Þjóðviljinn - 04.05.1990, Blaðsíða 7
í“
Óháö rauöu Ijósi
Hvað verður um samstarf eins
og ykkar ef landsstjórnin gjör-
breytist að ári? Til að mynda ef
Alþýðuflokkur fer að starfa með
Sjálfstœðisflokki í ríkisstjórn eins
og sumir hafa verið að mœla
fyrir?
Þorvarður: Ég held að það
muni ekki hafa nein áhrif á þetta
hjá okkur. Ég minni á að
Kvennalistinn er í stjómarand-
stöðu og ekki kom það í veg fyrir
að þessi listi kom fram. Alþýðu-
flokkur og Alþýðubandalag hafa
starfað saman og verið einhuga
hér á Selfossi síðan 1978 óháð
stöðu þessara flokka í ríkisstjóm
á sama tíma.
Svo það eru fyrst ogfremst að-
stœður hér á Selfossi sem ráða því
að þið eruð komin í samstarf, þið
lítið síður á þetta sem hluta afein-
hvers konar hreyfingu í íslenskum
stjórnmálum?
Þorvarður: Ég held það séu
fyrst og fremst aðstæður heima
fyrir sem ráða þessu. En um-
ræðan sem hefur verið um þetta
undanfarin misseri kann að hafa
ýtt á, án þess að það skipti máli
eða ráði úrslitum fyrir okkur.
Þetta hefði farið nákvæmlega
svona hvað sem umræðum á
rauðu ljósi líður. Og eins og ég
sagði áðan er ég andvígur því að
þessir flokkar verði sameinaðir
ofan frá.
Finnst þér yfirleitt eftirsóknar-
vert að sameina þá?
Þorvarður: Já, ég held að
vinstri menn eigi að sjá það af
reynslunni að það er betra fyrir
þá að standa sameinaðir.
Hægt og sígandi
Sigríður, er þetta samkrull í
sveitarstjórnum eitthvað til fram-
búðar og þá víðtœkara en nú er?
Sigríður: Það er erfitt að segja
til um það. Staðan er önnur í
landsmálum en í sveitarstjóm-
um. En ég held að þessi þróun sé
af hinu góða. Hún á að gerast
hægt og neðan frá eins og Þor-
varður segir.
Steingrímur: Ég tek undir með
Þorvarði um að þetta samstarf
okkar hefði komist á koppinn al-
veg óháð þessari ágætu herferð
þeirra Jóns Baldvins og Ólafs
Ragnars og getur haldið áfram
hvort sem gengur saman eða
sundur hjá þeim. Það hefur engin
áhrif á samstarf okkar.
Samfylking í sveitarstjórnum
þarf heldur ekki að hafa áhrif á
landsmálin, en þegar þetta er
orðið svona víða um land fer
varla hjá því að það hafi áhrif. En
þetta gengur hægt og sígandi og
ég er ekki trúaður á að það verði
orðið víðtækara að ári.
Sameining
sveitarfélaga
Umræður um sameiningu
sveitarfélaga hafa verið að áger-
ast. Þannig vill til að Sigríður er
formaður héraðsnefndar Ámes-
inga, en Selfoss var ekki aðili að
forvera héraðsnefndarinnar,
sýslunefnd Árnessýslu.
Sigríður: Ég hef heyrt það á
nágrannasveitarfélögunum að
þetta samstarf sveitarfélaganna
gangi mun betur eftir að Selfoss
varð aðili að þvf. Það hefur oft
verið talað um Selfoss sem borg-
ríki á þessu svæði en við vitum öll
að Selfoss væri ekki það sem
hann er ef við hefðum ekki þessi
sveitarfélög hér í kring til þess að
þjóna. Svo það var mjög jákvætt
að við gerðumst aðilar að héraðs-
nefndinni og ég er bjartsýn á að
samvinna muni aukast.
Þorvarður: Ég hef nú miklu
meiri áhuga á sameiningu en
samvinnu. Samvinnuverkefni
hafa ýmsa galla. Nefndir og
stjórnir fá sjálfstæða tilveru og
það verður erfiðara fyrir einstök
sveitarfélög að hafa áhrif þar.
Þótt ég sé ekki á móti samvinn-
unni held ég að hún verði úrelt að
lokum. Það væri miklu nær að
stíga skrefið til fulls og sameina
þessi sveitarfélög.
Sameining
skynsamleg
Pannig að íbúar Selfoss,
Steingrímur Ingvarsson. annar
maður á K-listanum: Ég væri
ósáttur við þrjá bæjarfulltrúa,
sátturviðfjóraen ánægðurmeð
fimm. Ég held að við séum tölu-
vert miklu vinsælli en ríkisstjórn-
in.
Sigríður Jensdóttir, oddviti K-
listans: Sérstaða Kvennalistans
verður náttúrlega ekki sú sama
og ef við hefðum boðið fram sér.
En ég get ekki séð að ég muni
starfa á öðrum forsendum í
þessu samstarfi en ella.
Þorvarður Hjaltason, þriðji maður
á K-listanum: Ég hef alla tíð verið
þeirrar skoðunar að aukin sam-
vinna eða hugsanleg sameining
til dæmis A-f lokkanna eigi að
gerast eins og hér hjá okkur, ekki
átoppnum.
Stokkseyrar, Eyrarbakka ogfleiri
sveitarfélaga kjósi sér sameigin-
lega svœðisstjórn?
Þorvarður: Ég held það væri
rétt. Ég tel að það ætti ekkert að
vera því til fyrirstöðu að sameina
öll sveitarfélög í Flóanum, Sel-
foss, Eyrarbakka, Stokkseyri og
sveitahreppana. Við erum þama
að tala um byggð sem telur um
sex þúsund manns.
Persónulega finnst mér sam-
eining sveitarfélaga miklu nær-
tækari og skynsamlegri en hug-
myndin um þriðja stjómsýslu-
stigið. Enda eru þau langflest of
lítil til þess að standa undir þeirri
þjónustu sem þeim er ætlað að
veita.
Hefur það kannski einnig verið
vandi sveitarfélaga gagnvart ríkis-
valdinu hve sundruð þau hafa
verið?
Steingrímur: Já. Ég tek undir
það með Þorvarði að það er
miklu vænlegri leið að sameina
sveitarfélög heldur en að koma á
þriðja stjómsýslustiginu. Þetta er
nú ekki nema 250 þúsund manna
þjóð og ég held það taki því ekki
að vera að skipta þessu upp í
fylki.
Stærri einingar
Þorvarður: Það væri mjög eðli-
legt að það væm fimm til sex
sveitarfélög á Suðurlandi, en þau
skipta tugum nú.
Sigríður: Ég tek undir þetta,
enda hefur sameining verið al-
geng í þjóðfélaginu. Menn hafa
verið að sameina banka, trygg-
ingarfélög og fleira. Menn em að
sjá að stærri einingar era hag-
stæðari.
Þorvarður: Sameining sveitar-
félaga er leið til þess að efla sveit-
arfélög gagnvart ríkinu. Ég held
að margir pólitíkusar og þing-
menn vantreysti sveitarfélögum
einmitt vegna þess meðal annars
að mörg sveitarfélög em ekki
nægilega burðug til þess að geta
staðið undir nafni. Það er því
nauðsynlegt að sameina smærri
sveitarfélögin.
Auk þess held ég að vantrú
stjórnmálamanna á sveitarfé-
lögum stafi einnig af því að þeir
vilja margir sitja í Reykjavík og
deila sjálfir og drottna. Þeir halda
að þeir missi spón úr aski sínum
ef sveitarfélög eflast og öðlast
meira sjálfstæði.
Vinsælli en
ríkisstjórnin
Eitt að lokum. Hvað þurfið þið
að fá marga bœjarfulltrúa til þess
að geta verið ánœgð?
Sigríður: Ég er nú svo hógvær
kona að ef við næðum ekki þrem-
ur væri það tap, en ég væri ánægð
með allt umfram það.
Þorvarður: Ég held ég yrði
ekki fyllilega ánægður nema við
næðum fimm bæjarfulltrúum og
hreinum meirihluta í bæjar-
stjórn. En fjórir væri mjög gott.
Nœr samfylkingin tilgangi sín-
um ef þið fáið ekki fleiri bœjar-
fulltrúa en þið hafið nú?
Steingrímur: Já, en auðvitað er
takmarkið að ná meiri áhrifum.
Ég væri ósáttur við þrjá, sáttur
við fjóra en ánægður með fimm.
Er það síðast talda raunhceft
miðað við að flokkarnir ykkar
Þorvarðar eru í ríkisstjórn sem
ekki er orðlögð fyrir vinsældir
meðal almennings?
Steingrímur: Ég held að við
séum töluvert miklu vinsælli en
ríkisstjórnin.
-gg
IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK
Lausar eru til umsóknar kennarastöður í faggreinum bak-
ara, bókiðna, fataiðna, hársnyrtiiðna, húsgagnasmiða,
kjötiðnaðarmanna, málara, vélvirkja (tæknifræðingur eða
verkfræðingur) og rafiðna. Ennfremur í almennum grein-
um, tölvugreinum og líkamsbeitingu við vinnu.
Umsóknarfrestur er til 11. júní n.k.
Nánari upplýsingar á skrifstofu skólans, sími 26240.
IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK
Frá Fræðsluskrifstofu
Reykjavíkurumdæmis
Auglýsing frá
utanríkisráðuneytinu
Hinn 8. maí n.k. heldur Igor Vallye, fulltrúi
ráðningarskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, fyrir-
lestur um atvinnumöguleika háskólamenntaðra
kvenna hjá Sameinuðu þjóðunum í stofu 101,
Lögbergi, Háskóla íslands kl. 20.00.
Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 3. maí 1990
Laus staða deildarstjóra
í heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðuneytinu
Lausar eru stöður yfirkennara
við eftirtalda grunnskóla Reykjavíkur:
Ártúnsskóla
Breiðagerðisskóla
Langholtsskóla
Umsóknarfrestur er til 20. maí nk.
Fræðslustjóri Reykjavíkurumdæmis
Laus er til umsóknar staða deildarstjóra í heil-
brigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Staðan
veitist frá 1. júlí nk.
Umsóknir, ásamt ítarlegum upplýsingum um
menntun og störf, sendist ráðuneytinu fyrir 1.
júní nk.
30. apríl 1990
Heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytið
ffrö) Fjórðungssjúkrahúsið
á Akureyri
Lausar eru til umsóknar fastar stöður og af-
leysingastöður HJÚKRUNARFRÆÐINGA á:
Barnadeild
Handlækningadeild
Gjörgæsludeild
Skurð- og svæfingadeild
Lyfjadeild
Geðdeild
Byrjunartími: Strax eða eftir samkomulagi.
Aðlögun: Deildarbundnar aðlögunaráætlanir.
Boðið er upp á einstaklingsbundnar
brautir fyrsta starfsárið.
Upplýsingar gefa hjúkrunarframkvæmda-
stjórar, Svava Aradóttir og Sonja Sveinsdóttir,
alla virka daga, á milli kl. 13.00 og 14.00.
Laus er til umsóknar 50% staða LÆKNARIT-
ARA á Bæklunardeild. Staðan er laus frá 1. júní
n.k.
Nánari upplýsingarveitirKolbrún Magnúsdóttir,
læknafulltrúi.
Umsóknir sendist Vigni Sveinssyni skrifstofu-
stjóra fyrir 12. maí n.k.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri,
sími 96-22100
Föstudagur 4. maí 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 7