Þjóðviljinn - 22.06.1990, Page 11

Þjóðviljinn - 22.06.1990, Page 11
Ókeypis veiöi í einn dag Veiðidagur fjölskyldunnar er á sunnudaginn. Frí veiði í fjölmörgum vötnum allt í kringum landið Helgarveðrið VeöriA á laugardag og sunnudag: NA-átt um allt land og vlðast 4-5 vlndstig. Súld eða rigning um norðanvert landið, enn annars þurrt. Hiti 6-16 stig. Veiðidagur fjölskyldunnar verð- ur næsta sunnudag, 24. júní. Undanfarin sex ár hafa stang- veiðifélög vítt og breitt um landið og ýmsir þeir sem hafa yfir veiði- vötnum að ráða boðið fóiki upp á að renna frítt fyrir silung um dagsstund, en það er Landssam- band stangveiðifélaga sem stend- ur fyrir uppátækinu. Að baki hugmyndinni um Veiðidag fjölskyldunnar býr sú hugmynd að háir sem lágir drífi sig í veiðitúr og njóti þess að renna fyrir gómsætan vatnafisk eina dagsstund. Að þessu sinni verður mönnum boðið upp á að renna ókeypis fyrir fisk í einum 20 vötnum. Af hálfu Landssambands stangveiðifélaga og einstakra að- ildarfélaga þess er mönnum boð- ið til veiði í eftirfarandi vötnum: Þingvallavatni að norðanverðu á veiðisvæði Kárastaða, Heiða- bæja og þjóðgarðsins, Elliða- vatni, Seltjörn, Geitabergs-, Glammastaða- og Eyrarvatni í Svínadal, Langavatni, Vatna- hverfisvötnum rétt norðan Blönduóss, Vesturósi Héraðs- vatna, Miklavatni í Fljótum og Ljósavatni í Ljósavatnsskarði. Þá bjóða bændur og Ferða- þjónusta bænda einnig upp á fría veiði í nokkrum vötnum: Vatnsholtsvötnum í Staðar- sveit, Vatnsdalsvatni á Barða- strönd, Torfastaðavatni í Mið- firði, Höfðavatni á Höfðaströnd, Ljósavatni í Ljósavatnsskarði, Langavatni í Suður- Þingeyjarsýslu, Þorbjörnsvatni í Jökulsárhlíð, Víkurflóði skammt frá Kirkjubæjarklaustri og Heiðarvatni í Mýrdal. -rk Veiðidagur fjölskyldunnar Þingvallavatn: Fyrir landi Þjóðgarðsins, Kárastaða og Heiðabæja Norðlensk sveifla í víking Annað kvöld klukkan átta hefst fjölbreytt fjölskylduskemmtun í Norræna húsinu í tilefni Jónsmessunnar. Léttsveit Húsa- víkur og Söngsveitin NA 12 frá Húsavík munu létta lund við- staddra ásamt félögum úr Fære- yingafélaginu, Gretti Björnssyni harmonikkuleikara og norskum kór. Kvartett Görans Palm frá Svíþjóð leikur síðan fyrir dansi. Húsvíkingarnir verða einnig með tónleika sem hefjast klukkan fjögur. A sunnudag halda Léttsveitin og Söngsveitin NA 12 síðan til Englands þar sem tónlistarfólkið frá Húsavík mun halda fjölda tónleika í skólum og íþrótta- klúbbum. Grétar Sigurðsson, éinn Léttsveitarmanna, sagði Þjóðviljanum að tónlistarfólkið hefði sett sér það sem markmið að fara til Englands til tónleika- halds, til þess að halda uppi dam- pi í starfinu. Það væri mikið fé- lagslegt átak að halda uppi svo öflugri tónlistarstarfsemi og því nauðsynlegt að hafa eitthvað til að stefna að. Það er Bretinn Norman H. Denis sem stjórnar Léttsveitinni en Bandaríkjamaðurinn David Thomson stjórnar kórnum. Grét- ar sagði fyrrum stjórnanda Söngsveitarinnar Sundy Mills eiga hugmyndina að tónleikaför um England, og mun hann verða fararstjóri húsvíska tónlistar- fólksins í Englandi. En allir þessir útlendingar hafa verið við tónlist- arkennslu á Húsavík á undan- förnum árum. í Léttsveitinni eru fimmtán hljóðfæraleikarar en í kórnum eru tólf söngvarar. Á Jónsmessuhátíðinni í og við Norræna húsið er lögð áhersla á að öll fjölskyldan geti skemmt sér saman. Félagar úr Færeyingafé- laginu munu leiða færeyskan dans. í upphafi Jónsmessuhá- tíðarinnar verður reist maistöng og bál tendrað klukkan tíu. Dansað verður í kring um stöng- ina og farið í ýmsa leiki með börnunum. Þá verður fjölda- söngur og ýmislegt fleira gert sér til skemmtunar. Pylsur og aðrar veitingar verða seldar í Norræna húsinu. Að- gangur er ókeypis og allir vel- komnir. -hmp NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 11 ÆGIR EYJASLOÐ 7 - SIMI 62-17-80 • fyrir allar árstiðír • allur hugsanlegur útbúnaður í vagnínum • reístur á 15 sek. SEGLAGERÐIN • Opíð allat helgar í sumar UM HELGINA LA.UGARDAG KL. 11-16, SUNNUDAG KL. 12-16 TJALDVAGNARNIR KOMNIR TJALDVAGNAR Innifalið í verði vagnsins er: Stórt fortjald Botn í fortjald Eldavél með 3 hellum Gasjafnari # gardínur Borð • varadekk TOP VOLUME SUMAR SÝNING

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.