Þjóðviljinn - 04.05.1990, Blaðsíða 23
Enn og aftur
Manchester
Inspiral Carpets er enn ein
staöfestingin á því aö andi sjö-
unda áratugarins ætlar að vera
efniviður framsækinna hljóm-
sveita á fyrstu árum þess tíunda
og eins og fleiri vinsælar hljóm-
sveitir í Bretlandi um þessar
mundir kemur Inspiral Carpets
frá Manchester. Hljómsveitin
hefur sent frá sér einar fimm
smáskífur og fyrsta breiðskífan,
„Life“, kom út í Bretlandi þann
23. apríl. Smáskífur Inspiral
Carpets unnu hljómsveitinni
nógu miklar vinsældir til að gera
hana að einu þekktasta bandi
Bretlands og síðasta smáskífan
þeirra sem inniheldur lagið „This
Is How It Feels“, kom hljóm-
sveitinni í 15. sæti 50-listans og
þaraf leiðandi inn íþáttinnTopOf
The Pops.
„This Is How It Feels“ er með
betri lögum sem komið hafa fram
lengi. Textinn fjallar um ein-
manaleikann, þann einmana-
leika sem hver og einn finnur ein-
hverntíma inni í höfðinu á sér,
eins og Graham Lambert gítar-
leikari hljómsveitarinnar orðar
það í viðtali við Melody Maker.
Lagið er mjög í Doors stflnum,
með svipuðum hljómborðsút-
setningum og gítarleik og tíðkað-
ist á sjöunda áratugnum. Inspiral
Carpets hefur þó í þessu lagi bætt
við austurlenskum undirtóni
þannig að engu er líkara en
austurlenskur matsölustaður sé
eitt af hljóðfærum hljómsveitar-
innar.
Það er lenska í breskum útgáf-
umálum að gefa út fleiri en eina
útgáfu af hverju lagi. Inspiral
Carpets er þar engin undantekn-
ing. Ég hef komist yfir tvær útgáf-
ur af „This Is How It Feels“. Fyrri
útgáfan er svo kölluð „extended"
útgáfa en sú seinni og að mínu
mati sú betri er svo kallað „radio
mix“. Þetta er lag sem auðveld-
lega gæti orðið mjög vinsælt og ef
útvarpssnúðar kveikja á Inspiral
Carpets í kollinum á sér, er ég
viss um að landinn tekur við sér.
Annars er það ekki spurning
hvort landinn tekur við sér eða
ekki, ef þetta „sixtees-æði“ fer
fram hjá honum, missir hann
hreinlega af heilli bylgju í rokk-
tónlistinni. Það er heldur leiðin-
legt að horfa upp á unga tónlistar-
menn á íslandi föndra við sömu
þungarokksfrasana og hafa verið
hér í gangi með nokkrum undan-
tekningum í 15 ár, á meðan miklu
skemmtilegri hlutir eru að gerast
annars staðar. En hvað um það,
útkjálkinn hefur sínar eigin
leiðir.
Inspiral Carpets eiga fleiri góð
lög í handraðanum en „This Is
How It Feels“. „Move“ er einnig
lag sem hefur gert það gott, frem-
ur rólegt og sígandi lag og „Out
Of Time“ og „Tune For Family“
eru snyrtilega samnin lög.
Velgengni Happy Mondays og
Stone Roses hefur vaxið með ó-
líkindum hratt. Inspiral Carpets
er mun léttari og melódískari en
Happy Mondays en hrárri en
Stone Roses. Breska pressan
kennir Inspiral Carpets við Kinks
og Doors áhrif, Happy Mondays
við Doors og Rolling Stones en
Stone Roses við Doors og The
Beatles. Samanburður sem þessi
á takmarkað rétt á sér, en hann
gefur þó til kynna á hvaða perum
tónlist þessara hljómsveita
kveikir í kollinum á vissum
mönnum.
Það bendir allt til þess að In-
spiral Carpets eigi eftir að verða
Hippamenningin er komin í tísku án þess að fólk hafi „Flower Popwer!" á vörunum. Það er tónlistin og
klæðnaðurinn sem heilla eins og Inspiral Carpets eru gangandi dæmi um.
önnur vinsælasta hljómsveit
Bretlands á eftir Stone Roses,
þegar fram líða stundir. Hljóm-
sveitarmeðlimir voru spurðir út í
ástæður vinsældanna í áður-
nefndu viðtali við Melody Maker
og Craig Gill trommuleikari svar-
aði með því að kvótera í fallinn
hermann: „Eins og John Lennon
gæti hafa sagt einhvern tíma: Ef
við vissum hvers vegna við erum
vinsælir myndum við finna fimm
aðra stráka og klæða þá í réttu
fötin og gerast umboðsmenn
þeirra.“ En Lennon gaf svipað
tilsvar þegar hann var spurður
sömu spurningar við komuna til
Bandaríkjanna 1964.
íslendingar eru ekki smáskífu
þjóð eins og Bretar en þau lög
sem ég hef gert hér að umræðu-
efni eru ekki samkvæmt mínum
upplýsingum á breiðskífunni,
sem hlýtur að koma í hljómplötu-
verslanir innan tíðar. Smáskíf-
urnar ættu hins vegar að fást í
betri hljómplötuverslunum, það
er að segja þær þeirra sem enn
eru til í einhverju upplagi.
-hmp
Léttiryfir Heilagri gleði
lengur að hafa stöðugar áhyggjur
af daglegri afkomu sinni,
eitthvað sem hrútleiðinlegri og
afarspældri íslenskri þjóðarsál
veitti ekki af að losna við.
Um fyrstu plötu Heilagrar
gleði var sagt á síðum þessa
blaðs, að lög hljómsveitarinnar
væru melódískur hristingur hryll-
ings og gleði. Lögin voru frekar
aðgengileg en textamir drunga-
leg lýsing á lífi fólks í fátækari
hverfum London. Þetta hefur að-
eins breyst. Textamir em ekki
eins drungalegir og áður þó enn
kveði við gamalkunnan tón í
laginu „Shadows Fall“ og fleiri
góðum lögum, en með „Positi-
vely Spooked" staðfestir Johny
Brown að hann er með allra bestu
textahöfundum Bretlandseyja
um þessar mundir.
Eitt af því sem gerir The Band
Of Holy Joy að skemmtilega
öðruvísi hljómsveit er óhefð-
bundin hljóðfæraskipan, þar sem
básúnur og dragspil eru áber-
andi. Þessi skipan mála nýtur sín
ekki síður á nýju plötunni en á
„Manic, Magic, Majestic“ en á
„Positively Spooked" hefur
klassíka píanóið bæst við sem eitt
mest áberandi hljóðfærið og er
það góð viðbót.
Það eru mörg góð lög á nýju
plötunni og raunar þykir mér hún
öll hin ágætasta. En til að
auðvelda fólki að nálgast gripinn
nefni ég „Here It Comes“ sem er
lag í léttari kantinum, þó ég eigi
ekki von á að heyra það í viðtæk-
inu mínu við vinnuna. Það sama
má reyndar segja um fyrstu lög
plötunnar „Let Grown Men
og „Real Beauty Passed
HEIMIR MÁR
PÉTURSSON
Einir eftirminnilegustu tón-
leikar sem haldnir hafa verið í
Reykjavík á síðustu misserum
eru hljómleikar bresku hljóm-
sveitarinnar The Band Of Holy
Joy í Tunglinu fyrir rúmu ári. Þá
hafði hljómsveitin nýlega gefið út
sína fyrstu breiðskífu „Manic,
Magic, Majestic" sem síðar átti
eftir að vinna hljómsveitinni tölu-
verða virðingu í heimalandinu
Bretlandi og nógu mikla eftir-
væntingu til að menn biðu
spenntir eftir næstu afurð hljóm-
sveitarinnar.
The Band Of Holy Joy virðist
ætla að fara í hóp fjölmargra „ís-
landsvina“, því nú þegar önnur
breiðskífa hljómsveitarinnar er
að koma út er útlit fyrir að hljóm-
sveitin komi hingað til lands öðru
sinni og leiki tónlist sína um það
bil sem Listahátíð lýkur. Nýja
platan heitir „Positively Spook-
ed“ og hefur á sér mun léttara
yfirbragð en hin fyrri. Johny
Brown söngvari sveitarinnar
segir skýringuna á léttara and-
rúmslofti sennilega vera þá, að
hljómsveitarmeðlimir þurfi ekki
Nyja platan frá The Band Of Holy Joy fær bestu einkunn,
ferskoggóð plata.
Föstudagur 4. maí 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 23
Through“ en „Hot Little Hope“
er meira í ætt við það sem mátti
finna á „Manic, Magic, Majest-
ic“.
Meðlimir The Band Of Holy
Joy hafa lýst áhuga sínum á að
koma hingað til lands í kring um
20. júní. Vonandi verður af því.
Ef hljómsveitin kemur hingað í
sumar verður það hátindur tón-
listarveislu júnímánaðar á eftir
Salif Keita og Les Negresses
Vertes. Ef allt þetta gengur eftir
verður Reykjavík merkilegur
staður í Evrópu tónlistarlega séð í
júní. Hafið það í huga við skipu-
lagningu utanferða í sumar ef þið
á annað borð hugsið ykkur til
hreyfings.
-hmp
Úrslit í Músíktilraunum 1990 lágu fyrir föstudagskvöldið 20. apríl.
Hljómsveitin Nabblastrengir frá Hafnarfirði bar sigur úr býtum, en
Skagasveitin Frímann varð í öðru sæti. Atkvæði áheyrenda í sal féllu
þó flest á Trassana í annað sætið en dómnefnd sem hafði 50% vægi
var hliðholl Frímanni. Tónlist Nabblastrengja er „speed metal" rokk,
sem ég kýs frekar að kalla hormónarokk. Meðlimir Nabblastrengja eru
ekki mjög aldraðir og eru að stíga sín fyrstu skref á tónlistarbrautinni.
Það er greinilegt að þeir kunna eitt og annað í meðferð hljóðfæra en
reynslan á eftir að slípa þá til og framkalla tónlistarmenn sem hægt er
að leggja mat á. Á þessum aldri er mönnum meira í mun að losa um í
orkubúskapnum en semja úthugsaða tónlist. Það er hins vegar
nauðsynlegt að hleypa út dampi annað veifið, ekki síst þegar fólk er
ungt og ekkert nema gott um það að segja. Músíktilraunir er góður
vettvangur fyrir ungt tónlistarfólk og nauðsynlegur í aðhlynningu ný-
græðingsins. Á þessari mynd eru þeir Starri bassaleikari Nabbla-
strengja, Jón söngvari og Valdi gítarleikari. Þeir þremenningar og
félagar þeirra munu koma fram á afmælistónleikum Bootlegs á Borg-
inni þann 13. maí. Mynd: Kristinn.