Þjóðviljinn - 04.05.1990, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 04.05.1990, Blaðsíða 13
það síðar, að geta ekki náð fram fjölmörgum stefnumálum sínum þá vegna ágreinings - sem aðal- lega reis við Alþýðuflokkinn, eða annan af tveim borgarfulltrúum hans. Eitt helsta baráttumál Al- þýðubandalagsins var og er enn að breyta stjórnkerfi Reykjavík- urborgar, t.d. með því að breyta ráðningu embættismanna, ráða þá til 5-6 ára fyrst og endurráða ekki nema 2-3 ár í senn. Þetta náði ekki fram að ganga. Við vildum líka að komið yrði á fram- kvæmdaráði sem sett væri yfir verklegar framkvæmdir í borg- inni (það var gert á vinstriárunum en lagt af 1982 þegar íhaldið tók við aftur - til að borgarstjórinn gæti ráðstafað þeim miljörðum beint af sínu skrifborði). Við vild- um koma á hverfisstjómum, vild- um að fulltrúar þeirra gætu setið f borgarráði með málfrelsi og til- lögurétti þegar rætt væri um mál sem varða viðkomandi hverfi, þannig að ekkert væri gert í hverfunum án samráðs við íbú- ana, við vildum að þessi hverfar- áð hefðu ákvörðunarvald í viss- um afmörkuðum málaflokkum og fé til starfseminnar. Undir- búningur að þessum hverfa- stjórnum var langt kominn þegar fulltrúi Alþýðuflokksins neitaði frekara samstarfi um málið - og þá var ekki meirihluti fyrir því lengur. Reynsla sem kemur að haldi En hvað sem má um þetta segja: framganga okkar í sam- starfinu sýnir fulla alvöru okkar í samstarfinu á síðasta kjörtíma- bili. Sem studd var dyggilega, m.a. af Þjóðviljanum sem var svo varfærinn við að nefna Alþýðu- bandalagsmenn sem flutnings- menn tillagna að okkur þótti stundum nóg um. Kostir þessa samstarfs voru ótvíræðir. Við gátum sýnt að minnihiutinn var trúverðugt afl. Okkur tókst að sýna fram á það hvemig hægt hefði verið að gjörbylta t.d. dag- vistarkerfinu og aðbúnaði aldr- aðra fyrir hluta af því fé sem Davíð Oddsson hefur lagt í minnismerkin sín. Ég get nefnt sem dæmi að bara hönnunar- kostnaður örfárra stórbygginga á sl. fjórum árum er meiri en rekst- ur dagheimila, leikskóla og gæsl- uvalla kostar í heilt ár (miljarður á móti 900 miljónum eða svo). Við söfnuðum dýrmætri reynslu, sem hægt er að nota síð- ar. Þeirfella allt, þeir andskotar - Adda Bára Sigfúsdóttir, sem lengi sat í borgarstjórn fyrir sósí- „Kannski koma okkar tillögur fram seinna í breyttri mynd." Guðrún og Magnús L. Sveins- son, forseti borgarstjórnar. alista, hefur sagt mér frá því, hve þreytandi það gat verið að sitja í minnihlutastöðu með ágætar til- lögur sem meirihlutinn virti ekki viðlits, en gerði kannski að sínum síðar í breyttri mynd. - Já, ég kannast við þetta: það er allt fellt fýrirfram sem frá minnihlutanum kemur, nema kannski hugmyndir um litinn á strætó eða eitthvað þessháttar. Og þó gerist kannski eitthvað fleira - ég fékk t.d. tillögu sam- þykkta um daginn um að koma á samstarfshópi um að kanna starf- semi leiktækjasala og hvort regl- um um aldurstakmörk sé þar fylgt og hvort setja eigi strangari reglur um leiktækjasali. En þú spurðir hvort það væri þreytandi og lýjandi að vera í minnhluta? Ég held það sé yfir höfuð þreytandi að vera borgar- búi undir einræðisstjórn Davíðs Oddssonar. Sem hefur ekki treyst sér til að bera nema eitt mál undir borgarbúa - hundamálið - og hundsaði síðan vilja borgar- búa í því máli! Það er reyndar lýjandi að flytja góðar tillögur sem maður veit að mundu stórbæta stöðu borgarbúa og veit jafnvel að íhaldið er í hjarta sínu sammála - en fellir samt. Ef borgarbúar vissu.. En samt: auðvitað gegnum við þýðingarmiklu hlutverki með því að veita aðhald og fletta ofan af spillingu ýmískonar, sem þrífst í skjóli langvarandi meirihluta- valds íhaldsins og embættis- mannakerfisins. Dæmi má taka af lóðabraski eins borgarfulltrú- ans. Og svo er það ánægjulegt, að þó nokkrar af þeim tillögum sem við höfum mótað, þær koma upp seinna - í pínulítið öðrum búningi og þá eru þær fluttar af Sjálfstæðismeirihlutanum. Eins er það ánægjulegt þegar tekst að koma í veg fyrir slys í hinum ýmsu nefndum og ráðum. En um fæst af því vita borgar- búar nokkru sinni. Dæmi um þetta er þegar tekst að koma í veg fyrir niðurrif gam- alla húsa í Kvosinni og Katrín Fjeldsted, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, flytur tillögu um vemdun nokkurra þeirra sömu húsa og hún áður samþykkti nið- urrif á. Annað dæmi: það tókst að koma í veg fyrir að sú stefna íhaldsins næði fram að ganga að byggja eingöngu söluíbúðir fyrir aldraða (þeas fyrir þá sem efni hafa). Næsta stórbygging við Lindargötu verður því, sam- kvæmt okkar tillögu, með leigu- og hlutdeildaríbúðum en ekki eingöngu sölufbúðum. Við afgreiðslu fjárhagsáætlun- ar var felld frá okkur tillaga um helgarþjónustu fyrir aldraða í Heimilishjálp - sem nú er bönnuð. Én mér skilst hún kom- ist samt til framkvæmdar á næst- unni. Tillaga okkar um flutnings- þjónustu fyrir aldraða hefur ekki verið samþykkt - en ég spái því að hún nái fram að ganga á næst- unni. En það er vitanlega meira gaman og gefandi að vera í meirihluta og demba sér út í að framkvæma öll þau ágætu stefnu- mál sem Alþýðubandalagið hefur mótað sér. ÁB skráði Nú vantar leikrit um atburðina í Reykjavík Rœtt við Tryggva Emilsson ítilefniafsýningu Leikfélags Akureyrará „Fátœku fólki“ og um niðursetninga, lausavísur og fleira Leikfélag Akureyrar sýnir nú við góðar undirtektir leikgerð Böðv- ars Guðmundssonar eftir endur- minningabókum Tryggva Emils- sonar verkamanns, Fátækt fólk og Baráttan um brauðið, í leik- stjórn Þráins Karlssonar. Tryggvi var hylltur við frumsýningu leiksins, en við heimsóttum hann síðan í Safamýrina í Reykjavík. Hvað kemur upp í huga þinn þegar þú lítur til baka yfir þessa atburðarás sem þú lendir inni í á efri árum, að vera uppgötvaður? Bækurnar mínar eru sennilega íslandssaga í einhverju formi, margir hafa að minnsta kosti sagt það við mig. Verkalýðshreyfing- in er ekki svo lítill hluti af nútím- asögunni. Maður gleymir því ekki að hafa séð konur bera salt og kol, meðan mennirnir voru á sjónum. Um það var ort þessi vísa á ísafirði: Fyrir vestan fljóð hef séð fölar mest á vanga, eins og hesta áburð með í stórlestum ganga. Nú eru um 40 ársíðan þúfluttir frá Akureyri til Reykjavíkur, Tryggvi. Þú hefur nú trúlega komið í Samkomuhúsið á Akur- eyri oftar til annars á sínum tíma en sjá leiksýningar? Já, þarna voru allir okkar stærri fundir í verkalýðshreyfing- unni og aðrar fjölmennar sam- komur. Ég á margar minningar tengdar Samkomuhúsinu, en fór nú lítið þangað í leikhús.En bygg- ingin er gerbreytt innan frá því sem áður var. Hvernig líkaði þér svo sviðs- setningin á Fátœku fólki? Mér finnst efnisúrvinnslan hafa tekist vel hjá Böðvari, þetta er ágætlega útfært. Ég var búinn að sjá textann áður, Böðvar kom hér og spjallaði við mig um hann. Mér þykir hann hafa farið skynsamlega leið í þessu. Og leikstjórnin er afrek, alveg furðu- legt hvernig hægt er að koma 42 leikurum fyrir á þessu litla plássi. Krossanessdeilan og Nóvuslagur- inn birtast þarna með ágætum hætti. Þeir sungu minna fyrir sunnan Þarna hitti ég fólk sem man þessa tíma, til dæmis vék Gestur sótari sér að mér í hléinu og sagði við mig: „Þú manst að ég bar rauða fánann 1931.“ Og leikararnir túlkuðu þetta vel. Árni Tryggvason og litli drengurinn, Ingvar Gíslason, þeir féllu alveg inn í þetta eins og ég get best hugsað mér. Mér líkaði það stórvel við sýn- inguna að heyra sungna þar gömlu söngvana okkar, sem við fórum með á fundum í Verka- mannafélaginu á Akureyri. Ég saknaði þeirra þegar ég flutti til Reykjavíkur, það var aldrei neitt sungið hér fyrir sunnan nema þá Internasjónalinn í fundarlok. Við sungum mikið á fundunum fyrir norðan, ekki bara verkalýðs- söngva, heldur hvers kyns söng- lög. Það var svo mikil söngmennt þarna, starfandi þrír kórar, Karl- akór Akureyrar, Geysir og Björgvinskórinn, Kantötukórinn sem kallaður var. Þessi gömlu lög hræra upp í manni, eins og „Upp- reisnin breiðist svo ótt yfir landið“ og fleiri söngvar. Það finnst mér líka merkilegt og til eftirbreytni við þessa leiksýningu, að Leikfélagið leitaði til verkalýðshreyfingar- innar, bæði Dagsbrúnar og Ein- ingar, sem styrktu myndarlega þetta brautryðjendastarf Akur- eyringanna. Hvað kom þér mest á óvart við sýninguna? Mér kom ef til vill mest á óvart, hve vel listafólkinu tókst að ná réttu stemmningunni. Þarna var hvorki of né van. Og hópatriðin voru furðulega rétt, átökin á bryggjunni til dæmis. Hins vegar fannst mér verkið ekki mjög póli- tískt, og var jafnvel hissa á því. Það heyrir kannski tímanum til. Við vildum ekki illindi Hins vegar þyrfti það að koma fram með einhverjum hætti, ef fleiri verða til þess að semja verk upp úr sögu verkalýðshreyfingar- innar, að þrátt fyrir harðvítugar deilur og baráttu, þá var þetta aldrei persónuleg óvinátta hjá okkur við andstæðingana. Við vorum að mörgu leyti rólegir í tíðinni og ekki þessir æsingasegg- ir sem sumir halda. í Nóvu- deilunni vildum við ekki meiða nokkurn mann, vorum búnir að koma okkur saman um það að varast átök, hefðum hæglega get- að gert það ef hugur okkar hefði staðið þannig. Ég var formaður Verkamannafélagsins fyrir norð- an í 20 ár, varaformaður í 7 ár, svo ég get trútt um þessa stefnu talað. Og hér í Reykjavík voru miklar deilur sem hefði þurft að gera svona skil eins og á leiksviðinu á Akureyri, deilur sem höfðu áhrif á líf fólksins um land allt. Ég er mjög ánægður með að Þorleifur Friðriksson sagnfræðingur skuli vera að skrá þetta fyrir Dagsbrún núna. Margir verkamenn eiga efni í fórum sínum eða geta sagt frá, það hafa margir hringt í mig og sagst eiga svipaða sögu. Verst er saga niðursetning- anna. Fátækralögin voru afnum- in á fjórða áratugnum, fram að þeim tíma var þetta leyft, Það vill gleymast hve þessi tími er nærri. Enn heyrði ég menn segja þegar ég kom til Reykjavíkur og talað var um almannatryggingar: „Þetta er bara fyrir ræflana." Annað hefur nú sannast. En niðursetningunum tengjast margar vísur, til dæmis þessi eftir Borgfirðinginn Eyjólf Jóhannes- son: Að hann dáið hafi úr hor held ég rengja megi, en hitt er satt hann var í vor vel fram genginn eigi. Eyjólfur kom eitt sinn á hreppsnefndarfund í Andakfln- um þar sem átti að bjóða upp ungan dreng og orti þá: Heyrast mundi væl og víl víst má nærri geta ef andskotinn í Andakíl yrði niðurseta. Eyjólfur var ekki hjóna- bandsbarn, faðir hans var mjólk- urbústjóri í Reykjavík, hafði eng- in skipti af stráknum og bar ekki kennsl á hann er fundum þeirra bar saman þegar Eyjólfur var 10 ára gamall. Eyjólfur vissi hins vegar hver karl var og sigaði hundum á hestana hans. Jóhann- es vildi vita hverra manna hann væri. Sonurinn svaraði þá: Minn hórfaðir mig forlét myrkranna í skoti. Ég man ekki, jú hann hét Jóhannes andskoti. Ég lærði vísur í hundraða- ef ekki þúsundatali hérna áður fyrr. Og það líða ekki margir dagar hjá mér svo það komi ekki vísa, ég man þær yfirleitt ekki, þetta eru ekki kersknisvísur, heldur oftast um veðrið. stuðlað og rímað, ég kann ekki annað. Þessi veður- farslýsing kom um daginn: Stormur hnyklar skúraský, skrugga stiklar geiminn, valds með lykla fjáls og frí, fegrar og miklar heiminn. Það er mikið sjónarspil þrumu- veðrið. ÓHT Föstudagur 4. maí 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.