Þjóðviljinn - 04.05.1990, Blaðsíða 28

Þjóðviljinn - 04.05.1990, Blaðsíða 28
Bandaríkin Utflutningur á tóbaki tvöfaldast Þrátt fyrir mikinn áróður gegn tóbaksneyslu um allan heim Víöa frá hinum þróaðri og efn- aðri löndum berast fregnir um að tóbaksneysla standi í stað eða minnki - svo er fyrir að þakka áróðursherferðum gegn reyking- um eða banni við að auglýsa tó- baksvörur. Það kemur því nokk- uð spánskt fyrir sjónir, að banda- ríski tóbaksiðnaðurinn hefur tvö- faldað útflutningstekjur sínar á síðastliðnum áratug. Og veldur þar um miklu frumkvæði stjórnvalda sem hafa „opnað markaði í Austurlöndum fjærfyrir bandarískar sígarettur". Á níunda áratugnum hafa Bandaríkin selt sígarettur og ann- að tóbak fyrir um 25 miljarði dollara í viðskiptum við önnur lönd, að því er segir í skýrslu Sambands bandarískra tóbaks- Það er mesti útflutningur sem um getur í þau 300 ár sem „hin um- deilda tóbaksjurt hefur vaxið í þessu Iandi“ eins og í skýrslunni segir. Hundingja- aðferöir Ekki eru allir jafnánægðir með þennan útflutningsárangur. Að- stoðarheilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, James Mason, hefur meðal annarra gagnrýnt harðlega viðskiptastefnu Banda- ríkjanna, sem hefur í þessu dæmi komið fram í því að greitt hefur verið fyrir útflutningi á banda- rískum sígarettum með markaðs- aðferðum sem ráðherrann kennir við hundingjahátt. Kom málið á dagskrá á mikilli alþjóðlegri ráð- stefnu um reykingar sem nýlega var haldin í Astralíu, en þar var því spáð að reykingar mundu kosta um 500 miljónir manna lífið á næsta aldarfjórðungi. Ekki síst vegna þess hve vel tóbaksfram- leiðendum hefur gengið að „markaðssetja" sígarettuna í þriðja heiminum. Til dæmis er tekið, að banda- rískir viðskiptafulltrúar hafi að beiðni sinna tóbakssala „rannsakað", hvort Thailand takmarki „með ódrengilegum hætti“ innflutning á bandarísku tóbaki. Áður hafði með tilstilli opinberra aðila verið greitt fyrir opnun sígarettumarkaða í Tæ- van, Japan og Suður-Kóreu. Byggt á Reuter sala. Útflutningur á tóbaki nam um það bil tveim miljörðum dollara árið 1980 en hefur síðan klifrað upp í 4,2 miljarði á árinu 1989. Viljastyrkur lengir lífið Viljastyrkur getur hjálpað dauðvona fólki til að lifa lengur, til dæmis ef sá sem dauðvona er vill halda upp á merki- legar hátíðir í lífi sínu Slík er niðurstaða rannsóknar, sem nýlega var gerð í Kaliforníu. En þar kom fram að meðal aldr- aðra kínverskra kvenna var óvenjulega lítið um dauðsföll vik- una fyrir meiriháttar fjölskyldu- hátíð - síðan fjölgaði dauðsföll- um upp fyrir það sem eðlilegt má teljast um leið og hátíðin var hjá liðin. Rannsóknin var gerð með þeim hætti að fylgst var með dauðsföllum meðal hálfáttræðra kínverskra kvenna fyrir og eftir Uppskerumánahátíðina svo- nefndu. En þetta er þýðingar- mikil fjölskylduhátíð i lífi kínver- skættaðs fólks - þar er ættmóðir- in, elsta konan í fjölskyldunni, í forsæti og segir hinum yngri fyrir verkum, svo til einhvers er að hlakka. Þessi kínverska fjöl- skylduhátíð var valin vegna þess, að hún er ekki haldin á sama tíma ár hvert og vegna þess að auðvelt er að bera saman dauðsföll meðal kínverskra kvenna og ekki kín- verskra á sama tíma. Rannsóknin greinir frá því að vikuna fyrir fyrrnefnda hátíð voru dauðsföll 35% sjaldgæfari meðal kínverskra kvenna en meðal annarra kvenna á sama aldri. Vikuna eftir að hátíðinni lauk voru svo dauðsföll meðal kínverskra kvenna aldraðra 34,6% tíðari en eðlilegt mátti teljast. Ýmislegt bendir og til þess að tilhlökkun vegna afmælis aldraðs manns geti slegið á frest andláti hans. Sú rannsókn sem gerð var í Kaliforníu á sér hliðstæðu í ann- arri rannsókn á öldruðum gyð- ingum, sem virtust geta slegið dauða sínum á frest þar til þeir höfðu enn einu sinni haldið upp á pesakh, páskahátið sína. áb/ reuter OPINN FUNDUR í Múlakaffi laugardagsmorguninn 5. maí kl. 9.00 Kristín Hrafn Kristrún Ræðumenn: Krístín Á. Ólafsdóttir Hrafn Jökulsson Fundarstjóri: Kristrún Guðmundsdóttir H-Listinn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.