Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1995, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1995 Spurningin Hvað borðaðir þú í hádeginu? Gunnar Heiðdal ellilífeyrisþegi: Skyr. Oftast fæ ég mér te eða kaffí og brauð. Rúnar Benediktsson fram- kvæmdastjóri: Ekki neitt. Ég fæ mér yfirleitt ekkert. Helgi Sævar Helgason nemi: Kellogs kornflögur og brauð. ívar Örn Haraldsson nemi: Cheer- ios og skyr. Ása Ámadóttir, heimavinnandi: Franskar en það geri ég bara ein- staka sinnum, annars brauð og mjólk. Haraldur Sigurbergsson, hættur að vinna: Slátur. Lesendur______________________ Réttlæti, ríkissjóðshalli og ábyrgð kjósenda „Við erum ábyrg, ekki ríkisstjórn eða Alþingi," segir m.a. í bréfinu. J.H.F. skrifar: Þegar þú, lesandi góður, ákveður að eyða umfram það sem þú aflar, þá gerir þú það með það í huga að greiða umframeyðsluna síðar meir. En hvers vegna eyðir þú umfram efni? Jú, það eru margar skynsam- legar ástæður fyrir því. Þú fjárfest- ir, t.d. í menntun, húsnæði, í bifreið, eða eyðir - jafnvel með lántöku - í önnur lífsgæði, t.d. ferðalög. En þú ætlar þér að greiða þessi útgjöld. Ög langflestir gera það. Þessi umfram- útgjöld eru þinn „heimilissjóðs- halli“. Þá sný ég mér að ríkissjóðshallan- um. - Ríkissjóður eyðir umfram tekjur með þeim rökum að þau út- gjöld séu nauðsynleg sveiflujöfnun og skapi atvinnu þegar þjóðartekjur dragast saman að öðru leyti. Þessi útgjöld geta jafnvel orðið til þess að skapa tekjur síðar meir, og það er jafnframt ein röksemdin í málinu. Stóra vandamálið er hins vegar það að ríkissjóðshallinn hefur tilhneig- ingu til að vera viðvarandi. Og hver á þá að borga? Bent hefur verið á með sterkum rökum að unga fólkið í dag, þ.e. vinnuafl framtíðarinnar, mun þurfa að greiða þennan halla, sem er ósanngjarnt að langmestu leyti, því þessi halli gagnast þeim lítið. Að- eins að því leytinu sem það hefur aukið þjóðartekjur framtíðarinnar, sem er væntanlega takmarkað. Við sem erum kjósendur á hveij- um tíma veljum okkur landsstjóm, sem tekur ákvarðanir um þennan ríkissjóðshalla. Ábyrgðin er því okkar. Hallinn í dag eykur launa- tekjur okkar í dag. Það er því sann- Ásta skrifar: í DV í síðustu viku er viðtal við ýmsa þingmenn. Allir reyndu þeir að réttlæta 40 þús. króna skattfría viðbót við laun sín. Einn þeirra sagði m.a. að það væri ekki hægt að taka á móti fimm kóngum á galla- buxum. Ég béhdi þessum þingmanni nú á að íslenski búningurinn er hverri konu til sóma og hefur svo verið um langan aldur. Hann þarf ekki að endurnýja árlega. - Þaö mætti þess vegna innleiða nýja tísku Evu í ald- ingarðinum sem notaði þrjú lauf- blöð. Matthías Karelsson skrifar: Nú hafa strætisvagnafargjöldin í Reykjavík verið hækkuð um allt að 100%. Meirihluti R-listans leggur með þessu móti auknar álögur á þá sem minnst mega sin. Ástæða þess að ég skrifa nú er sú að ég sé um miðasölu SVR í Mjódd í Reykjavík og get einfaldlega ekki orða bundist vegna þeirra yfirlýsinga sem fallið hafa um málið. Borgarstjóri hefur haldið því fram að eldra fólkið noti lítið vagna SVR. Stjórnarformaður SVR hefur haldið því fram að gamla fólkið sé vel efnað. Og forstjóri SVR hefur reynt að draga úr hækkuninni. Yfir- lýsingar af þessu tagi svíða. í fyrsta lagi veit ég það manna best sem starfsmaður SVR hverjir ferðast með strætó. Það er fyrst og fremst eldra fólk, unglingar og svo börn. í öðru lagi er liklegt að þeir sem eru vel efnaðir í hópi eldri borgara ferð- ist ekki með strætó, fremur hinir sem eiga enga aðra kosti. Eldri borgarar sem ferðast með strætó borga i dag kr. 25 fyrir ferð- ina, en munu borga eftir hækkun kr. 50. Ef gefið er að þeir sem nota strætó fari a.m.k. tvær ferðir á dag, sem er lágmark, hækkar kostnaður- gjamt að við tökum ábyrgðina á rík- issjóðshallanum á okkur, þannig að þeir sem hafa launatekjur á þeim árum sem halli er á ríkissjóði greiði hann með lækkun lífeyris þegar kemur að töku hans. - Þetta mætti kalla „hallaskatt". Væri það bara ekki vel til fundið að safna laufum, þegar þau fara að falla í haust, í stað þess að brenna þau eins og sumir stunda. Það væri verðugt verkefni fyrir Framsóknar- flokkinn að láta vinna úr þeim föt í flokkslitunum. Þetta væri atvinnu- skapandi. Þá þyrfti síður að ráðast á eldra fólkið með hækkuðum strætis- vagnagjöldum og skertum ellilífeyri eða með sköttum á börn og óvinnu- færa. Láglaunafólkið barðist fyrir bætt- um lífskjörum í síðustu kosninga- baráttu og fékk 2.700 króna launa- hækkun. Hvílík rausn! Ekki veit ég inn um 50 kr. á dag, sem eru kr. 1.500 á mánuði eða kr. 18.000 á ári. Þessi hækkun er sem sé ríflega eins og hálfs mánaðar ellilífeyrir fyrir þá sem aðeins ferðast tvisvar á dag. - Svo segja menn að farþegana muni ekkert um hækkunina.d Þetta er ekki allt. Nú hafa stjórn- endur SVR gefið út þá fyrirskipun að aðeins megi selja þessu fólki tvö Þó svo að þetta sé ríkisvaldið get- um við ekki né megum benda. á neina aðra en sjálf okkur til að axla þessa ábyrgð. - Við erum ábyrg, ekki rikisstjómin eða Alþingi. - Við kus- um aðeins þetta fólk til að taka ákvarðanir fyrir okkur. hvernig ráðamenn og þingmenn hafa lifað það að sjá á eftir öllum þessum krónum til launamanna í landinu. Þingforseti var í sjónvarpsviðtali yfir sig hneykslaður á öllum þessum „látum“ í íslenskum verkalýð á úti- fundum. - Þingmenn væru bara að reyna að nálgast laun annarra þjóð- þinga! Hann gleymdi að geta þess að laun verkafólks í þeim löndum eru þrefalt hærri en hér á landi. ísland er neðst á blaði í þeim efhum, en efst hvað varðar útgjöld til heimila. Á hverju eru menn að hneykslast? kort í einu, þannig að það geti ekki hamstrað fargjaldakort fyrir hækk- un. En það, að reyna að gera 'góð kaup og spara, hljóta að teljast eðli- leg viðbrögð hjá þeim sem berjast í bökkum. - Það er ekki þægilegt að vera starfsmaður SVR á þessum tímamótum og þurfa að svara fyrir þessa ósanngjörnu hækkun. Fákeppni kalkúnabænda Snorri skrifar: Flestir fagna baráttu Bónuss- og Hagkaupsmanna og innflutn- ingi þeirra á kjúklingum til landsins. Ég skora á Jóhannes og Hagkaup að stefna einnig að inn- flutningi á kalkúnalærum og bringum. Kalkúnabændur búa við fákeppni og nánast einokun og neita að selja sundurhlutaða kalkúna, líkt og fá má í hvaða matvörubúð sem er erlendis, enda er þörf neytenda fyrir heila kalkúna ekki brýn nema fyrir há- tíðar eða sérstök tækifæri önnur. Þakkir til Akureyrar Sig. Pálsson skrifar: Mig langar til þess að senda kveðju mína til Akureyrar því þar fékk ég fyrirtaks þjónustu í byrjun mánaðarins. Þannig er að ég rak bílinn minn niður og hann fór að leka eldsneyti. Þetta var á sunnudegi og nú voru góð ráð dýr. Stúlkan á tjaldstæðinu hringdi fyrir mig í BDaþjónust- una á Akureyri, þar sem maður einn tók bD minn upp á lyftu og var mér síðan innan handar með allt sem ég þurfti. Ég borgaði síð- an eitthvert smáræði fyrir þjón- ustuna. Mér fannst afskaplega gott að finna þjónustulundina og hlýjuna sem menn hjá þessu fyr- irtæki leggja viðskiptamönnum sínum tD. Takk fyrir mig. Álagning á tóbaki Ragnar skrifar: Ég hélt að tóbak, sem er nú eingöngu flutt inn af ÁTVR, sætti sömu álagningarreglum og lengst af hefur verið. Þannig er það a.m.k. í verslunum og sjopp- um. Vindlingar og vindlar eru seldir á sama verði I þeim öUum. Þegar kemur að veitingahúsum er verðið hins vegar sprengt upp. Dæmi: Rosa Danica vindDl, sem kostar 55 kr. í verslunum, kostar skyndDega aUt upp í 88 krónur! Hér er maðkur í mysunni. Ann- aðhvort er álagning frjáls á tó- baki eða ekki. Þingmannalaunin: Spennufall eða lokun? Höskuldur hringdi: Það sló mig undarlega sl. þriðjudagskvöld að enginn ljós- vakamiðlanna skyldi snerta um- ræðuna um þingmannalaunin og það mál aUt. Er hér um eðlUegt spennufaU að ræða eftir mikið áfaU sem landsmenn urðu fyrir, eða er verið að loka á umræðuna ofan frá? Ég trúi ekki að fjölmiöl- ar guggni þannig. Og þó. í Ban- analýðveldi getur allt gerst. Dómgreindar- leysi þingmanns Ásgerður skrifar: Vegna ummæla Valgerðar Sverrisdóttur alþingismanns um að ekki ætti að ræða launatekjur þingmanna setur að manni óhug og undrun í senn yfir dómgreind- arleysi þessa þingmanns. Og langt er bóndinn .Valgerður kom- inn frá bændastéttinni, sem má þola sifelldar skerðingar af hálfu ráöamanna og minnkandi tekjur annarra landsins þegna, ef hún skUur ekki reiöi fólksins yfir ranglæti og græögi þingmanna, sem setja sérstakar skattareglur tD að hygla sér. Dæmigert er fyr- ir ýmsa þingmenn, sem tala um árásir á Kjaradóm. Það er hins vegar ekki úrskurður Kjaradóms sem vakti reiði þjóðarinnar held- ur ákvarðanir þingmanna um kostnaðargreiðslur og skattfríð- indi. Þeir réttlæta skattfríðindin Kolsvart ranglæti Eldri borgarar sem nota SVR borga nú 25 kr. fyrir ferðina, en 50 kr. eftir hækkun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.