Þjóðviljinn - 08.06.1990, Blaðsíða 20
PISTILL
EINAR MÁR
GUÐMUNDSSON
SKRIFAR
Slagsmál
i vindi
í vetur sem leið skaut upp
nokkuð skringilegum mynd-
um í fréttatíma sjónvarpsins.
Langferðabílstjórar í verkfalli
stóðu með úðunarbrúsa fyrir
framan rútubíla og úðuðu á
rúður þeirra. Til hliðar sátu
fullorðnir menn á hækjum og
hleyptu vindi úr dekkjum bíl-
anna.
Langferðabílstjórar töldu
að verið væri að ganga í störf
þeirra.
Seinna var sýndur kapp-
akstur eða hindrunarkeyrsla:
Fólksbílar reyndu að koma í
veg fyrir akstur langferðabíla.
Sú ferð endaði fyrir framan
íbúðarblokk í Hafnarfirði.
í snjónum hrópuðu úlpu-
klæddir menn hver að öðrum;
glóðir fuku og vindurinn blés.
„Kappaksturinn“ var svo
endursýndur í Spaugstofunni
og tengdist öðru atriði í sama
þætti: Gamla franska lagið
með samfarastununum var
leikið angurblítt á meðan and-
lit forystumanna verkalýðs-
hreyfingarinnar og vinnu-
veitenda birtust á skjánum.
Umhverfis þá svifu rauð
hjörtu og kynntur var dag-
skrárliðurinn: Umræður um
síðustu kjarasamninga, og
síðan sagt: Tekið skal fram að
þátturinn er ekki við hæfi lág-
launafólks.
Og hvað var svona skringi-
legt við allt þetta? Jú, rútu-
bflstjórarnir, sem vildu ekki
samþykkja þjóðarsáttina
miklu, birtust í biálýstum stof-
um landsmanna sem pörupilt-
ar og götustrákar, útlagar sem
lutu ekki sáttmálanum, úfnir
og reiðir, jafnvel glottuleitir
og kjaftforir, á meðan tals-
menn vinnuveitenda, sem
báðir hafa einstakt lag á að líta
út einsog þeir séu að fara að
gráta, böðuðu sig í samúð
myndavélanna, enda komnir
til að sætta þjóðina.
Fermingardrengur, sem sá
aðfarir rútubflstjóranna,
hafði samband við mig og
sagðist aldrei hafa séð svona
lagað. Hann hélt fyrst að verið
væri að sýna úr nýrri kvik-
mynd og vissi ekki að hér var
veruleikinn á ferli fyrr en ann-
ar hinna grátklökku birtist á
skjánum.
Þá rifjaðist upp fyrir mér að
einmitt þegar ég fermdist stóð
yfir allsherj ar verkfall og flest-
ir sem nú nálgast hinn glað-
væra fertugsaldur, eða hafa
þegar stigið yfir það merka
þrep, muna mjög hörð átök á
vinnumarkaði og sé farið enn
lengra aftur í tímann, skjóta
skrautfjaðrir verkalýðshreyf-
ingarinnar upp kollinum, ein
af annarri.
Samt er þjóðarsáttin, sem
sumir telja að samtök vinnu-
veitenda muni hreppa nóbels-
verðlaun í hagfræði fyrir, á
engan hátt ný undir nálinni.
Sú plata hefur verið leikin nær
stanslaust í tuttugu ár; er
næstum því jafn gömul og
franska lagið með samfara-
stununum.
Á þeim tíma hefur verka-
lýðshreyfingin orðið stærsti
sumarbústaðaeigandi lands-
ins, enda halda margir ung-
lingar innan við tvítugt að Al-
þýðusamband íslands sé
ferðaskrifstofa. Þeim er að
vissu leyti vorkunn, því fátt
þjappar hinum vinnandi stétt-
um betur saman en ódýrar
flugferðir.
Arin eftir að síldin hvarf
steðjuðu að erfiðleikar með
landflótta og atvinnuleysi.
Verðmæti útflutningsafurða
minnkaði um helming, gengið
var fellt, lög sett á sjómenn.
Mikillar ólgu gætti, verkalýðs-
hreyfingin fyllti skólaport og
torg. Um og upp úr 1970
greiðist úr þeirri flækju;
samningaborðið verður hið
helga tré og margrómuð þjóð-
arsátt fæðist.
Nú er það að vissu leyti
smekksatriði hvernig túlka
ber þessa þróun mála. Á með-
an verkalýðshreyfingin verð-
ur æ voldugri í ríkjum hins
þróaða heims vinna æ færri
hendur hin hefðbundnu fram-
leiðslustörf. Engum dettur í
hug að verkalýðsstéttin muni
taka völdin; aðrirsegjaað hún
hafi þegar náð þeim.
Hugsjónir borgara og
verkalýðs hafa lent í einni
hrærivél. Útkoman er þjóðar-
sátt full af sumarbústöðum og
langferðabflstjórar sem berj-
ast einir í kulda.
Hér er ég kominn
Teatr Cricot 2 á Listahátíð
ÉG KEM ALDREIAFTUR.
höfundur, leikstjóri og leikmynda-
hönnuður Tadeusz Kantor.
Nú hefur margt nytsamlegt
verið í blöðum birt til að upplýsa
menn um þennan furðumann úr
Póllandi, Tadeusz Kantor, og
leikhúsið hans, sem er einhver
róttækasta tilraun sem fram hefur
farið á sviði sem um getur, og
kallar okkar öld þó ekki allt
ömmu sína í nýmælum á þeim
vettvangi. Verður ekki klifað um
það hér.
í viðtali í sjónvarpinu, sem
flutt var kvöldið sem Cricot 2
byrjaði gestaleik sinn í Borgar-
leikhúsinu, sagði Kantor á þá
leið, að hann kæmi með allsherj-
arleikhús, sammennskt, sem
hver maður ætti að skilja - það
væri ekkert séstaklega pólskt til
dæmis, það höfðaði til allra. Eins
og venjulega þegar alhæft er um
list, þá er þetta bæði rétt og rangt.
Vissulega er Kantor að reyna að
skapa allsherjarleikhús, hið
„sjálfráða" leikhús, þar sem allt
getur gerst, rétt sem í draumi
(eða svo höldum við). Leikhús
þar sem ekki er verið að líkja eftir
sögunni, þar sem menn og hlutir
eru ekki í því samhengi sem við
eigum að venjast: kannski eru úr
yfirgengilegri veröld hlutanna
smíðaðar einhverjar nýjar vélar
sem hvergi eiga heima nema á
sviðinu hjá Kantor. Og það er
ekki nema rétt, að slík viðleitni,
hún getur orðið til í Póllandi eða
Frakklandi eða hjá þeim góðu
Finnum. Það styður og orð Kant-
ors um allsherjarleikhús, að hann
býr til leikhús sem er mun óháð-
ara texta en flest það sem við höf-
um séð (að undanskildu hreinu
látbragðsleikhúsi vitanlega) - við
þurfum ekki að kunna pólsku til
dæmis til að hafa listagagn af sýn-
ingunni, slík þekking er aukaatr-
iði.
En það er ofmælt hjá Kantor
að láta að því liggja að hvert
mannsbarn hljóti að skilja hann.
Kannski eigum við ekki einu,
sinni að tala um „skilning": nánar
um það síðar. Það er líka rangt að
ætla að menn komi jafnvígir til
leiks þegar þeir sækja sýningu hjá
Cricot 2. Svo sannarlega er sýn-
ing á borð við „Ég kem ekki aft-
ur“, ofur persónulegt verk, tengt
sárum minningum þessa lista-
höfðingja sem ber gyðinlegt ætt-
arnafn og heitir virðulegustu
pólsku nafni, Pan Tadeusz. Það
er um leið afar pólskt með klerk-
um sínum og tsadikum gyðinga
og múnderingum og hórum, ring-
ulreið, stríði, flóttafólki og
dauða, já gleymum honum ekki.
Þeim mun nær sem menn hafa
sjálfir komist þessum heimi,
þeim mun betri aðgang hafa þeir
að Kantor og sýningu hans.
En forskot þeirra er kannski
ekki ýkja mikið.
Nú skulum við taka dæmi:
Það gengur inn á sviðið hljóm-
sveit í hermannabúningum og
spilar á fiðlur með gæsagangi. Af
samhenginu hugsar áhorfandinn
fyrst: jæja, þar gengur fasisminn
inn í tíma leiksins. En svo fer
hann að spyrja - og er ekki Iaust
við að um hann fari hrollur: hvers
vegna eru þessir innrásarmenn í
pólskum einkennisbúningum?
£ S «* .V? ■ k
g
lil -j
ÁRNI BERGMANN
Og hvers vegna er músíkin full
með kveinstafi ghettósins, hvers
vegna spila þeir gyðingastef? Og
hvers vegna koma þessir hljóm-
sveitarmenn aftur löngu seinna í
virðulegum samkvæmisklæðnaði
og breiða glaðklakkalegir svarta
dúka gleymskunnar yfir allan
þann heim sem Kantor hafði vak-
ið upp til lífs?
Við gætum farið að hugsa um
örlög pólskra gyðinga sér á parti.
Þeir voru fyrst drepnir af nasist-
um, síðan af pólskum löndum
Yuzuko
Horigome
Ungur japanskur fiðlu-
leikari á Listahátíð
Yuzuko Horigome heitir ung
japönsk stúlka, sem með fiðluleik
sínum heillar menn um heim all-
an. Horigome er gestur Listahá-
tíðar og mun leika í íslensku óper-
unni á morgun kl. 17. Undirleik
annast ungur þýskur píanóleikari
Wolfgang Manz. Og má segja að
meðalaldur tónlistarmanna á
Listahátíð að þessu sinni sé ekki
hár.
Á efnisskránni á tónleikunum
verður Sónata nr. 1 í d-dúr eftir
Ludwig van Beethoven, Ein-
leikspartíta BWV 1004 nr. 2 eftir
Johann Sebastian Bach, 4 lög
eftir Anton Webern og að lokum
Sónata eftir César Franck.
Horigome hefur þrátt fyrir
ungan aldur leikið með helstu
hljómsveitum í heimi m.a. með
fíharmóníuhljómsveitum Berlín-
ar, New York, Lundúna og Los
Angeles, og sinfóníuhljóm-
sveitunum í Lundúnum, Boston
og Chicago undir stjórn frægra
sínum (gjörningarnar upp úr
1968) og svo á að gleyma öllu.
Við getum líka hugsað um Valdið
sem er samt við sig og stríðir við
minni listamannsins sem vill ekki
leyfa Valdinu að breyta því sem
var í hendi sinni. Og svo framveg-
is. En um leið og við hugsum
„skynsamlega" með þessum
hætti, þá finnst okkur að við
séum að fremja einhverja synd
gegn Kantor og leikhúsi hans.
Þessar pælingar ganga ekki upp í
tilfinningum okkar, það er
eitthvað annað sem skiptir meira
máli. Best líklega að gefa tilvilj-
unarkenndan fróðleik og and-
legan rembing upp á bátinn og
sýna í sæti sínu sem mesta
auðmýkt þessari eftirminnilegu
heimsókn listarinnar.
Mér fannst að sýningargestir,
sem fögnuðu Cricot 2 vel, væru
eins og ráðvilltir. Sem vonlegt er.
Menn eiga að vera ráðvilltir. Þótt
við getum verið viss um að við
höfum komið í leikhús sem á vart
sínn líka, og kemur líklega ekki
aftur því lengra verður ekki kom-
ist á þessari braut, þetta er Yst-
aströnd í leikhúsi. Og svo vegna
þess að lögmál viðskiptanna eru
að kála leikhúsinu sem víðast
fyrst því sem leitast við að lifa
sjálfstæðu lífí. Og svo vitaskuld
vegna þess blátt áfram að Kantor
er fágætur maður.
Svo sannarlega var þetta
merkileg stund og mun seint úr
huganum líða.
Yuzuko Horigome, fiðiuleikarinn ungi
og snjalli.
kappa á borð við André Previn
og Claudio Abbado.
Horigome þykir einstaklega
góður túlkandi tónlistar Bachs,
og hefur hljóðritað fiðlukonserta
og einleikssónötur hans. Hún
hefur einnig leikið fiðlukonserta
eftir Mozart, Sibelius og Mendel-
sohn inn á plötur.
Tónleikarnir verða eins og
áður sagði í íslensku óperunni á
morgun, 9. júní, kl. 17.
20 SIÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 8. júní 1990