Þjóðviljinn - 22.06.1990, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 22.06.1990, Qupperneq 2
SYSTIR SKAÐA SKRIFAR En lille solstrále- historie Eg er ennþá mjög jákvæð. Ég ætla bara að taka það fram svona til vonar og vara, ég hef nefniiega orðið vör við að sumir, - og ég nefni engin nöfn, - að sumir semsagt trúa ekki al- mennilega á þetta hjá mér. En ég segi bara sem svo að sumir gætu verið jákvæðari sjálfir, en þetta er auðvitað á vissan hátt gott fyrir mig. Ég meina að fólk skuli vera soldið nei- kvætt í kringum mig því þannig fæ ég sko nóg af tækifærum til að æfa mig í jákvæðni og ætli mér veiti nokkuð af því eftir öll mín neikvæðu ár. Ég á eflir að fara á fulit af námskeiðum tii að verða fullnuma, mér er það alveg ljóst að enginn nær hinni sönnu jákvæðni án þess að leggja neitt á sig, en mér gengur samt alveg rosalega vel. Nú hef ég náð öðru stigi já- kvæðninnar á engum tíma næstum því, alla- vega frétti ég um daginn að fólk væri yfirleitt miklu lengur að því en ég og ég gæti meira að segja nefnt dæmi, en það vil ég auðvitað ekki, það er nefnilega ekki jákvætt. En ég hef sum- sé náð öðru stigi og það þýðir að ég er ekki einungis aiveg feikilega jákvæð sjálf svona al- mennt, heldur er ég líka farin að sjá jákvæðn- ina í öðrum, meira að segja þar sem ég sá ein- ungis neikvæða hluti áður. Svona skiptir það miklu máli hvaða augum maður litur hlutina og nú ætla ég sko að illustrera. Myndskreyta mál mitt. Það er til dæmis þetta með sautjánda júní. Alveg meiriháttar frábær dagur. Og ég orðin svo bjartsýn og jákvæð í lok dagsins að ég þurfti barasta að setja upp sólgleraugun, svei mér þá, mér fannst vera komin sól og það fmnst mér sko vera dæmi um jákvæðni því það getur eiginlega ekki hafa verið rétt, svona strangt tekið og veðurfarslega séð á ég við. En það sem meira er, ég var ekki ein um þetta. Það var fullt af fólki sem leið sona alveg einsog mér, ég sá það vel. Aldrei hefur mér liðið svona vel á sautjándanum áður. Ekki einusinni þegar ég var bam. Sérstaklega ekki þegar ég var bam. Ég hef verið alveg óhemju neikvætt bam, það sé ég núna. Þau eru sko ekki svona blessaðir englamir í dag, ónei. Elsku litlu angans pottormamir sem réðu sér ekki fyrir hamingju yfir sautjánda júní og hreinlega grátbáðu foreldra sína um gotterí og blöðrur til þess að allt væri nú fullkomnað... en nóg um það. En það var sko hljómsveitin okkar sem var toppurinn. Hún var nefnilega það al jákvæð- asta af öllu sem gerðist í lífi mínu ailan þann dag og jafnvel þótt til Iengri tíma sé Iitið, ég segi ekki meir. Sko, þau vom þama að syngja og spila og svoleiðis einsog svona hljómsveit- ir gera ha, heimsfrægt fólkið sem er búið að vinna fyrir okkur stórsigra i útlöndum og ég veit ekki hvað og svo, svona í kveðjuskyni, þá dreifðu þau svona árituðum myndum af sér yfir mannfjöldann og það fannst mér svo æð- islegt. Algjör klassi sko, enda kunni fólk að meta þetta. Og rétt einsog það væri ekki nóg þá kvöddu þau líka á svo æðislega sætan og krúttaðan hátt, já, og alþjóðlegan að maður hreinlega fékk í hnén. Það voru sko svoleiðis straumamir á svæðinu að loftið hreinlega víb* raði yfir Lækjartorgi. Það gerðist sko þegar þau stóðu þama þessar elskir og hrópuðu I love you! I love you all! Mér fannst þetta svo rosalega æðislegt að ég réð mér ekki. Það var alveg hrikalega frá- bært að finna hvemig svona jákvæð áhrif geta gengið uppí eina heild á þennan hátt, svona æðri einingu. Oooooohh! Og svo fannst mér þetta svo rosalega viðeigandi, eitthvað svo rosalega þjóðlegt og alþjóðlegt og allt, - og það fannst öllum hinum líka. Fólk hreinlega trylltist þama úr jákvæðni. Hugsa sér! En ég ætla samt ekki að hugsa þá hugsun til enda hvað það hefði verið mikill munur ef svona- lagað hefði gerst í mínu ungdæmi. Ég hrein- lcga meika það ekki. Ætli maður hefði ekki orðið önnur manneskja þá þegar? Ég held barasta að það geti verið. Já. Þetta var bara svona lítil solstrálehi- storie fra det virkelige liv. Ha. Bara svona til að sýna hvað smá jákvæðni getur gert fyrir mann. Ætli vona sögur gerist bara betri. Ég hugsa bara sveimérþá eiginlega ekki. Það er nú annars engin smávinna að læra raunverulega jákvæðni, ég skal alveg viður- kenna það, en þetta er auðvitað allt tekið út með sældinni, enginn vafi á því. En fyrir svona fólk einsog mig sem er nú bara komið á annað stig þá er nú stundum erfítt að finna útúr hlutunum. Hver hin raunverulega jákvæða hlið sumra mála er meina ég. (En það er alveg gífurlega jákvætt að viðurkenna að maður geti átt í smá basli með þctta. Það er eiginlega tera- pía, eða svoleiðis.) Þessvegna er nú verið að hafa þessi námskeið. Svo maður læri að fatta hvað er alvöru jákvæðni og hvað plat. Ég er til dæmis núna með próblem sem er eiginlega fyrir lengra komna. Ég meina, ég fatta ekki hvað er mest jákvætt. Mér finnst nefnilega alveg hrikalega jákvætt hjá fólki að gera svona launasamninga og setja inní þá að það eigi að svíkja þá. Þetta er sko hinn rétti andi, meina ég. Það vita hvort sem er allir að svona samnignar eru alltaf sviknir á einn eða annan hátt og þá er bara best að gera ráð fyrir því. Hafa þetta bara opinbert, ég meina það. Kominn tími til. En svo bara það að það er einsog þetta sé ekkert rosalega jákvætt fyrir þá sem gerðu samninginn. Þessa sem áttu að fá launahækkun á ég við. Það er bara einsog þeim finnist alls ekkert ókei að fá ekki þessa peninga sem þau voru að semja um. En ef þetta er nú einsog maðurinn segir að það hafi verið skrifað undir að þetta eigi að vera svona þá er náttúrlega verið að standa við samninginn en ekki svíkja hann... nema það sé á þessu einhver vínkill sem mér hefúr hrein- Iega sést yfir. Ég er farin að halda það. Ég meina mér finnst þetta alveg hryllilega loðið þótt ekki sé meira sagt og það er svona smá erfitt fyrir byrjendur einsog mig að vita ekki hvert á að beina ákveðninni svona mest, þótt auðvitað eigi hún að fara útum allt. En ég er semsagt soldið miður mín yfir að fatta þetta ekki nógu vel þótt það lagist auðvit- að þegar ég er búin að fara á fleiri námskeið. Maður verður bara að vona það. \ ROSA- GARÐINUM Betur að satt væri Sú sorglega staðreynd blasir við að eina dagblaðið á íslandi sem telur sig styðja málstað hægri manna, Morgunblaðið, er á síðari árum orðið ruslakista vinstri sjónarmiða. DV Hollráð við hárleysi Madonna þarf að hugsa ráð sitt ef hún vill halda hárinu. Hún gerir svo mikið af því að lita það að hætta er á að hún verði sköllótt... Undanfarið hefur Madonna oft sést með hárkollu svo augljóst er að þetta er orðið mikið vandamál fyrir hana. Ef hún missir einu sinni allt hárið er ekki víst að það komi aftur. DV Af ástum samlyndra hjóna Díana fór nýlega í enn eitt fríið án Karls... Heyrst hefur að Karl sé eigingjarn og geri það sem hon- um dettur í hug þegar honum dettur það í hug... Díana dansaði við lífverðina hvern á eftir öðrum og skemmti sér konunglega þó að eiginmaðurinn væri víðsfjarri. DV Sjómannadagurinn loksins alþjóðlegur Ríkissjónvarpið franska... mynd- aði íslenskan sjómannadag. DV Komiðtilmínog allaryðaróskir verða uppfylltar Ertu þreyttur á ruglinu hérna heima og ert atvinnulaus? Viltu vinna erlendis við olíupalla, hót- el, samyrkjubú ofl. Upplýsingar í síma... Smáauglýsing í DV Seint verður upp á landann logið íslendingar snemma flestum hærri og spengilegri: Fæðast mun þyngri en Norðurlandabúar. Tíminn Spyr sá sem ekki veit Hvað er unnið með því að finna nýja fiska í sjónum ef ekki má veiða þá og verða vinsæll af þyí að hafa fundið þá? DV Svefnleysið hrjáir margan Vofa Khomeinis vakir. Fyrirsögn í Alþýöublaóinj Ást er... Ást er... það að vera eins og ég og Sigríður, nýgift og nýkomin úr brúðkaupsferð. DV 2 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 22. júní 1990

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.