Þjóðviljinn - 04.05.1990, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 04.05.1990, Blaðsíða 6
Káin þrjú, komminn, konan og kratinn. Þorvarður Hjaltason kemurfrá Alþýðubandalagi, Sigríður Jensdóttir frá Kvennalista og Steingrímur Ingvarsson frá Alþýðuflokki. Þau hafa starfaö saman sem einn maður á þessu kjörtímabili og bjóða nú sameiginlega fram. Myndir gg. Sameiningin verður að gerast neðan frá Samstarf ýmissa flokka í komandi kosningum hefur tekist óvenju víða að þessu sinni, jafnvel svo að menn eru farnir að spá því að um sé að ræða aðdraganda einhvers konar sameinaðs jafnaðarmanna- eða félgshyggjuflokks. Félagshyggjumenn á Selfossi voru á meðal þeirra fyrstu sem hófu viðræður um sameiginlegt framboð og nú hefur K- listinn, listi Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Kvennalista, litið dags- ins Ijós. Þjóðviljinn fékk þrjá efstu menn á K-listanum, Sigríði Jensdóttur, Steingrím Ingvarsson og Þorvarð Hjaltason til þess að ræða aðdrag- andasamvinnunnar, hugsanlegarorsakirog afleiðingar. Fyrstvar spurt hvers vegna unnið'er saman nú, hvort aðstæður nú séu aðrar en voru fyrir fjórum árum. Sigríður varð fyrst fyrir svörum. Kvennalistinn bauð í fyrsta skipti fram síðast svo nú er staðan önnur. Nú höfum við reynsluna af einu kjörtímabili. En niður- staða kosninganna hér á Selfossi síðast varð sú að Alþýðubanda- lag, Kvennalisti og Alþýðuflokk- ur fengu einn fulltrúa hver, en Sjálfstæðisflokkur og Framsókn- arflokkur þrjá hvor, svo við kom- um okkur saman um að vinna saman sem ein heild. Samstarfið hefur gengið mjög vel og í haust var farið að ræða að bjóða sameiginlega fram. Þeir tveir tóku sig saman og buðu okk- ur Kvennalistakonum að vera með og við athuguðum þennan möguleika vandlega. Það verður að segjast eins og er að þótt margir styðji okkur eru ekki eins margir starfandi með okkur, svo bæjarmálastarfið lenti á fáum höndum. Niðurstaðan varð því sú að þar sem samstarfið hafði gengið vel ákváðum við að bjóða fram sameiginlega.“ Hefð fyrir samstöðu A-flokka Þorvarður, þið Alþvðubanda- lagsmenn eigið frumkvæðið að þessu. Á þetta rœtur að rekja til ástandsins í landsmálum? Þorvarður: Nei, raunverulega ekki. Til viðbótar því sem Sig- ríður hefur sagt má nefna að við þessir þrír flokkar fengum 45 prósent atkvæða í síðustu kosn- ingum og þar sem ljóst var að málefnaleg samstaða var fyrir hendi og gott samstarf var engin skynsemi í öðru en að bjóða fram sameiginlega. Steingrímur: Ég vil benda á í þessu sambandi að í raun hefur verið mjög gott samstarf milli A- flokkanna hér á Selfossi síðan 1978. Ríkisstjórnarsamstarf eða til- mæli flokksformanna hafa kann- ski lítið að segja í þessu sam- bandi? Steingrímur: Já þetta er eldra og djúpstæðara en svo. A þessu kjörtímabili hefur bæjarstjórn skipst í þrjá hópa og það er eng- inn vafi á því að við höfum verið lang samstæðasti hópurinn af þessum þremur. Þorvarður: Samheldnin hefur verið miklu meiri hjá okkur en hjá nokkrum hinna. Það er al- mennt viðurkennt. Sérstaða Kvennalistans Þið hafið náð málefnasam- stöðu segið þið. Hvað verður um sérstöðu Kvennalistans í þessu málefnasamstarfi? Sigríður: Hún verður náttúr- lega ekki sú sama og ef við hefð- um boðið fram sér. En ég get ekki séð að ég muni starfa á öðrum forsendum í þessu samstarfi en ella. Ég er enn kona og mun starfa áfram eins og ég hef gert. Þorvarður og Steingrímur eru mjög mjúkir karlmenn og mjög þægilegir í samstarfi. Ég kvíði því engu, enda hefur enginn málefn- aágreiningur komið upp. Á þetta samstarf einhverja framtíð fyrir sér umfram næstu fjögur ár? Steingrímur: Það vitum við ekkert um, þetta er bara miðað við næstu fjögur ár. Sigríður: Við hljótum að end- urskoða það eftir þetta kjörtíma- bil. Steingrímur: Svo kemur nú nýtt fólk, maður fer að eldast í þessu. Þetta byggist mikið á því að við þrjú höfum náð að vinna vel saman. Sameinuð stönd- um vér En nú eruð þið ekki ein um að gera þetta, þetta er að gerast víða um land. Haldið þið að þetta sam- krull eigi eftir að hafa veruleg áhrif á flokkakerfið? Steingrímur: Ég skal ekkert um það segja. Maður veit ekkert hvað kemur út úr þessari gerjun sem er í Reykjavík og víðar. Ég tek það fram að ég er persónu- lega mjög hlynntur uppstokkun á flokkakerfinu, að það myndist stór jafnaðarmannaflokkur. Þorvarður: Eða stór félags- hyggjuflokkur. Ég vona það eins og Steingrímur að áframhaldið verði að menn fari að átta sig á því að það er betra að félagshyggju- fólk stand sameinað heldur en í mörgum flokkum eða jafnvel flokksbrotum. Hugsanleg áhrif þessara sam- eiginlegu framboða eiga eftir að ráðast af útkomu þeirra í kosn- ingum. Ef árangur verður góður þar sem fólk er að þjappa sér saman munu menn að sjálfsögðu draga ályktanir af því. Ef útkom- an verður góð er ekki ólíklegt að það verði rætt fyrir næstu þing- kosningar hvort ekki er rétt að halda hópinn. En ég geri mér grein fyrir því að það verður margt erfiðara í landsmálum en í sveitarstjórn- armálum, því þar eru ágreinings- efnin meiri. En ég hef alla tíð ver- ið þeirrar skoðunar að aukin samvinna eða hugsanleg samein- ing til dæmis A-flokkanna eigi að gerast eins og hér hjá okkur, ekki á toppnum. Ágreiningur í landsmálum Þið gefið lítið út á hugleiðingar um áhríf þessa samstarfs í sveitarstjórnum á landsmálin. Þingkosningar verða ekki síðar en að ári... Steingrímur: Eftir ár, já. Ég held þetta taki meiri tíma. Ef eitthvað í þessum dúr á að gerast í þingkosningum að ári verða hlut- irnir að gerast nokkuð hratt. En að þessu þarf eigi að síður að stefna og þróunin á að hefjast í sveitarstjórnum eins og Þorvarð- ur bendir á. Enerþaðekki líka rétt sem Þor- varður bendir á, að ágreiningur- inn er miklu meiri í landsmálum en mörgum virðist, t.d. milli A- flokkanna? Steingrímur: Jú, að minnsta kosti er hluti Alþýðubandalags- ins ósammála Alþýðuflokknum í mörgu, en ég er ekki viss um að það eigi við alla, til dæmis ekki við formann Alþýðubandalags- ins. Sá ágreiningur þessara flokka sem hefur komið einna skýrast fram er ágreiningur í utanríkis- málum. En heimsmyndin er að gjörbreytast og einmitt þannig að ágreiningur í utanríkismálum er að falla út úr myndinni. Eru ekki viðhorf til stjóriðju líka mikið að falla saman? Það á eftir að reyna á það. Steingrímur: Já, en þetta er að ganga saman. 6 SÍÐA-NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 4. maí 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.