Þjóðviljinn - 04.05.1990, Blaðsíða 4
SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA
FATI AF)PA
Á NORÐURLANDI EYSTRA
Hefur þú menntun og reynslu sem nýtist þér til
starfa að málefnum fatlaðra?
Hefur þú löngun til að takast á við ný
verkefni I áhugaverðu starfsumhverfi
þar sem tækifæri bjóðast til nýsköp-
unar í vinnubrögðum og samvinnu
við sérfræðinga á ýmsum sviðum?
Ef svo ervill Svæðisstjórn málefna fatlaðra á Norðurlandi
eystra benda þér á eftirfarandi:
RÁÐGJAFAR- OG GREININGARDEILD
Við deildina starfa tveir sálfræðingar og forstöðumaður leikfangas-
afns. Deildin veitir ráðgjöf til foreldra fatlaðra barna, stofnana sem
þjóna fötluöum börnum jafnframt því að vera ráðgefandi í málefnum
fullorðinna og þeirra stofnana sem Svæðisstjórn rekur.
Við deildina eru nú lausar þessar stöður:
1 staða forstöðumanns leikfangasafns
Um er að ræða fjölbreytt og lifandi starf sem gefur möguleika á ýmiss
konar nýbreytni, þróun og þverfaglegu samstarfi. Mikil áhersla er
lögð á að fötluð börn njóti almennrar þjónustu og fylgir því starfinu
m.a. samvinna við dagvistir víða ( umdæminu.
Umsækjendur hafi menntun á uppeldissviði og reynslu af að starfa
með börnum á aldrinum 0-16 ára.
1 staða félagsráðgjafa
Félagsráðgjafinn tengist í starfi sínu sérfræðingum deildarinnar sem
annars vegar vinna að málefnum barna og unglinga en hins vegar
málefnum fullorðinna.
VISTHEIMILIÐ SÓLBORG,
SÉRFRÆÐI- OG ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ
Heimilið er sú stofnun Svæðisstjórnar sem lengst hefur starfað og
þar búa að jafnaði 45 þroskaheftir einstaklingar. Með samþykki
stjórnvalda hefur verið ákveðið að þróa starfsemi þess í átt að
sérfræði- og þjónustumiðstöð þar sem aðstaða verður fyrir stjórn-
sýslu o.fl. Til að svo megi verða þarf stærstur hluti íbúanna að flytjast
á næstu árum í aðra búsetu eins og t.d. sambýli. Fyrsta skrefið í átt til
þessarra breytinga er aukið sjálfstæði þeirra 6 íbúðadeilda sem nú
eru á heimilinu og stóraukin dagþjónusta við þá og aðra sem á slíkri
þjónustu þurfa að halda. Einnig verður stefnt að aukinni þjónustu í
formi skammtímavistunar.
Svæðisstjórnin vill ráða fólk með sérhæfða þekkingu og reynslu af
stjórnun og skipulagsstörfum til að vinna að undirbúningi og fram-
kvæmd þeirra breytinga sem verða á starfsemi Sólborgar í þá átt
sem hér er lýst. Um þessar stöður er að ræða:
1 staða deildarstjóra íbúðardeilda
Deildarstjóri hefur umsjón með rekstri 6 íbúðardeilda og leiðir það
starf sem þarfer fram. Hann ber ábyrgð á starfsmannahaldi og tekur
þátt í þverfaglegu samstarfi um mótun þjónustunnar og þeirra
breytinga sem stefnt er að í rekstri heimilisins.
1 staða deildarstjóra dagdeilda
Deildarstjórinn stýrir þeirri dagþjónustu sem nú er veitt og vinnur að
skipulagningu nýrra tilboða og þjónustuþátta. Hann ásamt öðrum
starfsmönnum mótar og samræmir þá dagþjónustu sem nú er rekin
og verður rekin í nafni Svæðisstjórnar.
10 stöður deildarþroskaþjálfa
Deildarþroskaþjálfar óskast til starfa á öllum deildum heimilisins.
Þeir ganga að hluta til vaktir og annast daglega verkstjórn og leið-
sögn til starfsmanna hver á sinni deild. Þeir taka einnig virkan þátt í
því þróunarstarfi sem stefnt er að í starfi heimilisins.
SAMBÝLI
2 stöður forstöðumanna
Svæðisstjórn rekur sambýli á 5 stöðum á Akureyri og eitt á Húsavík.
íbúar sambýlanna eru samtals um 40. Við tvö þessara sambýla eru
lausar stöður forstöðumanna.
Annað sambýlanna þjónar fólki með langvinna geðsjúkdóma og
starfar það í tengslum við geðdeild FSA. í hinu sambýlinu búa
þroskaheftir. Þessi störf bjóða upp á samvinnu við aðrar stofnanir.
Svæðisstjórnar og þverfaglega vinnu.
Nánari upplýsingar um stöður þessar veita:
Bjarni Kristjánsson, framkv.st. Svæðisstjórnar,
sími 96-26960.
Ráðgjafar- og greiningardeild:
Gyða Haraldsdóttir, forstöðum., sími 96-26960.
Vistheimilið Sólborg:
Sigrún Sveinbjörnsdóttir, forstöðum. sími 96-
21755.
Umsóknarfrestur er til 15. maí n.k.
Skriflegar umsóknir skal senda Svæðisstjórn málefna fatlaðra á
Norðurlandi eystra, pósthólf 557, 602 Akureyri.
Framkvæmdastjóri
Evrópa undir
þýskri forustu
í 1 oo ár hafa Frakkar og Rússar verið í einum anda um að hindra ^
útþenslu Þýskalands og að haldaþvísundurskiptu. Nú eru Sovétríkin í
lamasessi ogforustustaða Frakklands íEvrópumálum virðist heyra
liðna tímanum til
Svo er að sjá að Evrópa sé á
leiðinni að sameinast undir
forustu sameinaðs Þýskalands,
sem komið verður tii sögunnar
áður en varir. Vesturþýska rík-
inu, sem reis eins og hver annar
fönix úr rústum heimsstyrjaldar-
innar síðari, virðist vera að tak-
ast það, sem Heilögu rómversku
ríki þýskrar þjóðar og Þriðja ríki
nasista mistókst.
Atviksem urðuÞjóð-
verjum hliðholl
Tímamótamarkandi árangri
sínum hefur Vestur-Þýskaland
þar að auki ekki náð með hernaði
og raunar ekki nema að tak-
mörkuðu leyti með aðferðum á
sviði stjórnmála, heldur fyrst og
fremst með yfirburðum á vett-
vangi efnahagsmála og tækni. En
ekki hefði þetta dugað til ef atvik-
in hefðu ekki verið því hliðholl.
Sovétríkin eru í lamasessi út af
hrikalegum vandræðum, einkum
í efnahags- og þjóðernismálum,
og til alvörurisavelda er varla
hægt að telja þau lengur. í
Austur-Evrópu er kommúnism-
inn hruninn og spurning hvort
Varsjárbandalagið er til lengur
öðruvísi en að formi til. Og í
Austur-Þýskalandi tók alþýðan
völdin, steypti ríkisflokknum og
beinlínis knúði fram ráðstafanir í
átt til sameiningar við Vestur-
Þýskaland, hvort sem hinum og
þessum aðilum í austri og vestri
iíkaði betur eða ver.
Þegar á miðöldum voru líkur á
því að Þýskaland, ef það samein-
aðist í eitt ríki undir sterkri mið-
stjórn, yrði forustuveldi álfunnar
í krafti landfræðilegrar legu í álf-
unni miðri, fólksfjölda, auðlinda
og efnahagsgetu. Enda var sú
löngum stefna annarra ríkja o.fl.
aðila gagnvart Þýskalandi að
halda því sundruðu. Valdastreita
páfa og Þýskalandskeisara frá því
um miðjar miðaldir fram á 17. öld
snerist öðrum þræði um þetta,
hjá Frökkum var þetta mál mál-
anna í utanríkismálum frá því í
lok 15. aldar og þetta var eitt það
helsta, sem barist var um í þrjátí-
uárastríðunu 1618-48.
Bandamenn sem
vinir og „óvinir“
Þýskaland sameinaðist loksins
í ríki með sterkri miðstjórn 1871,
fyrir aðeins tæplega 120 árum. Sú
gagngera breyting sem með því
varð á valdahlutföllum í Evrópu
leiddi til bandalags Frakklands
og Rússlands, grannstórvelda
Þýskalands í vestri og austri. í
utanríkismálum Frakka og Rússa
hefur það síðan verið meginatriði
að halda utan að Þýskalandi og
helst að hafa það sundurskipt.
Samstaða þeirra um þetta hefur
verið svo einlæg að engu breytti
um hana að þeir voru „óvinir“ í
kalda stríðinu.
Nú blasir það við að Sovétríkin
hafa gefist upp á að halda utan að
Þýskalandi að austan og hindra
sameiningu þess og ekki er
Frakkland einfært um það. Frá
engilsaxnesku stórveldunum fær
það engan stuðning í því efni.
Mitterrand frekar dapur, Kohl lítið
eitt byrstur og áminnandi „stóri
bróðir" - umskipti í samskiptum
Frakklands og Vestur-Þýska-
lands.
Politísk þungamiðja
færist í austur
Frakkland og Vestur-Þýska-
land voru leiðandi ríki í Efna-
hagsbandalagi Evrópu/ Evrópu-
bandalaginu frá upphafi þess og
Frakkland hefur eftir bestu getu
leitast við að teljast „stóri bróðir-
inn“ gagnvart Vestur-Þýskalandi
í því bandalagi. Ljóst mátti vera
að með sameiningu Þýskalands
yrði búið með það. Það fór því
hrollur um Frakka er Berlínar-
múrinn var opnaður í nóvember
s.l. Frakkar reyndu fyrst í stað að
tefja sameininguna með því að
leitast við að stappa sjálfstæðis-
vilja í austurþýsku stjórnina og
Mitterrand brá sér til Moskvu í
von um að geta teflt Gorbatsjov
fram gegn Bonnstjórninni í því
máli. En hraðinn í gangi mála í
Austur-Þýskalandi gerði þá við-
leitni að engu og eftir þingkosn-
ingarnar þarlendis fyrir skömmu
varð frönsku forustunni ljóst að
hún varð að sætta sig við orðinn
hlut og verðandi hluti í Þýska-
Iandsmálum.
Frá því í heimsstyriöldinni
síðari hefur staða Frakklands
sem stórveldis einkum verið
formsatriði og svo verður enn
frekar af völdum yfirstandandi
breytinga í Evrópu. Pólitísk
þungamiðja álfunnar færist í
austur, bæði vegna sameiningar
Þýskalands og upplausnar
austurblakkarinnar. Helsta
áhugamál Austur-Evrópuríkja í
utanríkismálum er að tengjast
Vestur-Evrópu á ný. Með hlið-
sjón af efnahags- og tæknimætti
Þýskalands og legu þess í miðri
álfu er varla ráð fyrir öðru ger-
andi en að aukin sambönd
Austur-Evrópuríkja vestur á
bóginn verði fyrst og fremst við
það. Eins og sakir standa eru lík-
ur á því að framundan sé nánara
pólitískt samstarf Evrópubanda-
lagsríkja, jafnvel að þau renni
saman í sambandsríki. Miklar lík-
ur eru á að inn í þennan „Evrópu-
konsert" muni dragast bæði
Austur-Evrópu- og EFTA-ríki.
Og allar horfur eru á að í þessari
sameinuðu Evrópu verði Þýska-
land þungamiðja og forustuafl.
Hallærislegur
kjarnavígbúnaður
Kjarnorkuvígvæðing Frakk-
lands var sett í gang fyrst og
fremst með það fyrir augum að
telja þeim sjálfum og öðrum (og
ekki síst Þjóðverjum) trú um að
það væri forusturíki meginlands
Evrópu vestan járntjalds, því að
ekkert annað ríki þar hefur
kjarnorkuvopn. Kjarnorkuflaug-
um Frakka, þeim sem staðsettar
eru á landi, er miðaó á skotmörk í
Austur-Þýskalandi, Tékkósló-
vakíu og meira að segja í Vestur-
Þýskalandi. Þótt Frakkar flyttu
þessar flaugar sínar eins austar-
lega á Nató-svæðið og mögulegt
er myndu þær samt ekki draga
lengra en til Póllands. Vestur-
Þjóðverjum hefur lengi verið
staðsetning frönsku flauganna
þyrnir í augum, ekki síst það að
sumum þeirra skuli vera miðað á
þá sjálfa, og hætt er við að þeir
muni ekki sætta sig við svoleiðis
lengur, því fremur sem franski
kjarnavígbúnaðurinn er í flestra
augum orðinn tímaskekkja af
völdum þeirrar gagngeru upp-
stokkunar stjórnmála og valda-
hlutfalla í Evrópu, sem orðið hef-
ur á nokkrum mánuðum.
Þetta hefur ásamt með öðru
leitt til þess að Helmut Kohl, sem
sumum þótti miðlungi vel heppn-
aður og jafnvel klaufalegur sem
stjórnmálamaður, nýtur nú lotn-
ingar margra sem mikill sigurveg-
ari og leiðtogi, Ieiðtogi Evrópu
um alla aðra stjórnmálaleiðtoga
fram, þeirra er nú eru við
stjórnvölinn. Frakkar eru hins-
vegar í ólund út af sinni stórveld-
isdýrð, sem nú virðist vera að
gufa upp fyrir fullt og allt, og láta
þetta koma niður á Mitterrand,
er hrapar nú í vinsældum. Þó ætti
þeim að vera ljóst jafnt og öðr-
um, að hann gat svo sem ekkert
við þessu gert. _dþ
4 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 4. maí 1990