Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1995, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1995, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1995 11 Fréttir Bæjarstjómin 1 Reykjanesbæ rannsakar skatta og lífsstíl: Þetta er gert að gefnu tilefni - segir Jóhann Geirdal bæjarfulltrúi K I N G A iMnm Vinningstölur miðvikudaqinn: 20.9.1995 Heildarupphæð þessa viku 109.687.071 áísi, 1.437.071 uinningur fór til Danmerkur IS1-60 15 11 INA 9» 10 00 - TLXTAVAÍH’ 451 *I«T MKO PyRIOVAHA OM fAÍNTVIUUn „Það er auðvitað að gefnu tilefni að umræða um misræmi í lífsstíl og skattgreiðslum hefur farið af stað. Það getur auðvitaö verið eins og skattrannsóknastjóri hefur bent á að menn hafi verið að vinna í happ- drætti eða lottói, fengið arf eða stofn- að til stóraukinna skulda. En það er hæpið að menn vinni í happdrætti ár eftir ár eftir ár og það á einnig við um arf. Menn geta stofnað til skulda ár eftir ár en það þaö kemur að því að þeir fara á hausinn ef þeir hafa ekki tekjur. Það er ástæða til að skoða þessi mál,“ segir Jóhann Geirdal, bæjarfulltrúi í Reykja- nesbæ. Hann var einn flutnings- manna tillögunnar um að skipaður yrði vinnuhópur bæjarfulltrúa sem kanna á álagningarskrár og komi með ábendingar um þau tilvik þar sem ósamræmi virðist vera. Jóhann segir þetta ekki vera gagn- rýni á störf framtalsnefndar. „Hún sinnir þeim hlutum sem hefð er fyrir að hún sinni og hún gerir þaö alveg jafn vel og framtalsnefndir annars staðar. Hins vegar finnst mér ekki réttlætanlegt að setja svona átak á framtalsnefndina. Mér. finnast þaö líka ógeðfelld vinnubrögð af pólítík- usum, svo ég gagnrýni nú okkur sjálfa, að setja einhveija nefnd ágætra manna úti í bæ að vinna svona verk sem við vitum að veröa óvinsæl og deilt verður um. Við eig- um að vinna þessi verk sjálfir en auðvitað í góðri samvinnu við fram- talsnefndina," segir Jóhann. Hann segir að farið verði kerfis- bundið í máhn. „Það verður gert svo að það verði ekki bara tilviljun hver lendir í þessu.“ Skýringarnar geta verið margar - segir bæjarstjóri Reykjanesbæjar Bæjarstjóm Reykjanesbæjar hefur samþykkt að setja á laggimar vinnu- hóp fjögurra bæjarfulltrúa sem bera á saman lífsstíl bæjarbúa og skatt- greiðslu. Flutningsmenn tillögunnar voru úr Aiþýðuflokki og Alþýðubanda- lagi. Átta bæjarfulltrúar samþykktu tillöguna en þrír sátu hjá. „Við þijú sem sátum hjá sögðum að þetta væri verkefni framtalsnefndar. Við höfum nefnd sem sér um þessa hluti. Það er mjög vafasamt að bæjarfulltrúar geti sett sig inn í svona hluti. Skýr- ingarnar á mismun á lífsstíl og skatt- greiðslu geta verið margar,“ segir Ellert Eiríksson, bæjarstjóri Reykja- nesbæjar. „Ég fagna allri umræðu af þessu tagi,“ segir Skúli Eggert Þórðarson skattrannsóknastjóri. „En það geta verið fullkomnar og eðlilegar skýr- ingar á því að menn greiði lægri skatta en ástæða væri til af annarra mati. Það geta verið skattalegar skýringar, það getur líka fahst í því að menn fjármagni neyslu sína meö lántöku," bendir Skúh á. TÖLVUR /////////////////////////////// Aukablað um TÖLVUR Miðvikudaginn 4. október mun aukablað um tölvur fylgja DV. Blaðið verður fjölbreytt og efnismikið en í því verður fjallað um flest það er viðkemur tölvum og tölvunotkun. í blaðinu verða upplýsingar um bæði hugbúnað og vélbúnað, þróun og markaðsmál. Má þar nefna grein- ar um Windows 95, nýjungar í margmiðlun, nýtt tölvu- orðasafn, öryggisafritun og varnir gegn tölvuþjófum. Þeim sem vilja koma á framfæri nýjungum og efni í blaðið er bent á að senda upplýsingar til ritstjórnar DV, Björns Jóhanns Björnssonar, fyrir 28. september. Bréfasími ritstjórnar er 550 5999. Þeir auglýsendur sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu aukaþlaði vinsamlega hafi samband við Sonju Magnúsdóttur, auglýsingadeild DV, hið fyrsta í síma 550 5722. Vinsamlegast athugið að síðasti skiladagur auglýsinga er fimmtudagurinn 28. september. ATH.I Bréfasími auglýsingadeildar er 550 5727. Á ofsahraða: Þjófur á flótta fórtværvelt- \ ur með þýfið t Ungur maður, sem var á flótta und- an lögreglubíl með bláblikkandi ljós- um, fór tvær velturá bíl, meiddist talsvert og stórskemmdi bílinneftir að hafa brotist inn í skála Golfklúbbs Grindavíkur og í nærliggjandi sum- arbústað í Staðahverfi skammt vest- an Grindavíkur. Alltaf á frétta- i/aktinni fyrir þig • Traustar fréttir • Lifandi fréttir • Hnitmiðaðar fréttir • Ferskar fréttir • Beinskeyttar fréttir o 3 DV er alltaf á fréttavaktinni með fréttir frá fyrstu hendi fyrir þig. Frjálst, óháð dagblað fyrir þig Munið nýtt símanúmer 550-5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.