Þjóðviljinn - 04.05.1990, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 04.05.1990, Blaðsíða 25
Systir Angelika Óperusmiðjan og Leikhús Frú Emil- ía; Systir Angelika. Ópera í einum þætti eftir Giacomo Puccini. Flytjendur: Esther Helga Guðmundsdóttir, Inga Backman, Jóhanna Þórhallsdóttir, Elísabet Waage, Ingveldur Ólafsdótt- ir, Guðrún Ásbjörnsdóttir, Sigríður Gröndal, Inga Dóra Hrólfsdóttir, Elín Huld Árnadóttir, Guðrún Jónsdóttir, Margrét Jóhanna Pálmadóttir, Hanna Dóra Sturludóttir og Ágústa Ágústsdóttir. Leikstjóri: Guðjón P. Pedersen Hljómsveitarstjóri: Hákon Leifsson Leikmynd og búningar: Helga Stef- ánsdóttir Það verður að teljast óvenju- lega djarft framtak af Óperu- smiðjunni og Frú Emilíu að ráð- ast í flutning heillrar óperu með fullskipaðri hljómsveit. í sýning- arskrá segir að hugmyndin að Óperusmiðjunni hafi vaknað hjá nokkrum konum, sem höfðu ver- ið í söngnámi og vildu skapa sér atvinnugrundvöll að námi loknu. Markmið smiðjunnar er að „kynna og kynnast óperubók- menntunum frá ýmsum tímum og flytja þær á þann hátt sem við teljum best henta hverju sinni.“ Ekki verður annað sagt en að vel hafi tekist með þessa frum- raun Óperusmiðjunnar miðað við sett markmið. Áhorfendum gefst hér tækifæri til þess að kynnast óperu sem er lítt þekkt hér á landi en býður engu að síður upp á marga bestu kosti Puccinis sem óperutónskálds. Sýningin tekur aðeins tæpa klukkustund í flutningi, og leikstjóri og leik- myndasmiður hafa sniðið verk- inu stakk eftir aðstæðum, sem eru næsta óhefðbundnar fyrir óp- eruflutning. Sviðsmyndin er ein- földuð sem frekast er unnt, og hljómsveitinni er komið fyrir til hliðar við sviðið á bak við hálf- gagnsæja blæju. Saga óperunnar er einföld og ekki sérlega áhugaverð í sjálfri sér: Angelika hefur þegar óperan hefst setið í klaustri í sjö ár, en klausturvistin var refsing hennar fyrir að eiga óskilgetið barn. Eftir þennan tíma í einangrun frá fjöl- skyldu sinni kemur frænka henn- ar í heimsókn til þess að fá undir- skrifað eignaafsal og tilkynnir henni um leið að sonur hennar sé látinn. Angelíka kunni fyrir sér í lyfjasuðu og bruggar sér eitur og deyr. Á dauðastundinni vitrast henni heilög María. Gallinn við söguna er meðal annars sá að hún á sér aðdrag- anda sem ekki sést á sviðinu en er nauðsynlegur til skilnings. í raun og veru þarf áhorfandinn að vera búinn að lesa textann áður en horft er á verkið, og á það ekki síst við hér á landi, þar sem óper- an er sungin á ítölsku. Texti verksins er prentaður í leikskrá á frummáli og í íslenskri þýðingu. Engu að síður verður þessi saga grípandi í tónmáli Puccinis. Fá óperutónskáld standast hann í því að magna fram stemmningu eða andrúmsloft og tónlist hans er þeim eiginleikum gædd að þjóna sögunni fullkomlega, án allra útúrdúra. Tónninn og meló- dían í þessari tónlist eru hrein og tær eins og frekast má vera og grípa sérhvert heyrandi eyra. Pað skein í gegn í þessari upp- færslu Guðjóns P. Pedersen á óperunni, að hann hafði skemmt sér vel við þetta verkefni. Ýmis- legt í þessari útfærslu hefði sjálf- sagt komið Puccini mjög á óvart, en í óperutextanum eru ná- kvæmar útlistanir fyrir sviðsetn- ingu, sem í fáu líkist verki Frú Emilíu. Nokkur atriði voru blátt áfram óborganleg eins og þegar nunnurnar gæddu sér á rifsberj- unum eða senan með frænkunni, sem Jóhanna Þórhallsdóttir lék og söng með ágætum. Kannski vantaði eitthvað upp á að það kæmist til skila þegar Angelíka bruggaði meðul sín, í fyrra skiptið til lækningar á geitungs- biti, í síðara skiptið til þess að lækna sjálfa sig af þeim óbærilega sársauka sem lífið hafði veitt henni. Flutningur tónlistarinnar virt- ist mér takast eftir aðstæðum vel. Hljómsveitin lék með þeim ágæt- um að ég kann ekki út á að setja en af söngkonunum mæddi mest á þeim Esther Helgu Guðmunds- dóttur og Ingu Bachman, sem sungu hlutverk Angeliku í sitt hvorri sýningu á frumsýningar- kvöldið. Hlutverk Angelíku gerir miklar kröfur til flytjanda og minnir í sumu á hlutverk Mimíar í annari óperu Puccinis, La Bo- héme. Þær Esther og Inga fluttu hlutverkið með ólíkum hætti, þar sem Esther sýndi meiri leikræna innlifun og mýkt í rödd, en mér virtist röddin verða svolítið klemmd og óörugg á efstu tónun- um. Inga Bachman söng af ör- yggi, en túlkun hennar galt fyrir það að hún var nokkuð stíf í fram- komu. Sigríður Gröndal söng hlutverk Systur Genovieffu af mikilli prýði. Leikmynd og búningar Helgu Stefánsdóttur féllu vel að þessari Inga Bachman í hlutverki Systur Angeliku einfölduðu uppsetningu, og má þar sérstaklega nefna gervi frænkunnar. Þá var iýsing Jó- hanns Pálmasonar víða áhrifarík, en ég saknaði þess þó að sjá ekki nóttina með áhrifameiri hætti í kaflanum þar sem Angelíka fer að byrla sjálfri sér eitrið. Frumkvæði þetta er í alla staði hið lofsverðasta og lofar góðu um framhaldið. Gaman væri að sjá íslensk tónskáld spreyta sig á stuttum kammeróperum fyrir þetta svið. Því þarna er greinilega vettvangur fyrir óhefðbundinn óperuflutning sem opnar um leið nýja möguleika. -Ólafur Gíslason Tvö píanó og ein rödd Háskólabíó Baker-bræðurnir (The Fabulous Baker boys) Leikstjóri: Steven Kloves Handrit: Steven Kloves Aðalhlutverk: JeffBridges, Michelle Pfeiffer, Beau Bridges Eiginlega ætti maður að skrifa um Baker-bræðurna með léttu píanóundirspili, - og síðan gæti lesandinn heyrt tónlist í bak- grunninum um leið og hann les greinina. En vegna tæknilegra örðugleika er þetta ekki hægt og lesandinn verður að ímynda sér létta dinnertónlist til að byrja með sem síðan verður djassaðri eftir því sem á líður. Því myndin Baker-bræðurnir er mettuð af tónlist þó að hún sé engin tónlistarmynd. Jack og Frank Baker (Jeff og Beau Bridges) eru bræður sem vinna fyrir sér með að leika á tvö píanó á hótelbörum og veitinga- húsum í Seattle. Vinsældir þeirra eru mikið farnar að dvína (voru þær nokkurntíma miklar?) og þeir ákveða að ráða söngkonu til að hressa upp á atriðið. Inn kem- ur Susie Diamond (Pfeiffer), kynþokkafull ljóska með vafa- sama fortíð. Þeir verða vinsælli fyrir vikið en 30 ára samstarf bræðranna er í hættu. Susie pirrar eldri bróðurinn Frank (Beau) sem er hæfileikalaus, ábyrgðar- fullur heimilisfaðir sem sér um peningamál og bókanir, en heillar Jack (Jeff) yngri bróður- inn. Hann er „listamaðurinn", drykkfelld bóhemtýpa með stóra drauma sem hann reynir að bæla niður. Náttúrlega endar þetta með ósköpum í d-moll, en ekki orð um það meir. Ég las nýlega í erlendu blaði að söngkonan Madonna hefði fyrst verið beðin um að leika Susie Diamond sem Pfeiffer leikur, en hún vildi ekki hlutverkið. Án þess að vilja segja nokkuð niðr- andi um drottningu dægurlag- anna er ég afskaplega fegin að henni skyldi ekki lítast á hlut- verkið, því þótt hún syngi eflaust betur en Pfeiffer hefur hún ekki sýnt (ennþá) að hún sé þrungin leikhæfileikum, og þeir eru nauðsynlegir til að Susie verði ekki eins og hver önnur stereó- týpa. Pfeiffer uppfyllir hér loforð sem hún gaf með leik sínum í myndunum „Married to the Mob“ og „Dangerous liasions" og það verður gaman að sjá hvað hún gerir næst. Af þrem aðalleikurunum kem- ur Beau manni minnst við. Hans hlutverk er vanþakklátast og Jeff og Michelle leika hann eiginlega alveg úr buxunum, ef svo má að orði komast. Þau eru frábær. En það er líka leikstjóranum að þakka að persónurnar, kjaftfora söngkonan og listamaðurinn sem er sama um allt, verða aldrei klisjukenndar, heldur eru þær lif- andi alvörufólk. Kannski ekki fólk sem maður hittir á hverjum degi, en hvað um það? Myndin Baker-bræðurnir býr yfir sömu eiginleikum og einfalt lag, rómantískt án þess að vera hallærislegt; en átökin í hápunkti myndarinnar snúast um það hvernig meðalmennskan getur eitt andartak hafið sig upp yfir sjálfa sig, og eftir það verður hún aldrei nóg. Rétt í lokin vil ég vara fólk við prógramminu. Ef það er lesið áður en maður sér myndina þá er hún ónýt. Sif • OPERUKJALLARINN • KRINGLUKRAIN • BORGARLEIKHUSIÐ • IÐNO • HORNIÐ • FIMMAN • HOTEL BORG • KRINGLUKRAIN • BORGARLEIKHUSIÐ • IÐNO • HORNIÐ cn 'ZD X co ZD Q CÐ O CÐ a O CQ ZL. ÍRerWJÍK 6.-13. m 1990 ö E <> HÓTEL BORG: Léttsveit Tónlistarskóla Keflavíkur og Sextett Tónlistarskóla FÍH FÓGETINN: Kuran - Swing DUUS HÚS: Kvartett Kristjóns Magnússonar GAUKUR Á STÖNG: Súld HORNIÐ: Hljómsveit Eddu Borg FIMMAN: Blúskvöld/Vindlar Faraós ÓPERUKJALLARINN: Borgarhljómsveitin KRINGLUKRÁIN: Sveiflusextettinn • OPERUKJALLARINN • KRINGLUKRAIN • BORGARLEIKHUSIÐ • IÐNO • HORNIÐ • FOGETINN • DUUSHUS • KRINGLUKRAIN • BORGARLEIKHUSIÐ • IÐNO • HORNIÐ • HÓTEL BORG • FÓGETINN • DUUSHUS •

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.