Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1995, Blaðsíða 2
2
FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1995
Fréttir
Skoðanakönnun DV á fylgi flokkanna:
Stjórnarflokkamir
halda sínum hlut
Alþýðubandalagið í sókn en Kvennalistinn að þurrkast út
Þrátt fyrir lítils háttar ílökt á kjós-
endum að undanfornu virðast stjórn-
arflokkarnir halda sínum hlut. Fylgi
Framsóknarflokks hefur aukist
nokkuð en Sjálfstæöisflokkurinn
þarf að bíta í það súra epli að sjá á
eftir örfáum kjósendum. Aiþýðu-
bandalagið sækir í sig veðrið, Al-
þýðuflokkurinn tapar fylgi en
Kvennalistinn og Þjóðvaki eru að
nálgast útrýmingahættu. Þetta er
niðurstaða skoðanakönnunar DV
sem fram fór í gærkvöldi.
Af þeim sem afstöðu tóku í skoð-
anakönnun DV reyndust 69,1 prósent
styöja stjómarflokkana. Tæplega
þriðjungur kjósenda, eða 30,9 pró-
sent, styðja stjórnarandstöðuflokk-
ana á þingi.
Af þeim sem afstöðu tóku sögðust
9.8 prósent styðja Alþýðuflokkinn,
26,6 prósent Framsóknarflokkinn,
42,5 prósent Sjálfstæðisflokkinn, 15,3
prósent Alþýðubandalagið, 2,9 pró-
sent Kvennalistann og 2,9 prósent
Þjóðvaka. Önnur framboð mældust
ekki með fylgi í þessari könnun.
Miðað við síðustu skoðanakönnun
DV, sem framkvæmd var um miöjan
júlí síðastliðinn, hefur fylgi Alþýðu-
flokks minnkað um 3,0 prósentustig,
fylgi Framsóknarflokks aukist um
1.9 prósentustig, fylgi Sjálfstæöis-
flokks minnkað um 0,6 prósentustig,
fylgi Alþýðubandalags aukist um 3,6
prósentustig, fylgi Þjóðvaka aukist
um 0,9 prósentustig og fylgi Kvenna-
lista minnkað um 1,4 prósentustig.
Úrtakið í skoðanakönnun DV var
600 manns. Jafnt var skipt á miili
kynja og eins á milli landsbyggðar
og höfuðborgarsvæðisins. Spurt var:
„Hvaða lista mundir þú kjósa ef þing-
kosningar færu fram núna?“
Af öllu úrtakinu reyndust 5,7 pró-
sent styðja Alþýðuflokkinn, 15,3 pró-
sent Framsóknarflokkinn, 24,5 pró-
sent Sjálfstæðisflokkinn, 8,8 prósent
Alþýðubandalagið, 1,7 prósent Þjóð-
vaka og 1,7 prósent Kvennalistann.
í skoðanakönnuninni reyndust 36,7
prósent aðspurðra óákveðin og 5,7
prósent neituðu að gefa upp afstöðu
sína. Alls tóku því 57,6 prósent að-
spurðra afstöðu í könnuninni. Miðað
við síðustu könnun DV hefur óá-
kveðnum og þeim sem svara ekki
Skipan þingsæta
— samkvæmt skoöanakönnun -
Niðurstöður skoðanakönnunar DV
- til samanburðar eru niöurstööur fýrri kannana DV og úrslit þingkosninga -
45%
40
35
30
25
20
15
10
0|
6/4
'95
45%
40
35
I
30
25
20
15
10
I.... t..... I
Kosn. 11/5 11/7
'95 '95 '95
21/9
'95
I
6/4
'95
I I I
Kosn. 11/5 11/7
'95 '95 '95
21/9
'95
I
6/4
'95
I |
Kosn. 11/5 11/7
'95 '95 '95
21/9
'95
I
6/4
'95
I I I
Kosn. 11/5 11/7
'95 '95 '95
21/9
'95
I
6/4
'95
l -
Kosn. 11/5 11/7
'95 '95 '95
21/9
'95
I
6/4
'95
I 0
Kosn.11/5 11/:
'95 m '95
I
11/7 21/9
'95
fjölgað um 7,7 prósentustig.
Sé þingsætum skipt á milh flokka
samkvæmt skoðanakönnun DV fengi
Alþýðuflokkurinn 6 menn kjörna á
þing, tapar manni frá síðustu kosn-
ingum. Framsóknarflokkurinn fengi
17 þingsæti, bætir við sig tveímur
þingsætum. Sjálfstæðisflokkurinn
fengi 28 menn kjörna og bætir við sig
Jiremur þingsætum frá síðustu kosn-
ingum.
Alþýðubandalagið fengi 10 menn
kjörna á þing ef kosið væri núna,
bætti við sig einum miðað við núver-
andi þingmannafjölda. Þjóðvaki
mundi hins vegar tapa þremur þing-
sætum, fékk fjóra kjörna í vor en
fengi einungis einn núna samkvæmt
könnuninni. Likt er farið með
Kvennalista sem fengi eina konu
kjörna á þing en hefur þrjár.
Ríkisskattstjóri:
Benti á leið til skattfrelsis
Snorri Olsen, starfandi ríkisskatt-
stjóri, gaf alþingismönnum ábend-
ingu um að setja þyrfti ákvæði í lög-
um um að kostnaðargreiðslur ættu
að vera skattfijálsar eftir að leitað
hafði verið til hans með það. Ekkert
formlegt erindi barst þó til ríkisskatt-
stjóra vegna þessa máls og engin
skrifleg umsögn var gefin.
„Ef kostnaðargreiðslur eiga að
vera skattfrjálsar á það auðvitað að
gerast með löggjöf þannig að skatt-
frelsi liggi á yfirboröinu. Að því leyti
sem greiðslumar eru til að mæta
kostnaði er í sjálfu sér ekkert óeðli-
legt við að menn borgi ekki skatt af
þeim,“ segir Snorri Olsen, starfandi
ríkisskattstjóri. -GHS
Þú getur svaraö þessari
spurningu meö því aö
hringja í síma 904-1600.
39,90 kr. mínútan.
,r ö d d
Já ;[i|
Nei _2j
904-1600
Atllr I stalræna kerflnu mel> t6nvalg$lma geta nýtt »ér Þe«»a t)|<mu»tu.
Skekkjumörk í könnun sem þess-
ari eru þrjú til fjögur prósentustig.
Þess má hins vegar geta að í síðustu
skoðanakönnun DV fyrir kosning-
arnar í apríl síðastliðnum var með-
alfrávik frá kjörfylgi flokkanna ein-
ungis 0,29 prósentustig. -kaa/pp
Stuttar fréttir
Hallgrímur N. Sigurðsson og Friðrik Hansen Guðmundsson, fulitrúar Ibúa-
samtaka Grafarvogs, afhentu Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra í
gær 11.335 undirskriftir til að mótmæla haekkun fargjalda. DV-mynd BG
Ellefu þúsund mótmæla
Fulltrúar Ibúasamtaka Grafarvogs
afhentu Ingibjörgu Sólrúnu Gísla-
dóttur borgarstjóra undirskriftir
11.335 borgarbúa í gær, skömmu fyr-
ir borgarstjórnarfund. Friðrik Han-
sen Guömundsson, formaður íbúa-
samtakanna, sagði við þetta tækifæri
að 4.000 undirskriftir hefðu fengist í
Grafarvoginum einum. Það jafngilti
um 40 prósentum íbúa. Hefði sama
hlutfall náðst í borginni hefðu 40-50
þúsund manns skrifað undir. Borg-
arstjóri sagði rösklega 11.300 mót-
mæliekkikomaséráóvart. -GHS
Utanríkisráðherrar íslands og
Noregs hittast í New „York á
þriðjudag til að raeða Smugudeil-
una. Samkvæmt Útvarpinu von-
ast utanríkisráðherra til þess að
deilan leysist fljótlega.
Meírihluti ungs fólks getur ekki
keypt húsnæði ef það skuldar
námslán, að sögn Útvarps. Stúd-
entaráð krefst þess að endur-
greiðslur námslána lækki.
MarkféUábam
Barn slasaðist þegar fótbolta-
mark sem ekki hafði verið fest
niður féll á það. Þetta er í 29.
skiptið á 14 árum sem barn slas-
ast á þennan hátL
Emerald Air hefur enn ekki
greitt fyrstu afborgun af lánum
hjá Lífeyrissjóði bænda. Greiðsl-
an átti að koma í fyrradag. Út-
varpiðgreindifráþessu. -GHS