Þjóðviljinn - 04.05.1990, Blaðsíða 2
SKAÐI SKRIFAR
Ég ver
Davíð
fyrir óvininum
Ég sat svona með blöðín fýrir framan mig
og var að velta sumu og ýmsu fyrir mér. Þau
voru hjá mér Kari Marx Jónsson frændi minn
og Villa litla og komminn og kvenrifrelsistelpan
höfðu einhvemveginn fundið hvort annað yfir
skoðanakönnun í DV þar sem Davíð mínum
var spáð fjórtán fulltrúum af fimmtán í borgar-
stjórnarkosningunum. Sælt er sameiginlegt
skipbrot, stendur þar.
Börnin mín, sagði ég, svona er lýðræðið.
Þeir uppskera mikið sem sá og vinna hörðum
höndum.
Mér finnst skrýtið, sagði Kalli, að þegar
flokksræðið hrynur fýrir austan þá eflist það
bara í Reykjavík.
Góði vertu ekki að þessum smáskitlegu
samanburðarfræðum, sagði ég.
Það er ekki ég sem fann þetta upp, sagöi
Kalli. Stendur ekki í sjónvarpsrýni í Mogganum
þínum, að munurinn á einræði og lýðræði sé
sá að í einræðinu séu menn alltaf að glápa á
sama fésið? Þetta þekkjum við: Davíð að gefa
öldungum kaffi á annarra kostnað, Davíð að
fljúga, Davið að tala við skemmtikrafta, Davíð
að moka Áburðarverksmiðjunni upp á Kjalar-
nes eins og Golíat væri.
Ég ansa ekki einhveijum laumukommum
sem skrifa í Moggann eins og annarsstaðar
sagði ég. Ef að Davíð er í fjölmiölum þá er það
bara af því að merkir menn eru frekar fjöl-
miðlamatur en ómerkir. Þið skuluð ekki vera
með neitt öfundarhjal hér yfir því að eiga eng-
an alminnilegan mann á þessum marghöfða
vinstrikanti og verða að fela ykkur á bak við
tóma kvenmenn efst á listum í þeirri von að
við Sjálfstæðismenn látum riddaramennsku
ráða og tökum ykkur ekki í gegn eins og vert
væri.
Þau fóru eitthvað að pusa um kvenna-
fjandskap íhaldsins þau Kalli og Villa og nátt-
úrlega komu þau með þessa einu röksemd
sína og vinstrapakksins samanlagða: það átti
að byggja dagheimili en ekki ráðhús og hvolf-
þak yfir hitaveitugeymana.
Nei, sagði ég.
Hvers vegna ekki? spurði Villa.
Dagheimili, sagði ég, hafa alltaf verið vopn
hinna hæfileikasnauðu gegn mikilleika og
snilld. Það getur hver asninn lagst flatur og
búið til barn. En það er ekki á færi nema
snjallra manna að búa til hús mikil sem lifa
þótt við deyjum.
Bömin em framtíðin, sagði Kalli.
Sum böm lifa og önnur deyja, sagði ég og
öll drepumst við á endanum en hitt ættir þú að
vita að orðstír deyr aldregi.
Orðstír, ja svei því, sagði Kalli. Það er alltaf
verið að breyta fortíðinni.
Ekki ef þú hefur hús að byggja orðstírinn
á, sagði ég. Sjáðu bara mannvirki eins og
pýramíðann mikla í Egyptalandi. Heldurðu að
þeim sem á hann horfa sé ekki skítsama um
það hvar krakkamir í Þebu og Mefis vom á
daginn? Þau hafa áreiðanlega passað sig sjálf
áður en sósíalisminn fann upp uppeldið og
aðra vitleysu. Nei, menn horfa á pýramíðann
og þeir dáðst að snilld mannsins og eilífðarþrá
og sama mun verða uppi á sálarteningum
þeirra sem spássera meðfram Ráðhúsinu í
Tjörninni og líta upp i Öskjuhlíð á ókomnum
ámm.
Er Davíð þá einskonar Faraó? spurði Villa.
IHann er mikill maður, sagði ég. Og mynd-
ast vel. En fyrir utan það að hann mun bjarga
orðstír okkar sem nú lifum með merkum hús-
um, þá vill hann halda utan um siðgæði þess-
arar þjóðar svo það leki ekki niður og út um allt
eins og vatn í leysingum. Hann vill því ekki
dagheimili heldur borga mæðmnum til að vera
heima hjá sínum bömum og passa upp á mat-
inn og hlýjuna svo að konur séu ekki út og
suður á allskonar vinnustöðum og hvað kemur
upp úr því annað en eftirvinna, pitsur í kvöld-
matinn, skrifstofupartí og framhjáhöld og skiln-
aðir og mgl.
Er hún Sigga þín enn í bankanum Skaði?
spurði Villa ósköp sakleysislega.
Mér fannst þetta lítt málefhalegt og ansaði
engu.
IROSA-
GARÐINUM
OGHVBRMETUR
VERÐLEIKANA?
Það er öllum fýrir bestu... að
hver flokkur fái það fylgi sem
hann verðskuldar. Annars er
óþarft að kjósa.
Leióari í DV
LÍFIÐ ER SVO
SKELFING FLÓKID
Fjölgun bamaheimila kann að
vera nauðsynleg.
Fréttaskýríng um
borgarmál í
Alþýóublaóinu
ÖRUGGTRÁÐ VK>
Samræmdu prófi (í grunnskól-
anum á Olafsfirði) aflýst vegna
byssumannsins.
Fyrirsögn í Tímanum
OG S VO FÆDAST
MARGIR UTUR
SÆTIR BANKAR
Síðasti aðalfundur Samvinnu-
bankans haldinn í gær. Lands-
bankinn hefur nú yfirtekið rekstur
hans: Ekki útför heldur brúðkaup.
Fyrirsagnir í Tímanum
SNEIÐ TIL DAVÍDS
Þetta myndskeið sannfærði
undirritaðan um að munurinn á
lýðræði og einræði er ekki síst sá
að almenningur hefur sömu per-
sónuna sífellt fyrir augunum í ein-
ræðisrikjunum.
Morgunblaóió
EINNVARAÐSMÍDA
AUSUTETUR
Og það er að sanni heilmikil
heimspeki á bak við þær 35 ausur
sem hann hefur skorið út og kynn-
ir í Listhúsinu.
Morgunblaöió
ÁÞEIMTÍMASKAP-
AÐI GUD HEIMINN
Áætlað er að málflutningi
Jónatans Þórmundssonar, sérstaks
saksóknara í Hafskipsmálinu
Ijúki í dag og hefur ræða hans þá
tekið sjö daga í flutningi.
Morgunblaöió
EKKI LEIDUM
AÐ LÍKJAST
Ólafur Ragnar Grímsson
hyggst útskýra efhahagslegt fagn-
aðarerindi á fundaferð um landið:
Betri agi á efhahagnum hér en hjá
Jámfrúnni (Margrét Thatcher).
Fyrirsagnir í Tímanum
LENGIGETUR
VONT VERSNAÐ
Er Davíð Oddsson sósíalisti?
Fyrirsögn í
Alþýöublaóinu
NEI, ÞEIRTALA
UM PENINGA
Hún talaði nefnilega um
mannfjöldann í höfuðborginni.
Ungir menn með skjalatöskur
gengju sprenglærðir um götur
höfðuborgarinnar, sætu í háskóla
og ræddu um ýmis ffæði og vís-
indi.
Tíminn
2 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 4. maí 1990