Þjóðviljinn - 04.05.1990, Blaðsíða 19
HELGARMENNINGIN
Ódrepandi hvunndagur
Glataðir snillingar, síðasta prófraun nemenda Leiklistarskóla íslands, í Lindarbæ annað kvöld
frumsýna annað kvöld
leikgerð skáldsögu Williams
Heinesens, Glataða snillinga.
Þetta er síðasta verkefni
leikaraefnanna áður en þau
útskrifast í vor.
„Glataöu
spælimonnum”
Glataðir snillingar er eins og
allar sögur Heinesens fnll af lífi og
skritnum persónum. Leikritið segir
frá þremur bræðrum þeim
Komelíusi, Mámsi og Síríusi. Þeir
em listelskir en ekki að sami skapi
gæfusamir. Astin blómstrar í
Þórshöfn, ástin á peningum, guði,
fögrum meyjum og
guðsorðamönnum. Dýrgripasjóður
og spákvistur, vinbann, glataður
sonur og Taria skipta sköpum fyrir
sögupersónurnar. Taría er
draumurinn, tálsýnin sem
afvegaleiðir menn eða gætir þeirra,
tálsýnin sem menn þrátt fyrir allt
elska og þrá.
Krakkamir fara öll með tvö og
fleiri hlutverk. An efa er
handagangur í öskjunni baksviðs
þegar út af sviðinu skálmar Mac-
Bett veggfóðrari og inn spigsporar
Ankersen sparisjóðsstjóri með
biblíuna á lofti. Verkið var
fmmflutt á Islandi árið 1976 hjá
Leikfélagi Kópavogs.
- Við völdum Heinesen af því
að það er svo gaman að skapa
persónur, segir Katarina. - Svo er
nú ekki verra að hann er landi
Katarinu, bætir Edda við. Þetta er í
annað skipti sem hér er gestanemi
frá Færeyjum og sá þriðji er nú á
fyrsta ári, því við hæfi að leika
Heinesen. - Þetta er svo falleg
saga, segja þær, manngæskan er
efniviður verksins og boðskapur.
Þrátt fyrir glötun snillinganna og
raunalegt líf þeirra lifir vonin, og
draumurinn rætist loks í Orfeusi.
Þannig var líf þeirra bræðra ekki til
einskis, snillingar þurfa ekkert
endilega að vera glataðir, en það er
erfitt að vera öðruvísi í litlu
afhu-haldsömu samfélagi.
Framtíóin óráðin
Þær Edda og Katarina segjast
ekki hafa haft tíma til að hugsa um
framtíðina sökum anna við
uppsetningu verksins, en auðvitað
verður sárt að skiljast. Þær eru
samt sammála um að það verður
gaman að takast á við ný verkefhi
með nýju fólki.
— Við höfum verið ofan í hvert
öðm í fjögur ár, segir Edda, það er
kominn tími til að fara sína leið. -
Mig langar að fara langt, langt í
burtu, segir Katarina, en ég veit að
þegar skilnaðarstundin rennur upp
verð ég sorgmædd. Kannski bíður
bara atvinnuleysið, við verðum að
vera tilbúin til að taka hveiju sem
er. Auðvitað langar okkur mest af
öllu til að leika, hvort sem það er í
litlu leikhúsi eða atvinnuleikhúsi.
Það er ekki endilega markmiðið að
leika á fjölum Þjóðleikhússins.
Stefán Baldursson segir að það
sé alltaf gaman að leikstýra
Nemendaleikhúsinu; hópamir em
samhæfðir eftir langa samvem og
húsið gefúr mikla möguleika vegna
þess að aðeins ein sýning er í gangi
í einu. Tónskáldið, Gunnar Reynir
Sveinsson, kemur aðvífandi og fer
lofsamlegum orðum um
leikstjórann og bætir við að
Glataðir snillingar sé eftirlætisverk
sitt, þótt hann hafi samið tónlist
fyrir nokkra tugi verka. - Þetta er
yndisleg saga, segir hann.
Leikstjóri er eins og áður sagði
Stefán Baldursson, Ieikgerð
skáldsögunnar gerði Daninn
Caspar Koch og þýðandi er Þorgeir
Þorgeirsson. Leikmynd og búninga
hannaði Guðrún S. Haraldsdóttir.
Tónlistina samdi Gunnar Reynir
Sveinsson, hljófæraleikari er
Þorvaldur Bjömsson, hann leikur á
harmoníku, píanó og orgel.
Lýsingu annast Egill Ingibergsson.
Leikaraefnin níu sem nú
útskrifast em þau Katarina Nolsöe,
Ingvar E. Sigurðsson, Hilmar
Jónsson, Harpa Amardóttir, Erling
Jóhannesson, Eggert Arnar
Kaaber, Edda Amljótsdóttir, Bjöm
Ingi Hilmarsson og Baitasar
Kormákur. Verkið verður sýnt frá
5. til 18. maí, en þá verður gert hlé
og sýningar teknar upp að nýju 29.
maí. Fmmsýningin er annað kvöld
í Lindarbæ kl. 20.
BE
Það er sungið, dansað og hússins í Lindarbæ um þessar
slegist á sviði Nemendaleik- mundir, en fjórða árs nemar
Glötuðu snillingamir, Síríus (Bjöm Ingi Hilmarsson), Komelíus (Hilmar
Jónsson) og Márus (Baltasar Kormákur) ásamt Elíönu (Katarína
Nolsöe) sem þvær flöskumar á Höfrungnum. Mynd: Jim Smart.
Dagbækur reyk-
vískrar verkakonu
„Fundur dagbóka Elku Bjömsdóttur jafngildir mörgum
lottóvinningum,” segir sagnfræðingurinn Margrét Guðmundsdóttir
Mai-grót Guðmundsdóttir sagnfiræðingur. Mynd: Kristinn.
Margrét Guðmundsdóttir
sagnfræðingur hlaut Stefáns-
styrk, sem veittur var í fyrsta
skipti 1. maí sl. til að standa að
útgáfu dagbóka verkakonunn-
ar Elku Björnsdóttur. Menn-
ingar- og fræðslusamband
alþýðu og Félag bókagerðar-
manna standa að styrkveit-
ingunni.
Margrét ætlar að nota styrkinn,
200 þúsund krónur, til þess að
vinna að útgáfu dagbókanna. Þær
voru skrifaðar í Reykjavík á
árunum 1915-23 og segja ffá dag-
legu lífi, störfum, atburðum og
fólki sem Elka umgekkst. Með
dagbókunum munu fylgja ítarlegar
skýringar og í gerð þeirra felst
rannsóknarvinnan. Margrét þarf að
grafa upp heimildir um það fólk og
þá atburði sem frá er greint í
dagbókunum til þess að menn átti
sig betur á frásögninni og skilji
hana í samhengi.
Hljóp niöur á
Landsbókasafn
Margrét segir að bróðir Elku,
Hjörtur Björnsson, hafi gefið
Handritasafni Landsbókasafns
dagbækumar ásamt um 100 bréfum
tveimur ámm eftir dauða Elku árið
1926. Béfin eru til Elku frá
bræðrum hennar, skyldfólki og
nokkrum þekktum sögupersónum.
Dagbækumar hafa áður verið
notaðar sem heimild er Pétur
Péturson notaði þær í formála að
bók sinni Réttvísin gegn Ólafi
Friðrikssyni. Ólafur var nágranni
Elku, og fyldist hún með gangi
mála. Eftir að Margrét las formál-
ann segist hún hafa hlaupið niður á
Landsbókasafn og setið þar í viku
við lestur dagbókanna. Margrét
hafði áður rekist á Elku í fundar-
gerðabókum verkakvennafélagsins
Framsóknar, þegar hún vann að
BA-ritgerð sinni um merkar konur
í Reykjavík 1914-40. Elka var í
stjórn Framsóknar og var nafn
hennar Margréti hugstætt fyrir þær
sakir að það var sérkennilegt, og
hélt Margrét jafnvel að um prent-
villu væri að ræða.
Atvinnurekendur
eru „óttalegir
moöhausar"
Dagbækur Elku gefa góða
mynd af lífi verkakvenna á fyrstu
áratugum aldarinnar. Hún vann við
hin ýmsu störf, fyrst var hún
vinnukona, á sumrin var hún oft í
kaupavinnu. í síld var hún og
saltfiskverkun. Daglaunavinnu
stundaði hún eins og margar konur,
og var því tekið sem bauðst.
Stundum tók hún að sér þvotta eða
passaði hús og börn fyrir konur
sem urðu að bregða sér frá eða
veiktust. Elka tók líka að sér
bréfaskriftir fyrir fólk. Og eins og
áður er getið var hún í stjórn
Framsóknar 1916-20. Hún lýsir
fyrsta samningafundi sem verka-
konur áttu við atvinnurekendur árið
1917 og hafði Elka þau orð um þá
karla í dagbók sinni að þeir væm
„óttalegir moðhausar". Hún mætti
ekki á næsta fund og sagðist fegin
að vera laus úr því „ljóta stappi".
Saga Elku tengist sögu verka-
lýðshreyfingarinnar. Að sögn
Margrétar beinast rannsóknir að
verkalýðssögu á Islandi mikið af
pólitískum deilum innan hennar.
Saga fagbaráttunnar hefur hins
vegar setið á hakanaum. Við vitum
enn fúrðulítið um lífsbaráttu verka-
fólks á bernskuárum heildarsam-
taka verkalýðshreyfingarinnar,
heldur Margrét ffam.
í hagsögu- og félagssögurann-
sóknum birtist verkafólk oft ein-
göngu í töflum og línuritum og
slíku, og er þannig firrt séreðli
sínu. Verkafólk er oft svipt allri
mannlegri reisn, segir Margrét.
Auk þess tengist útgáfa dagbók-
anna kvennasögu sem enn á langt í
land. Oftast beinast rannsóknir í
kvennasögu að afmörkuðum þátt-
um i sögu kvenna. í dagbókum
Elku birtist heildarmynd af lífi
einnar konu.
Baráttumaöurinn
Stefán
Ögmundsson
Margrét kveðst glöð að fá
styrkinn, ekki sist vegna þess að
hann er kenndur við baráttu- og
hugsjónamanninn Stefán Ög-
mundsson prentara. Hann barðist i
verkalýðshreyfingunni frá því að
hann hafði aldur til, og honum er
mest að þakka stofhun Menningar-
og fræðslusambands alþýðu og
Sögusafns verkalýðshreyfingar-
innar. Stefán var fyrsti fram-
kvæmdastjóri MFA og starfaði
lengi einn við stofhunina.
í ræðu og riti þreyttist Stefán
aldrei á að leggja áherslu á hversu
mikilvægt það er fyrir verkalýðs-
hreyfinguna að skrá sögu sína,
segir Margrét. Þegar stofnfundur
að áhugafélagi um verkalýðssögu
var haldinn var Stefán þar mættur
aldraður, minnist Margrét. Hann
var enn eldheitur baráttumaður, og
við unga fólkið á fundinum, segir
Margrét, skömmuðumst okkar fyrir
linkindina. Margrét segir það
mikinn heiður að hafa fengið svo
merkan fylgdarmann, ég er fegin
að hafa hann með mér i þessu,
segir hún að lokum.
BE
Föstudagur 4. maí 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA19