Þjóðviljinn - 04.05.1990, Blaðsíða 3
1
Dagana 6. til 13. maí verða haldnir 50 tónleikar á átta daga djasshátíð í Reykjavík
Bubbi og
Megas kljást
Vildarvinirnir Bubbi og Megas
munu að líkindum kljást í næsta
jólabókaflóði, því þá munu koma
út bækur byggðar á ævi þeirra.
Þegar Silja Aðalsteinsdóttir hætti
sem ritstjóri Þjóðviljans fyrir ári
síðan hóf hún að leggja drög að
ævisögu Bubba Morteins fyrir
bókaútgáfuna Mál og menningu.
Ferðaðist hún m.a. með Bubba
vítt og breitt um landið á tón-
leikaferðum hans sl. sumar og
mun hún nota þá reynslu í hluta
bókarinnar. Fyrsta uppkastið af
texta bókarinnar var svo tilbúið
fyrir áramót, en Silja vinnur nú
að því að fínpússa verkið. Uppúr
síðustu áramótum settist svo
Megas niður með Þórunni Vald-
imarsdóttur sagnfræðingi og hóf
að rifja upp bernsku sína. Er Þór-
unn nú að rita bók um ævi Megas-
ar fram til ellefu ára aldurs, og að
sögn verður sú bók lýsing á tíðar-
andanum í Reykjavík á árunum
upp úr seinna stríði. Verður
spennandi að fylgjast með viður-
eign vinanna á jólabókamarkað-
inum. Fram til þessa hefur Bubbi
haft betur á plötumarkaðinum.
Rokkskógur
Sykurmoiarnir Bragi Ólafsson og
Einar Örn Benediktsson lofuðu
þjóðinni rokkskógi í beinni út-
sendingu Stöðvar 2 vegna land-
græðsluátaksins sl. helgi. Nú hef-
ur verið ákveðið að halda tón-
leika á 30 stöðum á landinu helg-
ina 15.-16. júní og munu 150 kr.
af hverjum seldum miða renna í
sjóð, sem síðan fjármagnar kaup
á plöntum sem gróðursettar
verða í Rokkskóginum, en ís-
lenskir tónlistarmenn munu sjá
um gróðursetninguna. Tónleik-
arnir í Reykjavík verða sunnu-
daginn 16. júní og munu Sykurm-
olarnir koma þar fram, en auk
þeirra Bubbi og Megas með
hljómsveit, Síðan skein sól, Sálin
hans Jóns míns, Risaeðlan og
Bootlegs. Þá verða einnig tón-
leikar í Hafnarfirði, Keflavík,
Selfossi og víðar um land þessa
helgi.
80 ára afmæli
í dag 4. maí er áttræður Sveinn
Gamalíelsson til heimilis að
Kópavogsbraut 20, Kópavogi.
Hann tekur á móti gestum á
heimili sínu frá kl. 16 í dag.
Ellen Kristjánsdóttir er meðal
þeirra sem koma fram á norrænu
jazzhátíðinni.
Ríkisútvarpið gengst fyrir
stærstu og umfangsmestu djass-
hátíð, sem haldin hefur verið hér-
lendis, 6.-13. þessa mánaðar.
Hátíðin er haldin í tilefni af 60
ára afmæli Útvarpsins. Djasshá-
tíðin er felld inn í sérstaka nor-
ræna útvarpsdjassdaga sem
haldnir eru í þriðja sinn nú og í
fyrsta skipti hérlendis.
Af þessu tilefni koma til lands-
ins nær þrjátíu kunnir djassgeggj-
arar frá hinum Norðurlöndun-
um, m.a. Ole Kock Hansen frá
Danmörku, Jukka Linkola frá
Finnlandi, Egil Johansen frá
Noregi og Hákan Werling frá Sví-
þjóð.
Tónleikarnir verða haldnir á
hinum ýmsu öldurhúsum borgar-
innar frá sunnudegi og fram á
föstudag. Sérstakir norrænir tón-
leikar verða í Iðnó á fimmtudags-
og föstudagskvöld og á laugar-
dagskvöld verða stórtónleikar á
Hótel Borg, þar sem allar nor-
rænu sveitirnar koma fram. Hát-
íðinni lýkur síðan á stórtón-
leikum í Borgarleikhúsinu sunn-
udaginn 13. maí. Kemur þá fram
norræn sveit skipuð 22 tónlistar-
mönnum frá öllum Norðurlönd-
unum. Stjórnandi sveitarinnar
verður Finninn Jukka Linkola.
Útvarpað verður á báðum rás-
um Ríkisútvarpsins öll kvöld
meðan á hátíðinni stendur.
Stórsveitir víðs vegar af
landinu mæta til leiks auk fjölda
annarra þekktra djasshljóm-
sveita, Gammar, Súld, Vinir
Dóra og fjöldi sextetta, kvartetta
og tríóa. Má nærri geta að allir
jasstónlistarmenn landsins komi
við sögu.
Fulltrúar íslands á norrænu
dögunum verða Hljómsveit Ell-
enar Kristjánsdóttur, ásamt sax-
ófónleikaranum Rúnari Georgs-
syni. Frá frændum vorum koma
þrjár sveitir. Danir og Norðmenn
djamma saman, Svíar og Finnar
senda okkur sinn kvintettinn
hvorir.
Mönnum gefst kostur á að
kaupa „djasskort", sem gildir á
allq tónleikana á knæpunum.
Eins og áður sagði er þetta
stærsta jasshátíð sem haldin hef-
ur verið hérlendis.
BE
Góð sveifla í mma viku