Þjóðviljinn - 04.05.1990, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 04.05.1990, Blaðsíða 8
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson Ritstjórar: Ámi Bergmann, Ólafur H. Torfason Umsjónarmaður Helgarbiaðs: Ólafur Gíslason Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson Útlit: Þröstur Haraldsson Auglýsingastjóri: Olga Clausen Afgreiðsla: » 68 13 33 Auglýsingadeild: « 68 13 10 - 68 13 31 Símfax: 68 19 35 Verð: 150 krónur í lausasölu Setning og umbrot: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis Síðumúla 37,108 Reykjavík Skipulags- pyttir Skipulag og ástand miðborgarinnar varðar ekki eingöngu Reykvíkinga, heldur er það ákveðið metnaðarmál landsmannra alla, að hún sé það lifandi og fagra svæði sem efni standa til. Því miður er það þó svo, að þrátt fyrir deiliskipulag Kvosarinnar sem samþykkt var fýrir fjórum árum, hefur lítið miðað fram á veginn, enda er skipulagið meingallað, eins og ýmsir bentu á ffá upp- hafi. Dauði Kvosarinnar er yfirvofandi, að mati þeirra sem gerst til þekkja, m.a. félaga í samtökunum Gamli miðbærinn. Þeir sem annast þjónustu og verslun á þessu svæði hafa ítrekað bent á þá ískyggilegu þróun sem orðið hefur í miðborginni eftir að nýi miðbærinn og Kringlan komu til sögunnar. Engar virkar ráðstaf- anir hafa verið gerðar til að vega upp á móti þeim áhrifum sem verslunarmiðstöðvamar þar hafa haft á lífið í Kvosinni og við Laugaveg, svo dæmi sé tekið. Aðeins ein bygging hefur risið samkvæmt nýja skipulaginu, við Aðalstræti, og er ekki enn komin í notkun. Alvariegri er þó sú uppákoma sem nú hefur litið dagsins Ijós hjá borgaryfirvöldum í sambandi við lóðina nr. 4 við Lækjargötu. Þar hafði Hinu ís- lenska bókmenntafélagi verið úthlutað aðstöðu og efnt var til verðlaunasamkeppni um teikningar. Bókmenntafélagið féll þegar til kom ffá áformum sínum um byggingu við Lækjargötu og fýrirtækinu ístaki hf. var afhent lóð- in. Þar mun því ekki rísa hús samkvæmt verðlaunateikningun- um, heldur hafa verið iagðar fram svo umdeildar áætlanir, að Ingimundur Sveinsson arkitekt, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefnd þeirri sem um málið fjallar, hefur neitað að fallast á þær og látið bóka, að hann geti ekki samþykkt útfærslu hússins. Mál þetta er nú í biðstöðu innan borgarkerfisins, en þetta litla dæmi sýnir hve vel þarf að vera á varðbergi gagnvart ffumhlaup- um í hjarta höfuðborgarinnar. Ekki þarf að fara víða um heiminn til að kynnast þeirri ríku á- herslu sem borgaryfirvöld hvarvetna, ekki síst í höfuðborgum, leggja á varðveislu eða eflingu fornra miðbæjarkjama. Þannig birtist metnaður stjómenda og virðing fýrir menningarverðmæt- um fortíðar, sögu og arfleifð. Sums staðar hafa slík borgarhverfi gengið í hreina endurnýjun lífdaganna. Kvosin er ekki eina óleysta vandamálið í skipulagi höfuð- borgarinnar. Benda má á þrjú önnur stór viðfangsefni, sem van- rækt hafa verið eða hæpnar ákvarðanir teknar um. Eitt þeirra er Reykjavíkurflugvöllur. Fulltrúar Alþýðubandalagsins í borgar- stjóm hafa frá árinu 1974 barist fýrir því að hugað yrði að nýrri staðsetningu allrar aðstöðu fyrir innanlandsflug og sú feiknar- lega slysagildra, sem fiugvöllurinn er, verði fjariægð úr miðborg- inni. Guðrún Ágústsdóttir, borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins, hef- ur nú gert það að tillögu sinni, að Reykvíkingum gefist kostur á því jafnffam kosningum til borgarstjómar 26. maí að láta í Ijósi álit sitt á framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar. Með því að losna við flugvöllinn úr miðbænum er ekki aðeins afstýrt hætt- unni af honum, heldur opnast þá 142 hektara landrými sem m.a. gæti hýst 8-10 þúsund manns og jafnffamt boðið upp á aðstöðu fýrir útivist, stofnanir og fyrirtæki í nánum tengslum við eitt falleg- asta svæði á suðvesturhomi landsins, skóginn í Öskjuhlíð. Engin leið er fyrir núverandi borgarstjórnarmeirihluta að neita því, að hann ber ábyrgðina á því að færa byggðina nær Á- burðarverksmiðjunni í Gufunesi, í stað þess að byggja á Rauða- vatnssvæðinu, eins og núverandi minnihlutaflokkar vildu. Var þó allan tímann vitað um ákveðna áhættu af verksmiðjunni. Hverjar sem lyktir þær máls verða, er augljóst að á sínum tíma þótti meirihlutanum það „ásættanleg áhætta” að úthluta fólki lóðum í nágrenni hennar. Fjórða vandamálið sem hér skal nefnt þekkja borgarbúar og þeir sem leið eiga um borgina mætavel. Þetta eru umferðarmál- in. Borgin hefur verið sein að bregðast við aukinni bílaeign og umferð, svo að til vandræða horfir. Alþýðubandalagið og hinir minnihlutaflokkamir hafa árangurslaust barist fýrir stórauknum framlögum borgarinnar til umferðarbætandi aðgerða. En minnis- varðapólitíkin hefur orðið ofan á hjá Sjálfstæðisflokknum. Snemma beygist krókurinn..., ein myndanna á sýningunni (sölum Norræna hússins. Dálítil heimsstyrjöld Heimsstyijöldin siðari, ljósmyndasýning, fyrirlestrar og kabaretisýningar í Norræna húsinu „Hemám og stríðsár á íslandi” er heiti sýningar á Ijósmyndum frá seinni heimsstyrjöldinni sem verð- ur opnuð í sölum Norræna húss- ins á morgun. Nú eru fimmtíu ár frá því að Bretar hemámu landið og er sýn- ingin haldin í minningu þess. Ljós- myndimar vom allar teknar á Is- landi á ámnum 1940-45 og fengnar að láni hjá Ljósmyndasafni Is- lands, Þjóðminjasafni og einkaaðil- um. Björg Ámadóttir hefur unnið að undirbúningi sýningarinnar og í samvinnu við Steinþór Sigurðsson valið myndimar. Steinþór annaðist uppsetningu og útlit sýningarinnar en Aðalsteinn Davíðsson samdi skýringartexta við myndimar. Fyrirlestrar verða haldnir í tengslum við sýninguna og verður sá fýrsti á laugardag kl. 16, en þá ræðir dr. Þór Whitehead um Island í síðari heimsstyrjöldinni. Síðar verða fyrirlestrar um Finnland og Svíþjóð í stríðinu, en áður hafa verið fluttar tölur um Danmörku og Noreg á stríðsámnum. Síðasti fýrirlesturinn fjallar um Roosevelt og Island en hann flytur dr. Mich- ael T. Corgan frá Bostonháskólan- um í Bandaríkjunum. Auk þess verður í tengslum við sýninguna kabarettinn „Þeir héldu dálitla heimsstyrjöld... “ lög og ljóð í striði. Flytjendur em leikar- amir Ása Hlín Svavarsdóttir, Edda Heiðrún Backman, Egill Ólafsson og Sigurður Jóhannsson, þeim til aðstoðar er tónlistarmaðurinn Jó- hann G. Jóhannsson. Sýningar kab- arettsins fara fram á sunnudögum og verður fyrsta sýningin kl. 16 nk. sunnudag. Ljósmyndasýningin stendur til 24. júní og er opin daglega frá kl. 14-19, aðgangur er ókeypis. BE Horfur á laugardag og sunnudag: Fremur hæg SV og V-átt. Lítilsháttar súld um landið vestanvert en þurrt og víða bjart veður austantil. Hiti 7-12 stig, hlýjast á Austuriandi. 8 SÍÐA— NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 4. maí 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.