Þjóðviljinn - 08.06.1990, Qupperneq 21

Þjóðviljinn - 08.06.1990, Qupperneq 21
L LANDSVIRKJUN Útboð Landsvirkjun óskar eftirtilboðum í efni og vinnu við smíði stálmastra fyrir fjarskiptaloftnet og stálturna fyrir 132 kV Blöndulínu í samræmi við útboðsgögn BLL-12. Útboðsgögn verða afhent frá og með þriðjudeg- inum 12. júní 1990 á skrifstofu Landsvirkjunar að Háaleitisbraut 68,103 Reykjavík, gegn óaft- urkræfu gjaldi að upphæð kr. 3.000,-. Um er að ræða heitgalvanhúðað stál, ca. 225 tonn, að meðtöldum boltum, róm og skífum. Verklok eru 1. mars 1991. Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, eigi síðar en mánudaginn 20. ágúst 1990 kl. 13.00, en tilboð- in verða opnuð þar þann dag kl. 14.00 að við- stöddum þeim bjóðendum, sem þess óska. Reykjavík 7. júní 1990 Glæsileg byrjun Á fyrstu tónleikum Listahátíð- ar í Háskólabiói 2. júní voru þrjú verk á efnisskránni. Fyrst var þriðja sinfónía Beethovens „Ero- ica“ í Es dúr op. 55. „Eroica“ var samin á árunum 1803-4 en það var einmitt um það leyti sem Beetho- ven fór að missa heyrnina og olli það honum miklu þunglyndi. Þetta var upphaf þess ævisiceiðs þegar hann samdi flest sín fræg- ustu verk, því þrátt fyrir þung- lyndið á þessum árum styrktist staðfesta Beethovens og verkin hans urðu lengri og viðameiri. „Eroica'* tekur u.þ.b. 45 mín- útur og skiptist í 4 þætti; Allegro con brio, Marcia funebre (Adag- io assai), Scherzo (Allegro vi- vace) og Finale (Allegro molto). Stjórnandinn pólski Jacek Kasps- zyk líktist helst seiðkarli í útliti, öllu glæsilegri þó, og kom á dag- inn að hér var vanur maður á ferð sem tókst að seiða fagran hljóm úr Sinfóníuhljómsveitinni. Hann hefur menntun bæði í sálarfræði og tónsmíðum, auk hljóm- sveitarstjórnar, og það var hrein unun að fylgjast með honum stjórna. Flljómsveitin spilaði undur vel og hafði stjórnandinn gott vald á mýktinni auk spennu og krafts án nokkurrar tilgerðar. Næst á dagskránni var Rapsó- día um stef eftir Paganini op. 43 eftir Sergei Rachmaninoff samin árið 1934. Snillingurinn Andrei Gavrilov átti í engum vand- ræðum með að spila tilbrigðin og gerði það með mikilli fingrafimi og glæsibrag. Hann er greinilega skemmtilegur karakter sem hefur gaman af að koma fram enda hafði hann mikil tilþrif í frammi; um leið og hann tók endatóninn á flygilinn stökk hann í loft upp og tók í hönd stjórnandans, kyssti hönd konsertmeistarans og hneigði sig glæsilega. Samspil stjórnandans Kaspszyks og Gavr- ilovs var ennfremur mjög gott og gaman að fylgjast með hversu vel þeir unnu saman. Gavrilov tók svo aukalag, og skemmti áhorf- endum með leik sínum sem hann virtist hafa lítið fyrir í Devilish Temptation eftir Prokofíev sem er annað stykki sem krefst mikil- lar tæknikunnáttu á hljóðfærið. Allir vildu heyra meira og mikið lifandis skelfing hefði verið gam- an að heyra pínulítinn Bach t.d. En. tónleikarnir héldu áfram samkvæmt efnisskránni og lauk með 1812 forleiknum eftir Tcha- ikovski sem er í senn glæsilegt og hávaðasamt verk og eftir lúðra- sveitarblástur og drunur fallbyss- unnar, varð einfaldlega að segja stopp og áhorfendur marseruðu út úr Háskólabíói tilbúnir í meiri Listahátíð. Viðar Gunnarsson í hlutverki Abrahams í óperu John Speight. Mynd: Jim Smart. varpa fallegri altarismynd Há- teigskirkju. Þetta var einföld og samhverf lausn. Leiktúlkunin hefði að mínu mati mátt hafa meiri mynd- ræna uppbyggingu og vera ein- faldari. Mér þótti hreyfingarnar of stífar og ekki nógu hnit- miðaðar í uppbyggingu verksins. En svo voru flott atriði inn á milli, t.a.m. þegar Abraham reiddi öx- ina tilbúinn að fórna Isak og eng- illinn sneri sér við. Ennfremur var skemmtileg lýsing og magn- aður hljómur þegar rödd Guðs heyrðist. Kirkjuóperan Abraham og ísak er lofsvert framtak hjá Há- teigskirkju og Listahátíð, og gaman að sjá íslenska listamenn spreyta sig á svo viðamiklu verk- efni. Einlægur og listrænn flutningur Kocian kvartettinn er tékk- neskur að uppruna og hefur starf- að í núverandi mynd frá árinu 1975 eða í 15 ár. Tékkarnir eiga langa hefð að baki í kammer- músík og í tónleikaskránni mátti lesa að lærifaðir og verndari Koc- ian kvartettsins væri Antoní Ko- hout, stofnandi Smetana kvart- ettsins, sem nú er hættur starf- semi sinni eftir meira en 30 ára starf. Kvartettinn skipa þeir Pavel Hula sem leikur á fyrstu fiðlu, Jan Odstrcil á 2. fiðlu, Jiri Njnar á víólu og Vaclav Bernasek á selló. Hula er einleikari en hinir þrír starfa í Sinfóníuhljóm- sveitinni í Prag. Pað var ótrúlegt að sjá strax í upphafi leiksins hvernig þeir svifu saman inn í tónlistina, en fyrst á efnisskránni var þáttur fyrir strengjakvartett í c-moll op. post (D 703) eftir Schubert. Mað- ur var uppnuminn af samspilinu, það var sem kvartettinn væri einn maður, fiðlurnar gátu verið frá- bærlega samstilltar, sellóið ótrú- legt á veiku köflunum, víólan mjög skýr, þeir spiluðu allir undurvel. Þeir önduðu saman og fallegra pianissimo og fraseringar heyrir maður sjaldan. Ekki var síður gaman að heyra Strengja- kvartett nr. 2, „Einkabréf“ eftir Kocian-Kvartettinn frá Prag. Janacek. Þarna var Kocian kvart- ettinn á heimaslóðum. Háróman- tísk tónlistin, en kveikjan að verkinu er náið samband tón- skáldsins við vinkonu sína síðustu æviár hans, ákaflega tilfinninga- rík með stefjum úr tékkneskum þjóðlögum var mjög vel flutt. Ögunin og jafnframt einlægni listamannanna við tónlistina var alger. Hér var ekki sýndar- mennskunni fyrir að fara heldur voru listamennirnir trúir tón- skáldinu. Eftir hlé var áfram tékknesk tónlist, Strengjakvartett nr. 14 í As dúr op. 105 eftir Dvorák og líkt og fyrr var maður ekki svik- inn af flutningi Kocian kvartetts- ins. Þetta var ógleymanleg stund og í lokin voru þeir klappaðir upp og léku presto kaflann úr Diverti- mento í D-dúr eftir Mozart og Humoresque eftir Dvorák, einn laufléttan fyrir Havel forseta eins og Bernasek komst að orði. I Salonisti í safni Sigurjóns Svissneski kvintettinn I Salonisti kemur til landsins í tilefni af Listahátíð I Salonisti kallast vinsæll svissneskur kvintett sem kcmur hingað til lands í tilefni af Lista- hátíð og heldur þrenna tónleika í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar dagana 11. og 12. júní. Kvintett- inn heldur fyrst til Vestfjarða þar sem hann leikur í Frímúrarasaln- um á ísafirði á morgun kl. 17. I Salonisti er frægur fyrir fjör- ugan tónlistarflutning. Á tónl- eikunum hér flytja þeir efnisskrá undir heitinu Austurlandahrað- lestin. Eins og nafngiftin gefur til kynna verður leikin tónlist frá þeirri sömu leið og sú fræga lest fór með konunga og annað hefð- arfólk frá París til Istanbúl. Leikin verða verk eftir Massenet, Debussy, Schrammel, Kreisler, Enescu, Rossini, Nino Rota og fleiri. Kvintettinn er skipaður tveimur fiðlum, píanói, kontra- bassa og sellói. I Salonisti eru hingað komnir fyrir milligöngu Listasafns Sigurjóns og er fram- lag þeirra til Listahátíðar rausn- arlegt þar sem kvintettinn þiggur engin laun fyrir flutning sinn. Tónleikarnir í Listasafni Sigur- jóns verða næstkomandi mánu- dag kl. 17 og 21, og á þriðjudag kl. 21. BE Abraham og ísak Kirkjuóperan Abraham og ísak eftir John Speight var frum- flutt í Háteigskirkju 4. júní. Text- inn er tekinn úr Mósebók 22. kafla vers 1-19, auk gamalla ís- lenskra sálmalaga og segir, í stuttu máli, frá því þegar Guð reyndi Abraham og bað hann að taka ísak son sinn og fórna hon- um á einu af fjöllum Móríalands. Flutningur óperunnar var í JÓHANNA V. ÞÓRHALLSDÓTTIR ■ ■ Þjóðviljinn hefur fengið Jóhönnu V. Þórhallsdóttur, söngkonu, til að rita umsagnir um tónlist á Listahátíð. Jó- hanna stundaði m.a. söngnám í Englandi ,1983-1988 og starfar nú sem kennari við Tónskóla Sigur- sveins. Hún er einn af stofnendum Óperusmiðjunnar sem flutti verk Puccinis, Systur Angelicu, í leikhúsi Frú Emilíu í vor. Jóhanna hefur áður fjallað um tónlist fyrir bæði dagblöð og útvarp. höndum þeirra Signýjar Sæ- mundsdóttur og Þorgeirs Andréssonar sem voru sögu- menn. Viðar Gunnarsson var Abraham, Hrafnhildur Guð- mundsdóttir ísak, Sigríður Gröndal engill og þau Sigrún V. Gestsdóttir, Elísabet Waage, Sigursveinn Magnússon og Hall- dór Vilhelmsson sungu í kvartett rödd Guðs. Fylgisveina léku þeir Jón Atli Jónasson og Kristján Eldjárn. Þrettán hljóðfæra- leikarar undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar léku en Geir- laug Þorvaldsdóttir leikstýrði og Snorri Sveinn Friðriksson sá um leikmynd og búninga. Lýsing var í höndum Árna Baldvinssonar. Tónlistin við óperuna var vel samin og skemmtileg og sungu söngvarar hlutverkin mjög vel, og er greiniiegt að John á mjög auðvelt með að skrifa fyrir söngv- ara, enda söngvari og söngkenn- ari og skyldi því engan undra. Hljómsveitin skilaði ennfremur sínu hlutverki mjög vel undir ör- uggri stjórn Guðmundar Óla. Hann er einkar skemmtilegur stjórnandi og sterkur persónu- leiki og það var augljóst að hann kunni verkið mjög vel. Það er sjálfsagt erfitt að gera sviðsmynd fyrir kirkjur og því nokkuð skemmtileg lausn að nota speglaáhrif til að endur-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.