Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1995, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1995 Fréttir Skoðanakönnun DV um fylgi ríkisstjómarinnar: Stuðningur kjósenda fer hraðminnkandi Fylgi ríkisstjómar Davíðs Odds- sonar hefur dalað verulega undan- famar vikur og er nú svo komið að hún nýtur ekki lengur fylgis meiri- hluta þjóðarinnar. Þetta eru veruleg umskipti frá hveitibrauðsdögunum í vor þegar mikill meirihuti þjóðar- innar kvaöst fylgjandi stjómarsam- starfmu. Þetta kemur fram í skoð- anakönnun sem DV gerði í gær- kvöldi á fylgi kjósenda við ríkis- stjómina. Úrtakið í skoðanakönnun DV var 600 manns. Jafnt var skipt á milli kypja og eins á milii landsbyggðar og höfuöborgarsvæðisins. Spurt var: „Ertu fylgjandi eða andvígur ríkis- stjóminni?" Skekkjumörk í könnun sem þessari em um 3 prósentustig. Sé tekið mið af svömm allra í úr- takinu sögðust 43,2 prósent styðja ríkisstjómina en andvíg henni voru 39.3 prósent. Óákveðnir vom 14,8 prósent og 2,7 prósent svarenda neit- uðu að gefa upp afstöðu sína. Sé einungjs tekið mið af þeim sem afstöðu tóku í könnuninni sögðust 52.3 prósent styðja ríkisstjómina en 47,7 prósent sögðust andvíg. ríkisstjórmn nýtur ekki lengur fylgis meirihluta þjóðarinnar Fylgi ríkisstjórnarinnar 80%------------------- 70 60 50 40 30 20 10 0 Fylgjandi Andvígir 11/5 '95 11/7 '95 21/9 '95 DV Fylgi ríkisstjórnarinnar Niðurstöður skoðanakönn- unarinnar uröu [lessar: Svara ekkl Fylgjandi Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu verða niðurstöðurnar þessar: Miðað við síðustu könnun DV á fylgi ríkisstjómarinnar, sem fram fór um miðjan júlí síðastliðinn, hefur fylgi stjómarinnar dalað verulega, eða um 13,6 prósentustig, miðað við allt úrtakið. Andstæðingum stjórn- arinnar hefur að sama skapi fjölgað um 9,6 prósent. Ef tekið er mið af fyrstu könnun DV eftir kosningar hefur stuðningsmönnum stjómar- innar fækkað um 21,5 prósentustig en andstæðingum íjölgað um fimmt- ung. Ef einungjs er tekið mið af þeim sem afstöðu taka í könnunum DV hefur fylgi stjórnarinnar dalað um 13,4 prósentustig frá könnun DV í júlí og 24,7 prósent frá því í maí. Þótt fylgi ríkisstjórnarinnar hafi dalað verulega að undanfornu nýtur hún engu að síður áþekks fylgis og síðasta ríkisstjóm Davíðs Oddssonar hafði í upphafi síns ferils. Sú ríkis- stjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- flokks mældist með 43,8 prósenta fylgi rétt eftir myndun hennar en tveimur mánuðum síðar höfðu vin- sældir hennar hrapað um 10 pró- sentustig. Óvinsælust varð sú ríkis- stjórn í janúar 1993 þegar einungis 22,3 prósent aðspurðra kváðust styðja hana. -kaa/pp Námskeið fyrir atvinnulausa að hætta: Slæmtaðhugsa til þess að þurfa aðhætta - segir Geröur Bemdsen, nemandi á bókhaldsnámskeiði „Það eru átta námskeið sem manni standa til boða. í dag erum við að ljúka námskeiði númer tvö. Stöðvist námskeiðin um helgina fáum við ekkert út úr þessu sem búið er. Að stoppa nú eyðileggur í raun þau tvö námskeið sem búin era. Mér þykir slæmt að hugsa til þess að þurfa að hætta svona í miðjum kliðum," sagði Gerður Berndsen, atvinnulaus kona, sem er að notfæra sér þann mögu- leika sem fyrir hendi hefur verið, að fara á námskeið. Hún segir að það sé alveg ótrúlega mikið gagn sem fólk hafi af svona námskeiði. „Ég tel það engum vafa undirorpið að það auki möguleika fólks á að fá atvinnu að hafa bætt viö menntun sína. Nú er flest orðið tölvuvætt í þjóðfélaginu. Því er sá sem fer á tölvunámskeið og til að mynda síðan á tölvubókhaldsnámskeið betur sett- ur til að fá atvinnu en hann var fyr- ir námskeiðið. Maður tekur eftir því í atvinnuauglýsingum hve mikið er um að óskað sé eftir fólki með tölvu- og bókhaldskunnáttu," segir Gerður. Hún segir aö sér þyki það fyrir neðan allar hellur ef á að leggja þessi námskeið af og eyðileggja um leið möguleika fólks til að auka við menntuna sína og auka þá um leið möguleikann á að fá atvinnu. „Það má vel vera að til sé fólk sem nennir ekki að vinna og leikur á kerf- ið til að fá atvinnuleysisbætur. Það fólk er í miklum minnihluta. Lang- flestir þeirra sem era atvinnulausir vilja vinna. Þeir leita líka allra leiða Ég tel það engum vafa undirorpið að það auki möguleika fólks á að fá atvinnu að hafa bætt við menntun sína, segir Gerður Berndsen. DV-mynd BG til að fá vinnu og þá ekki síst með gengur því ekki að mínum dómi að vinnulaus manneskja hefur ekki efni þvi að auka við menntuna sína. Það loka fyrir þann möguleika fólks. At- á að kaupa sér svona námskeið." Námskeið fyrir atvinnulausa að hætta: Þetta er að hefja sparnað á öf ugum enda - segir Erlingur ísleifsson, nemi á bókhaldsnámskeiði Erlingur ísleifsson. DV-mynd BG „Ég er á miðju bókhaldsnámskeiði í Tölvuskóla Reykjavíkur og er hálfnaður. Þaö er nú svo að takist ekki að Ijúka námskeiðinu, eins og útht er nú fyrir, kemur það manni að harla litlu gagni. Mér hefur fund- ist þetta námskeið hafa komið af- bragðs vel út fyrir mig. Þetta er al- vöraskóli, hér er engjnn leikur á ferðinni. Enda þótt þetta námskeið sé ekki nema hálfnað finnst mér ég hafa haft feikna mikið gagn af því og meira en ég átti von á. Ef stöðva á námskeiðin nú í miðjum klíðuin vegna þess að peninga skorti segi ég að verið sé að spara á öfugum enda í þjóðfélaginu. Raunar allra neðst þar sem þetta bitnar á atvinnulausu fólki sem vill reyna að hjálpa sér og auka möguleika sína á að fá atvinnu," sagði Erhngur ísleifsson, atvinnu- laus maður, sem er aö nota tímann til náms á námskeiði sem atvinnu- lausum hefur staðið tíl boða. Nú er útht fyrir að námskeiðin stöðvist um helgina. Hann segist sannfærður um að þeir sem fara í gegnum tölvunámskeið hafi mun meiri möguleika á að fá atvinnu en áður. „ÞeSs vegna er ég svo hræddur um að ef þessi námskeið stöðvast taki það vonina frá svo mörgum sem hafa trúað á að meiri menntun auki möguleika þeirra á að fá atvinnu. Menn mega ekki gleyma því að flest- ir þeir sem era atvinnulausir vilja lifa eðhlegu lífi og vinna,“ segir Erl- ingur. Hann tók einnig fram að svona námskeiðshald væri mjög stórt atriði varðandi félagslega þáttinn í lífi þess fólks sem væri atvinnulaust. „Svona námskeið gerir hvort tveggja í senn: að hafa ofan af fyrir atvinnulausu fólki og að mennta það. Það gefur því um leið aukna mögu- leika th að fá vinnu úti í þjóðfélag- inu. Þetta er því ómetanlegt og má ekki leggjast af,“ segir Erlingur ísleifsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.