Þjóðviljinn - 04.05.1990, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 04.05.1990, Blaðsíða 21
Það er alltaf verið að tala um það, hve erfitt sé að spá í framtíð- ina. Einhver óvitlaus hefur sagt: Nútíminn er á flökti, fram- tíðin í óvissu - það eina sem við getum breytt er fortíðin. Enda eru menn mjög iðnir við þann kola. Samt halda menn áfram að spá í framtíðina. Og þá koma fljótt fram tvær höfuðhneigðir sem stefna hvor í sína áttina. Hvert liggur leiðin? Annarsvegar er viðvörunar- hneigðin. Hún kemur fram í því að menn framreikna vaxandi sóun á auðlindum og orku og brýna það fyrir mönnum að ef þeir haldi áfram sem fyrr þá kom- ist þeir í þrot fyrr en varir og „geimskipið jörð“ verði heilsu- spillandi eða vonlaust húsnæði. Hinir eru svo framfaratrúar - einatt svo kappsamir að þeir vísa öllu frá sér með megnri fyrirlitn- ingu sem truflar það, að þeir framreikni afkastagetuna á ýms- um sviðum og fái út hin bestu kjör í hinum besta heimi allra heima. Mitt á milli situr tiltölulega saklaus almenningur, sem kann ekki að rýna í gegnum þann taln- agaldur sem í kringum hann er spunninn og trúir því náttúrlega sem hann helst vill trúa. Og hver vill ekki að allt sé á góðri leið og allsnægtir handan við næsta horn? Vöxturinn takmarkalausi Einn þeirra sem hefur sérhæft sig í að búa til fallegar framtíðar- spár og er eftir því vinsæll og vel látinn er John Nesbitt. Hann ylj- ar hinum ríku svo um hjartað, að þeir eru tilbúnir að borga honum svosem miljón fyrir einn fyrirlest- ur um „meginstrauma" (ef okkur leyfist að kalla „megatrends" því nafni). Oe bók hans samnefnd hefur lengi verið á metsölulistum - alls munu átta miljónir eintaka hafa selst. Og þar eru ekki maðk- ar í mysu. Meginstraumar nálægt upphafi tuttugustu og fyrstu aldar eru þessir, að dómi Nesbitts: Hátækni og stórar fríverslunar- blakkir (EB, Bandaríkin, Japan) munu leiða til varanlegs bióm- askeiðs í þeim heimshlutum sem mynda „eftir-iðnaðarsamfélag- ið“. Þaðan mun breiðast út um allt alveldi markaðarins. Pólitík mun gegna smáu aukahlutverki í því samhengi. Sovétríkin munu koma með í Egið hrósar sigri Hér eru ekki allir „straumar“ Nesbitts upp taldir - en allt sem hann nefnir telst vísa til sigurhá- tíðar Einstaklingsins yfir kerfum, borgum, stéttum, flokkum. Allar „heildir“ eru úr tísku - í tísku verður einstaklingurinn og hans afrek. Einnig verður gengið út frá „meðfæddu misrétti einstakling- anna“. M.ö.o. dregið verður úr öllum hugmyndum um áhrif sam- félagsins til jöfnuðar, grundvall- arforsenda verður sú að menn séu fæddir mjög misgáfaðir. frelsi til að velja úr mörghundruð tilbrigðum við fjölskyldubílinn. Ritdómari Spiegel segir á þá leið, að maðurinn, hugsanir hans og tilfinningar, eins og skreppi sam- an í túlkun Nesbitts í skamm- hlaupi milli framleiðslueininga og neyslueininga: „Sjúkdómar, einsemd, leiði, ofbeldi, ótti, fíkn, streita, vím- ugjafar eru næstum því út úr myndinni. Sömuleiðis eyðni og jafnvel sultur. Hátækni og há- efnafræði hafa rekið á brott orku- og auðlindavandamál, háska- legar breytingar á loftslagi og Nokkur orð um bjartsýnina þægilegu og afneitun þess sem vellíðan truflar þessari þróun stórvandræðalaust, eins þótt ríkisgeiri verði þar áfram öflugur. McDonald og Benetton munu því breiða vestræna lífshætti út um allan heim. Það mun leiða til vissra saknaðarviðbragða (án pó- litískra afleiðinga þó) og menn munu reyna að kaila aftur til lífs hefðir hver sinnar þjóðmenning- ar. Velferðarþjóðfélögiðnríkj- anna gömlu munu hverfa í slóða Margaretar Thatcher og hennar líka - en þeir sem höllum fæti standa á vinnumarkaði munu bjargast með endurþjálfun og á takmarkalausum hagvexti. Síðasti áratugur aldarinnar verður áratugur erfðatækni og líf- tækni og siðferðilegir og þar með pólitískir fyrirvarar sem menn hafa haft um hugsanlegar afleið- ingar þess munu víkja fyrir öflugri markaðssetningu þessara möguleika. Þrátt fyrir allar framfarir er trú manna á að vísindi leysi allan vanda fyrir bí. Því eigum við von á miklu blómaskeiði sértrúar- flokka allskonar og dulhyggju- hópa, sem munu taka drjúgt frá hinum stóru og tiltölulega „skyn- sömu“ kirkjum. HELGARPISTILL Þetta á samt ekki að leiða til þess að menn fari að útrýma „annars flokks fólki“ eins og fasistar, heldur á hver um sig að vera á framfarabraut á þeim stað sem hann sættir sig við. Veröld ný og góð, semsagt. Margir eru utan við Bók Nesbitts „Megatrends 2000“, þeas þýsk útgáfa hennar, er til umfjöllunar í nýlegu hefti vikuritsins Spiegel. Þar er reyndar ekki ljóst hvort um er að ræða þá „gömlu“ metsölubók óbreytta, eða framhald af henni. En sama er: af sjálfri endursögn efnisins verður ljóst sem fyrr segir að mjög er stefnt á bjartsýnina - og þar eftir ýtt til hliðar sem flestu því sem trufla kann framtíðarsýn á veröld nýja og góða. Meirihluti mannfólksins og meirihluti landa er eins og utan við „meginstrauma“. Þeir sem höllum fæti standa eru ekki neinnar verulegrar athygli verðir. Jafnvel í hinum ríkari löndum hefur Nesbitt aðeins í huga þá tvo þriðju hluta íbúanna sem hafa ÁRNI BERGMANN náttúru koma fram sem þráhyg- gja þunglyndra stórslysapostula. Að vísu er lögð áhersla á mikil- vægi umhverfismála sem framtíð- arverkefnis, en að öðru leyti ekki farið nánar út í þá sálma.“ Óskhyggja markaöarins í stað þess er mjög á því tönnl- ast að hagvexti séu engin tak- mörk sett. Allt á að halda áfram með sama hætti og nú, nema enn hraðar, í enn stærri skömmtum og spanna enn meira af hnettin- um. Heimsmarkaðurinn er orð- inn að eina hreyfiafli sögunnar, sem ekkert virðist geta truflað svo um munar. Þegar menn rekast á einhverja þversögn eins og þá, að útbreiðsla vestrænna neysluhátta um allan heim (til þeirra amk. sem efni hafa á) muni m.a. leiða til þeirra viðbragða að menn leiti til þjóðlegheita ýmis- konar - þá verður allt til að styðja heimsmarkaðinn samt sem áður. Með öðrum orðum: fyrir utan Benetton verður smuga fyrir lop- apeysur íslenskar eða þýskar leð- urbrækur. Greinarhödundur í Spiegel veltir því fyrir sér hvernig mark- aðurinn fari að því að skrifa „ósk- aseðil handa sjálfum sér“ í bók Nesbitts, hvernig svoddan „lær- dómskver um kapítalískar skýja- borgir“ verður til. Sú útlistun er lærð vel, en kannski nægir að vísa til þess sem sagði í upphafi þessa máls: slík bók verður til vegna þess blátt áfram að það er eftir henni góð eftirspurn, hún fellur vel að því sem menn vilja helst trúa. Rit af þessu tagi eru þá um leið ágæt staðfesting á því að af- neitun vandamála er öflugt ein- kenni okkar tíma - eins og svo margra annarra. Önnur sjónarmið Það er mjög líklegt að túlkun af þessu tagi muni verulegan byr hafa á næstunni. Að vísu hafa grænar hreyfingar gert menn næmari á mengun og umhverfis- vanda en áður - en um léið hafa þeir sem iðnaði og almenningsá- liti ráða lært margar aðferðir til að friða fólk með fagurgala og sýndarráðstöfunum. Skapa sér „græna“ ímynd, þótt ekki væri nema með því að breyta litnum á umbúðunum utan um vöru sína (Nokkur fróðleg dæmi af því tagi birtust í viðskiptakálfi Morgun- blaðsins á dögunum). Samt sem áður eru þeir áhrifa- menn til, sem taka af alvöru upp framtíðarmálin án þess að lfta fram hjá því sem óþægilegt er. Þvert á móti: þeir setja það á oddinn að menn verði að finna sér leið til að lifa betra lífi án þess það þurfi endilega að þýða meiri framleiðslu, meiri sóun á hráefn- um og orku. í nafni þeirrar sam- stöðu sem mestu skiptir þegar allt kemur til alls: samstöðunnar með næstu kynslóðum: ekki megum við éta upp lífsmöguleika þeirra áður en við kveðjum. Einna þekktastur slíkra manna er Oskar Lanfontaine, sá sem banatilræði var sýnt á dögunum. Hann hefur af einna mestu hugviti reynt að brúa bilið milli erfiðrar siðferði- legrar kröfu og vinsælda meðal kjósenda. Það var merkileg upp- lifun að heyra til Oskars þegar hann kom hingað og messaði yfir skemmtilegri blöndu af krötum og allaböllum. Meðal annars vegna þess hve „afneitunin" virt- ist sterk í mörgum þeirra er á hann hlýddu: Þeir voru hrifnir af mælsku mannsins, frægðarljóma og rökfestu - en þeir vildu helst vísa frá sér því sem hann var að segja um það að „minna getur verið betra“ og að samstaðan nýja, sem hann boðar, krefðist þess að efnahagslífið yrði sveigt undir pólitíkina, en ekki öfugt. Þetta er nú bara eins og hjá Len- ín, sagði einn hagfróður. Fyrir okkur íslendinga er þetta alveg gaga, sagði annar. (Hvorugur sagði þetta úr pontu). Og hvað sagði Havel? Og áður en þessu lýkur skal vitnað til annars áhrifamanns: Václavs Havels, forseta Tékkó- slóvakíu. Tímarit Máls og menn- ingar birti nýverið grein ágæta eftir hann þar sem hann lýsir al- ræðiskerfum þeim sem hann átti lengi í höggi við sem framvarðar- sveit þess ópersónulega valds sem segir skilið við hinn náttúr- lega heim mannsins og eyði- leggur hann í hroka sínum. Með því móti dregur Havel (án þess að fara útí í ódýr samanburðarfræði) fram hliðstæður milli alræðis og vestrænnar tæknihyggju af því tagi, sem er á kreiki í bókum fyrr- nefnds Nesbitts. Havel segir: „í raun og veru skiptir það engu sérstöku máli hvort við, háð til- viljunarkenndum heimkynnum, eigum í höggi við forstjóra úr vestri eða flokksgæðing í austri; við eigum í sama lítilmótlega en jafnframt heimssögulega stríði við skriðþunga ópersónulegs valds!" Og hann bætir gráu ofan á svart með þvf að krefjast þess að siðgæðið verði í öndvegi sett, ofar stjórnmálum og farsældar- draumum tæknivæðingarinnar: svo dásamlega gamaldags og þar með nýr og frumlegur er sá mað- ur sem nú situr á forsetastóli í Tékkóslóvakíu. Föstudagur 4. maí 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.