Þjóðviljinn - 22.06.1990, Qupperneq 10
FRETTIR
Síldarvinnslan
Tap vegna loðnubrests
Rúmlega 35 miljón króna tap ífyrra. Hagnaður þrjú árin þar á undan
Rúmlega 35 miljón króna tap
varð á rekstn Sfldarvinnsf-
unnar hf. í Neskaupstað í fyrra en
þrjú ár þar á undan varð hagnað-
ur á rekstri fyrirtækisins.
Heildarveltan var tæpar 1.900
Frá áramótum til maíloka var
heildaraflinn orðinn 932.600
tonn en á sama tímabili í fyrra var
hann 945.400 tonn. í maí var
heildarafli landsmanna 74.407
tonn en það er um 2 þúsund tonn-
um minni afli en í maí í fyrra.
Þetta kemur fram í bráða-
birgðatölum Fiskifélags íslands.
Ef einstaka tegundir eru skoðað-
ar kemur í ljós að þorskur í aflan-
um er um 5 þúsund tonnum
meiri, ýsa 3.500 tonnum meiri,
miljónir króna. Þetta kom fram á
aðalfundi fyrirtækisins sem hald-
inn var fyrir skömmu.
Á fundinum kom fram að
hagnaður fyrir afskriftir og fjár-
magnskostnað nam 210 miljón-
ufsi 3.900 meiri, karfi 730 tonn-
um meiri, skarkoli 300 tonnum
meiri, annar botnfiskur 580 tonn-
um meiri, rækja 160 tonnum
meiri, hörpudiskur 247 tonnum
meiri og humar 213 tonnum
meiri.
Af þeim tegundum sem minna
hefur verið veitt af munar mest
um mun minni grálúðuafla eða
sem nemur um 16.300 tonnum og
þá var steinbítsaflinn 230 tonnum
minni. -grh
um króna. Að teknu tilliti til af-
skrifta, fjármagnskostnaðar og
sölu eigna var tap á rekstrinum.
Hinsvegar var 10,2 miljón króna
hagnaður af rekstri fyrirtæksins
árið 1988.
Finnbogi Jónsson fram-
kvæmdastjóri Sfldarvinnslunnar
segir að helsta ástæðan fyrir því
að tap varð á rekstri fyrirtækisins
á síðasta ári hafi verið sú að
loðnuvertíðin brást fram að ára-
mótum. Af þeim sökum hafi orð-
ið tap á útgerð loðnuskipa og
loðnuverksmiðju. Aftur á móti
var hagnaður af botnfiskveiðum
og vinnslu. Að meðaltali störf-
uðu um 420 manns hjá þessu
stærsta fyrirtæki þeirra Norðfirð-
inga og heildarlaunagreiðslur
fyrirtæksins námu alls 550 milj-
ónum króna.
Varðandi reksturinn á þessu
ári sagði Finnbogi að hann mundi
ráðast að miklu leyti hvernig
loðnuvertíðin yrði á komandi
vertíð. Hinsvegar væri vinnsla og
veiðar á botnfiski ákveðin stærð
og njörvuð niður í kvótanum.
Finnbogi ságði að þær hækkanir
sem hafi orðið á verði frystra
afurða á erlendum mörkuðum
vega aðeins upp í þann mismun
sem varð þegar hætt var að greiða
verðbætur á freðfiskinn úr Verð-
jöfnunarsjóði fiskiðnaðarins.
Á árinu 1989 nam heildarfjár-
festing Sfldarvinnslunnar um 260
miljónum króna og vegur þar
mest fjárfesting í fiskiskipum eða
um 210 miljónir króna. Þar vegur
þyngst kaup fyrirtæksins á skut-
togaranum Júlíusi Geirmunds-
syni frá ísafirði, nú Barðanum
NK, og gagngerar endurbætur
sem unnar voru á togaranum
Bjarti í Slippstöðinni á Akureyri.
Þá fól aðalfundurinn stjórn
Sfldarvinnslunnar að vinna að því
að auka hlutafé fyrirtækisins á
þessu ári. ~grh
Sónata
fyrir
einleiksfiðlu
Nýlega er út komin sónata fyrir
sólófiðlu eftir Hallgrím Helga-
son. Mun þetta vera fyrsta tón-
verk þeirrar tegundar, sem prent-
að er hérlendis.
Sónatan er tileinkuð kanadíska
fiðluleikaranum Howard
Leyton-Brown, sem oft hefir
leikið hana á konsertum, m. a. við
Ann Arbor háskólann í Michig-
an, er hann þar hlaut doktors-
gráðu við músíkdeildina; og að
hans ósk var verkið upphaflega
samið. Hann hefur einnig annast
fingrasetningu og boganotkun
eða fraseringu.
Björn Ólafsson spilaði verkið
sömuleiðis og gerði því mjög góð
skil í ágætum flutningi, þar að
auki fiðluleikarinn Börge Hil-
fred.
Aðalútsala er hjá forlaginu
Öm og Örlygur, Síðumúla 11, en
þar eru auk þess fyrirliggjandi um
70 önnur verk höfundar.
Fiskifélagið
Samdráttur í afla
islenska jámblendilélagið hf.
Gæðastjórnun
íslenska járnblendifélagiö hf. auglýsir eftir
starfsmanni til að koma á fót og þróa kerfi til
qæðaeftirlits og gæðastjórnunar skv. alþjóða-
staðli ISO 9001.
Umsækjendur þurfa m.a. að:
- hafa gott vald á ensku og einu Norðurlanda-
máli, gjarnan norsku
- hafa menntun í raungreinum
- hafa þekkingu á og reynslu í að vinna við
einmenningstölvur
- geta unnið sjálfstætt
- eiga auðvelt með að tjá sig
- hafa gjarnan reynslu í kennslu og námskeiðs-
haldi.
Nánari upplýsingar veita Jón Hálfdanarson og
Sigtryggur Bragason í síma 93-20200.
Allar umsóknir skulu hafa borist íslenska járn-
blendifélaginu hf. eigi síðar en mánudaginn 23.
júlí nk.
Vopnafjörður
Sveitarstjóri
Starf sveitastjóra Vopnafjarðarhrepps er laust
til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 15. júlí.
Umsóknir með upplýsingum um menntun og
fyrri störf sendist oddvita Vopnafjarðarhrepps
Lónabraut 41. Sími 97-31108.
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
Jónsmessu-sumarferd Alþýðubanda-
lagsins í Reykjavík um Snæfellsnes
Dagskrá sumarferðar ABR
23. - 24. júní n.k.
Verð kr. 2.800.-
Bfll + gisting í svefnpokaplássi.
Laugardagur 23. júní
Lagt af stað frá Hverfisgötu 105 kl. 10.00.
Ekið sem leið liggur vestur í Staðarsveit. Séra Rögnvaldur Finn-
bogason, sem tekur á móti okkur á Staðastað segir frá ferð sinni til
Palestínu.
Undir leiðsögn Skúla Alexanderssonar ökum við svo yfir jökul.
Gist verður að Gimli á Hellissandi.
Sunnudagur 24. júní
Hress og endurnærð förum við frá Hellissandi kl. 10.00. Félagar
frá Grundarfirði koma til móts við okkur og segja frá sínum kenni-
leitum.
Við kveðjum þá í Berserkjahrauninu og höldum heim og verðum í
Reykjavík kl. 16.00 - 18.00.
Takið með hlý föt og nesti, svefnpokann, söngbækur og góða
skapið.
Tekið á móti pöntunum í ferðina á skrifstofu ABR, síma 17500, hjá
Guðrúnu B. síma 25549 eða Guðrúnu Ó. síma 15874/681150 tll
hádegls á föstudag 22. júní. Ferðanefnd ABR
Laugardagur 30. júní kl. 9.00
Framhald stjórnmálaumræðna.
3. Flokksstarfið - Undirbúningur Alþingiskosninga.
4. Sjávarútvegsmál.
5. Landbúnaðarmál.
6. Önnur mál.
Um kl. 16 á laugardag verður gert hlé á fundarstörfum og farið í
heimsókn til Neskaupstaðar. Þar verður staðurinn skoðaður og
kvöldinu síðan eytt i boði heimamanna.
Sunnudagur 1. júlf kl. 10.00
Framhald umræðna
Afgreiðsla mála.
Fundi lýkur eigi síðar en kl. 15.00.
Að loknum fundi á sunnudag býðst fundarmönnum að fara í
skoðunarferð um nágrennið.
Flug og gisting
Ferðamiðstöð Austurlands hf. sér um skránlngu í flug til Eg-
ilsstaða og í gistingu.
Nauðsynlegt er að miðstjórnarmenn skrái sig sem fyrst og í
síðasta lagi 25. júnf.
Síminn í Ferðamiðstöð Austurlands er 97-12000.
Steingrímur J. Sigfússon
formaður mlðstjórnar
Alþýðubandalagsins
Úr einni sumarferð AB á Austurlandi. (Ljósm. H.G.)
Alþýðubandalagið á Austurlandi
Oddviti Vopnafjarðarhrepps
VEISTU ...
að aftursætið
fer jafnhratt
og framsætið.
SPENNUM BELTTN
hvar sem við sitjum
í bílnum. /jj^\
yUMFERÐAR
RÁÐ
Alþýðubandalagið Suðurlandi
Fundur kjördæmisráðs og fulltrúa í miðstjórn Alþýðubandalagsfé-
laganna á Suðurlandi verður haldinn á Selfossi, í húsi Alþýðu-
bandalagsins, föstudaginn 22. júní kl. 18.
Fundarefni: Miðstjórnarfundur Alþýðubandalagsins á Egilsstöð-
um um mánaðamótin.
Áríðandi að allir komi. Stjórn kjördæmisráðs
Fundur miðstjórnar
Alþýðubandalagsins
haldinn á Egilsstöðum dagana 29. júní til 1.
júlí næstkomandi
Föstudagur 29. júní kl. 20.30
1. Fundurinn settur í húsakynnum Menntaskólans á Egilsstöðum
2. Stjórnmálaumræður
2.1. Störf ríkisstjórnarinnar / Árangur í efnahagsmálum.
2.2. Úrslit sveitarstjórnarkosninga / Stjórnmálaástandið staða
flokksins.
Sumarferð laugardaginn 7. júlí 1990
um Reyðarfjarðarhrepp hinn forna
Búðareyri - Hólmanes - Eskifjörður - Breiðavík - Vöðlavík
Rútur leggja af stað sem hér segir:
★ Frá Egilsstöðum (Söluskála KHB) kl. 09.00.
★ Frá Neskaupstað (Söluskála Skeljungs) kl. 08.30.
★ Frá Breiðdalsvík (Hótel Bláfelli) kl. 08.00.
Safnast verður saman undir Grænafelli innst í Reyðarfirði kl.09.30
á laugardagsmorgni. Skoðaðar minjar um herstöðvar á Reyðar-
firði, gengið um friðland á Hólmanesi, litið á sjóminjar á Eskifirði,
silfurbergsnámu við Helgustaði, heimsóttur einokunarkaupstaður
á Útstekk við Breiðuvík og ekið um Víkurheiði til Vöðlavíkur.
Ferðalok um kl. 19.
Staðkunnugir leiðsögumenn (Helgi Seljan, Hilmar Bjarnason
o.fl.) lýsa söguslóðum og náttúru.
Fararstjóri: Hjörleifur Guttormsson.
Þátttakendur skrái sig sem fyrst hjá Ferðamiðstöð Austur-
lands, Egilsstöðum, sími 12000.
Hafið meðferðis nesti og gönguskó.
Allir velkomnir. Kjördæmisráð AB
10 ?ÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 22. júní 1990