Þjóðviljinn - 08.06.1990, Side 13

Þjóðviljinn - 08.06.1990, Side 13
Þórunn Sigurðardóttir skrifar frá San Francisco Að koma til San Francisco frá Moskvu, er eins og að fá á hægri kjammann eftir að hafa verið verið sleginn á þann vinstri. Ekki bætti úr skák að hafa millilent í París nokkra daga og lent óvart í því að horfa á réttarhöldin og aftöku Ceausescu-hjónanna í sjón- varpi. Fyrstu dagana i San Francisco fmnst mér að ég gæti Ieyst öll heimsmálin á einni viku, ef ein- Tvær systur á hvítri strönd. Borðaö með höf ðingjum Ég get ekki stillt mig um að segja hér frá helgarheimsókn okkar mömmu niður í Monterey, þar sem flna fólkið býr. Þangað var okkur boðið í heimsókn af stórmerkilegum bókmenntapró- fessor, Lofti Bjamasyni, sem er af íslensku bergi brotinn. Hann hef- ur kennt íslensku og íslenskar bókmenntir um margra ára skeið vestra, auk þess að hafa verið yf- irmaður í bandaríska hemum og Frá austri til vesturs... Kyrrahafið. Donald ekur okkur upp um fjöll og fimindi. Heill dagur fer i bókabúðimar í Berkley og yfirvigtin á heimleið- inni sýnir mér að ég hefði betur verið varkárari í innkaupunum. Það em indíánabókmenntimar sem heilla mig gersamlega, fyrir utan allt annað sem þeim þjóð- flokki viðkemur. (Já, já, ég var lika indiáni i fyrra lífi, það held ég nú.) A markaðinum í Sausalitó kaupi ég mér gamla Indíána- eymalokka með vemdarsteinum. Vemdargripir Indíána em búnir til úr dýra-, steina- og jurtaríkinu, því Indíánar leggja mest upp úr samhengi, jafuvægi í tilverunni og manneskjan þarf á öllu þessu að halda. Samt er hún ófúllkomn- ust allra dýra, vegna þess að hún getur lifað í minnstum tengslum við náttúruna og vegna þess að hún er minnst mystísk allra dýra. Þessu trúa Indíánar og ég gæti best trúað að þetta sé alveg satt. Og bráðum þarf ég að fara heim aftur til Islands, sem er Unnur Kolbeinsdóttir verslar við indíánana ( Sausallto og segir þeim frá Islandi. Við Katrin á tröppum San Frandsco Art Institute, Maxim frá Jamaica til vinstri, Kurt frá Þýskalandi til hægri. hver hefði bara vit á að gefa mér umboð til þess. En mannveran er undarlega útbúin. Hún kann að gleyma. Og hún aðlagast og gleymir fljótt og vel. Eftir nokkra daga er ég hætt að fá sting í mag- ann, þegar ég geng ffam hjá gömlu blökkukonunni, sem býr á hominu þar sem ég fer úr neðan- jarðarlestinni. Já, hún býr þar á þremur gangstéttarhellum með plastpoka sem ábreiðu og eigur sínar í innkaupagrind. Það er eins og einhver gardína leggist yfir samviskuna og sárs- aukann við að horfa á þessa gömlu konu og þannig er mann- veran. Ef hún lendir í bruna eða miklu slysi, missir hún annað- hvort meðvitund eða fær slíkt lost, að hún finnur ekki til sárs- auka. Og ég geng framhjá blökkukonunni á hveijum degi. Og geri ekkert. En á kvöldin, þegar heim er komið og gamli Homafjarðar- máninn er kominn á loft (því hann er auðvitað hér á sveimi líka, eins og í Moskvu og hvar sem maður þvælist) er eins og samviskan vakni og slitur af myndum dags- ins speglast á pappírunum mín- um, innan um allt annað sem þar er á sveimi. Ég er komin til systur minnar í San Francisco, sem er að útskrif- ast úr Listaháskólanum hér í borg. Þeir sem lásu fyrrihluta greinar minnar (í síðasta helgarbl.) um Listaháskólann í Leníngrad fá hér frekari samanburð. Það er fátt sameiginlegt með þessum tveimur stofnunum. Hér gætir ekki þeirrar rómantísku auðmýktar sem þar sveif yfir vötnunum. O nei, ekki alveg. Mamma, sem slóst í förina í Lux- emburg, hefur mestar áhyggjur af því að vita aldrei hvort hún á að á- varpa bekkjarsystkini Kötu sem hann eða hún. Én mamma er seig og gefst aldrei upp fyrr en hún veit hvers kyns hver er og helst ekki fyrr en hcnni er farið að líka við viðkomandi líka. A sýning- unni í Listaháskólanum erum við næstum því búnar að borða eitt listaverkið, því hér er bæði lyst og list og oft erfitt að greina á milli. Eitt er þó sameiginlegt með þess- um skóla og skólanum í Lenin- grad, en það er skíturinn út um allt. Og hér er heldur engin sturta. Borg allra borga Við búum í yndislegu húsi upi á einni hæðanna, með, stórum bakgarði og allt í kringum okkur ilmandi blómskrúð. Hér býr Kata með tveimur íðilfogrum og eftir því yndislegum ungum mönnum, Donald, sem er keramiker og Andy, sem er bassaleikari. San Francisco er eiginlega eina borgin í veröldinni, sem ég hef heimsótt, þar sem ég gæti vel hugsað mér að búa ævilangt. Af hveiju _ ekki hefur hún tign Madridar, glæsi- leika Parísar eða sögu Leníngrad. Hún bara er. Hér hefur andi blómatímans orðið eftir. Ekki bara í síðu hári og slitnum galla- buxum, jurtafæði og friðarpla- kötum. Nei, inni í fólkinu. I þessu rólega metnaðarlausa andrúms- lofti, sem rúmar ekki grimmd stórborgarsamkeppninnar, þótt þetta sé vissulega stórborg. Ég stend mig að því að horfa mikið á konur hér. Þær ganga ekki á pinnaháum hælum við gallabux- umar eins og þær frönsku, sem leyfist allt, því þær eru svo kyn- þokkafullar að það jaðrar við lög. Þær hafa ekki þennan grimmdar- lega metnaðarþótta í úthugsuðu útlitinu eins og þær fallegu og valdamiklu á Spáni og enn síður kynlausa, stærðfræðilega fágun finnsku hönnunarinnar, sem ein- kennir gáfúkonumar í Helsinki. Nei, konumar í San Francisco ganga í sandölum með stóra eymalokka og heilsa þér á götu, þótt þú hafir aldrei séð þær fyrr. Og borgin er svolítil sveit um leið, með sól og blómum og ein- kennilegu, þægilegu tímaleysi í andrúmsloftinu. Og allt segir þetta mest um sjálfa mig og þá daga sem ég dvel á hveijum stað. Auðvitað er San Francisco líka grimm, líka full af glæpum og óhugnaði, stéttaskipt- ingu og kúgun. Það er bara ég sem hætti að sjá það eftir nokkra daga, af því að mannskepnan á svo auðvelt með að aðlagast. Indíána- bókmenntir og eymalokkar Og hér er svo margt að skoða. Við leitum uppi hreinar hvítar strendur og stingum tánum ofan í alltaf þama fyrir vestan (eða aust- an, eftir því hvora leiðina þú ferð): A daginn em það söfn og sýningar, á kvöldin leikhús, tón- leikar og þvælingur. Svo þarf að prófa alla matsölustaðina, borða með fingmnum á eþíópískum matsölustað, borða hráan fisk á japönskum og baunakássur á mexíkönskum og ég heiti því að elda þetta allt þegar ég kem heim. Kaupi gamlan kryddskáp úti á götu og fullt af kryddi, sem ég skil ekki enn hvemig ég komst með heim. Hvar sem við forum heldur mamma fyrirlestur um Island og við Kata skomm á hana að taka prósentur af fiskútflutningi og bókmenntum okkar Islendinga. Svona em þessir kennarar, þeir geta aldrei hætt að kenna. Það vill svo til að fæstir þeirra, sem verða þess heiðurs aðnjótandi að heyra mömmu tala um Island, hafa hug- mynd um hvar það er í veröldinni. Og munu víst aldrei komast að því. barist við Japani í seinni heims- styijöldinni. Þessi sérkennilega blanda var nóg til að heilla mig, en Loft hittum við hjá bandarísk- um ljósmyndara sem hafði heim- sótt Island í fyrra og kynnst Kötu. Þessi helgi í Monterey, sem er rétt við smáborgina Carmel (frægust fyrir að þar var Clint E- astwood borgarstjóri), var ó- gleymanleg fyrir margra hluta sakir. Ekki aðeins ótrúleg tign Kyrrahafsins, sem er allt öðm visi en öll önnur höf, ffábær gestrisni Lofts og fegurð umhverfisins gerðu dvölina eftirminnilega, heldur ekki sist heimsókn í aðset- ur bandaríska hersins á svæðinu. Þama er einn af háskólum hers- ins, og mjög margir fyrrverandi yfirmenn í bandaríska hemum, sem nú em á eftirlaunum, búa þama í glæsilegum einbýlishús- um. Loftur bauð okkur að borða í Oftiseraklúbbnum strax íyrsta kvöldið. Við sátum við stórt borð með allmörgum, fullorðnum herramönnum, sem vom að sönnu spenntir að heyra frásagnir mínar úr Rússlandsferðinni. Ekki höfðum við spjallað lengi, þegar ég komst að því að við þetta borð hittust alltaf á fostudögum nokkr- ir fræknustu kappar seinni heims- styijaldarinnar, enda var það kall- að „The table that won the second world war”. Og hér vom þeir allir mættir. Það þarf talsvert áreiti og sérstakar aðstæður til að ég komist á flug i pólitískri orðræðu og yfirleitt finnast mér allar venjulegar aðstæður allt of venjulegar til að ég nenni út í slíkt. En þama komst maður nú heldur betur í feitt. Að lokum dró mamma mig fram á klósett og skipaði mér að steinhalda kjafti, annars yrði ég send heim eða sett inn. Svo ég kvaddi bara þessa heiðursmenn og þakkaði fyrir spjallið og þeir sátu eftir með kjammann oní súpunni eftir þessa hremmingu. Og svo var flogið til Kanada, millilent í Skotlandi og risabelgur Cargoluxþotunnar, sem flutti okkur mömmu, hlammaðist loks niður í Luxemborg. Þaðan til ís- lands og innan skamms er ég á forum aftur af landinu. Þegar þetta er skrifað er Noregur næstur á dagskrá (og ég sem hef engan norskan blóðdropa í mínum æðum og hef aldrei verið Skand- inavi í mínum mörgu og litskrúð- ugu fyrri lifúm...!). Vonandi verð ég þeim mun duglegri að vinna fyrir ferðinni minni í norsku ró- legheitunum. Föstudagur 8. júní 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA13

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.