Þjóðviljinn - 04.05.1990, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 04.05.1990, Blaðsíða 9
Póesían er manninum nauðsyn Tryggvi Olafsson heldur sýningu í Gallerí Borg á fimmtugsafmælinu Tryggvi Ólafsson listmálari er kominn til landsins frá Dan- mörku til þess að halda upp á fimmtugsafmælið. í farteskinu hefur hann heilan farm af mál- verkum, sem eru afrakstur síð- ustu tveggja ára, og í gær opnaði hann sýningu á akrýlmálverkum sínum í Gallerí Borg. Það eru engar stökkbreytingar í myndlist Tryggva Ólafssonar, en hægt og bítandi fágar hann og skerpir myndmál sitt, sem ein- kennist af hreinum afmörkuðum litaflötum og formum sem rekja má til margvíslegra hluta úr um- hverfi okkar, fortíð og samtíð. - Galdurinn við mitt málverk er fólginn í hinni myndrænu út- færslu, segir Tryggvi, þar sem við hittum hann við undirbúning sýn- ingarinnar í vikunni. - Hin þekkjanlegu fyrirbæri í myndum mínum hafa ekki beina táknræna merkingu, en með því að láta formin, línuna og litinn falla saman þannig að myndin standist sem slík reyni ég að skapa úr þessu póesíu, sem geti orðið fólki til ánægju. í raun og veru er ég alltaf að mála það sama, og ég held að það geri raunar allir myndlistarmenn. Breytingarnar sem eiga sér stað í mínum myndum felast í nýjum samsetningum, nýju samhengi, en grundvallaratriðið er alltaf það sama: að vinna með listina sem form og ná fram ákveðinni listrænni spennu. Ég sé ekkert hugrekki í því að „breyta um stfl“ eins og það er kallað. Það er miklu frekar flótti. - Hvaða þýðingu hefur póesían í samtímanum? - Ég trúi því að póesían sé manninum nauðsynleg, og að hún verði því nauðsynlegri sem umhverfi okkar verður tækni- væddara og vélrænna. Það er manninum bæði nauðsynlegt og gagnlegt að líta á hinn ytri veru- leika með öðrum augum en hin- um vélrænu og tæknilegu. Póesí- an er líka friðarboði í sjálfri sér, menn fara að minnsta kosti ekki í stríð á meðan þeir ástunda hana. Ég er ekki að móralísera í myndum mínum. Hins vegar felst óneitanlega ákveðið val í þeim viðfangsefnum sem ég set í mynd- ir mínar, en þetta val felst meira í því að sjá hlutina í nýju samhengi og gefa þeim nýja merkingu. - Hefur myndmál þitt ekki verið að einfaldast með árunum? - Jú, það má kannski segja það, en um leið held ég að mynd- Tryggvi Ólafsson: Einlægnin er lykilatriði í myndlistinni... Ljósm. Jim Smart irnar verði margræðari. Með því að einfalda myndmálið opnast meiri möguleikar á að gefa eitthvað í skyn. Ég vil umfram allt komast hjá því að menn líti á fyrirbærin í myndum mínum sem tákn fyrir eitthvað annað. Sú staðhæfing, sem birtist í mínum myndum er fólgin í samsetning- unni og er fullkomlega huglæg, alveg eins og í ljóði. - Hvaða þýðingu hefur liturinn í þínu málverki? - Fyrir mér er liturinn hugará- stand, og það krefst fullkominnar einlægni að ná fram réttum lit í myndina. Einlægnin er grund- vallaratriði í myndlistinni. Ástæðan fyrir því að ég hef aldrei haft mætur á villta málverkinu svokallaða er fyrst og fremst sú, að þar skortir einlægni. Tryggvi Ólafsson: Beður, akrýlmálverk. - Hverju breytir myndlistin í okkar heimi? Hefur hún einhvem möguleika til þess að hafa áhrif á gang veraldarinnar? - Ég er löngu búinn að gera mér grein fyrir því að maður breytir ekki heiminum með því að búa til mynd. En ég trúi því að mynd sem túlkar ekki bara gleði eða hvíld (eins og hjá Matisse) heldur vekur líka til umhugsunar, geti haft góð áhrif á fólk. Ég hef gert dálítið af því að gera myndir fyrir börn og ná sambandi við þau í gegnum myndlist. Fyrir börnun- um er einlægnin frumskilyrði, og við getum mikið af þeim lært. Með aldrinum lærist manni að horfa frá hinu stóra og flókna til hins smáa og einfalda. Maður fer kannski að horfa á blómin... Við óskum Tryggva Ólafssyni til hamingju með afmælið og sýn- inguna, sem stendur til 15. maí. -ólg Föstudagur 4. maí 1990 NYTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 9 /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.