá Revolver útgáfunni sem einnig er sjálfstæð útgáfa, eða „Indí“ eins og það heitir á máli Bretans. Viðskipti þeirra fengu hálf harkalegan endi. Einn morguninn þegar fram- kvæmdastjóri Revolver, Paul Birch, var á leið út af skrifstof- unni með spúsu sinni, mætti hann í ganginum þremur meðlimum Stone Roses. Þeir héldu á máln- ingarfötum með blárri og hvítri málningu og gerðu sér lítið fyrir og skvettu henni yfir fram- kvæmdastjórann og spúsuna, héldu síðan út fyrir þar sem glæsi- legur Benz framkvæmdastjórans stóð og skvettu málningu yfir hann. Ástæðan? Birch hafði endurútgefið „Sally Cinnamon“ og gert við hana myndband án þess að biðja hljómsveitina um leyfi. Eftir verknaðinn fóru þre- menningarnir, söngvarinn Ian Brown, gítarleikarinn John Squ- ire og trommarinn John Wren í hljóðverið að vinna eins og ekk- ert hefði í skorist og þangað náði | lögreglan í þá skömmu síðar. í réttarsal játuðu þremenningarnir ásamt bassaleikaranum Gary Mournfield á sig allar sakir. Um- boðsmaður þeirra sagði síðan við blaðamenn um ástæðu málning- arárásarinnar: „Strákarnir tóku þetta dáiítið nærri sér, þeir láta sjaldnast sitja við orðin tóm“. En víkjum nú að tónlist Stone Roses. Ian Brown og John Squire eru æskufélagar og höfundar alls efnis Stone Roses. Þeir höfðu fiktað saman í tónlist allt frá því í skóla og stofnuðu á þeim tíma hljómsveit í anda Clash sem hét Patrol, og náði að koma fram á einum tónleikum í félagsmiðstöð unglinga. Tónlist Stone Roses verður sennilega best lýst sem „sjöundaáratugar tónlist". Áhrif þessa áratugar, það er The Beat- les og The Doors eru sterk og greinileg. í sumum lögum er engu líkara en þráðurinn hafi verið tekinn upp þar sem The Beatles skildu við hann á „Sgt. Pepper“ því í laginu „Don‘t Stop“ er td. nákvæmlega sömu tækni beitt og á „Sgt. Pepper“, að spila einstak- ar rásir afturábak, sem kemur mjög skemmtilega út sem effekt. í síðasta Helgarblaði eyrna- merkti ég Happy Mondays sömu áhrifum og það er engin tilviljun. Báðar þessar hljómsveitir eru að föndra með sjöunda áratuginn. Það er þó töluverður munur á þessum tveimur hljómsveitum. Til að halda áfram með líkinguna þá má segja að Stone Roses séu á bítlalínunni (eins og The Beatles voru eftir 1966) en Happy Mond- ays á stoneslínunni. Þetta segir þó ekki nema hálfa sögu vegna þess að hvorug þessara hljóm- sveita er í eftiröpunum. Það er meira andrúmsloft þessa tímabils sem svífur yfir vötnum en eitthvað annað. Tónlist þeirra er sjöundaáratugartónlist sem farið hefur í gegnum síu þungarokks, fönks, pönks og nýbylgju. Út- koman eru snilldarverk eins og „Waterfall“, „Don‘t Stop“, „Bye Bye Badman" og „Sugar Spun Sister“, allt lög sem eru dæmi- gerð fyrir hinn nýja hljóm sem margir vilja meina að verði hljómur tíunda áratugarins. Tónlist Stone Roses er fyrir- bæri sem heltekur mann. Alla vega hef ég hlustað á fátt annað undanfarið. Stone Roses er held- ur melódískari en Happy Monda- ys, gítarinn mýkri og raddirnar ljúfari. Hljómsveitin er að taka upp sína aðra breiðskífu um þess- ar mundir sem á að koma út í sumar. Ég spái því að áður en árið er liðið hafi gripið um sig Stone Roses æði á lslandi eins og svo víða annars staðar. Vinsældir Happy Mondays eiga að sama skapi eftir að verða miklar og dægurmálasíðan skorar því enn og aftur á alla að mæta í Hamrahlíðina annað kvöld en iðrast ella í ónefndum kjallara eftir 20 ár. -hmp Gutti kallaður Goggi Gerald Simpson er aðeins 22 ára gamall en hefur engu að síður algerlega frjálsar hendur með tónlistarsköpun sína hjá út- gáfurisanum CBS í Bretlandi. Og ekki nóg með það, hann rekur eigin deild innan útgáfufyrirtæk- isins og tónlist hans er ekki gefin út undir CBS merkinu heldur hans eigin merki „Subscape" og dreift af hans eigin dreifingarfyrir- tæki „10X better". Það merkilega er að fyrir aðeins ári seldi dren- gurinn hamborgara hjá McDon- alds í Manchester og tónlist hans var aðeins til á kasettum sem gengu klúbba á milli í Manchest- er og að lokum í London. I dag er A Guy Called Gerald, eins og hann kallar sig, Azid Ho- use risinn í Bretlandi. Lagið hans „Voodoo Ray“ var búið að ganga í 9 mánuði á klúbbum í Manc- hester og í staðarútvarpsstöðinni „Piccadilly Radio“ áður en það komst að lokum inn á topp 20 almenna listans í Bretlandi í júlí D/CGURMÁL 1989. Lftið plötufyrirtæki í Manc- hester, Rham Records, gaf út plötu með honum, „Hot Lemon- ade“, og athygli CBS var vakin. CBS sá að það var að missa af lestinni hvað þessa tegund tón- listar áhrærði og því var Gerald Simpson gert tilboð sem hann gat ekki hafnað. Innan skamms er væntanleg ný 12“plata frá A Guy Called Ger- ald og á hún að heita „FX“. Hann boðar að næsta LP-plata verði „tækniverk" þar sem áhrif eru sótt til Kraftwerk, frumdaga Human League og Depeche Mode Visage og jafnvel Jean Michel Jarre sem er gamalt uppá- hald Geralds. Manchester súper- grúppan Stone Roses fékk Ger- ald til að blanda upp á nýtt fyrir sig lagið „Fools Gold“, en notaði það svo ekki þar sem þeim fannst blandan of framandi. ,- Ferill Geralds Simpsons hefur því verið stuttur og hraður og vegur hans á örugglega eftir að vaxa á næstu árum. í kvöld gefst borgarbúum kostur á að sjá A Guy Called Gerald flytja tækni- tónlist sína á sviði í Tunglinu, ásamt Azid House tónlistar- manninum Audio One og tríóinu IF?. Plötusnúðar tveggja vinsæ- lustu klúbbanna í Manchester og London munu einnig snúa plötum í Tunglinu, þeir Graeme Park frá Hacienda og Glenn Gunner frá The Brain Club. Hacienda-klúbburinn í Manc- hester nýtur slíkra vinsælda að það má heita vonlaust að komast þangað inn eftir klukkan 21 því eftir þann tíma er biðröðin fyrir utan rússnesk. Kvöld eins og kvöldið í kvöld í Tunglinu er einstakt á íslandi og verður tæpast endurtekið í bráð. Fyrir gesti Tunglsins verður þetta eins og að skreppa til Bretlands HEIMIR MÁR PÉTURSSON A Boy Called Gerald verður í Tunglinu í kvöld. og til að fullkomna verkið verða pakkaferð til Reykjavíkur á tón- sennilega 100 Bretar á þvælingi í leika Happy Mondays annað Tunglinu sem hafa keypt sér kvöld. -hmp Föstudagur 16. mars 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 23

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.