Þjóðviljinn - 04.05.1990, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 04.05.1990, Blaðsíða 11
Svavar Gestsson menntamálaráðherra skrifar helgargrein um stjórnmál I tveimur greinum hef ég fjall- að um nokkur grundvallaratriði vinstri stefnu sem eru: Lýðræði Jöfnuður Mannúðarviðhorf Umhverfisvernd Sjálfstæði Fyrri greinin birtist 21. apríl sl., en önnur greinin 27. aprfl. í fyrri greininni lýsti ég í nokkrum orðum áhrifum af ferð til Aust- ur-Berlínar. Þar ræddi ég við starfsmenn þriggja stærstu flokk- anna sem lýstu vanda sínum í nú- verandi stöðu. Tveir þeirra eru í stjórnarandstöðu, Kristilegi demókrataflokkurinn sem er stærsti flokkurinn og Sósíal- demókrataflokkurinn en þeir urðu til á síðustu vikum þar í landi og svo leifarnar af gamla stjórnarflokknum sem nú er í stjórnarandstöðu. Þetta voru fróðleg viðtöl sem eru rifjuð upp hér vegna undarlegra njósna- ferða Morgunblaðsins á hendur mér eftir ferð mína til Berlínar. f síðari greininni fjallaði ég í ítarlegra máli um hvert þeirra grundvallaratriða sem fyrr voru nefnd hér. Minnt var á að Al- þýðubandalagið hefur í stefnu sinni betri samnefnara fyrir þessi grundvallaratriði en allir aðrir flokkar hér á landi. Loks var vik- ið að því hvað skiptir máli í sveitarstjórnarkosningunum í þessu sambandi. Verður nú vikið að því nánar. Dæmi um mál sem byggjastágrund- vallaratriðunum Sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí í vor eru að mörgu leyti úrslitaátök um þróun þeirra við- horfa sem áður voru rakin. Um það ætla ég að nefna bein dæmi. Alþýðubandalagið hefur um árabil flutt tillögur um hverfalýð- ræði í Reykjavík. Fyrir Alþingi liggur frumvarp um að Reykjavík skiptist í allt að átta skólahverfi til þess að opna foreldrum beinni aðgang að stjórnun skólanna á grunnskólastigi en nú er um að ræða. Fyrir Alþingi liggur frumvarp til að laga um leikskóla þar sem við gerum grein fyrir því lið fyrir lið hvernig unnt er að ná því marki að börn innan skólaskyldu- aldurs geti notið eðlilegra upp- eldisaðstæðna í stað þess að þjóð- félagið hendi þeim út á götuna eins og nú gerist þar sem ekki eru til barnaheimili. Ég hygg reyndar að hvergi sé unnt að finna gleggri heimildir um málaflokk sem gæti skipt sköpum um breytta gerð okkar þjóðfélags en tillögumar um barnaheimilin. Og þar sjást líka gleggri skil milli hægri og vinstri en í öðrum máiaflokkum sveitarstjórnarkosninganna. Annað dæmi um mál sem snertir jöfnuð í grundvallar- atriðum em málefni fatlaðra. Þar höfðum við gengið frá því lið fyrir lið hvemig mætti fullnægja eftir- spum á tilteknu árabili. Ríkis- stjórnir áranna 1983 til 1988 eyði- lögðu þau mál og borgarstjómar- meirihlutinn í Reykjavík hefur ekki sýnt þeim áhuga. En víða Föstudagur 4. maí 1990 Kosningamar 26. maí snúast um pólitísk grundvallaratriði utan Reykjavíkur þar sem vinstri menn hafa ráðið bæjarmálum hefur verið tekið á þessum mála- flokki af myndarskap. Má í því sambandi nefna Neskaupstað, Grundarfjörð og Kópavog sem dæmi þar um. Umhverfismálin eru líka á dag- skrá sveitarstjórnarkosninganna. í Reykjavík eru það kröfur Al- þýðubandalagsins um flutning flugvallarins, tillögur Alþýðu- bandalagsins um bættar al- menningssamgöngur og afstaða Alþýðubandalagsins til Áburðar- verksmiðjunnar sem mestu máli skiptir að skoða í þessu sam- bandi. En sjálfstæðismálin? í fyrri greinum mínum hef ég nefnt sjálfstæðismálin sem úr- slitaþátt í stjórnmálabaráttu komandi áratuga. Ég komst þannig að orði í síðustu grein að þau væru raunar meginforsendan fyrir tiiveru Alþýðubandalagsins. Þetta segi ég vegna þess að aðrir flokkar hafa ekki lagt áherslu á þennan málaflokk - raunar þvert á móti og verður það nú rökstutt nokkru nánar. Meginviðfangsefni stjómmála á komandi ámm verða án efa samskiptin við Efnahagsbanda- lagið. Islendingar eiga ekki að verða aðilar að Efnahagsbanda- laginu. Um það er samstaða í meginatriðum. Þó er greinilegt að margir forystumenn Alþýðu- flokksins vilja ganga lengra inn í Efnahagsbandalagið en aðrir flokkar. Alþýðubandalagið _ mun ekki samþykkja aðild íslands að Evrópubandalaginu. AJþýðu- bandalagið mun heldur ekki fyrirvaralaust geta fallist á neinn þátt þeirra grundvallaratriða NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 11 sem rætt er um í sambandi við Evrópskt efnahagssvæði. Þar skilur á milli fulltrúa Alþýðu- bandalagsins og allra annarra flokka sem fulltrúa eiga á Alþingi. Álmálið hefur verið rætt að undanförnu. Fyrir þingi liggur frumvarp um raforkuver. Haldið verður áfram framkvæmdum um raforkuver EF samningar nást um forsendur fyrir byggingu nýs álvers. Alþýðubandalagið eða þingflokkur þess hafa ekki fallist á að byggt verði nýtt álver skil- yrðislaust. Það er rangt sem hald- ið hefur verið fram um þau efni. Það er einnig rangt að þingflokk- ur Alþýðubandalagsins hafi með afstöðu sinni fallið frá stefnu flokksins í þessum efnum. Það sem liggur fyrir er þetta: Það eru í gangi viðræður um það HVORT unnt er að ganga frá samningum um byggingu álvers. Það liggur ekkert fyrir um það hvort þær viðræður bera árang- ur. Það liggur hins vegar fyrir að Alþýðubandalagið mun fyrir sitt leyti því aðeins standa að sam- þykkt slíkra samninga að eftir- farandi grundvallaratriði séu á hreinu: 1. Að samið hafi verið um viðun- andi raforkuverð. 2. Að fyrirtækið lúti íslenskum skattalögum. 3. Að fyrirtækið lúti íslensku dómstólakerfi. 4. Að fyrirtækið fylgi ítrustu mengunarvarnarkröfum. 5. Að fyrirtækið sé staðsett utan höfuðborgarsvæðisins. 6. Að um sé að ræða eignarhluta íslendinga og að forræði íslend- inga sé tryggt á sambærilegan hátt og að Islendingar ættu meiri- hluta í fyrirtækinu. Staðreyndin er sú að ríkis- stjómarflokkarnir hafa ekki hafnað þessum kröfum Alþýðu- bandalagsins. Þær hafa verið lagðar fram með afdráttarlausum hætti í ráðherranefnd um álmál- ið. Það er að vísu ljóst að Alþýðu- bandalagið hefur róið nokkuð eitt í þessum málum í stjórninni og á Álþingi. En staða Alþýðu- bandalagsins er sú að flokkurinn á að geta komið sjónarmiðum sínum fram. Og það er skynsam- legra að beita áhrifum sínum til þess að tryggja tiltekna niður- stöðu en að afsala sér áhrifum áður en til þrautar er kannað hversu langt er unnt að komast. Það erlíka kosiðum sjálfstæðismálin Grundvallaratriðin eru þau í heimi mikilla sviptinga að smá- þjóð bindi sig hvergi fasta á klafa nýrra bandalaga. Það er mikil- vægt að stjórnvöld hafi á hverjum tíma aðgát og flytji um leið fram stefnu sem byggist á því að hagn- ýta sjálfstæði og sérstöðu íslands í stað þess að fórna sjálfstæðinu og sérstöðunni í þágu stórra bandalaga. Það er augljóst mál að sjálfstæði okkar væri í hættu með því að íslendingar yrðu aðil- ar að Evrópska efnahagssvæðinu og það er einnig ljóst að álver í forræði útlendinga - fleiri en eitt og fleiri en tvö - myndu breyta efnahagslegu forræði rétt- kjörinna stjórnvalda í grund- vallaratriðum. En hvað kemur þetta sveitar- stjórnarkosningum við? Það sem skiptir máli í því sambandi er ein- faldlega að Alþýðubandalagið komi sterkt út úr sveitarstjórnar- kosningunum. í því sambandi er nauðsynlegt að gefnu tilefni að taka fram að með Alþýðu- bandalagið er átt við lista Al- þýðubandalagsins eða lista sem Alþýðubandalagið hefur ákveðið að styðja. Það er augljóst að hér er til dæmis átt við G-listann í Reykjavík en ekki H-listann, því þar er hver höndin upp á móti annarri í öllum málum eins og sést þegar bakgrunnur frambjóð- enda hans er skoðaður. Færi Al- þýðubandalagið illa út úr kosningunum eins og and- stæðingar þess í öllum flokkunum eru að gera sér vonir um er fullvíst að öll þau grundvallar- atriði sem hér hafa verið nefnd eru í hættu. Það er staðreynd sem allir sjá sem vilja skynja forsend- ur íslenskra stjórnmála. Öruggt val til vinstri Þess vegna snúast þessar kosn- ingar 26. maí ekki aðeins um sveitarstjórnarmál sem eru úrslitamál og mikilvæg í hverju byggðarlagi. Þær snúast einnig um grundvallaratriði íslenskra stjórnmála. Og þær snúast líka af hálfu Alþýðubandalagsins um það hvort flokkurinn verður til á þeim grundvelli sem hér hefur verið gerð grein fyrir eða ekki. Þess vegna eru þessar kosningar- ekki síst í Reykjavík - mikil- vægari fyrir flokkinn en löngum fyrr. Fram hefur komið að skoðana- kannanir birta stórfelldan sigur Sjálfstæðisflokksins í næstu kosn- ingum. Alþýðubandalagið er eini flokkurinn sem með heil- steyptum hætti getur veitt íhald- inu viðspyrnu eins og dæmin sanna. Aflið gegn íhaldinu er Al- þýðubandalagið. Þeir sem vilja að atkvæðið þeirra nýtist örugg- lega til vinstri í íslensicum stjórn- málum þeir verða að kjósa Al- þýðubandalagið í Reykjavík og annars staðar þar sem Alþýðu- bandalagið býður fram. Góð út- koma Alþýðubandalagsins, ekki síst í Reykjavík, mun styrkja bandalagið á ný og opna því sigurmöguleika í næstu alþingis- kosningum. Höfundur er menntamálaráð- herra og þingmaður Alþýðu- bandalagsins Til ökumanna Gleðilegt sumar Sumardekkin undir bifreiðina Sparið naglana, bensínió og malbikið GATNAMÁLASTJÓRI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.