Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1995, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1995, Blaðsíða 28
36 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1995 Davíð Oddssyni eru ekki vandað- ar kveðjurnar í Alþýðublaðinu þessa dagana. Pólitískur heim- alningur „Davíð Oddsson er pólitískur heimalningur sem óttast veröld- ina fyrir utarí túnfótinn. Hann lítur svo á að frelsið sé „í þvi að lifa einn og sér“.“ Hrafn Jökulsson í Alþýðublaðinu. Erfiður vetur „Þetta verður erfiður vetur, við erum meistarar og liðin koma grimm á móti okkur.“ Dagur Sigurðarson Valsmaður f DV. Samkomur Starfsmenn í fíla- beinsturni „Þó tel ég að stofnunum stjómsýslunnar hætti tii að ein- angrast ef þær flytja út á land. Staífsmenn setjist í „fllabeins- turn“ þar sem allir mæla upp sömu rökin hver í annan.“ Pétur Jónsson í DV. Ungviðið úr Reykjavík „Það er spurning hvort við hér eigum að sjá um skemmtanahald fyrir ungviðið úr Reykjavík, krakka sem gætu drepið sig í næsta skurði.“ Fríðjón Guðröðarson sýslumaðurí DV. Hvíslað er að mér „Á síðustu vikum hafa margir hvíslað því að mér að þeir væru búnir að ákveða sig en ætluðu að hafa það fyrir sig.“ Steingrímur Sigfússoní Alþýðublaðinu. Seikan-járnbrautargöngin liggja djúpt undir sjávarmáli. Myndin er frá gerð þeirra. Umferð neðan- jarðar Þau járnbrautargöng sem liggja dýpst undir sjávarmáli eru Seikan-járnbrautargöngin sem eru í heild tæplega 54 kílómetra löng. Þau eru dýpst 240 metra undir sjávarmáli og 100 metra undir sjávarbotni í Tsugarus- undi milli Tappi Saki á Honsu og Fukushima á Hokkaido í Japan. Blessuð veröldin Undir sjó eru rúmlega 23 kíló- metrar og var byrjað á undirbún- ingsvinnu 1964. Lokið var við göngin 1983 og höfðu þau þá kost- að 34 mannslíf. Gerð gangnanna í heild lauk 1985. Lengsta samfellda leið í neðan- jarðargöngum er Metro-neðan- jarðabrautin í Moskvu milli Belyaevo og Medvedkovo en hún er um 30,7 km að lengd. Smíði hennar lauk 1979. Léttir til vestanlands í dag verður allhvöss norðanátt f fyrstu með slydduéljum um horðan- og austanvert landið en annarsstað- ar verður úrkomulítið. Þegar líður á daginn lægir og léttir til, fyrst vestanlands, og í nótt verður hæg- Veðrið í dag viðri víða um land og að mestu úr- komulaust. Hiti 2 til 9 stig. Á höfuð- borgarsvæðinu er allhvöss vestan- átt með skúrum en gengur í norðan stinningskalda með allhvössum skúrum eða slydduéljum. Hægari norðan og úrkomulaust síðdegis. Hægviðri og skýjað í nótt. Hiti 3 til 6 stig. Sólarlag í Reykjavík: 19.31 Sólarupprás á morgun: 6.18 Síðdegisflóð í Reykjavik: 17.08 Árdegisflóð á morgun: 5.29 Heimild: Almanak Háskólans Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri rigning 4 Akurnes léttskýjaö 5 Bergsstadir rigning 2 Bolungarvík slydda 1 Egilsstaöir alskýjaö 6 Keflavíkurflugvöllur skúr 4 Kirkjubœjarklaustur léttskýjaö 4 Raufarhöfn rigning 4 Reykjavík skúr 4 Stórhöföi úrkoma 6 Bergen rign/súld 11 Helsinki léttskýjað 6 Kaupmannahöfn lágþokubl. 9 Ósló alskýjaö 9 Stokkhólmur þokumóöa 7 Þórshöfn hálfskýjaó 8 Amsterdam léttskýjaö 12 Barcelona þokumóöa 15 Berlín þokuruön. 6 Chicago rigning 5 Feneyjar skýjaö 15 Frankfurt rigning 11 Glasgow rigning 14 Hamborg þoka 8 London þokumóöa 12 Los Angeles alskýjaó 17 Lúxemborg þokumóóa 11 Madrid léttskýjaö 12 Mallorca úrkoma 18 Montreal alskýjaö 15 New York alskýjaö 21 Nice skýjaö 15 Nuuk snjókoma 1 Orlando skýjað 24 París lágþokubl. 9 Róm þokumóöa 17 Valencia þokumóöa 14 Vín skýjaó 12 Winnipeg skýjað 1 Sævar Stefánsson, formaður Sundsambands íslands: Vona að íslenskir sundmenn verði með á ólympíuleikunum „Ég byrjaði að fylgjast með sundíþróttinni í gegnum son minn sem stundaði sund. Þetta var í kringum 1985. Nú er hann hættur að stunda keppnissund og ég sit eftir. Sonur minn æfði með Sund- féiagi Hafnarfjarðar og það æxlað- ist þannig til að ég var kosinn for- maður félagsins og starfaði sem slíkur í ein sjö ár, hætti 1994. í stjórn Sundsambands íslands hef ég verið í tvö ár,“ segir Sævar Stef- ánsson, nýkjörin formaður Sund- sambands íslands en hann tekur Maður dagsins við starfinu af Guðfinni ÓLafssyni. Sævar sagði að stærsta átakið fram undan væru ólympíuleikarn- ir á næsta ári: „Það er okkar von að einhverjir sundmenn frá ís- landi verði meðal þátttakenda þótt róðurinn verði erfiður en við eig- um möguleika á að senda þrjá til fjóra keppendur." Um stööu sundsins sem keppnis- íþróttar í dag sagði Sævar að ef Stefán Sævarsson. eitthvað væri þá heföum við dreg- ist aðeins aftur úr á undanfornum árum: „Það er mikið um unga og efnilega krakka sem æfa sund en það sem háir okkur er hvað marg- ir hætta þegar komið er á þann aldur sem ákjósanlegur þykir til að ná árangri. Þetta er samt ótrú- legt hvað þessir krakkar leggja á sig til að komast í fremstu röð, það er æft sex til níu sinnum í viku og þau sem lengst eru komin æfa tvisvar á dag. Þetta er aðdáunar- vert þar sem þessir krakkar eru einnig í skóla og í öllu sem því fylgir" Sævar hefur sjálfur synt í mörg ár: „Ég hef aldrei verið sundmaður í keppni en hef synt lengi mér til heilsubótar. Ég fór á hverjum morgni í sund en það hefur aðeins dregið úr því á þessu ári vegna anna.' Ég var lengst af í gömlu sundlauginni í Hafnarfirði þar sem hún opnaði óopinberlega fyrr en hef fært mig yfír í nýju laug- ina.“ Sævar sagði að sundið væri aö sjálfsögðu aðaláhugamáliö en hundarækt væri nýjasta áhuga- máhð: „Við eigum einn hund sem gerði sér lítið fyrir og vann fyrstu verðlaun á sýningu í Kópavogin- um fyrir stuttu. Þetta kom skemmtilega á óvart. Ég átti ekki von á að fá verðlaun með eins árs gamlan hund sem ekki hafði verið sýndur áður.“ Sævar Stefánsson er pípulagningameistari og starfar sjálfstætt. Eiginkona hans er Mar- grét Gunnarsdóttir og eiga þau tvö börn. Myndgátan Lausn á gátu nr. 1322: Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði Golfarar eruenn að Þrátt fyrir að farið sé að síga á seinnihluta septembermánaðar eru golfarar enn að munda kyfl- ur sínar. Það eru nokkur mót fram undan, bæði innanfélags- mót og opin mót. Til að mynda verða tvö opin golfmót í Hafhar- Iþróttir firði á morgun. Annað þeirra er á nýjasta golfvelli landsmanna í Setbergslandi og er það Golf- klúbbur Setbergs sem heldur mótið. Hitt er hjá nágrönnum þeirra í Keili en fram undan er röð móta þar á bæ sem eru til styrktar sveit þeirra sem fer í nóvember til keppni á Evrópu- móti félagsliöa. Körfuboltinn er að byrja á morgun en þá fer fram fyrsta umferð í 1. deild karla. Skák Ulf Andersson og Anatoly Karpov tefld tveggja skáka ateinvígi í Enköping í Svíþjc í síöasta mánuði. Andersson tókst aö legg Karpov í annarri skákinni en Karpov van hina. Vinningsskák Anderssons var aðeins : leikir. Hann hafði hvítt og átti leik í þessa stöðu: 14. d5! Karpov er nú í mestu vandræöm því að 14. - exd5 strandar einfaldlega á 1 Dxe7. 14. - Rfxd5 15. Rxd5 Bxg5 Ef 15. Rxd5 16. Bxe7 Dxe7 17. Bxd5 Bxd5 18. Hx< og hvítur hefur unnið mann, því aö e-peð er lepp'ur fyrir drottningunni. 16. Rxb4 D< 17. Rd5 Bx Bxd5 og Karpov gafst upp m< manni minna. Jón L. Árnasc Bridge Bandaríkjamaðurinn Jeff Meck- stroth var sá eini sem vann 4 spaða á þessi spil í sterkri tvímenningskeppni á dögunum, en hann þurfti örlitla hjálp frá andstöðunni. Vestur hafði opnað á hjarta, norður doblað og suð- ur stokkið í 4 spaða. Útspil vesturs var tíguU sem benti sterklega til þess að austur ætti drottninguna í litnum: * 102 * 9 * D10963 * DG653 * 763 ÁD10843 * 5 * K84 * ÁDGS V K76 * Á874 * 109 Meckstroth drap níu austurs á ás, tók þrisvar spaða og austur henti laufi í þriðja spaðann. Það er erfitt að ímynda sér í þessari stöðu að það hafi verið mistök. Sagnhafi spilaði síðan lágu hjarta og vestur setti lítið spil því að hann var hræddur um aö austur ætti blankan hjartakónginn. Gosinn átti slaginn og þá spilar Meckstroth lágu laufi í blindum og vestur átti þann slag á kónginn. Vestur spilaði sig út á laufáttu í þessari stöðu: * — •* ÁD1084 — * 84 « K 4» 52 •f KG * Á7 * 9 * K7 * 874 * 10 Meckstroth drap á ásinn i blindum og spilaði síðan laufsjöunni og henti hjarta heima. Þegar austur spilaði síð- asta laufi sínu, henti Meckstroth hjartakóngnum heima og austur varð að spila frá tíglunum upp í KG í blind- um. Þá loks skildi hann aö hað voru mistök að henda laufi í fjórða slag. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.