Þjóðviljinn - 04.05.1990, Blaðsíða 20
er sýningin geysilega fjölmenn.
Um fjörutíu manns taka þátt í
henni, og stór hluti þeirra er á
sviðinu í einu af stærstu atriðin-
um. Leiguhjallurinn er flottasta
byggingin sem rís á sviðinu en
margar aðrar lausnir eru frábær-
ar, til dæmis stóru bárujárnsflek-
arnir sem búa m.a. til vöru-
geymslur.
Ingvar Gíslason leikur smala-
drenginn og þarf að byrja sýning-
una á sínum hápunkti. Það er
óhemju erfitt að gráta lengi svo
ekki komi falskur tónn, en Ing-
vari tókst það. Maður komst við.
Árni Tryggvason náði hlýju sam-
bandi við drenginn í hlutverki
lausamannsins, en var dálítið vél-
rænn og eintóna í framsögn.
Hann hefði oft mátt segja söguna
af meiri innlifun.
Sigþór A. Heimisson lék smal-
ann fullvaxinn, verkamanninn
róttæka, og var sláandi líkur
Tryggva á velli, svona hár og
grannur, beinn í baki og djarf-
mannlegur, og hann skilaði hlut-
verkinu prýðilega. Konu hans lék
Steinunn Olafsdóttir og fékk ekki
nærri því nóg að gera. Það van-
taði heimilin inn í verkið og hefði
þó verið gott að sýna hvaða áhrif
verkföllin og verkbönnin höfðu á
þau.
Af litlu hlutverkunum eru þeir
einkum minnistæðir Hannes Órn
Blandon sem verkstjórinn, Einar
Jón Briem sem formaður verka-
lýðsfélagsins og Árni Valur Vigg-
ósson sem gamall verkamaður.
„Djöfuls helvíti að vera gamall og
fátækur," segir hann, þegar eng-
inn vill nýta hans „tómu en vinnu-
fúsu hendur", eins og segir á öðr-
um stað, og allt fas hans var
fullkomlega sannfærandi.
Þráinn Karlsson leikstjóri
heldur mjög vel utan um hópsen-
urnar en nær ekki á sama hátt hita
og innlifun í fámenn atriði, ef til
vill vegna þess að þau vilja verða
of stutt til að ná þunga. En
hraðinn var góður, sýningin rann
áfram með jafnri stígandi að
dramatískum hápunkti sínum og
hreif gesti með sér.
Þessa dagana, þegar orðið
kommúnisti er skammaryrði sem
aldrei fyrr, er hollt að rifja upp
hverjir bera þann titil með réttu
og hvað við eigum þeim að
þakka. Það var - líka í þá daga -
svo miklu auðveldara að láta
undan valdhöfum en standa uppi
í hárinu á þeim, sætta sig við
smánarlaun vegna þess að þau
voru betri en engin laun. Ef ekki
hefðu verið djarfir menn eins og
Tryggvi Emilsson, góðir komm-
únistar sem sáu lengra fram í tím-
ann en til næsta máls (eða næstu
kosninga), væri margt öðruvísi en
nú er.
Silja Aðalsteinsdóttir
hefði líka verið hugsanlegt að
nota sumar leikmyndir betur; til
dæmis var átakanlegt að þurfa að
rífa nýbyggðan leiguhjall vegna
þess að bara eitt atriði var skrifað
inn í hann. Og sjúkrahússatriðin
voru svo rýr að þau hefðu skilað
sér betur í frásögn sögumanns.
Leikmyndin sannaði reyndar
enn einu sinni að Sigurjón Jó-
hannsson er snillingur (ef þörf
var á sönnun þess). Sviðið í gamla
leikhúsinu á Akureyri var stækk-
að mikið fyrir þessa sýningu,
lengt fram í áhorfendasal, enda
Dúett
Borgarleikhúsið sýnir:
Sigrúnu Ástrós
eftir Willy Kussell
Þrándur Thoroddsen þýddi
Leikstjóri: Hanna María Karlsdóttir
Breska leikskáldið Willy Rus-
sell er alinn upp í Liverpool eins
og Bítlarnir, rétt á eftir þeim, og
fyrsta kassastykkið hans í
London held ég hafi einmitt verið
leikritið sem fjallaði um þá frægu
sveitunga hans; John, Paul, Ge-
orge, Ringo... og Bert. Síðan
hefur Willy skrifað mörg leikrit
og sum heimsfræg, þar á meðal
Blóðbræður sem Leikfélag Akur-
eyrar sýndi fyrir nokkrum árum.
Það nýjasta, Sigrún Ástrós, var
frumsýnt í Borgarleikhúsinu á
fimmtudaginn var.
Willy hætti í skóla um leið og
hann mátti það, og hann skrifar
helst um óskólagengið fólk sem
ekki hefur komist áfram í lífinu.
Engin tilviljun að söguhetjur
hans eru iðulega konur. Takmark
hans er jafnan að sýna að þetta
fólk er engir asnar þó að aðstæð-
ur haldi því niðri; ef það fengi
tækifæri til að byrja upp á nýtt og
fara í skóla (eins og söguhetjan í
„Educating Rita“) eða ef við vær-
um fluga á eldhúsveggnum sem
það talar við (eins og Sigrún Ást-
rós) þá kæmi í Ijós að það er
merkilegasta og skemmtilegasta
fólk í heimi.
Einleikurinn Sigrún Ástrós er
um samnefnda miðaldra hús-
móður og húshjálp. Kennarinn
fyrirleit hana í skóla, af því varð
hún baldinn krakki, hætti svo í
skóla um leið og hægt var, giftist
honum Jóa sem var svo indæll og
sætur strákur og eignaðist tvö
böm. Nú er Jói kominn í tilfinn-
ingalegan skáp, þröngan og dim-
man, og svo staðnaður í dag-
legum venjum að hann veltir um
disknum sínum eins og hundur ef
ekki er á honum það sem hann á
von á. Hjónabandið er eins og
Þegar austrið
var rautt
fyrir konu og vegg
Leikfélag Akureyrar sýnir:
Fátæktfólk
Leikgerð Böðvars Guðmundssonar
á ævisögu Tryggva Emilssonar
Leikstjóri: Þráinn Karlsson
Leikmynd: Sigurjón Jóhannsson
Þegar Fátaekt fólk, fyrsta bind-
ið af æviminningumTryggva Em-
ilssonar verkamanns, kom út árið
1976, fannst móður minni að nú
væri líka búið að skrifa sögu
hennar. Og hún var áreiðanlega
ekki ein um það. Saga drengsins
sem missir móður sína barnungur
og hrekst eftir það á milli staða,
sem niðursetningur á betri bæj-
um og vinnumaður hjá föður sín-
umn á örreytisskotum, er saga
margra íslendinga. Og nú er
Böðvar Guðmundsson skáld og
rithöfundur búinn að skrifa leik-
gerð upp úr henni sem Leikfélag
Akureyrar sýnir um þessar
mundir við miklar vinsældir.
Við erum vön því að sögur og
leikrit séu sögð í endurliti, eða
flash back: persónur rifji upp það
sem liðið er. Það sérkennilega við
leikgerðina af Fátæku fólki er að
hún er í „framliti“, ef svo má
segja:
Lausamaðurinn skyggni kem-
ur í upphafi leiks að smalanum
hágrátandi. Hann hefur týnt úr
ánum og húsbændurnir barið
hann fyrir. Til að hugga hann
býður lausamaðurinn honum að
líta undir hönd sér. Þjóðtrúin
Hlutverkið er ansi krefjandi.
Margrét stendur alein á sviðinu í
rétt tæpa tvo klukkutíma (hlé
ekki talið með) og talar, um leið
og hún eldar og gerir húsverk.
Textinn rann prýðilega, einkum í
fyrri þáttunum tveim sem eru af-
skaplega fyndnir, en var ívið
stirðari í þriðja þætti. Þá dregur
úr beiskju og hæðni - og eðli
málsins samkvæmt dregur líka úr
gamanseminni.
Eldhúsið á sviðinu er ágætt, en
það gerir starf Margrétar ekki
léttara að láta hana tala við vegg-
inn á bak við sig. Hann verður í
algeru aukahlutverki. Væri ekki
einfaldast að láta hana tala við
ósýnilega vegginn milli sín og
áhorfenda? Þangað snýr hún sér
eðlilega oftast.
Gamansemi Sigrúnar Ástrósar
er fólgin í að gera meinlegt grín
að umhverfi sínu, sjálfri sér og
sínum nánustu. Áðferð hennar
eru samlíkingar sem stundum eru
dýrlega fáránlegar, og þær njóta
sín varla nema staðfærðar. Þegar
Bragi, sonur Sigrúnar, segir að
skáld geti alls ekki búið í Kópa-
vogi, er það miklu fyndnara en að
nefna eitthvert úthverfi í Liver-
pool sem fáir kannast við. (Þó að
Jón úr Vör og Líney Jóhannes-
dóttir séu ekki endilega sammála
staðhæfingunni.) Yfirleitt hefur
staðfæringin tekist vel þó að
leikritið haldi áfram að vera af-
skaplega enskt í allri hugsun.
Þrándur Thoroddsen er orðhagur
maður og glöggur á mál, eins og
sést vel á nafni aðalpersónunnar.
En einstaka atriði í seinasta þætti
sem voru hugsuð eingöngu út frá
ensku (ti! dæmis sagan af borð-
haldinu) hefði átt að skera.
Hanna María Karlsdóttir stýrir
nú atvinnuleikara í fyrsta sinn og
má vera hæstánægð með árangur-
inn - enda enginn meðalleikari
sem hún spreytir sig á.
Silja Aðalsteinsdóttir
segir að óskyggn maður geti séð
óorðna hluti ef hann líti undir
hönd á skyggnum manni. Og viti
menn: í ljósgeisla til hliðar við þá
félaga birtist stálpaður strákur og
sá litli spyr hissa: Hver er þetta?
Þetta ert þú sjálfur, svarar lausa-
maður, svolítið eldri en þú ert
núna... Og þar með er boltinn
farinn að rúlla.
SIUA
AÐALSTEINSDÓTTIR
Þetta er frábær lausn á erfiðum
vanda. Bækur Tryggva eru hefð-
bundin frásögn og ekki leikræn;
þar eru nær engin orðaskipti eða
bein samtöl, því er nauðsynlegt
að hafa sögumann. En sagan
segir líka frá manni sem frá fyrstu
tíð var talsmaður framtíðarinnar.
Hann ólst upp við miðaldarhugs-
unarhátt þeirra sem í kringum
hann voru, komst ekki í skóla og
sá aldrei út úr stritinu og skítnum,
en strax unglingur tók hann af-
stöðu með tuttugustu öldinni.
Hann skildi að það er eðlileg
krafa að allir lifi mannsæmandi
lífi og gerði baráttuna fyrir þeirri
kröfu að inntaki lífs síns.
Við val á sniði leikritsins tekur
höfundur leikgerðar sjálfstæða
ákvörðun fyrir sitt verk, og að
mörgu leyti tekst valið úr bókum
Tryggva líka vel þegar við stikl-
um á næstu klukkustundum yfir
ævi drengsins rúm tuttugu ár
fram í tímann. Lausamaðurinn
og smalinn horfa með okkur, og
lausamaðurinn tengir atburði og
segir frá ýmsu sem ekki er sett á
svið. Framan af er lítið samhengi
milli atriða annað en vaknandi
vitund söguhetju um stöðu sína
og annarra fátæklinga. Þá stend-
ur hann einn. Smám saman vex
hópurinn í kringum hann uns
sviðið er í lokin orðið fullt af fólki
sem best með honum gegn því að
atvinnurekendur brjóti á verka-
fólki. Þegar þar er komið er at-
burðarrás orðin þéttari, samfell-
dari og áhrifameiri.
Sjálfstæðar ákvarðanir hand-
ritshöfundar mættu vera fleiri.
Helsti gallinn á leikritinu er of-
trúnaður við ævisöguna. Per-
sónur eru of margar og koma við
sögu í of stuttan tíma til að verða
lifandi. Þetta kemur einkum að
sök framan af meðan þær eiga að
vera persónur fremur en hópur.
Ef tveim til þrem hefði stundum
.verið steypt saman í eina, sem þá
hefði fengið viðameira hlutverk,
hefði heildin orðið sterkari. Þá
ástandið í Austurlöndum nær,
segir Sigrún við vegginn, það
finnst engin lausn! Krakkarnir
eru fluttir að heiman, starfið ekki
gefandi, hjónin eiga ekki vini og
Sigrún á bara eina kunningja-
konu, rauðsokkuna Jóhönnu sem
hatar karlmenn. Enginn hlustar á
það sem Sigrún hefur að segja
nema veggurinn.
Eins og hver maður getur séð
hefur þessi kona engu að tapa þó
að hún geri uppreisn. Og það ger-
ir hún. Kannski byltingu.
Fyrir tveim árum sá ég Pauline
Collins leika Sigrúnu (eða Shirley
Valentine eins og hún hét þá) á
sviði í London. Pauline er
óhemju sjarmerandi leikkona og
spilaði í túlkun sinni vel á létt-
leikann og stríðnina í textanum.
En maður átti kannski erfitt með
að trúa að svona fljúgandi orð-
heppin kona gæti lifað lífi Sigrún-
ar, að maðurinn hennar væri ekki
búinn að drepa hana, eða a.m.k.
skilja við hana, fyrir hárbeittar,
hæðnislegar athugasemdir.
Margrét Helga Jóhannsdóttir
leikur Sigrúnu í Borgarleikhús-
inu undir stjóm Hönnu Maríu
Karlsdóttur og dregur að ýmsu
leyti upp meira sannfærandi per-
sónu en Pauline, þó að hún sé
ekki eins sprúðlandi fyndin. Hún
leikur meira á sársaukann og tjáir
kannski betur tvöfalt eðli þessar-
ar konu, Sigrúnu annars vegar,
hina hversdagslegu, þreyttu og
bældu konu, og Astrós hins veg-
ar, konu sem er kaldhæðislega
glögg á umhverfi sitt og finnst
lífið sem hún lifir vera glæpur
gegn guði.
20 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 4. maí 1990