Þjóðviljinn - 22.06.1990, Side 15
endur hans er sennilega að finna
meðal karlmanna sem fæddir eru
á bilinu 1945-55. Þetta voru eink-
um ungir námsmenn og listamenn
sem höfðu hrifist af rokktónlist en
vildu gjaman krydda hana með
hrokafullri þjóðfélagsgagnrýni og
arfi bókmennta og lista. Margir
þeirra dýrkuðu hann jafnvel sem
guð og vitnuðu til hans í tíma og
ótíma. Dylan bæði naut þessa og
óttaðist. Aðdáendur gera jú alltaf
tilteknar kröfúr til átrúnaðargoða
sinna og það var ekki síst til að
hrista af sér þessar kröfúr sem
Dylan skipti svo ofi um stíl og
hvatti menn til sjálfstæðrar hugs-
unar: „You don’t need a we-
atherman to tell you where the
wind blows.”
Á þessum hröðu árum, fram
til 1966, hélt Dylan sig einkum í
New York, þar sem framúrstefnu-
list og rokktónjist kraumuðu í
sama pottinum. 1 þessu umhvarfi
var hann annar helsti miðpunktur-
inn og átti töluvert samneyti við
hinn, sem var Andy Warhol og
furðuíúglagerið í kringum hann.
Reyndar átti Dylan í sögulegu
ástarsambandi við helstu gyðju
Warhol-safnaðarins, fyrirsætuna
og leikkonuna Edie Sedgwick og
hún taldi sér trú um að þau ætluðu
sér að giflast, en frétti svo utan að
sér að hann hefði gifst Söru
Lowndes.
Miklar deilur hafa staðið um
það meðal poppfræðinga hvort
hin stórfenglegu ástarljóð Dylans
frá þessum árum eru ort til Söru,
Edie eða Joan Baez sem Dylan
hafði átt í löngu ástarsambandi
við. Ævisagnaritarinn Scaduto
hefur þó sett fram sennilegustu
skýringuna, sem sé að öll þessi
ljóð fjalli í raun um Dylan sjálfan,
enda sé hann eina persónan sem
hann hafi getað elskað. Vegna
snilldar sinnar fýrirgafst honum
frá unga aldri hrokafull og sjálf-
hverf framkoma og aðdáendahirð
hans lærðist fljótt að láta það vera
að gagnrýna hann. Dylan vandist
aðdáun svo snemma að honum
þótti hún sjálfsögð. Hann kunni
bara eina aðferð til að reyna við
konu á þessum árum. Hann settist
við fótskör hennar, hvort sem það
var í einrúmi eða í partíi, skrifaði
tugi eða hundruð ljóðlína og hélt
því fram við konuna að innblást-
urinn væri frá henni kominn.
Það liggur í hlutarins eðli að
Það er við hæfi að taka nú
saman, í hvaða skilningi Bob
Dylan telst frumkvöðull í dægur-
lagatónlist sjöunda áratugarins. í
fyrsta lagi ruddi hann hinni hrárri
og blúskenndari tegund þjóð-
lagatónlistar braut með fyrstu
plötum sínum. I öðru lagi varð
hann fánaberi beinskeyttra á-
deilusöngva með lögum á borð
við Biowing in the wind og Times
they are a-changin’. í þriðja lagi
ruddi hann vandaðri texta- eða
ljóðasmíð braut inn i dægurlög
með sídýpkandi ljóðum sem túlk-
uðu tíðarandann betur en nokkur
önnur orð um miðjan 7. áratug-
inn. I fjórða lagi átti hann ríkan
þátt í að fella bestu eigindir
rokksins og þjóðlagatónlistarinn-
ar saman í svonefndu þjóðlag-
arokki og því framsækna rokki
sem skapað var á mörkum bítla-
og hippatímans. Hann slagar því
hátt upp í Bítlana sem mesti á-
hrifavaldur í dægurtónlist sjö-
unda áratugarins, og áhrif hans
voru mun margbrotnari. Frum-
herjahlutverki Dylans lauk þó
ekki að fullu með mótorhjólaslys-
inu 1966, því að þegar hann sneri
loks aftur, tók hann þátt í að skapa
sveitarokkið og um leið að ryðja
þeim viðhorfúm braut á nýjan
leik að rokk ætti að vera til
skemmtunar fremur en að streit-
ast við að fúllnægja ströngustu
listrænu kröfum.
Guð eða listin
Ferill Dylans á áttunda ára-
tugnum hefur verið sveiflukennd-
ur, og honum hefur jafnan tekist
að koma á óvart. Honum tókst að
gefa út eina lökustu plötu rokk-
sögunnar, Self-portrait, árið 1970
og hann komst ekki á verulegt
flug aftur fyrr en með Blood on
the track árið 1974. Á henni sam-
einar Dylan marga bestu kosti
hinna ýmsu skeiða sem hann
hafði gengið í gegnum á sjöunda
áratugnum, bæði í tónlist og text-
um, og nýtur auk þess þeirra stór-
stígu framfara sem orðið höfðu í
upptökutækni. Hann hélt dampin-
um ágætlega með Desire og
Street legal og hann fór í
skemmtilega hljómleikaferð með
nokkrum vinum sínum, Rolling
thunder revue, en síðan fann hann
hjá sér þörf fyrir enn eina kúvend-
ingu. 1 þetta sinn sneri Dylan sér
að trúnni, greinilega út ffá per-
sónulegum vandamálum, en hún
blés honum ekki í bijóst listrænni
andagifl heldur urðu plötur hans
stöðugt Iakari næstu árin.
Sjá nœstu siðu
maður sem hafinn er í guðatölu
rúmlega tvítugur að aldri verður
aldrei venjulegur né þægilegur í
umgengni.
Heim í sveitina
Dylan lifði hratt, notaði am-
fetamín í stórum stíl og reykti þrjá
pakka á dag. Tónlist og textar
báru merki þessarar keyrslu, en
þannig sló hjarta ungu kynslóðar-
innar á þessum árum og þótt Dyl-
an hafi hafnað því að vera spá-
maður ungu kynslóðarinnar, var
hann helsta skáld hennar og tals-
maður.
Hraðakstri Dylans lauk með
mótorhjólaslysi í júlí 1966, en þá
hálsbrotnaði hann og var lengi að
ná sér líkamlega og andlega.
Blómasumarið 1967 leið án þess
að Dylan ætti þar hlut að máli. í
stúdentaóeirðunum árið eflir
hljómuðu lög hans um hersetna
háskóla, en á meðan sat Dylan
niðri í kjallara á sveitasetri sínu í
Woodstock og gerði prufuupp-
tökur af nýjum lögum ásamt vin-
um sínum í hljómsveitinni The
Band. Þeir fóru aldrei í hljóðver
með þessi lög (prufuupptökumar
voru gefnar út 1975), en á meðan
Dylan hafði hægt um sig leyfði
hann öðmm flutning á Iögum eins
og Wheel's on fire, The mighty
Quinn og I shall be released. Þetta
vom stórgóð lög, og lærisveinar
. Dylans sem og gervallur rokk-
heimurinn biðu endurkomu hans
með mikilli eflirvæntingu.
En það var annar Dylan sem
sneri aftur. Hann hafði lækkað
flugið, og í árslok 1968 sendi
hann frá sér rólega þjóðlagaplötu
með sterku ívafi úr sveita-
mannatónlist. John Wesley Har-
ding olli vonbrigðum Dylanaðdá-
enda, sem heldur hefðu kosið að
hann fullgerði kjallaraupptökum-
ar frá árinu áður. En Dylan hafði
alltaf kunnað að koma á óvart, og
eftir mótorhjólaslysið var hann
enn óútreiknanlegri en fyrr. Hann
héit sínu striki árið 1969 og gaf út
plötuna Nashville Skyline með
poppaðri sveitamannatónlist. Þar
með gerðist Dylan einn upphafs-
manna hins svonefnda sveit-
arokks sem naut mikilla vinsælda
næstu ár og enn er framleitt í tölu-
verðu magni. Textamir á Nas-
hville skyline em einfaldir dæg-
urlagatextar, haganlega gerðir
eins og við er að búast frá stór-
skáldi en gefa ekki tilefni til
djúpra pælinga.
Föstudagur 22. júní 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA15