Þjóðviljinn - 22.06.1990, Side 7
Bandaríkjahefmenn á vlgaslóð í Panama - við þá atburði fékk ótti Kúbana
við hugsanlega bandariska innrás á eylandið þeirra byr undir vængi.
inn að búa landa sína undir þetta
með því að hvetja til sparpaðar og
gefa jafnvel í skyn- að ef til vill
verði að rýra einhvetja þætti vel-
ferðarkerfisins. Stjóm hans leitast
einnig við að auka viðskiptin við
önnur riki og hefur Evrópu vestan
Sovétrikja þá einkum í huga.
Kúbanska stjómin er þannig á-
fram um að viðhalda viðskipta-
samböndunum við Austur-Evr-
ópuríkin, ekki síst með það fyrir
augum að komast gegnum þau
sambönd inn fyrir dyr á því „sam-
evrópska heimili,” sem nú er svo
mjög á döfinni.
Umskipti þau, sem kúbanska
stjómin kvað stefna að, þurfa ekki
að koma mjög á óvart, að öllu at-
huguðu. Þegar Castro kom til
valda var hann ekki kommúnisti,
en varð það sumpart vegna
slæmrar reynslu af lýðræðis-
stjómum, sem Kúbanir höfðu
annað veifið haft yfir sér og
reyndust ekki síður spilltar en
einræðisherramir. Öðmm þræði
knúðu Bandaríkin Castro til
sinnaskipta með því að setja við-
skiptabann á Kúbu, en það varð
til þess að hann varð að leita á
náðir Sovétríkjanna, stjóm sinni
til bjargar og til þess að hafa ein-
hveija möguleika á að koma um-
bótafyrirætlunum sínum í verk.
1958 vom yfir 70 af hundraði ut-
anríkisviðskipta Kúbu við Banda-
ríkin; 1963 vom yfir 80 af
hundraði þeirra viðskipta eyríkis-
ins við Sovétríkin og önnur ríki
undir stjóm kommúnista.
r
Iran
25.000 taldir af
eftir jarðskjálfta
Jarðskjálfti olli í fyrrinótt
(samkvæmt staðartíma) gíf-
urlegu tjóni í fjallahéruðum
norðvestur af Teheran, höfuð-
borg írans, og suðvestur af
Kaspíhafi. Haft var í gærkvöldi
eftir írönskum stjórnartals-
manni að vitað væri að um
25.000 manns hefðu farist, en
líklegt er að fjölmargt fólk hafi
þá enn legið undir rústum
hruninna húsa, látið eða slasað.
Mest varð tjónið í héraðinu
Zanjan, en einnig varð gífurlegt
tjón í Gilanhéraði þar nálægt. Að
sögn íranska sjónvarpsins hmndi
borgin Roudbar í Zanjanhéraði að
Splundra Indíánar
Kanada?
Forystumenn Indíána afsegja
nú að samþykkja stjómarskrár-
breytingu þá er Mulroney forsætis-
ráðherra beitir sér fyrir. Einum
þeirra, Elijah Harper, hefur tekist
með því að benda á formgalla í
meðferð málsins að tefja afgreiðslu
þess á þingi Manitoba.
Samningur fylkisforsætisráð-
herranna og Mulroneys um stjóm-
arskrárbreytinguna verður að fá
staðfestingu allra kanadísku fylkj-
anna fyrir 23. þ.m. - morgundaginn
- ef hann á að ná fram að ganga,
samkvæmt áður gerðu samkomu-
lagi. Samkvæmt breytingunni fær
Quebec meiri sjálfstjóm en hin
fylkin, og er svo látið heita að það
eigi að vera til vemdunar franskri
tungu þess og menningu. En indí-
ánar benda á að þeir njóti engrar
slíkrar viðurkenningar á menning-
arlegri sérstöðu sinni, enda þótt
óumdeilt sé að þeir séu upphaflegir
íbúar landsins og hafi verið þar
mörg þúsund ámm á undan bæði
ensku- og frönskumælandi löndum
sínum.
Fáist fyrmefnd sérstaða Que-
bec ekki viðurkennd í stjómarskrá,
em líkur taldar á að íylki þetta segi
sig úr Kanada.
mestu til gmnna við skjálftann og
er talið að um 5000 manns þar og
í nágrenni hafi farist eða slasast.
Skjálftinn náði norður í Sovét-
Aserbædsjan og til Teheran og í
borginni Qasvin, rúmlega 100 km
norðvestur af höfuðborginni, fór-
ust um 90 manns.
Skjálftinn mældist 7,3 stig á
richterskvarða og varð klukkan
12.31 í fýrrinótt, samkvæmt stað-
artíma, en kl. 21.01 á miðviku-
dagskvöld samkvæmt Green-
wich-meðaltíma. Um 12 tímum
síðar varð á sama svæði annar
jarðskjálfti, er mældist 6,5 stig á
richterskvarða. Hémð þau, sem
skjálftinn lék verst, em fjöllótt og
djúpir dalir, þar sem ræktað er
hveiti og vínviður, milli fjalla. Er
þetta eitt helsta komræktarsvæði
Irans. Jarðskjálftinn olli miklum
skriðufollum og munu tugir ef
ekki hundmð sveitaþorpa hafi
grafist undir skriðum að meira
eða minna leyti. Eftirskjálftar
hafa torveldað björgunarstarf og
einnig það að skriðuíoll hafa víða
lokað vegum. Að sögn þarlendra
heimildarmanna hafa fjallshlíðar
sumsstaðar í heilu lagi hmnið yfir
dali og vegi. Björgunarmenn fóm
á svæðið í þyrlum. Iransstjóm
hefur lýst yfir neyðarástandi og
þriggja daga þjóðarsorg og beðist
hjálpar erlendis frá. Mest er þörf-
in sögð vera á lyfjum, sjúkra-
gögnum og tjöldum, en einnig er
að sögn UNDRO, stofnunar á
vegum Sameinuðu þjóðanna sem
hefur það hlutverk að bregðast
við áfollum sem þessu, þörf á
niðursoðnum mat, teppum, fatn-
aði, ökutækjum, grafiólum o.fl.
Af fréttum í gærkvöldi að
dæma hefur jarðskjálfti þessi ver-
ið álíka skæður og annar sem
varð 1978 í smáborginni Tabas
og nágrenni hennar, í Iran austan-
verðu á suðurjaðri eyðimerkur-
innar Dasht-e-Kavir. Þar fómst
um 25.000 manns.
Ferðaþiónusta
Erum við að
verða fagmenn?
etta lítur mjög vel út og það
er engan barlóm að finna í
þessum verbúðum,” sagði
Kjartan Lárusson forstjóri
Ferðaskrifstofu íslands, þegar
hann var inntur eftir því hvern-
ig útlitið væri í sumar, hvað
varðar erlenda ferðamenn. Þótt
flestir búist við mikilli aukn-
ingu ferðamanna hingað til
lands í sumar, eru ekki allir á
því máli. Paul Richardson
framkvæmdastjóri Ferðaþjón-
ustu bænda sagði að síðastliðin
Þrjú ár hefðum við staðið í stað
hvað varðar fjölda ferða-
manna. „Það hefur orðið al-
menn aukning í ferðalögum I
Evrópu og það er alveg eins hér.
Við skerum okkur ekkert úr
hvað það varðar,” sagði Paul.
Verður 1990
metár?
Talað er um að árið í ár verði
algert metár og erlendir ferða-
menn flykkist hingað þúsundum
saman. I fyrra komu hingað
130.503 erlendir ferðamenn og
margir búast við að enn fleiri
komi núna. Kjartan Lárusson
vildi taka þessu með varúð.
„Maður heyrir þessar metyfirlýs-
ingar ungra og glaðhlakkalegra
manna sem fá glýju í augun á á-
lagspunktum, en ég er ekki alveg
sammála. Það er vissulega margt
sem gæti stuðlað að því, og auð-
vitað vona ég hið besta, en rekst-
ur ferðaþjónustu er eins og kosn-
ingar. Það veit enginn endanlega
niðurstöðu fyrr en búið er að telja
upp úr kössunum. Það er þess
vegna futlsnemmt að staðhæfa að
þetta ár verði metár,” sagði Kjart-
an.
Byrjunin
lofar góöu
Byijun vertíðarinnar er samt
sem áður mjög góð. Sem dæmi
má nefna að í maí sl. komu hing-
að til lands 11.569 erlendir ferða-
menn, og það er rúmlega 15%
aukning frá því í fyrra. Paul Rjc-
hardson taldi að það mætti hugsa
sér að fjöldi ferðamanna í ár yrði
samtals 135.347, sem er fram-
reiknuð tala miðað við í fyrra. Þó
bæri að taka þessari tölu með fyr-
irvara.
Þrátt fyrir það að margir efist
um hið svokallaða metár, segja
bókanir á hótel og í ferðir sitt. Á
öllum þeim stöðum sem hýsa er-
lenda férðamenn var sömu sögu
að segja. Bókanir eru fleiri en
nokkru sinni. Sums staðar var allt
fúllt út sumarið. Þær upplýsingar
fengust hjá Samvinnuferðum/
Landsýn að hringferðir á þeirra
vegum um landið væru uppbók-
aðar, ferð eftir ferð. „Við búumst
við að taka á móti um 10.000
manns,” sagði Hildur Jónsdóttir
deildarstjóri innanlandsdeildar
Samvinnuferða. „Horfumar í
sumar eru mjög góðar. Sem dæmi
get ég nelht að það koma hingað
7 skemmtiferðaskip á okkar veg-
um með farþegafjölda á bilinu
300-600 hvert skip. í fyrra var
metár hjá okkur, en það horfir
mun betur nú,” sagði Hildur.
í BRENNIDEPLI
Hvað veldur
þessari
aukningu?
Kjartan Lámsson sagði þrennt
aðallega valda þessari aukningu
erlendra ferðamanna hingað. „I
fyrsta lagi hafa erlendar ferða-
skrifstofur áttað sig á þvi að ís-
land er ekki nándar nærri eins
dýrt og það hefur verið undanfar-
in ár. I öðm lagi er ástæðan mikil
sölumennska og mjög mikil á-
hersla á sölu- og markaðsmál er-
lendis. Það hefúr töluvert mikið
að segja. Og i þriðja lagi, og
sennilega það mikilvægasta, Is-
land er yndislegt, sama hvað hver
segir,” sagði Kjartan.
Hildur Jónsdóttir taldi þessa
miklu aukningu vera vegna mark-
vissrar markaðssetningar, bæði á
vegum ferðaskrifstofa og ferða-
málayfirvalda.
Aðspurður um hvort íslend-
ingar væru orðnir fagmenn í
ferðamannaiðnaðinum, sagði
Kjartan að töluvert vantaði upp á
það. Það væru bæði góðar og
slæmar hliðar á því máli. „Það er
gamall og góður siður hjá Islend-
ingum að taka vel á móti gestum
og við eigum að veita þá þjónustu
sem við best getum og þá eins
faglega og unnt er. Hins vegar er
ágætt að við skulum ekki vera
orðnir mjög miklir fagmenn, því
þá verður þróunin kannski aðeins
hægari en hún gæti ella orðið. Og
sígandi lukka er farsælust í þessu
sem öðru,” sagði Kjartan.
Hvaðan koma
ferðamennirnir?
Flestir þeirra erlendu ferða-
manna sem hingað koma í ár,
virðast vera frá Frakklandi,
Þýskalandi, Bretlandi og Sviss. í-
tölum fjölgar þó nokkuð og svo
eru það Norðurlandabúar. Sér-
staklega eru þeir Qölmennir á ráð-
stefnur, sem verða nokkuð margar
í sumar. Þá eru Ástralíubúar að
sækja í sig veðrið og eru að byrja
að fara í ferðalög hingað norður.
Hins vegar hefur Bandaríkja-
mönnum fækkað töluvert.
Ef hugsað er um hvað þessir
erlendu ferðamenn gefa af sér í
gjaldeyri, þá jukust gjaldeyris-
tekjur af seldri þjónustu um 203
miljón krónur árið 1989 miðað
við árið á undan. Og þegar skoð-
að er hvað við íslendingar eydd-
um eriendis, þá voru það 10.406
miljónir króna 1989, sem eru 750
miljón krónum minna en árið á
undan. Þetta þýðir að við öfluðum
127 miljónum meira en við eydd-
um erlendis.
Landvemd
Það þýðir hins vegar ekki bara
að hugsa í peningum, við verðum
að vemda landið okkar. Þótt það
stefni í metár nú og ferðamenn
verði aldrei fleiri, verða ekki
gerðar neinar sérstakar ráðstafan-
ir hvað náttúruvemd snertir. Þór-
oddur Þóroddsson ffamkvæmda-
stjóri Náttúmvemdarráðs, sagði
að það væri hreinlega ekki fjár-
hagslegt svigrúm til sérstakra ráð-
stafana. „Við gáfum út bækling
um akstur utan vega og hvemig
umgangast eigi landið, og við
vonum að menn taki mark á hon-
um. Hins vegar em erlendir ferða-
menn ekkert verri en íslenskir,
þannig að það er alveg eins á-
stæða til að fræða íslendinga um
landið,” sagði Þóroddur.
ns.
NÝTT HELGARBLAÐ — SlÐA 7