Þjóðviljinn - 04.05.1990, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 04.05.1990, Blaðsíða 16
Þjóðlegi íhaldsflokkurinn Okkar ágæti menntamálaráð- herra ritaði fróðlega grein hér í Nýtt Helgarblað fyrir réttri viku, sem bar heitið „Hvað er vinstrist- efna?“. Þar eru spilin lögð á borð- ið um grundvallaratriðin í stefnu Alþýðubandalagsins af því tæpit- unguleysi sem Svavari Gestssyni er tamt: J raun og veru er það þannig, að sjálfstœðismálin eru meginrétt- lœting á tilveru Alþýðubandalags- ins sem stjórnmálaflokks, “ segir Svavar og heldur svo áfram að draga upp dökka mynd af þeirri hættu er steðji að menningarlegu og efnahagslegu sjálfstæði þjóð- arinnar í framtíðinni: erlend álf- yrirtæki muni vaða yfir íslenskt sjálfstæði, og eftir inngönguna í EB verði það ,fljótlega talið ótta- legt vesen að þessi samskipti (við Brussel) fari fram á íslensku- ....Þannig yrði íslensk menning aðeins fyrir sérvitringa og útlend- ingar og aðrir menn með íslenskt ríkisfang fengju að skoða okkur eins og dýr í þjóðgörðum vestur í í tilefni greinar Svavars Gestssonar, „Hvað er vinstristefna?‘ Dölum eða austur í Tungum. “ Síðan bendir Svavar á „staðr- eynd“, sem kannski hefur vafist fyrir ýmsum Alþýðubandalags- mönnum: ,/tIþýðubandalagið... eroftog tíðum eini almennilegi íhalds- flokkurinn á íslandi sem þorir að standa uppi í hárinu á svokölluð- um framfarasinnum sem eru alltaf tilbúnir að lúta svokölluðum framförum í lotningu - hvaða af- leiðingar sem þœr kunna að hafa fyrir sjálfstœði þjóðarinnar. “ Hvað er vinstristefna? Af þessu má ljóst vera að hin sanna vinstristefna er í kjarna sín- um aðeins eitt: þjóðernissinnuð íhaldsstefna, og skyldi nú engan undra þótt einhverjir fari að rugl- ast á hugtökunum hægri og vinstri. Svo ekki sé talað um ýms- Námskeið fyrir sumarið TIL ÚTLANDA í SUMAR? Hraðnámskeið í tungumálum í maí fyrir byrjendur og fyrir þá sem vilja bæta við eða dusta rykið af fyrri kunnáttu. Kennd verður danska, enska, franska, gríska, ítalska, spænska, sænska, rússneska og þýska. VILTU TAKA MYNDIR? Helgarnámskeið í Ijósmyndatöku 12.-13. maí. Tæknileg undirstöðuatriði um myndavélar, filmur og fylgihluti. Einnig myndataka við misjöfn skilyrði og myndbygging. Leiðbeinandi Halldór Valdimarsson. FERÐASTU Á BÍLNUM? Á námskeiðinu „Að gera við bílinn sinn“ lærirðu að fylgjast með bílnum og halda honum við, skipta um platínur, kerti, viftureim og bremsuklossa og annast minni viðgerðir. Elías Arnlaugsson kennir í bifvéladeild Iðnskólans 7., 9. og 12. maí. VORÞREYTA? Námskeiðið „Hollusta, hreyfing og heilbrigði" miðar að heilbrigðara lífi án öfga. Kennt inni og úti um streitu, slökun og hreyfingu, tengsl andlegrar og I íkamlegrar heilbrigði og hollt mataræði. Skokkað saman í lokin. „Do-ln sjálfsnudd og slökun" 15.-23. maí er námskeið í japanskri aðferð við sjálfsnudd sem felst í banki á orkurásir líkamans. Tilgangurinn er jafnvægi og betri líðan. Leiðbeinandi Sigrún Olsen. ÞEKKIRÐU REYKJAVÍK? Á námskeiðinu „Reykjavíkurrölt" í lok maí skoðarðu bæinn á kvöldgöngu með Páli Líndal og fræðist um sögu gömlu Reykjavíkur, íbúa hennar, götur og hús og færð yfirlit yfir stækkunina og nýju hverfin. Börn velkomin í fylgd fullorðinna þátttakenda. VANTAR FÖT FYRIR SUMARIÐ? Síðasta saumanámskeiðið á þessu misseri. Fyrir byrjendur og lengra komna. Hefst 14. maí. Leiðbeinandi ÁsdísÓsk Jóelsdóttir. UMHVERFISVERND VIÐ BÆJARDYRNAR OG VÍTT UM HEIM Helgarnámskeið um umhverfismál í samvinnu við Landvernd. Hvað er að gerast á hnettinum okkar? Hvernig er ástandið á íslandi? Hvað getum við sjálf lagt af mörkum til verndar umhverfinu? Fyrirlestrar, umræður og útivist. Haldið á Alviðru í Grímsnesi 9.-10. júní. Tilvalið námskeið fyrir alla fjölskylduna. Nánari upplysingar um námskeiðin, stað- og tímasetningu og verð á skrifstofunni. Innritun kl. 10-18 líka á laugardeginum. TÓMCTUNDA SKOLINN Skólavöróustig 28 Sími 621488 ar grundvallarhugmyndir og hugtök sósíalista í gegnum tíðina um alþjóðahyggju og fleira, sem vinstrimenn hafa sótt í kenning- asmiðju Karis Marx og fleiri frumkvöðla sósíalismans. Ólafur Gíslason skrifar Það er enginn vafi á því að þau málefni sem Svavar fjallar um í þessari grein og hann kallar sjálfstæðismálin eiga eftir að verða erfiðustu og afdrifaríkustu viðfangsefni Alþýðubandalags- ins í framtíðinni. Hitt er hins veg- ar meira álitamál, hvort túlkun hans á þessum vanda geti talist til vinstristefnu, hvað þá hinnar einu sönnu vinstristefnu. Tvenn eru þau skólabókaratr- iði sem við, sem köllum okkur til vinstri, minnumst að hafa beri í heiðri í okkar kenningu: hin stríðandi samskipti launavinnu og auðmagns og nauðsynin á samstöðu hinna kúguðu gegn yf- tækni og upplýsingamiðlun samtímans virða engin landa- mæri, og það gerir fjármagnið ekki heldur. Sú þjóð sem lokar sig frá þessum lögmálum fram- leiðslunnar í nafni menningarlegs sjálfstæðis mun ekki kalla yfir sig annað en örlög Rúmeníu, Alban- íu, N-Kóreu eða Kúbu, sem hver um sig hafa afneitað þessum lög- málum framleiðsluaflanna í nafni ákveðinnar þjóðernisstefnu: „patria o muerte!" í rauninni virðist mér Svavar Gestsson vera að segja eins og leiðtogar þessara landa hafa gert hver með sínum hætti: Heldur skuium við súpa hel með þjóðlegri reisn en selja okkur á vald nútíma framleiðslu- háttum' Þjóðgarös- menning Og hvað um samstöðu hinna kúguðu? Hvað segir vinstristefn- an okkur um framgang hennar? Það virðist liggja í augum uppi, að þegar framleiðsluhættirnir eru hættir að virða landamæri þjóð- ríkisins, þá hætti vegabréfið að með þeirri frumstæðu og alræðis- legu skömmtunarstjórn, sem kennd var við sósíalisma og reynd hefur verið til fulls í A-Evrópu. Kapítalismanum getum við að- eins mætt á hans eigin forsend- um: með alþjóðahyggju og lýð- ræði, þar sem sósíalisminn felst í því að leiðrétta misréttið með aukinni þekkingu, skilningi og því gagnkvæma trausti sem er forsenda lýðræðisins. Ef Alþýðubandalagið ætlar sér að byggja múr um „sjálfstæði ís- lands“ í því alþjóðlega umhverfi sem nútíma framleiðsluhættir byggja á, þá hlýtur markmiðið að felast í þeim þjóðgarði sem Svav- ar Gestsson talar um í öðru sam- hengi í grein sinni sem aðdráttar- afl fyrir „útlendinga og aðra menn með íslenskt ríkisfang“. Hvort æska landsins og kjósend- ur framtíðarinnar muni kjósa sér hlutskipti hins þjóðlega sýningar- grips í þeim garði er hins vegar annað mál. Er ekki hugsanlegt að Alþýðu- bandalagið hafi verðugri verkefni að vinna: að skilgreina þjóðfé- lagsleg markmið íslenskra sósíal- ista í samræmi við þann heim sem við lifum í og í fullum efnahags- Frá Þjóðhátíð á Þingvöllum 1930. Mynd: Ljdsmyndasafn Reykjavíkur. irgangi auðmagnsins. Ekki minn- ist ég þess að rétt vegabréf hafi þótt nauðsynlegt til að komast í þá sveit: öreigarnir á dögum Karls Marx áttu sér ekkert föður- land og því var boðorðið: öreigar allra landa sameinist! Yfirþjóðleg framleiðsluöfl Nú hefur þróunin í heiminum síðan orðið með þeim hætti, sem fáir sáu fyrir á 19. öldinni, að fjármagnið, samgöngurnar, upp- lýsingamiðlunin og framleiðslu- hættirnir hættu að virða landa- mæri þjóðríkisins löngu áður en öreigastéttin á Vesturlöndum tók við sér, enda var hún búin að öðl- ast sitt óðal og frelsi á fjórum hjólum í millitíðinni og gerði sig tiltölulega sæla með sinn hlut. Og með aukinni upplýsingamiðlun og virkara lýðræði reyndist stétt- astríðið, sem menn sáu eitt sinn fyrir sér sem óhjákvæmilega sögulega nauðsyn, vera óþarft með öllu. En Marx gamli hafði séð annað fyrir: hann áttaði sig á því að framleiðsluhættirnir og fram- leiðsluöflin í heild sinni hefðu á hverjum tíma mótandi áhrif á hina menningarlegu yfirbyggingu þjóðfélagsins, ekki bara hjá yfir- stéttinni, heldur líka hjá launa- mönnum. Framleiðsluöfl, samskipta- vera annað en hindrun í vegi fyrir launavinnunni. Samstaða verka- lýðsstéttarinnar verður ekki virk nema hún nái út yfir landamærin. Sú hugsun, að vegabréfið ráði einhverjum úrslitum um gildi manns (sbr. orð Svavars: „út- lendingar og menn með íslenskt ríkisfang...“) mun væntanlega heyra sögunni til innan skamms. Og sú þjóðmenning sem tilheyrði sjálfstæðisbaráttunni íslensku, stríðsárunum og kalda stríðinu, er einnig að breytast í fortíð sem menning framtíðarinnar mun styðjast við í samspili við breyttar alþjóðlegar forsendur. „Útlendingar“ koma nú til Rúmeníu eða Albaníu og virða fyrir sér fólkið sem fómað var á altari þjóðernisstefnunnar „eins og dýr í þjóðgörðum“, svo notuð séu orð Svavars Gestssonar. Vegna þess að menning þeirra hefur með valdboði verið slitin úr samhengi við þá möguleika sem maðurinn hefur skapað með nú- tíma framleiðsluháttum. Að mæta kapítalismanum Kapftalisminn hefur ekki bara það eðli að endurskapa sjálfan sig í menningu okkár og hugsun. Hann framleiðir líka linnulaust misrétti. Þrátt fyrir þetta dettur engum heilvita manni lengur í hug að afnema kapítalismann legum, menningarlegum og pólit- ískum tengslum við þann heim sem uppvaxandi kynslóð vill lifa í? Þau markmið eru ekki sjálfgef- in, og þeim verður heldur ekki náð með því að stinga höfðinu í sandinn og horfa til fortíðarinn- ar. Það er engin trygging fyrir þvf að alþjóðleg markaðslögmál þjóni skynsamlegum þjóðfélags- legum markmiðum við þær sér- stöku aðstæður sem hér ríkja. Þeim mun mikilvægara er að bregðast við vandanum á þeim forsendum sem fyrir hendi eru. Þar er ekki um neina raunveru- lega valkosti að ræða, því æska landsins og uppvaxandi kjósend- ur munu aldrei játast undir þá hugsun að íslenskri menningu stafi hætta af „útlendingum" og að eðlismunur sé á fjármagninu eftir því hvernig litur sé á vega- bréfi eiganda þess eða hvort því sé stýrt af erlendum banka eða erlendum framleiðsluauðhring (sbr. hina ófrjóu deilu um eignar- hald á virkjunum og stóriðjufyr- irtækjum). Síst af öllu mun æska landsins vera reiðubúin að afsala sér því frelsi sem nútíma samskipta- og framleiðsluhættir veita þrátt fyrir allt, á altari þeirrar þjóðlegu menningar sem í einangrun er dæmd til að verða að sýningaratriði í þjóðgarðin- um. -ólg 16 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 4. maí 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.