Þjóðviljinn - 15.06.1990, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 15.06.1990, Qupperneq 3
Guðmundur Árni lúffar Guðmundur Árni Stefánsson bæjarstjóri í Hafnarfirði varð undir í fyrstu rimmunni innan meirihluta Alþýðuflokksins í bæjarstjórn. Guðmundur Árni var þess mjög fýsandi að Magnúsi Jóni Árnasyni bæjarfulltrúa Alþýðubanda- lagsins yrði boðin aðild að meirihlutanum, þrátt fyrir að kratar þyrftu ekki á stuðningi hans að halda. Ástæðan fyrir því var sú, að þeir Guðmund- ur og Magnús áttu mjög gott samstarf á síðasta kjörtímabili og auk þess mun Guðmundur hafa óttast fordæmið úr Kópa- vogi, en einsog kunnugt er þá ákváðu A-flokkarnir að halda framsókn utan meirihluta- samstarfs á síðasta kjör- tíma-bili og notaði Framsókn- arflokkurinn það til að réttlæta samstarf sitt við Sjálfstæðis- flokkinn núna. Þau Jóna Ósk Guðjónsdóttir og Tryggvi Harðarson bæjarfulltrúar krata studdu Guðmund Árna en bæjarfulltrúarnir Ingvar Viktorsson, Valgerður Guð- mundsdóttir og Arni Hjörleifs- son voru andvtg því að nokk- urt samstarf yrði haft við Alla- balla. Kallaður var saman fundur toppkrata í Hafnarfirði á miðvikudagskvöldið og niðurstaða þess fundar varð su að Guðmundur Árni varð að lúffa.B Bæjarstjóri að ofan 17. júní er haldinn hátíðlegur um land allt að venju og víðast hvar hefðbundin dagskrá. Ekki feta þó allir troðnar slóðir í tilraunum sínum til að gleðja pöpulinn og eru Kópavogsbú- ar þar eflaust fremstir i flokki. Þar hefjast hátíðahöldin á því að nýskipaður bæjarstjóri, Sigurður Geirdal, kemur svíf- andi í fallhlíf niður á Rútstún og setur þar hátíðina. Þetta er áreiðanlega í fyrsta sinn sem bæjarstjóri kemur til þegna sinna að ofan...B Til hvers skógrækt? Oddur Ólafsson lætur ekki staðar numið eftir að hafa út- húðað „góðgerðarrokkinu" Sting. Nei, áfram skal halda og nú skulu íslenskir tónlistar- menn fá að kenna á því. Tón- listarmenn á íslandi vilja nef nilega vera góðir við landið sitt og græða það upp. Þess vegna ætla þeir að reisa Rokkskóg og halda í því skyni tónleika. Ágóðinn af þeim á svo að renna til skógræktar. Þessu er Oddur ekki hrif inn af. Og ekki heldur, áð því er virð- Hvað er Sting ist, af skógrækt yfirleitt. Sér engan tilgang í slíku ogpaðan af síður því átaki sem Islend- ingar vilja gera. „Nú skal sem sagt gera átak og rokka upp skógi um eina helgi. Alvöru skógræktarmenn fylgjast hissa með fruntaskapnum og velta fyrir sér hvort það sé ein- hver misskilningur að skóg- rækt sé þolinmæðisverk sem aldrei verður unnið í óðagoti eða með bumbuslætti og há- vaða.“ Aftur skal Oddur upp- lýstur. Rokkskógamenn ætla ekki að koma upp skógi á ein- ni helgi, heldur ætla þeir að safna fé til að kaupa plöntur. Þær verða svo gróðursettar hægt og hljóðlega, sem auðvitað er þolinmæðisvinna.B Aðstoðarritstjóri Tímans, Oddur nokkur Ólafsson, er ef- laust hinn mætasti maður og vel upplýstur. í föstum dálki sínum, Vítt og breitt, hefur hann oft skrifað mörg vel valin orð öðrum til ánægju og upp- lýsingar. En í gær fataðist honum nokkuð flugið þegar hann réðst all harkalega gegn þeim tónlistarmönnum sem hafa reynt að afla fjár til góð- gerðarstarfsemi. Oddur er að skrifa um indíánahöfðingja í Brasilíu sem gerir nú tilraun til að rukka góðgerðarrokkið Sting og leppa þess um fé sem rokkararnir gengust fyrir að safna og átti að renna til varðveislu regnskóganna. Síðan segir: „Sting var aug- lýst ofboðslega og Ijómaði og lak af þeim manngæsKan og regnskógaástin..." Þar sem Oddur er örugglega ekki í þeim aldurshópi sem mest hlustar á Sting og veit þar af leiðandi ekki hvað Sting er, er auðvelt að upplýsa það mál. Sting er nefnilega breskur tónlistarmaður en ekki „góðgerðarrokk“.B Og svo var það blaðaljós- myndari í Reykjavík sem fékk þá dagsskipun að taka mynd af komu hljómsveitarinnar Grænu svertingjakonurnar á Hótel Esju sl. miðvikudag. Ljósmyndarinn beið í anddyr- inu. Loksins renndi rúta í hlað- ið og út úr henni streymdi hóp- ur manna sem fékk lykla í af- greiðslunni og hvarf svo upp á herbergi sín. Ljósmyndarinn beið hinn rólegasti og bjóst við að önnur bifreið renndi í hlaðið með grænar svert- ingjakonur innanborðs, en ekkert gerðist. Að lokum spurðist hann fyrir í af- greiðslunni og fékk þá að vita að svertingjakonurnar hefðu verið í hópnum sem kom með rútunni. „En það voru engar svargrænar svartar konur í hópnum," sagði þá aumingja Ijósmyndarinn.B Farið mannavillt Réttir viðsldptahættir tryggja heiðarleg skattskil. Þau eru undirstaða þeirra sameiginlegu verkefna í landinu sem við njótum öll góðs af. Kassinn á að vera lokaður þegar afgreiðsla hefst og honum á að loka þegar afgreiðslu lýkur. Háóujf' viðskf1, ij tifdiM- FIÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ Öryggi íviðskiptum * - heiðarleg skattskil! Það er allra hagur að peningakassar (sjóðvélar) verslana séu í lagi. Staða viðskiptavinarins er þá örugg og tryggt er að skatturinn sem hann greiðir í vöruverðinu kemst til skila. Verslunin hefur öll bókhaldsgögn á hreinu og báðir aðilar standa skil á sínu í sameiginlegan sjóð okkar allra. Það er því mikilvægt að vita hvemig löglegir peningakassar eiga að vera. Glugginn á að vera sýnilegur til þess að viðskiptavinurinn geti gengið úr skugga um að viðskipti hans séu rétt skráð. Innri strimill verður að vera í kassanum sem sýnir hverja innstimplun og fer hann inn í bókhaldsgögn verslunarinnar. Ytri strimil—kassakvittunina - á hver viðskiptavinur að fá í hendur.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.