Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1995, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1995
3
Fréttir
Sigurður Amarson, eigandi Eyrarteigs, þar sem fommannagröfm fannst:
Lét tæta land þarna rétt hjá
„Eg var búinn að láta tæta landið
þarna rétt hjá og það munaði í raun-
inni ekki miklu að ég hefði látið
plægja yfir þetta. Það eru birkitré
þarna og ég vildi halda þeim og þess
vegna var ekki plægt yfir þennan
stað. Ef þau hefðu ekki verið þarna
heyrðu þessar minjar sennilega sög-
unni til. Ég hafði ekki minnstu hug-
mynd um að þarna væru minjar og
að þær væru eitthvað merkilegar. í
rauninni lét ég plægja eftir að kuml-
in fundust því að ekki hafði þótt
ástæða til að láta mig vita af fundin-
um,“ segir Sigurður Arnarson, eig-
andi jarðarinnar Eyrarteigs, nærri
Egilsstöðum.
Bein og járnbrot fundust í landi
Eyrarteigs, í htlu rofabarði við þjóð-
veginn nærri landamerkjunum að
næstu jörð, um miðjan júh og er tal-
ið að um 1.000 ára gömul kuml sé að
ræða. Strax var haft samband við
Þjóðminjasafnið og er uppgröftur nú
byrjaður. Eigandi jarðarinnar frétti
af fundinum gegnum íjölmiðla. Hann
segist ætla að nota jörðina undir
skógrækt í samvinnu við Héraðs-
skóga og hafa plantað 45.000 plöntum
í sumar og ætla að planta að minnsta
kosti svipuðu magni næsta sumar,
einmitt á þessum stað.
„Það hefur enginn haft samband
við mig út af þessum fundi. Ég heyrði
í útvarpi að leyfi heíði fengist til að
hefla þarna fornminjauppgröft en ég
veit ekki hverjir hafa gefið slíkt leyfi.
Ég er ahs ekki mótfallinn því að
þarna verði grafið en mér finnst það
vera almenn kurteisi að biðja um
leyfi hjá landeiganda," segir hann.
„Það er náttúrlega sjálfsögð kurt-
eisi að láta landeiganda vita áður en
grafið er en fornleifar eru eign þjóð-
arinnar og Þjóðminjasafnið hefur
rétt til að láta rannsaka þær ahar,“
segir Þór Magnússon þjóðminjavörð-
ur.
-GHS
Bankamir:
Vaxtalækkun
látin bíða
„Ég á síður von á því að það verði
breyting á skammtímavöxtum núna
en þetta kemur aftur til skoðunar
um mánaðamótin. Vaxtalækkun
Seðlabankans hefur lítil áhrif á af-
komu okkar. Maður skilur hana
fyrst og fremst sem óljósa viljayfir-
lýsingu," segir Björn Björnsson,
bankastjóri íslandsbanka.
Viðskiptabankarnir ákvarða vexti
í dag. Nýverið lækkaði Seðlabankinn
vexti á viðskiptareikningi banka og
sparisjóða en samkvæmt heimildum
DV verða vextir ekki lækkaðir hjá
viðskiptabönkunum að sinni. -kaa
Tölvum stolið:
Yngsta afrit
f imm vikna
„Öllum tölvunum utan einni var
stohð og með þeim bókhaldi fyrir-
tækisins, skrám yfir tíma starfs-
manna og bara öhum gögnum.
Yngsta afrit af þessum gögnum er
fimm vikna gamalt þannig að við
erum í verulegum vandræðum og
vitum eiginlega ekki hvað við eigum
að gera,“ sagði framkvæmdastjóri
fiskvinnslufyrirtækisins Toppfisks,
viðDV.
í fyrrinótt var farið inn í skrifstofur
fyrirtækins við Fiskislóð og þaðan
tekinn nánast ahur skrifstofubúnað-
ur. Auk tölvanna sakna eigendurnir
faxtækis, prentara, síma og reikni-
véla. Gluggi var spenntur upp og far-
iðþarinn. -GK
Steinþór Skúlason:
Engin veruleg
verðlækkun
- vegna innflutnings
„Ég sé ekki að nein veruleg verð-
lækkun fáist fram miðað við þau
aðflutningsgjöld sem við þurfum að
greiða. Þetta verður fyrst og fremst
til þess að auka örlítið fiölbreytnina
í verslunum en hefur að öðru leyti
engin veruleg áhrif fyrir neytend-
ur,“ sagði Steinþór Skúlason, for-
stjóri SS, í samtah við DV. Fyrirtæk-
ið fékk úthlutað til innílutnings 1.300
kg af afurðum unnum úr svínalær-
um, 1.200 kg af kæfu og um 8 tonn
af svínaskinku.
„Þetta er svo lítið magn að ég sé
ekki að það breyti neinu stórkostlega
á markaðnum. Við ákváðum að taka
þátt í þessu án þess að vita hvort við
fengjum einhveiju úthlutað af þess-
um kvóta,“ sagði Steinþór. -sv
Kátir Norðmenn
Lögreglan á ísafirði fylgdi kátum
norskum sjómönnum tíl skips klukk-
an fimm í gærmorgun eftir skamman
en fiörugan gleðskap.
Höfðu skipverjar gert sér glaðan
dag í bænum en þeir komu th ísa-
fiarðar í gær með tvo slasaða og einn
veikan félaga sinn. Norðmennirnir
voru með háreysti á götum eftir lok-
unveitingastaða. -GK
Millikassi:
Framhásing:
Driflæsing:
Afturhásing:
Driflæsing:
Framfjaðrir:
Afturfjaðrin
Demparan
Spyrnudempari:
Stýristjakkur:
Breytingar á yfirb.:
Hækkun á yfirb.:
Framstuðari:
Spil:
Rafgeyman
Bensíntankun
Felgun
Dekk:
Sjálfskipting:
Innrétting:
1356 B&VV aðalmillikassi og 203NP sem aukamillikassi
(skriðgfr).
Dana 44 með yfirliggjandi pinjón/30 rillu öxlar/5,13:l
drifhlutfell.
ARB loftlæsing.
Dana 60,35 rillu, 5,13 drifhlutföll, diskabremsur.
ARB-loftlæsing.
Rancho fiaðrir, þriggja blaða, mjög mjúkar.
Std-fjaðrir með Rancho aukablöðum.
Rancho RS9000. Ný gerð, stillanleg inn í bíl.
Rancho.
(vökvaknúinn frá stýrimaskínu).
Hjólhaf var aukið framhjól voru færð fram um 5 cm og
afturhásing færð aftur um 10 cm. Viking T-V upphækkunar-
toppur var settur á.
2".
Warn Enforcer álstuðari.
Warn XD9000.
Optima 850 ofurgeymar.
300 lítra.
Weld Racing 15x16. | \
Dick Cepek Fun country 44". \
4A0D Ford Automatic með aukakælingu og stærri pönnu. ,
Klæddur í hólf og gólf af Bílaskjóli.
IPF Super Rally multi control system 930,170 W hár
geisli, 100 W lágur geisli, 2 stk. á framstuðara/Dick Cepek
C-1000 210 W, ljós á toppnum, 2 stk.
IPF 85 W Super Projector 400 með gulllinsu, 2 stk. á framstuðara
og Warn Ijós inn í stuðarann.
Mag Lite endurhlaðanlegt Ijós.
Hljómflutningstæki: Frá Radíóbúðinni, Sencor SCD007 geislaspilari og útvarp, 2x25 W.
Bassahátalarar: MTX subwoofer, 300 W, 12" stærð.
MTX 6,5" two way 75 W, 2 stk., og 6x9" three way 150 W, 2 stk.
Hátíðnihljómur „TVve eters“: MTX 19 mm polylarb dome, 2 stk.
MTX 2x25 W RMS, 1 stk., og MTX 4x50 W RMS, 1 stk.
Sencor SEQ911, 7 banda.
President.
Mobira frá Hátækni.
Wieland Design (4 stk. „captain“stólar og bekkur sem hægt er að
legggja niður).
Snúningsmælir: • AutoMeter.
Olíuþrýstingsmælir. Auto Meter.
Hitamælin Auto Meter.
Voltmælin Auto Meter.
Olíuhitamælin Auto Meter.
Staðsetningartæki: Magnvox MX100 GPS með Plotter frá R. Sigmundssyni,
ofl. ofl.
Magnarar.
Tónjafnari:
CB-talstöð:
Sími:
Stólan
Ökuljós:
Þokuljós:
Handljós:
aðeins 3.950.000 kr. '
Til sýnis IFerða- og útivistarsýningu
4x4 klúbbsins í Laugardalshöll 21.-24. sept.