Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1995, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1995, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1995 33 Fréttir Útgerðarmenn æfir vegna rækjuveiðisamnings: Ráðuneytið sendi einn mann óundirbúinn til ráðstefnunnar - segir útgerðarmaður rækjuskipa á Flæmska hattinum „Þetta eru stórundarleg vinnu- brögð sjávarútvegsráðuneytisins. Það er sendur einn maður til ráð- stefnunnar með umboð til að skrifa undir samning. Sá virðist hafa farið nánast óundirbúinn til þessa leiks,“ segir Pálmi Stefánsson, útgerðar- stjóri Básafells hf. á ísafirði, vegna samnings um sóknarmarksdaga á Flæmska hattinum sem íslendingar undirrituðu á ráðstefnu NAFO, Norður-Atlantshafs-fiskveiðiráðsins, þann 15. september. Samningurinn gerir ráð fyrir að 18 íslensk fiskiskip fái að stunda veiðar á þessum slóðum í ákveðinn daga- fjölda. Pálmi gerir út tvö fiskiskip á þessar slóðir, frystitogarana Guðmund Pét- urs ÍS og Hafrafell ÍS, en alls stunda um 18 íslensk skip veiðar á Flæmska hattinum. Það þýðir að samkvæmt samningnum verður um fækkun ís- lenskra fiskiskipa að ræða. Hann segir samninginn vera gerðan án alls samráðs við þá sem starfa í greininni og útgerðarmenn hafi heyrt af hon- um í fréttum eftir að hann var gerð- ur. „Ráöuneytið virðist láta stjórnast af þeirri einu hvöt að koma böndum á þá sem eru að bjarga sér utan lög- sögunnar," segir Pálmi. Snorri Snorrason, útgerðarmaður á Dalvík, sem á Dalborgina EA, tekur í sama streng og Pálmi. Hann segist enn ekki hafa fengið stafkrók um þennan samning en hafi þó gert út á Flæmska hattinn í tvö ár. „Ég hafði ekki heyrt orði minnst á þennan samning fyrr en ég sá lög- fræðing sjávarútvegsráðuneytisins lýsa þessum gjörningi í sjónvarps- fréttum. Mér kemur þetta mál ótrú- lega spánskt fyrir sjónir. Hann segir að svo virðist sem Landssambandi íslenskra útvegs- manna hafi heldur ekki verið kunn- ugt um máhð. „Ég hitti lögmann LÍÚ að máli í síðustu viku og hann minntist ekki einu orði á að það stæði neitt til á þessum slóðum," segir Snorri. Hann gagnrýnir aö ráðuneytiö sinni ekki málefnum þeirra sem gera út á Flæmska hattinn, sem gefi af sér á þriðja milljarð árlega, af sama þunga og þeim málum sem snúa að Smugunni og Síldarsmugunni. „Það eru heilu sendinefndimar á vettvangi þegar um er að ræða þau mál. Þegar kemur að Flæmska hatt- inum fer aðeins einn maður til samn- inga þrátt fyrir þá miklu hagsmuni sem þarna er um að ræða,“ segir Snorri. -rt Samþykkt um veiðistjóm á Flæmska hattinum: Gagnrýni útgerðar- manna byggð á misskilningi - segir Þorsteiim Pálsson sjávarútvegsráðherra „Þetta er samþykkt sem gerð var innan NAFO. Þetta er eins og gerist í alþjóðlegum samtökum og einstak- ar þjóðir eru ekki bundnar af sam- þykktum kjósi þær að mótmæla. i þessu tilviki er þó ekki um það að ræða,“ segir Þorsteinn Pálsson sjáv- arútvegsráðherra vegna gagnrýni útgerðarmanna á samkomulag um rækjuveiðar á Flæmska hattinum. „Við höfum barist fyrir því í rúmt ár að ná samkomulagi um veiði- stjóm. Við náðum því ekki fram í fyrra. Niðurstaðan varð sú að settar voru á sóknartakmarkanir sem tryggja vel okkar hlut. Á hinn bóginn lítum við á þetta sem rnjög óhag- kvæmt kerfi og að það stuðh ekki að nægjanlegri vernd,“ segir Þorsteinn. „Þetta er ákvörðun sem gildir í eitt ár og við munum halda áfram að berjast fyrir því að fá okkar sjónar- mið viðurkennd varðandi heildar- kvóta sem skiptist á einstök ríki,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir gagnrýni útgerðar- mannanna byggða á misskilningi. „Það er búið að hggja lengi fyrir að við höfum barist fyrir því að sett- ur yrði kvóti. LÍÚ hefur gengið mjög hart fram í því að það yrði komið á stjórnun á svæðinu. Það er okkur tiltölulega hagstætt að það skufi vera komið á stjómun á þessum tíma- punkti," segir Þorsteinn. -rt Súðavík: Erlent lán til að kaupa húsin? „Ríkisstjórnin mun að sjálfsögðu standa við það sem hún hefur sagt og lofað í þessu efni,“ sagði Páll Pét- ursson félagsmálaráðherra við DV um málefni Ofanflóðasjóðs og óskir Súðvíkinga um aö 55 hús, sem era á hættusvæði í Súðavík, verði keypt af þeim svo þeir geti byggt á nýjum stað. Kostnaðurinn við það yrði um 700 mifijónir króna. Páll sagði hér um mikla peninga að ræða, sem ekki yrðu gripnir úr handraðanum hjá ríkissjóði. „Því tel ég víst að taka þurfi lán til að ljúka verkefninu. Það kann að vera að slíkt lán liggi á lausu hér heima en mér þykir það frekar ósennilegt þannig að leita verði því til útlanda eftir láni,“ sagði félags- málaráðherra. Leikhús ÞJÓDLEIKHÚSID Sími 551 1200 Stóra sviðió ÞREK OG TÁR ettir Ólaf Hauk Simonarson Lýsing: Páll Ragnarsson. Leikmynd: Axel H. Jóhannesson. Búningar: María Ólafsdóttir Tónlistarstjórn: Egill Ólafsson Dansstjórn: Ástrós Gunnarsdóttir Leikstjórn: Þórhallur Sigurösson Leikendur: Hilmir Snær Guðnason, Edda Heiðrún Backman, Jóhann Sigurðarson, Edda Arnljótsdóttir, Gunnar Eyjólfsson, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Bessi Bjarnason, Þóra Friðriksdóttir, Örn Árnason, Vigdís Gunnarsdóttir, Elva Ósk Ól- afsdóttir, Stefán Jónsson, Egill Ól- afsson, Magnús Ragnarsson, Sig- ríður Þorvaldsdóttir og Sveinn Þór- irGeirsson. Undirleik annastTamlasveitin: Jón- as Þórir Jónasson, Stefán S. Stef- ánsson, Björn Thoroddsen, Ásgeir Óskarsson, Eirikur Pálsson, Gunn- ar Hrafnsson, Egill Ólafsson. Frumsýning i kvöld, uppselt, 2. sýn. Id. 23/9, örfá sætl laus, 3. sýn. fid. 28/9, nokkur sætl laus, 4. sýn. Id. 30/9, örlá sætl iaus. STAKKASKIPTI eftir Guðmund Steinsson Föd.29/9, ld.7/10. Smíðaverkstæðið kl. 20.00 TAKTU LAGIÐ, LÓA! eftir Jim Cartwright í kvöld, uppselt, á morgun, uppselt, fíd. 28/9, Id. 30/9, uppselt, md. 4/10, sd. 8/10. SALA ÁSKRIFTARKORTA STENDUR YFIR TIL 30. SEPTEMBER 6 leiksýningar Verð kr. 7.840 5 sýningar á stóra sviðinu og 1 að eigin vali á litla sviðinu eða smíðaverkstæðinu Einnig fást sérstök kort á litlu sviöin eingöngu, - 3 leiksýningar kr. 3.840. Mlðasalan er opin trá kl. 13-20 alla daga meðan á kortasölu stendur. Einnig sima- þjónusta frá kl. 10 virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Fax: 561 1200 Simi miðasölu: 551 1200 Simi skrifstofu: 551 1204 VELKOMIN í ÞJÓDLEIKHÚSIÐ! Tilkyimingar íslandsmót í atskák Dagana 22. og 23. september verða haldn- ar undanrásir vegna íslandsmótsins í atskák 1996. Teflt verður í Reykjavik, á Akureyri og Vestfjörðum. í Reykjavík hefst mótið kl. 19 fostudaginn 22. sept- ember. Tefldar verða 4 umferðir á fóstu- dag og 5 á laugardag og hefst taflið þá kl. 13. Teflt verður í Faxafeni 12, Reykja- vík. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Sala aðgangskorta stendur yfir til 30. september. Fimm sýningar aðeins 7200 kr. Stóra sviðiökl. 20.30 LÍNA LANGSOKKUR eftir Astrid Lindgren Á morgun 23/9 kl. 14, fáein sæti laus, sunnud. 24/9 kl. 14, fáein sæti laus, og sunnudag kl. 17, laugard. 30/9 kl. 14, fáein sæti laus. Rokkóperan Jesús Kristur SUPERSTAR eftir Tim Rice og Andrew Lloyd Webber í kvöld 22/9, á morgun 23/9, örfá sæti laus, fimmtud. 28/9, fáein sæti laus, lös. 29/9. TAKMARKAÐUR SYNINGARFJOLDI. Litla svið HVAÐ DREYMDI ÞIG, VALENTÍNA? eftir Ljúdmílu Razumovskaju. Þýöandi: Árnl Bergmann Lelkmynd: Steinþór Slgurðsson Búningar: Stefanía Adolfsdóttlr Lýsing: Elfar Bjarnason Lelkstjórl: Hlín Agnarsdóttir Leikarar: Ásta Arnardóttlr, Guðrún Ás- mundsdóttir og Slgrún Edda Björnsdóttlr. Frumsýning sunnudaginn 24/9, uppseit, þriðjud. 26/9, uppselt, miðv. 27/9, uppselt, lau. 30/9, uppselt. Miðasalan verður opin alla daga trá kl. 13-20 meðan á kortasölu stendur. Tekið er á móti miðapöntunum i síma 568-8000 frá kl. 10-12 alla virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Gjafakortin okkar, frábær tækifærisgjöf. Leikfélag Reykjavíkur- Borgarleikhús Faxnúmer 568-0383. Þann 22. júh voru gefin saman í hjónaband í Lágafellskirkju af séra Pálma Matthíassyni Eydís Gunnars- dóttir og Þorsteinn Benonýsson. Heimili þeirra er að Dvergabakka 26, Reykjavík. Ljósmyndast. Sigríðar.Bachmann. Hjónaband Þann 20. maí voru gefin saman í hjónaband í Lágafellskirkju af séra Braga Friðrikssyni Hrafnhildur Sveinsdóttir og Einar Sveinn Magn- ússon. Heimiii þeirra er að Greni- byggð 29, Mosfells'bæ. Ljósm. Lára Long. Þann 20. júlí voru gefin saman í hjónaband í Háteigskirkju af séra Hjalta Guðmundssyni Kristín Ragn- arsdóttir og Lárus Kr. Jónsson. Þau em til heimihs í Reykjavík. Ljósmyndast. Sigríðar Bachmann. §g|l|| DV 904-1700 Verð aöeins 39,90 mín. 1) Fótbolti 2 j Handbolti 3 [ Körfubolti 4 Enski boltinn 5 : ítalski boltinn 6 j Þýski boltinn . 7 [ Önnur úrslit 8 NBA-deildin lj Vikutilboð stórmarkaðanna 2 j Uppskriftir 1 Læknavaktin 2 jApótek 3 j Gengi lj Dagskrá Sjónvarps j 2 j Dagskrá Stöðvar 2 3 j Dagskrá rásar 1 4 [ Myndbandalisti vikunnar - topp 20 Myndbandagagnrýni ísl. listinn -topp 40 7] Tónlistargagnrýni 8} Nýjustu myndböndin =L wMBMmír lj Krár 2 I Dansstaöir 3 j Leikhús 41 Leikhúsgagnrýni ■5J Bíó 6 Kvikmyndagagnrýni g«ii.i.ii.iiM.nlBHa II Lottó '2 \ Víkingalottó 3 j Getraunir 904-1700 Verö aðeins 39,90 mín.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.