Þjóðviljinn - 08.06.1990, Side 5

Þjóðviljinn - 08.06.1990, Side 5
• • '!7,< ^CTTTn A C1 T7*Tfc 17*nmm n xCJSX UDACySr Ivr^ I 1IR Sambandið Meirihluti fyrir breytingum Eigiðfé Sambandsins nær uppurið. Þriggja miljarða halli áþremur árum. Sigurður Markússon nœr öruggur ístjórnarformanninn. Forystan gagnrýndharðlega. Forstöðumaður verslunardeildarsegir útlánastefnu deildarinnar hafa verið óábyrga Greinilegur meirihlutavilji virðist vera fyrir því á aðal- fundi Sambands íslenskra sam- vinnufélaga að samþykkja til- lögur stjórnar SÍS um að skipta Sambandinu upp í einstök hlutafélög, þar sem sambandinu verði breytt í eignarhaldsfélag. Hlutur sambandsins í einstökum félögum verður samkvæmt til- lögunum 50%. Á fundinum í gær kom fram að SÍS hefur tapað 3 miljörðum á undanförnum þrem- ur árum og kom fram hörð gagnrýni á æðstu yfirmenn SÍS, sem voru sakaðir um mistök í stjórnun og að hafa hundsað sam- þykktir stjórnar. Allar líkur benda til að Sigurður Markússon framkvæmdastjóri sjávarafurða- deildar verði kjörinn formaður stjórnar í dag. Hrikaleg fjárhagsstaða SÍS var fundarmönnum greinilega mikið áhyggjuefni á fyrsta degi aðal- fundarins í gær. 1 ræðum manna mátti heyra ásökun á forstjóra og æðstu menn Sambandsins fyrir að hafa gert alvarleg mistök í rekstr- inum og tónninn í mönnum var á þá leið að nú væri annað hvort að duga eða drepast fyrir Samband- ið. Fráfarandi stjórnarformaður, Ólafur Sverrisson, sagði í sinni ræðu að Guðjón B. Ólafsson for- stjóri hefði ekki orðið við tilmæl- um stjórnarinnar um að leggja fram greinargerð og áætlun um framtíðarrekstur SIS. Pá sagði Ólafur að þau ráð sem forstjórinn hefði gripið til hefðu ekki dugað til að rétta við stöðuna. Samkvæmt tillögum stjórnar Sambandsins er gert ráð fyrir að sex deildum SÍS verði breytt í jafnmörg hlutafélög. Sigurður Markússon er formaður þeirrar nefndar sem mótaði tillögurnar og gerði hann grein fyrir áætlun- um um rekstrarafkomu einstakra deilda á fyrsta ári í nýju skipulagi. Reiknað er með að hlutafé Sjávarafurðadeildar verði 575 miljónir króna og hagnaður á fyrsta ári verði 20 miljónir. Hlut- afé Búvörudeildar er áætlað 230 miljónir króna og reiknað með að þriggja miljóna halli verði á fyrsta ári. Um 86 miijóna halli er áætlaður á Verslunardeild og að hlutafé hennar verði 456 miljón- ir. Verslunardeildin er einn þyngsti bagginn á SÍS og gera áætlanir ráð fyrir að SÍS taki á sig uppsafnað tap deildarinnar. Næstmestur halli er áætlaður á Jötun, eða 45 miljónir á fyrsta ári, en hlutafé er áætlað 140 milj- ónir. Hlutafé Skipadeildar er áætlað 761 miljón og er gengið út frá 24 miljóna hagnaði af henni. Hlutafé Skinnadeildar verður 104 miljónir og hagnaður er áætl- aður 13 miljónir króna. í heildina áætlar stjórn Sam- bandsins að 78 miljóna halli verði á hinum sex nýju hlutafélögum. Eigið fé verður samanlagt 2,2 miljarðar, þar af leggur SÍS til 1,8 miljarða, eða 81% af heildar hlutafé. Að meðaltali verður eiginfjárhlutfall félaganna 23% samkvæmt sömu áætlunum. Heildarskuldir Sambandsins eru áætlaðar um 10 miljarðar. Eftir að menn höfðu heyrt tölur um afkomuna að undanförnu og áætlanir um afkomu hinna nýju hlutafélaga, skyldi engan undra að fundarmenn lýstu margir yfir áhyggjum sínum um að fáir muni vera fúsir til að leggja fé í hlutafé- lögin sex. Jóhannes Geir Sigur- geirsson frá KEA sagði að menn myndu ekki standa í röðum til að kaupa hlutabréf. En engu að . síður þyrfti að hafa uppi áætlanir um hverjum ætti að selja hlut. Ólafur Friðriksson fram- kvæmdastjóri Verslunardeildar sagðist ekki hafa gert sér grein fyrir því þegar hann tók við deildinni fyrir tveimur árum, hversu hrikaleg staðan væri. Hann sagði stöðuna ma. vera slæma vegna óábyrgrar útlána- stefnu deildarinnar til kaupfélag- anna, sérstaklega til þeirra sem væru búin að vera í vonlausri stöðu lengi. Þannig hefðu tapast 115 miljónir. Einnig hefði komið í ljós að töpuð gjöld deildarinnar væru 40 miljónir. Þá sagði Ólafur Verslunardeildina sitja uppi með alltof dýrar og stórar húseignir. í opnunarræðu sinni sagðist Guðjón B. Ólafsson hafa verið fylgjandi því að breyta SÍS í eitt stórt hlutafélag. Hann sagðist hins vegar heilshugar styðja hug- myndir stjórnarinnar, ef niður- staðan yrði sú að hagsmunaaðilar teldu sér ekki lengur fært að starfa í einu félagi, vegna viðvar- andi rekstrarvanda á verslunar- sviðinu. -hmp Þeir voru þungbrýndir, Ólafur Sverrisson fráfarandi stjómarformaður Sambandsins og Guðjón B. Ólafsson forstjóri, við setningu aðalfundar SfS í gær. Mynd: Ari. Hornafjörður Osinn rannsakaður Ráðstefna um Hornafjarðarós um helgina Bæjarstjórn Hafnar f Horna- firði og Hafnamálastofnun efna til ráðstefnu á Höfn um náttúrufar Hornafjarðar og Hornafjarðarós. Þar verða kann- aðir hinir ýmsu þættir náttúru- fars við Hornafjörð og áhrif þeirra á siglingaleið um ósinn, sem lengi hefur verið til trafala. Ráðstefnan hefst í dag og heldur áfram á morgun. Hafnamálastofnun hefur und- anfarið unnið að rannsóknaáætl- un á siglingaleiðinni í samráði við heimamenn, og er markmið þess- ara rannsókna að finna leiðir til að bæta skilyrði og auka öryggi þeirra sem leið eiga um ósinn. Sem kunnugt er eru aðstæður þar mjög erfiðar og ekki síst á vetrum þegar brimaldan kastar sandi og möl inn yfir tangann á svokallaðri Landbúnaður Norrænir bændur bjóða Island Idag lýkur í Þrándheimi í Noregi ársþingi Alþjóðasambands bú- vöruframleiðenda, IFAP. Nor- rænu bændasamtökin lögðu þar fram tillögu um að halda sem fyrst alþjóðaráðstefnu stjórn- valda og bændasamtaka um um- hverfismál og nýtingu auðlinda, fólksfjölgun, hagvöxt og aukið viðskiptafreísi. I tillögu Norður- landanna er stungið upp á Islandi sem fundarstað og vísað til áhuga Steingríms Hermannssonar for- sætisráðherra um að Islendingar skipulegðu ráðstefnuna og sæju um framkvæmd hennar. Stéttarsamband bænda er aðili að IFAP og 5 íslendingar hafa setið ársfundinn í Noregi. Að sögn Hauks Halldórssonar for- manns SB hefur verið vel tekið í hugmyndina um þátt íslendinga í því að hleypa af stokkunum með ráðstefnuhaldinu nýjum alþjóð- asamtökum undir heitinu OESG, Organisation for Environment and Sustainable Growth, sem mætti þýða Samtök um umhverf- ismál og umhverfisholla þróun. ÓHT Austurfjöru. Þessi sandburður lengir síðan tangann og þrengir siglingaleið. Rannsóknaáætlunin gerir ráð fyrir að í ár verði unnið að undir- búningi og gagnasöfnun og verð- ur sú vinna kostuð af Hafnamál- astofnun. Á árinu 1991 verður unnið að frekari gagnsöfnun og úrvinnslu fyrirliggjandi gagna. Árið 1992 fer í vinnu við straumfræði- og tölvuvinnslu í Kaupmannahöfn, en leitað var til dönsku straumfræðistöðvarinnar (DHI), sem er talin sú fremsta í dag við að kljást við aðstæður eins og eru við Hornafjarðarós með aðstoð stærðfræðilegra tölv- ulíkana. 1993 verður unnið að lokaniðurstöðu og kynntar til- Iögur að mannvirkjagerð. Þessar rannsóknir munu þurfa sérstaka fjárveitingu. Að sögn Hallgríms Guð- mundssonar bæjarstjóra á Höfn, er þetta mjög brýnt verkefni og nauðsynlegt að finna leiðir til úr- lausnar. Ósinn hefur skapað mikil vandræði fyrir þá sem hafa þurft að sigla um hann, ekki síst í vetur þegar nokkuð var um strand. Strœtó Akstri hætt vegna dóms „Okkur flnnst þessi dómur Hæstaréttar vera harður þar sem hann stefnir atvinnuöryggi okkar í hættu. Hins vegar undirstrikar dómurinn ábyrgð okkar í starfi. Aftur á móti verðum við ekki var- ir við að þessi ábyrgð sem á okkur er lögð sé metin að verðleikum hvað laun snertir," sagði Sigur- björn Halldórsson öryggisfulltrúi vagnstjóra. Strætisvagnabílstjórar í Reykjavík lögðu niður vinnu í tæpa tvo tíma í gær og var tíminn notaður til að funda um hæsta- réttardóm sem kveðinn var upp daginn áður. Þar var stætisvagna- bflstjóri dæmdur fyrir manndráp af gáleysi með því að aka á aldr- aða konu sem lést skömmu seinna. En mikil hálka var þegar slysið átti sér stað. Bflstjórinn var dæmdur í mánaðarfangelsi, skil- orðsbundið í tvö ár og sviptur ökuleyfi í hálft ár. Athygli vekur að í dómi Hæst- aréttar er tekið fram að strætis- vagninn reyndist ekki vera á negl- dum hjólbörðum þegar umrætt slys varð þó svo að það sé ekki lögbundið. -grh Skattheimta Ekki virðisauki af unglingavinnu Ný reglugerð sker úr um skattskyldu opinberra aðila Fjármálaráðherra undirritaði í gær reglugerð um skatt- greiðslur af starfsemi ríkisfyrir- tækja og sveitarfélaga, og tekur hún til virðisaukaskatts af skatt- skyldri starfsemi opinberra aðila. Þar kemur m.a. fram að áhyggj- ur sveitarfélaga af því að þurfa að greiða virðisaukskatt með álagi, eins og fram kom í Þjóðvfljanum í gær, eru óþarfar, því vinnuskólar nemenda undir 16 ára aldri og sumarvinna skólafólks á aldrin- um 16-25 ára er undanþegin virð- isaukaskatti. Sveitarfélögum, stofnunum þeirra og fyrirtækjum, ríkisfyrir- tækjum og stofnunum er skylt að greiða virðisaukaskatt að því leyti sem þær selja skattskylda vöru eða þjónustu í samkeppni við atvinnufyrirtæki. Meðal þeirrar starfsemi sem undanþegin er virðisaukaskatti er heilbrigðisþjónusta, skóla- starf, félagsleg þjónusta á borð við rekstur barnaheimila og upp- tökuheimili, menningarstarf- semi, rekstur íþróttamannvirkja ofl. Endurgreiddur skal virðis- aukaskattur sem leggst á sorp- hreinsun, ræstingu, snjómokstur, björgunarstörf og öryggisgæslu, þjónustu sérfræðinga sem starfa fyrir atvinnulífið, svo sem verkf- ræðinga, tæknifræðinga, arki- tekta, lögfræðinga ogendurskoð- enda. Virðisaukaskattur leggst á byggingastarfsemi ríkis og sveitarfélaga, vegagerð og sam- göngubætur, holræsagerð og vatnslagnir, byggingu íþrótta- mannvirkja, viðhald mannvirkja af ýmsu tagi og þjónustu sem byggir á iðnmenntun. ÓHT Föstudagur 8. júní 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.