Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1995, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1995 15 Persónuþras á íslandi „íslendingar eiga nú sögulegt tækifæri með þessari lagasetningu til að koma í veg fyrir að atvinnuleysi verði að þeim erfiða vanda sem það er orðið í öðrum löndum.“ Nýjar nálganir Eitt af því sem blasir við sem meginatriði í nýrri skipan mála er að hætta að greiða fyrir verkleysi nema í undantekningartilvikum. Byggja þannig upp öryggisnet úr vinnu og launum í stað öryggis- nets úr bótum og verkleysi. Greiða nánast einvörðungu fyrir unnin verk. Ellegar að tryggja hið minnsta að fólki sem missir vinn- una sé haldið virku og forðað þannig frá sinnuleysi og mann- skemmandi útskúfun úr samfélag- inu. Með slíkri eðlisbreytingu vinnst margt. í fyrsta lagi nýtist fjármagn trygginganna til að gera gagn í stað þess að viðhalda rándýru verkléysinu. Kostnaður við að leysa sálræn og félagsleg vanda- mál atvinnuiausra minnkar einnig mikið. í staðinn kemur sköpun verulegra verðmæta. Um leið hverfur grundvöllur óréttmætrar gagnrýni á atvinnulaust og vinnu- fúst fólk sem sumir halda fram að ósekju að sé vinnufælið. í öðru lagi kemur slíkt skipulag í veg fyrir að fjöldi fólks venjist smám saman af því að stunda vinnu og verði þannig sumt með tímanum ónothæft vinnuafl. Hér er á ferðinni vandi sem er orðinn yfirþyrmandi og ilileysanlegur í löndum Evrópu. Svo er ekki hér á landi enn sem komið er. Enn er vinnusemi og vinnuvilji ríkjandi hugarfar en meðvituð og óeðlileg bótaútgerð hlutfallslega fátíð og óvinsæl hjá þorra fólks. íslending- ar hafa því núna sögulegt tækifæri til að vinna bug á þessu vandamáli áður en það lendir í sama hnút og víða erlendis. í þriðja lagi myndi skipulag af þessu tagi torvelda mjög svarta Oryggisnet úr vinnu Enn er vinnusemi og vinnuvilji ríkjandi hugarfar og óeðlileg bótaútgerð óvinsæl hjá þorra fólks, segir m.a. í grein Jóns. Með lögum um atvinnuleysis- tryggingar var launþegum á sín- um tíma skapað visst öryggi gegn tekjutapi af völdum atvinnumiss- is. í þeim fólst mikið framfara- skref. Tryggingunum var ætlað að bæta fólki tímabundið tekjutap. Þær voru á hinn bóginn aldrei hugsaðar sem öryggisnet til lang- dvala fyrir verklausa bótaþega. Þeim var ekki ætlað að leysa vanda langvarandi samdráttar. Þegar síðan langvarandi at- vinnuleysi brast á kom í ljós að kerfið dugði ekki. Margir virtust hissa á þessu. Nokkurn tíma tók fyrir þá að skilja að kerfið var alls ekki hannað til að taka á langtíma- vanda. Nú loks er svo að sjá að - þessi skilningur hafi náð undir- tökum. Um leið hafa skapast skil- yrði til þess að fara að huga að gagngerum breytingum á kerfinu. vinnu og bótasvindl sem nokkur hópur er sagður sfimda. Sérstök úrlausnarefni Nálganir af þessu tagi eru ekki vandalausar. Tryggja verður við útfærslu þeirra að ekki komi til óeðlilegrar röskunar á samkeppni milli fyrirtækja. Ennfremur að til- tæk séu skilgreind og skipulögð verkefni í þúsundatali. Helst arð- bær. Einnig aö þessi verkefni beinist að þeim umbreytingum sem þörf er á á vinnumarkaði og ekki að viðhaldi ríkjandi ástands. Mörg önnur úrlausnarefni mætti nefha. Um þessar mundir er unnið að undirbúningi nýrra atvinnuleysis- tryggingalaga. íslendingar eiga nú sögulegt tækifæri með þessari lagasetningu til að koma i veg fyr- ir að atvinnuleysi verði að þeim erfiða vanda sem það er orðiö í öðrum löndum. Þetta tækifæri ber að nýta til fullnustu. Jón Erlendsson Kjallarinn Jón Erlendsson yfirverkfræðingur Upplýsinga- þjónustu Háskólans Umræða á íslandi er oft og tíðum allt öðruvísi en í stærri löndum, miklu persónubundnari - og það er ágalli ef slíkt verður til þess að minnka vægi málefnanna gagnvart mönnunum, hlutlægninnar gagn- vart persónuþrasinu. Landið að sandkassa Hér á landi eru menn sem greinilega ætla sér að gera landið að einhverjum allsherjar sand- kassa, aðsetri skitkasts; þessir menn afgreiða manneskjur í einni setningu þegar þyrfti til þess ævi- sögu, þeir skjalfesta jafnvel svo frumstætt skítkast og þá verður umræðan fljótt að persónuþrasi fremur en hugsjónabaráttu. Áhætta þeirra er mest sem voga sér að halda fram skoðunum sem eru öndverðar við einhvern tilbún- ing, einangraðan, íslenskan stór- sannleik, því þá byrja menn í þessu fámenna þjóðfélagi iðulega á harðvítugu persónuþrasi, sam- kvæmt því mottói að sá maður sem sker sig úr, dirfist að ögra stór- sannleikanum, hann hljóti að vera beinlínis eitthvað skrítinn. Sagan hefur dæmt ofstopafullt íslenskt persónuþras ákaflega hart: menn sem t.d. leyfðu sér að gagnrýna stórsannleikann uhi Sovétríkin hér á árum áður og höfðu sjálfir verið þar voru nánast kviksettir fyrir. Kjallarinn Einar Heimisson sagnfræðlngur og kvikmynþahöfundur Ofstopi sumra í sambandi við EES- umræðuna verður sömuleiðis lengi í minnum haföur, ekki hvað sist þær persónulegu ofsóknir sem ýmsir stjómmálamenn urðu fyrir, sem beittu sér harðast í því máli. ísland mætti gjarnan verða al- þjóðlegra - og einn liðurinn í því eru breyttar venjur í umræðu, minnkun á persónuþrasi og aukn- ing á málefnalegri umræðu. Ég hefði sannast sagna ekki trúað því að það gæti gerst ennþá á íslandi, á árinu 1995, að ein grein um tiltekið málefni gæti orðið tilefni andsvars sem snerist um lítið annað en per- sónu höfundar fyrri greinarinnar: það er furðulegt að algild lögmál rökræðu í meira en tvö þúsund ár skuli ekki vera virt hér - það er nefnilega engin rökræða sem snýst bara um eitthvert illkvittið sýnd- arágrip af ævisögu andstæðingsins en ekki það málefni sem hann er að fjalla um. Það er beinlínis ljótt að pikka eitthvað út um annað fólk sem mönnum hentar sjálfum í við- komandi umræðu, gamalt hnútúkast, gömul verk, gömul mis- tök, sem koma viðkomandi máli akkúrat ekkert við. En því miður er slíkt mjög algengt á Islandi, í dagblöðum, í þingsölum, út um allt. Óttinn við persónuþrasið Þjóðfélag okkar getur orðið óþarflega hverfult, of laust í reip- unum; stemning snýst hraðar á ís- landi - í land nálægðarinnar, venslanna - en víðast hvar annars staðar, enda margt „stopuit" í „venslum og vild“. Og þá getur ver- ið nærtækt í óttanum við hverful- leikann að leiða hjá sér allt, forðast að taka minnstu áhættu, stuða eng- an. Kenndir og tilfinningar eru hér svo beintengdar tilteknu fólki, sem menn hafa fyrir augunum, að hætt- an er sú að menn óttist þessar kendir svo mjög, sakir dómhörku nálægðarinnar, að þeir beinlínis hafni þeim: að óttinn við persónu- þrasið skafi þannig undan og ofan af persónuleikum, bæði í stjórn- málaumræðunni og í menningar- umræðunni. Persónuþrasið er landlægt vandamál á íslandi og það vita all- ir en mér finnst skorta nokkuð á það nú um stundir aö menn vinni af hugsjón gegn þessum augljósa ágalla fámennisþjóðfélags eins og okkar. Einar Heimisson ,Áhætta þeirra er mest sem voga sér að halda fram skoðunum sem eru öndverðar við einhvern tilbúinn, einangraðan ís- lenskan stórasannleik . . .“ Með og á móti Ráðherrabíll Davíðs Þarf veiga- meiri bifreið „Ráðherra starfið er mjög erilsamt starf og því fylgja jafnan lengri styttri Það er vægt að herrar Olafur Davíðs- son, ráöuneyt- isstjóri íforsæt- sinnt margvís- leg um störfum sínum sem best og því nauðsynlegt að þeir hafi jafnan bifreið til afnota. Þaö mætti aftur deila um meö hvaöa hætti þar er ge'rt, hvort ríkið eigi aö kaupa bíl fyrir hvem og einn, hvort greiða eigi ráðherranum afhot af eigin bif- reið, líkt og tíðkast í sumum til fellum, eða hvort leysa eigi mál ið með einhverjum öðrum hætti Það má líka endalaust deila um fjárhæöarmörk varðandi kaupin. Þar hefur ríkisstjómin sett ákveðið hámark á verð þeirra bfla sem keyptir em, með undantekningu hvað varðar bif- reið forsætisráðherra. Það er eölUegt að forsætisráðherra sé á veigameiri bU en aðrir ráðherr- ar. Það þarf tU dæmis að nota bifreiðina þegar erlendir gestir eiga í hlut og þeim vUjum við sýna þann viðurgjöming sem þeir sýna okkur.“ Sigríður Krist- insdóttir, for- maður Starfs- mannafétags ríkisstofnana. Dýr styrking á sjálfsímynd „Bílakaup er kannski ekki aðal- spum ingin í allri niður- skurð arstefnu ríkisstjórnar innar. Þó er það einn part- ur af sjálfsí- mynd forystu- manna ríkis- valdsins og auðvitað líta þeir svo á að þeir eigi að hafa aUt það besta sem til er. Því dugar þeim ekki minna en að keyra um á bílum sem kosta hátt í sex mUljónir. Meðladagvinnulaun félags- manna í SFR eru um 900 þúsund krónur á ári. Stefna ráðherranna hefur ver- ið að draga úr velferðarkerfinu, tU dæmis eru þeir búnir að leggja niður Tinda þar sem fram fór áfengismeöferð fyrir ung- linga, en nefna má mörg önnur dæmi um niðurskurð í velferðar- þjónustunni. Eti ekki stendur á því aö rætt sé um að börnin okk- ar séu perlur þjóðarinnar, nerna þegar þau þurfa á aðstoð að halda. Jafnframt hafa þeir sagt upp bUastyrkjum annarra opinberra starfsmanna og telja það mikið sanngirnismál á sama tíma og þeir skammta sér skattfrjálsar tekjur. Auðvitað þykir manni vænt um það að Davíð taki á móti höfðingjum á góöum bílum en bUar eru bara tæki til notkunar og brúks sem á að endurnýja með hæfilegu mUlibfli og kaupa þá af skynsemi. En sárt er að vita tU þess að fólk þurfi aö kaupa dýra bíla til aö styrkja sjálfsímyndina. Vænna heföi mér þótt um og ég hefði vel get- aö séð eftir smápeningi handa Davíð tU að kaupa gott hjól til að hjóla frá heimUi sínu að vinnu- stað. Þá hefði ég fyrst haft trú á aö hann ætlaði að sýna aðhald og sparsemi.“ -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.